Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HVERS vegna hafa íslenskir valda-
menn verið tregari til að taka þátt í
Evrópusamrunanum en valdamenn
almennt í Evrópu hafa verið? Þessari
spurningu er reynt að svara í bókinni
„Iceland and Europiean Integration:
On the edge“ en hún fjallar um af-
stöðu íslenskra valdamanna, þ.e.
þingmanna og ráðherra, til Evrópu-
samrunans sl. fimmtíu ár. Einkum
eru skoðuð viðbrögð ríkisstjórna við
Evrópusamrunanum, allt frá árinu
1957, þegar Evrópumál komu fyrst
inn á borð íslenskra stjórnvalda, til
dagsins í dag. Þó er sjónum sérstak-
lega beint að sl. 10–15 árum.
Baldur Þórhallsson, dósent í
stjórnmálafræði við Háskóla Íslands,
er ritstjóri bókarinnar en hún byggist
á rannsóknarvinnu hans í samvinnu
við Hjalta Þór Vignisson stjórnmála-
fræðing, Gunnars Helga Kristinsson-
ar prófessors í stjórnmálafræði, Guð-
mundar Hálfdanarsonar prófessors í
sagnfræði og Stefáns Eiríkssonar
lögfræðings. Bókin er gefin út hjá
Routledge-bókaforlaginu í Bretlandi.
Þingmenn tengjast sjávarútvegi
„Það eru í rauninni fjölmargir
þættir sem skýra aðkomu Íslands að
Evrópusamrunanum en þá má greina
niður í fimm flokka,“ segir Baldur og
á þar við sjávarútveg, þjóðernis-
hyggju, tengsl við Bandaríkin, smæð
stjórnsýslunnar og bakgrunn og sér-
kenni íslenskra valdamanna, en um
þessa þætti er sérstaklega fjallað í
bókinni sem kynnt var á málþingi í
Háskóla Íslands á föstudag.
„Í rannsókn okkar koma fram tals-
verð tengsl þingmanna í gegnum tíð-
ina við sjávarútveginn. Þessi tengsl
eru mun meiri en tengsl við iðnað og
landbúnað á alla síðustu árum.
Tengsl þingmanna við sjávarútveg-
inn sýna að möguleikar greinarinnar
til að hafa áhrif á störf þingsins eru
meiri en annarra greina.“ Þingmaður
er samkvæmt rannsókninni talinn
hafa tengsl við at-
vinnugrein ef hann
hefur unnið við hana
lengur en eitt ár eða
hefur menntun á sviði
hennar. „Ef eitthvað er
þá eru þessi tengsl
vanmetin,“ segir Bald-
ur. „Við tökum ekki til-
lit til þess hvort menn
eigi hlut í sjávarút-
vegsfyrirtækjum, eigi
kvóta eða komi nálægt
rekstri fyrirtækja sem
eiga í viðskiptum við
sjávarútvegsfyrirtæki
vegna þess að þær
upplýsingar eru ekki
aðgengilegar.“
Baldur segir athyglisvert að sjáv-
arútvegurinn, sem er leiðandi at-
vinnugrein hér á landi, hafi ekki tekið
beinan þátt í baráttu samtaka gegn
aðild að ESB, ólíkt því sem verið hef-
ur á hinum Norðurlöndunum. „Þá er
athyglisvert að Samtök atvinnulífsins
hafa ekki komið að baráttu fyrir inn-
göngu í Evrópusambandið á meðan
samtök atvinnurekenda annars stað-
ar á Norðurlöndunum hafa verið leið-
andi í slíkri baráttu,“ útskýrir Baldur.
„Það má því spyrja hvort sjávarút-
veginum hafi tekist að hindra að Sam-
tök atvinnulífsins beiti sér fyrir inn-
göngu Íslands í ESB líkt og
sambærileg sambönd á hinum Norð-
urlöndunum.“
Þjóðerni litar umræðuna
Í kafla bókarinnar sem Guðmund-
ur Hálfdanarson, prófessor í sagn-
fræði, skrifar um þátt þjóðernis-
hyggju í Evrópuumræðunni kemur
fram að þegar margir stjórnmála-
menn ræði um Evrópumál snúist mál
þeirra um að það megi
fyrir engan mun draga
úr sjálfstæði og fullveldi
landsins heldur halda
því í höndum þjóðarinn-
ar og Alþingis. „Það er
ekki aðeins það að við er-
um nýtt lýðveldi heldur
að þorskastríðin mögn-
uðu upp ákveðna þjóð-
erniskennd meðal Ís-
lendinga og það hefur
tengt sjávarútveginn og
landhelgina í huga fólks
mjög sterkt við sjálf-
stæði og fullveldi lands-
ins,“ segir Baldur. „Það
sama má segja um bar-
áttuna um veru varnar-
liðsins á Miðnesheiði, hún vakti upp
þjóðernistilfinningar hjá báðum fylk-
ingum. Þannig að orðræða um þjóð-
erni litar klárlega Evrópuumræð-
una.“
Tengsl við Bandaríkin
Þá kemur fram í bókinni að tengsl
við Bandaríkin, bæði efnahagsleg og
varnarleg, hafi haft áhrif á afstöðu ís-
lenskra stjórnvalda til Evrópusam-
runans. „Efnahagstengslin skiptu
verulega miklu máli á fyrstu áratug-
um lýðveldisins, vegna þess að aðstoð
sem Bandaríkjamenn veittu íslensk-
um stjórnvöldum drógu úr hvata til
að tengjast Evrópusamrunanum,“
segir Baldur. „Varnartengslin í dag
skipta verulega miklu máli því ís-
lenskir stjórnmálamenn hafa ekki séð
ástæðu til þess að tengjast öryggis-
málum innan Evrópusambandsins
vegna varnarsamningsins.“
Í fjórða lagi segir Baldur að smæð
sjórnsýslunnar hafi haft sín áhrif á af-
stöðu til Evrópumálanna. „Stjórn-
sýslan var smá og veikburða á fyrstu
áratugum lýðveldisins og sjálfstæð
stefnumótun hennar var ekki mjög
mikil eins og áður hefur verið sýnt
fram á. Þetta hefur leitt til þess að
stjórnsýslan var háðari hagsmuna-
samtökum, en þetta er að gjörbreyt-
ast í dag. Stjórnsýslan hefur nú miklu
meiri burði til að takast á við erlend
samskipti en áður.“
Bakgrunnur valdamanna
Í bókinni kemur fram að bak-
grunnur og sérkenni íslenskra valda-
manna skýri einnig að einhverju leyti
afstöðu þeirra til Evrópusamrunans.
„Íslenskir embættismenn sækja
menntun sína annaðhvort til Banda-
ríkjanna eða til landa Evrópu þar
sem menn hafa verið skeptískir í garð
Evrópusamrunans, t.d. í Bretlandi og
Danmörku,“ segir Baldur. „Þeir hafa
ekki sótt sína menntun á meginland
Evrópu. Það sama má segja um þá ís-
lensku stjórnmálamenn sem sótt hafa
sér menntun erlendis. Ég held að
hugmyndafræðileg áhrif skipti þarna
máli.“
Þá segir Baldur að íslenskir stjórn-
málamenn hafi einblínt í gegnum tíð-
ina á tvíhliða samskipti, fyrst við Dan-
mörku, síðan Bretland og svo varnar-
og viðskiptatengsl við Bandaríkin. en
verið skeptískir á fjölþjóðleg sam-
skipti. Þetta hefur þó verið að breyt-
ast undanfarin ár.
Varfærnisleg smáskrefanálgun
Baldur segir stefnu íslenskra
stjórnmálaflokka hvað varðar Evr-
ópusamrunann í gegnum tíðina, nema
Alþýðuflokksins á sínum tíma og nú
Samfylkingar, annaðhvort hafa verið
þá að bíða og sjá til eða gegn aðild.
„Það sem einkennir stefnu Íslands
gagnvart Evrópusamrunanum er
varfærnisleg smáskrefanálgun. Við
höfum tekið eitt og eitt skref í átt að
auknum samruna vegna þess að við
höfum þurft að gera það til að tryggja
okkar hagsmuni. En við höfum forð-
ast það að tengjast stofnanastrúktúr
Evrópusambandins nánum böndum
og allt framsal á völdum hefur verið
litið skeptískum augum.“
Það var fyrst árið 1994 sem fyrsti
íslenski stjórnmálaflokkurinn boðaði
aðildarviðræður við ESB, þrjátíu ár-
um eftir að stjórnmálaflokkar í Nor-
egi voru komnir með þetta á dagskrá.
„Ísland er nú orðið ákveðin fyrir-
mynd fyrir þá sem eru andvígir Evr-
ópusamrunanum í Vestur-Evrópu,
sérstaklega í Bretlandi og Dan-
mörku. Þeir spyrja hvernig okkur
takist að standa utan Evrópusam-
bandsins en ganga þó svona vel. Þessi
sérstaða vekur athygli.“
Afstaða íslenskra valdamanna til Evrópusamrunans síðastliðin 50 ár
Allt framsal á völdum
verið efablandið
Baldur Þórhallsson
Baldur Þórhallsson segir athyglisvert að sjávarútvegurinn, sem er leiðandi
atvinnugrein hér á landi, hafi ekki tekið beinan þátt í baráttu samtaka
gegn aðild að ESB, ólíkt því sem verið hefur á hinum Norðurlöndunum.
Sjávarútvegurinn, þjóð-
ernishyggja, tengsl við
Bandaríkin og bak-
grunnur íslenskra
valdamanna eru þættir
sem geta varpað ljósi á
afstöðu íslenskra valda-
manna til Evrópusam-
runans sl. 50 ár. Bók um
þetta efni undir rit-
stjórn Baldurs Þórhalls-
sonar stjórnmálafræð-
ings er nú komin út.
ÍSLENSKIR vinnuveitendur eru á eftir
vinnuveitendum í helstu samanburðarlöndun-
um í að taka upp markvissa mannauðsstjórn-
un, svo sem frammistöðumat, árangurstengd
laun og vandað val á starfsmönnum.
Þetta kemur fram í kynningu á íslenskum
niðurstöðum stærstu alþjóðlegu könnunarinn-
ar á sviði mannauðsstjórnunar sem gerð hefur
verið hér á landi. Háskólinn í Reykjavík (HR)
í samstarfi við IMG Gallup og Háskóla Íslands
vann íslenskan þátt könnunarinnar.
Vannýtt tækifæri
Mannauðsstjórnun snýst um að skilgreina
æskilega hegðun starfsmanna út frá stefnu
fyrirtækis eða stofnunar og svo hvernig hægt
er að ná henni fram kerfisbundið. Í niðurstöð-
unum kemur fram að íslenskir vinnuveitendur
nota sjaldnar formleg kerfi til að meta
frammistöðu starfsmanna en vinnuveitendur í
Danmörku, Bretlandi og Hollandi, segir Ásta
Bjarnadóttir, lektor við viðskiptadeild HR.
Einnig eru íslenskir vinnuveitendur ólíklegri
til að greiða breytileg, árangurstengd laun.
„Við teljum að mat á frammistöðu og end-
urgjöf og breytileg laun séu vannýtt tækifæri í
íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Þó að
vissulega séu íslensk fyrirtæki lítil þá er í
rauninni ekkert því til fyrirstöðu að nota
þessa aðferð,“ segir Ásta.
Í könnuninni kemur fram að í heildina séð
er markviss mannauðsstjórnun skemmra á
veg komin hér á landi en í samanburðarlönd-
unum, þó ljóst sé að miklar framfarir hafi orð-
ið á undanförnum árum. Ásta segir það ljóst
af niðurstöðum fjölmargra rannsókna að
mannauðsstjórnun borgi sig, og árangurinn sé
augljós.
Íslenskir vinnuveitendur leggja einnig
minni vinnu í val á nýjum starfsmönnum, sam-
anborið við Danmörku, Bretland og Holland.
„Íslenskir vinnuveitendur nota ekki eins mikið
sálfræðileg próf eða viðtöl þar sem fleiri en
einn taka viðtalið. Þeir nota nánast ekkert
matsmiðstöðvar, þar sem tekinn er heill dagur
í að meta umsækjendurna, og nota þessar ýt-
arlegu aðferðir lítið sem ekkert,“ segir Ásta.
Viðtöl og meðmæli ekki
bestu aðferðirnar
Hún segir viðteknar aðferðir við manna-
ráðningar hér á landi vera viðtöl og athugun á
meðmælum, sem séu langt frá því bestu að-
ferðirnar. Hún segir ástæðurnar fyrir því ef-
laust tengjast tíma og kostnaði við ýtarlegri
aðferðir, en bendir á að það skili sér með hæf-
ara starfsfólki.
Við rannsóknina tók HR saman lista yfir
stærstu vinnuveitendur á Íslandi, þá sem eru
með a.m.k. 70 starfsmenn, og reyndust þau
fyrirtæki alls rétt tæplega 250. Þessum vinnu-
veitendum – fyrirtækjum og stofnunum – var
sendur spurningalisti, og voru niðurstöðurnar
unnar úr svörum þeirra. Skýrsluna, sem er
197 blaðsíður í heild sinni, má nálgast í HR og
hjá IMG Gallup.
Niðurstöður stærstu alþjóðlegu könnunarinnar á mannauðsstjórnun sem gerð hefur verið hér
Ísland á eftir sam-
anburðarlöndum
DRÍFA Hjartardóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
landbúnaðarnefndar Alþingis, segir
að með nýju ábúðarlögunum, sem
samþykkt hafa verið, sé jarðeigend-
um og ábúendum í sjálfsvald sett
hvernig þeir semji sín á milli um nýt-
ingu á jörð eða réttindum sem henni
fylgi. Í raun sé verið að létta hömlum
af samningsfrelsi þessara aðila, sem
hafi komið í veg fyrir að jarðir séu
nýttar eins og mögulegt sé.
Nú getur eigandi undanskilið í
leigunni ákveðin réttindi, svo sem til
beitar, veiði eða nýtingar æðardúns.
Í nefndaráliti meirihluta landbúnað-
arnefndar með lögunum segir að sú
tilhögun auki líkur á því að sem flest-
ar jarðir haldist í ábúð og séu þá
nýttar eins og kostur er. Jarðeigandi
geti haft sérþekkingu til þess að nýta
einhver hlunnindi en ábúandi ekki og
þess vegna þyki rétt að þeir geti
samið sín á milli um nýtingu ein-
stakra réttinda. Meirihluti nefndar-
innar leggur þó áherslu á að með
þessu er ekki verið að undanskilja
réttindi frá jörð heldur er einungis
samið um nýtingu á þeim.
Drífa bendir einnig á að í nýjum
jarðalögum eru forkaupsréttarheim-
ildir sveitarstjórna á svokölluðum
óðalsjörðum felld niður sem og eign-
anámsákvæði landbúnaðarráðherra.
Flest ákvæðin í frumvarpinu um óð-
alsjarðir voru einnig felld brott í
meðferðum landbúnaðarnefndar Al-
þingis og lagt til að óðalsböndin falli
niður við lát óðalsbónda og maka.
Óðalsréttarhugtakið hefur verið
skilgreint svo að óðalsjörð verði ekki
eign óðalserfingja heldur sé hann
einungis vörslumaður þess. Þannig
verður jörðin ekki einkaeign ein-
staks aðila heldur sjálfseignarstofn-
un í ævarandi umráðum þeirrar ætt-
ar er óðalsréttinn hefur. Um tíma
var skylt að gera jarðir keyptar af
ríkinu að ættaróðölum og átti það að
tryggja aðilaskipti á jörðinni og
ábúð. Eru slíkar jarðir núna 90 tals-
ins.
Strangar reglur
um veðsetningar
Nú á þetta ekki lengur við að mati
meirihluta landbúnaðarnefndar þar
sem vörslumaður óðals getur ekki
ráðstafað jörðinni nema til erfingja
og ekki selt eða ráðstafað öðrum
hluta af henni, svo sem greiðslu-
marki.
Þá gildi mjög strangar reglur um
veðsetningar og ekki sé heimilt að
gera fjárnám í óðalsjörð eða fylgifé
hennar eða krefjast nauðungarsölu
fyrir öðrum en þeim sem heimilt er
að veðsetja jarðirnar fyrir, þ.e. hjá
Lánasjóði landbúnaðarins, Lífeyris-
sjóði bænda og Orkusjóði.
Nýju ábúðarlögin
Tryggja
samnings-
frelsi um
nýtingu
jarða