Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Eggert Nýskriðin út úr móðurkviði eru lömbin strax farin að leika sér eins og ekkert sé sjálfsagðara. Laugardalur | Ærin Golsa frá Miðhúsum lagði loka- klauf á farsælan sauðburð í Húsdýragarðinum þegar hún bar tveimur gimbralömbum. Þrátt fyrir að sauð- burði sé lokið í garðinum á ein huðna eftir að bera af geitunum þannig að vel þarf að fylgjast með fjárhús- unum áfram. Lömbin sem Golsa bar voru skrautleg að lit. Golsa sjálf er nefnd eftir litnum sínum, en hún er svartgols- ótt og eignaðist hún svartgolsótta gimbur annars veg- ar og hins vegar svartgolsótta, kápótta gimbur. Faðir lambanna er hrúturinn Höttur. Má nú sjá skrautlegan hóp lamba að leik í Hús- dýragarðinum, meðal lita má nefna móbotnótt, móbíldótt, svartflekkótt, grábíldótt, svartbíldótt og svarthöttótt. Þetta myndi þykja óvenjuleg litaflóra á öðrum sauðfjárbúum á landinu því algengasti litur á sauðfé í dag er hvítur. Það þykir líka merkilegt þegar mannskepnan er höfð til samanburðar, að aðeins nokkrum mínútum eftir burð eru lömbin staðin upp og farin að ganga, rétt eins og kálfarnir og folöldin, enda mikilvægt fyrir grasbíta í grimmu samhengi fæðu- keðjunnar að vera snöggir á fætur og á harðahlaup, því margar hættur bíða handan hornsins. En burtséð frá öllum vangaveltum um harðan heiminn utan garðs er nú kjörið tækifæri fyrir börn og foreldra að heim- sækja garðinn og fylgjast með lömbunum trítla um. Lömbin sprikla að loknum sauðburði í Húsdýragarðinum HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 19 Beint flug Heimsferða frá aðeins 33.895 kr. Króatía Fáðu 8.000 kr. afslátt Þeir sem bóka strax, geta tryggt sér 8.000 kr. afslátt í valdar brottfarir. Króatía er nú or›in einn eftirsóttasti áfangasta›ur fer›amanna í Evrópu, enda er landi› stórkostleg náttúruperla sem státar af fegurstu ströndum og tærasta sjó Evrópu, heillandi menningu og glæsilegum gististö›um. Heimsfer›ir bjó›a beint flug vikulega í allt sumar til flessa einstaka áfangasta›ar sem heillar alla sem flanga› koma. Uppbyggingin í Króatíu sí›ustu árin er hreint a›dáunarver›. fiar er a› finna gott úrval gistista›a me› frábærum a›búna›i, glæsilegri umgjör› og gó›ri fljónustu. Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu me› vogskornum ströndum, eyjum og skerjum flar sem aldagamlir bæir skaga út í hafi›. Mannlífi› í Króatíu er engu líkt og fleir sem flanga› koma eru sammála um a› flar sé a› finna Evrópu eins og hún var og hét. Ótrúlegt verð í sumar Kr. 48.545 M.v. hjón me› 2 börn, 2 -11 ára, 1. júlí, me› 8 flús. kr. afslætti, 5 nætur, Laguna Bellevue, netbókun. Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. Kr. 58.190 M.v. 2 í studio me› 8.000 kr. afslætti, 1. júlí, 5 nætur, netbókun. Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. Laguna Bellevue Heitasti áfangastaður Evrópu. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 1 1 1 8 1 /s ia .is Verð m.v hjón með 2 börn, 2-11 ára, í júlí, ágúst eða sept. Beint flug á Triesteflugvöll. Innifalið flug og skattar. Sk?garhl?? 18 ñ 105 Reykjav?k ñ S?mi 595 1000 ñ Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Vatnsmýri | Fari borgin óbreytta leið að færslu Hringbrautar ganga borgaryfirvöld erinda samgönguyf- irvalda og mynda í raun nýja mið- borg við Korpúlfsstaði. Þetta mun leiða til þess að miðbær Reykjavíkur grotni niður og verði lítið annað en flugvallarhverfi. Þetta kom fram í máli Arnar Sigurðssonar á blaða- mannafundi sem Átakshópur gegn óbreyttri færslu Hringbrautar hélt í tilefni af því að framkvæmdir við færslu Hringbrautar eru nú komnar á fullt skrið. Örn segir ekki of seint að fara málamiðlunarleið, óþarfi sé að setja Hringbrautina í stokk, en hægt sé að grafa hana niður, þannig að hægt verði að byggja yfir hana í framtíð- inni, eins og hefur verið gert m.a. í Kópavogi. Örn segir þessa útfærslu kosta svipað og kost Reykjavíkur- borgar, en opna fyrir fleiri mögu- leika auk þess sem verðmætt bygg- ingarland varðveitist, en það fari fyrir lítið, verði farið í að leggja þetta „gríðarlega mannvirki“ ofanjarðar á því sem Örn segir dýrasta bygging- arsvæði borgarinnar. Segir Örn út- færslu borgarinnar á færslu Hring- brautar gengisfella miðborgar- svæðið og vera í raun til þess eins fallna að festa flugvöllinn í sessi enda séu allar röksemdir um nauðsyn færslunnar vegna stækkunarmögu- leika Landspítalans – háskólasjúkra- húss út í hött. Hina raunverulegu ástæðu fyrir færslu Hringbrautarinnar segir Örn vera hrossakaup milli borgaryfir- valda og samgönguyfirvalda, en samgönguráðherra hafi boðið borg- inni betri kost í fyrirhugaðri Sunda- braut, sem opni fyrir aukna byggð við Úlfarsfell, í skiptum fyrir færslu Hringbrautar, sem tryggi flugvöll- inn í sessi. Þetta leiði til gríðarlegrar útþenslu byggðar í kringum Korp- úlfsstaði sem leiði í raun til nýs kjarna Reykjavíkur á því svæði. Þá hafi þessu fyrirkomulagi verið komið þannig á að umhverfisráðherra hafi neitað að samþykkja aðalskipulag Reykjavíkurborgar vegna þrýstings frá samgönguráðherra út af flugvell- inum, en samgönguráðherra vilji byggja samgöngumiðstöð við flug- völlinn, sem tengist inn á Hringbraut með svonefndum Hlíðarfæti. Þá seg- ir Örn samgönguáætlun ríkisstjórn- ar og aðalskipulag Reykjavíkur stangast á í veigamiklum atriðum. Átakshópurinn hefur hvatt Reykjavíkurborg til að boða til kosn- inga um málið, enda sé þar um að ræða afar mikilvægt mál. Þá hefur hópurinn komið upp vefsíðu þar sem fram fer undirskriftasöfnun. Í gær höfðu safnast tæplega 800 undir- skriftir á vefnum. Stefnt er að því að hætta söfnun undirskrifta hinn 7. júní næstkomandi, en slóðin er: www.tj44.net/hringbraut/. Átakshópur gegn færslu Hringbrautar leggur til málamiðlun Stefnir í að miðborgin verði flugvallarhverfi Morgunblaðið/Eggert Átakshópurinn gegn færslu Hringbrautar vill atkvæðagreiðslu borgarbúa um frestun á færslu Hringbrautar, enda sé þetta gríðarlegt hagsmunamál. Reykjavík | Bílastæðasjóður hefur tekið til framkvæmda tvær breyt- ingar á stöðvunarbrotagjöldum í Reykjavík. Í fyrsta lagi er um að ræða 550 króna staðgreiðsluafslátt til þeirra sem greiða álögð gjöld án fyr- irvara eða andmæla innan 3ja virkra daga frá álagningu. Í öðru lagi munu gjöld þeirra sem ekki hafa gert skil innan 28 daga frá álagningu hækka um 50% miðað við upphaflega álagn- ingu án afsláttar, í viðbót við lög- bundna 50% hækkun 14 dögum eftir álagningu. Þessum breytingum er ætlað að koma til móts við óskir hags- munaaðila um lækkun stöðv- unarbrotagjalda, en þau hækkuðu umtalsvert árið 2000. Með stað- greiðsluafslættinum er þeim umbun- að verulega sem greiða sín gjöld fljótt og vel, en byrði skuldseigra þyngist nokkuð. Vonir standa til þess að Bíla- stæðasjóður muni þrátt fyrir þessar breytingar geta staðið undir þeim uppbyggingaráformum sem fylgdu gjaldskrárbreytingunum árið 2000. Afgreiðsla breytinganna tafðist vegna þess að engin tilkynning barst Bílastæðasjóði frá Samgöngu- ráðuneyti þegar breytingar voru gerðar á reglugerðum um stöðv- unarbrot. Tilkynning um breyting- arnar birtist í Stjórnartíðindum í lok janúar, en breytingarnar tóku ekki gildi fyrr en í enda maí. Stefán Har- aldsson, framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs, segir ekki hafa komið til tals að semja við þá sem fengu sektir á þessu tímabili um lækkun sekta. Afslættir af stöðvunarbrotagjöldum hækka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.