Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 27
notkun/tilraunum með þetta efni“. Eins má búast við að ef úðað er fyrr, þ.e. áður en egg fiðrildanna klekjast og verða að lirfum, verði árangurinn enn betri. Florina-olían virkar líka á veturna á sitkalús og má nota hana við hitastig allt niður að frostmarki. Sitkalús á blágreni í Kjós veturinn 2002 Niðurstöður tilraunar sem var gerð með Florina á sitkalús á blágreni í Kjós í nóvember 2002 eru í raun ótrú- lega góðar. Skoðuð voru 10 vöxtuleg en lúsug blágrenitré og sýni tekin af þeim. Lýsnar voru taldar á sýnunum. Að meðaltali fundust 65 lýs á hverj- um 100 nálum áður en úðað var. Helmingur þessara trjáa var síðan úðaður með 2% Florina-olíu. Sex dög- um seinna hafði fjöldi lúsa á þeim trjám sem ekki voru úðuð aukist í að meðaltali 120 lýs á hverjar 100 nálar. Úðunin mistókst á einu trjánna en í hinum fjórum sem úðuð höfðu verið með 2% Florin-olíu fundust, eftir þessa 6 daga, að meðaltali 2,5 lýs á hverjar 100 nálar. Þetta er árangur sem var framar öllum vonum og í raun ekki hægt að búast við meiri ár- angri. Framhaldið Það er reynslan sem skiptir mesu máli þegar við ákveðum hvort – og þá hvaða efni við ætlum að nota til að verja plönturnar. Til þess að reynslan leiði í ljós rétta niðurstöðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka þeg- ar úðað er. Það á við um öll efni, hvort sem þau eru eitruð eða ekki. Hvað varðar Florina-olíuna er aðalatriðið að olían nái að hylja alveg yfirborð plöntunnar sem úðað er á og hjúpi með því öll skaðleg skordýr sem á viðkomandi plöntu eru. Vöndum okk- ur þegar við notum varnarefni á plöntur. Lesum leiðbeiningarnar! Höfundur er garðyrkjufræðingur. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 27 HUGMYND Þjóðminjasafnsins um að koma stórri eftirmynd af 10. aldar víkingasverði úr fórum Þjóðminjasafnsins fyrir á Mela- torgi hefur vakið mikla athygli. Hugmyndin virðist hafa snert fólk enda ljóst að minnisvarðinn myndi hafa áhrif á bæjarmyndina þar sem Hringbraut og Suðurgata mætast. Sumir setja skoðanir sínar á sverðinu fram með sagnfræðilegum rökum meðan aðrir hrífast af eða amast við hugmyndinni af fagurfræðilegum ástæðum. Hugmyndin var til komin vegna kynningarátaks um nýtt Þjóðminjasafn, sem opnað verður með glæsilegum hætti hinn 1. september nk. Þjóðminjasafn Íslands varðveitir þjóðararf okkar, minjar um sögu okkar og menningu frá landnámi til dagsins í dag. Í nýjum sýn- ingum safnsins verður leitast við að endurspegla þá sögu með fag- legum og nýstárlegum hætti. Markmiðið er að vekja gesti til umhugsunar um sambúð lands og þjóðar í gegnum aldirnar, auka skilning og ekki síst víðsýni Ís- lendinga. Hlutverk safnsins í nú- tímasamfélagi er því að gera fólki kleift að hafa betri sýn á fortíðina í nútímanum á leið inn í framtíð- ina. Sverðið, sem fannst í kumli á Kaldárhöfða í Grímsnesi, er ásamt öðrum forngripum frá fyrstu öld- um Íslandsbyggðar eins konar táknmynd Þjóðminjasafns Íslands, sem í 140 ár hefur verið musteri íslenskrar fornleifafræði og þjóð- minjavörslu. Þjóðminjasafnið hefur í gegnum tíðina lagt ríka áherslu á minjar frá fyrstu öldum Íslands- byggðar og er haugfé þar einstakt og verðmætt í okkar menningar- arfi, rétt eins og kirkju- og list- gripir miðalda og nytjahlutir og atvinnuminjar seinni alda. Umræða til góðs Þjóðminjasafnið fagn- ar því að hafa tekist að skapa umræðu og skoðanaskipti um þjóðararfinn. Það sýn- ir að Íslendingum er ekki sama um sögu sína og sjálfsmynd og í raun hefur þessi hugmynd fengið marga til að leggjast í söguskoðun, sem er hverjum manni hollt. Hún hefur einnig valdið taugatitringi í hópi listfræð- inga og einstaka listamanna sem finna sverðinu flest til forráttu. Ekki telur undirritaður þörf á að bregðast við þeirri gagnrýni, hún dæmir sig sjálf. Það er þó athygl- isvert að einn gagnrýnenda hug- myndarinnar um stækkaða eft- irgerð af Kaldárhöfðasverðinu, Kristinn Hrafnsson myndlist- armaður, hefur sjálfur nýlokið við hönnun á stækkaðri eftirgerð af Þórslíkneskinu sem var afhjúpað fyrir nokkrum dögum við Verk- menntaskólann á Akureyri. Þar er um að ræða stækkun á forngrip í vörslu Þjóðminjasafnsins, sem reyndar var ekki unnin í samráði við safnið eins og ætlast var til. Stækkunin á Þórslíkneskinu er síst minni en sú sem hugmynd- irnar um sverðið ganga út á. Við- brögð þessara listfræðinga og listamanna eru umhugsunarverð í ljósi þess að hér var aðeins sett fram hugmynd á vinnslustigi sem lögð var til umsagnar hjá borginni og barst þaðan í fjölmiðla. Allt eins kemur til greina að setja upp sverð á hringtorginu tímabundið, einungis til að vekja athygli á opn- un safnsins. Þar að auki er í und- irbúningi samkeppni um list- skreytingu við safnhúsið. Einnig kæmi til greina að sameina þessar hugmyndir og hafa samkeppni um listskreytingu sem verði táknmynd fyrir Þjóðminjasafn Íslands og safnkost þess. Að kannast við eigin sögu Gagnrýnendur hugmyndarinnar hafa afvegaleitt ýmislegt í þessu máli, sem rétt er að leiðrétta. Eins og fornleifauppgreftir úr kumlum sýna áttu höfðingjar í heiðni flestir hverjir vegleg sverð. Þótt ekki hafi verið tiltakanlega ófriðlegt á fyrstu áratugum Ís- landsbyggðar var sverðið tákn um vald og verkfæri til að halda uppi röð og reglu í samfélaginu auk þess að vera stöðutákn höfðingja. Sverð landnámsaldar eru hluti af okkar menningararfi og hluti af safnkosti Þjóðminjasafns Íslands. Fjölmennar orrustur Sturl- ungaaldar með tilheyrandi mann- falli eru hluti af sögu okkar. Til- raunir til að sótthreinsa hana af því sem er óþægilegt eru ekki sú söguskoðun sem er sæmandi menningarþjóð eins og okkar. Hugmyndin er að gera tákn- mynd fyrir safnið með skírskotun í merki þess þar sem þetta tiltekna sverð er þungamiðjan (sverð, axir og kúpt næla mynda stafinn „Þ“ ). Rætt hefur verið um að Stefán Geir Karlsson myndlistarmaður (félagi í Sambandi íslenskra mynd- listarmanna) komi að hugmynda- vinnu. Hvað varðar efnisval þá er það atriði á vinnslustigi, en til greina kemur að gera verkið í járn, granít eða jafnvel trefjaplast. Ekki hefur staðið til að fjármagna framleiðslu sverðsins af almannafé heldur leita til velunnara safnsins í atvinnulífinu með kostun. Þetta hafa sumir viljað misskilja. Þjóðminjasafn Íslands fagnar umræðu um þjóðminjar og væntir þess að almenningur, listamenn, fræðimenn og fjölmiðlar láti sig málefnið varða áfram og að þetta sé aðeins byrjunin á líflegum skoð- anaskiptum í tengslum við opnun Þjóðminjasafns Íslendinga. Hér hafa verið færð rök fyrir nokkrum þáttum málsins sem hafa verið mistúlkuð. Eftir stendur að Þjóðminjasafnið setti fram hug- mynd sem ákveðið var að láta reyna á hjá þar til gerðum yf- irvöldum. Engin ákvörðun hefur verið tekin enda hugmyndin í sjálfu sér ekki fullmótuð og vel kemur til greina að þróa hana enn frekar. Það að nota meira en þús- und ára gamalt víkingasverð í þessa táknmynd er ekki tilviljun. Sverðið er hluti af merki Þjóð- minjasafnsins, það er hluti af safn- kosti Þjóðminjasafnsins, það er hluti af sögu okkar Íslendinga. Af hugmynd um sverð Snorri Már Skúlason skrifar um eftirmynd af 10. aldar víkingasverði ’Það að nota meira enþúsund ára gamalt vík- ingasverð í þessa tákn- mynd er ekki tilviljun.‘ Snorri Már Skúlason Höfundur er kynningarfulltrúi Þjóðminjasafns Íslands. w w w .d es ig n. is © 20 03 - IT M 20 04 16 Ármúla 31 • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Eingöngu öryggisgler í öllum sturtum, eitt hagstæ›asta ver› á landinu! kr kr kr kr krkr krkr krOpnunartilbo› sturtur o.fl. Sturtuhorn 65-80 75-90 Hvítt e›a króm 4-6 mm gler Ver› frá 20.900,- Harmonikuhlífar f. ba›kör Öryggisgler. Stær›ir 86 e›a 125 Ver› frá kr. 15.900,- Ba›kars- vængur 76 e›a 85 sm. Öryggisgler. Ver› frá kr. 13.900,- Heilir sturtuklefar í horn Öryggisgler, segullæsing, sturtu-sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 cm. Kr. 49.900,- stgr 80x80 cm. Kr. 52.900,- stgr 75x90 cm. Kr. 59.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 61.900,- stgr Rúnna› sturtuhorn 80x80 90x90 Hvítt e›a króm 4-6 mm gler Ver› frá 37.950,- Heilir rúnna›ir sturtuklefar í horn Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 80x80 cm. Kr. 68.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 72.900,- stgr Heilir nudd- sturtuklefar Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 90x90 cm. Kr. 149.900,- stgr Ba›kars- vængur L 130 sm. Öryggisgler. Ver› kr. 22.900,- Ba›karshlíf milli veggja L 160 til 200 sm. Öryggisgler. Ver› kr. 26.900,- WC me› stút í vegg e›a gólf Hör› seta og festingar fylgja. Ver› frá kr. 15.900,- WC til innbyggingar. Hör› seta fylgir. Lok hvítt e›a stál fylgir. Ver› kr. 39.900,- Ba›kör Forma› me› handföngum og hálkuvörn í botni. Tilvali› fyrir flá sem nota ba›kar sem sturtu. 160x75 sm Kr. 18.900,- stgr 170x75 sm Kr. 19.900,- stgr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.