Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 45 HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, var ekki sáttur við gang mála hjá sínu liði í Víkinni í gærkvöld, enda er uppskera FH til þessa langt undir væntingum. Hafnfirð- ingarnir eru með fimm stig eftir fjóra leiki og hafa að- eins skorað þrjú mörk en á síðasta tímabili skemmtu þeir stuðningsmönnum sínum með leiftrandi sóknarleik, og skoruðu flest mörk allra liða í deildinni. „Við gátum ekkert í fyrri hálfleik en vorum skömm- inni skárri í þeim síðari. Við lögðum okkur ekki nægi- lega mikið fram, menn áttu að vita að Víkingar kæmu dýrvitlausir í þennan leik, en við tókum ekki á því eins og með þurfti. Sóknarleikurinn er alltof bitlaus hjá okk- ur, við notum ekki vængina eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Vissulega söknum við Allans Borgvardts, besta sóknarmanns í deildinni, en það er engin afsökun því aðrir eiga að leggja meira á sig í staðinn. Ef við ætlum okkur eitthvað í þessu móti verð- um við að gera betur en þetta,“ sagði Heimir við Morg- unblaðið eftir leikinn. „Sóknarleikurinn er of bitlaus“ ERLA Hendriksdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með mjög erfiðum en jafnframt skemmtilegum leik á móti Frökkum á Laugardalsvell- inum í dag en Erla er leikjahæsti leik- maður íslenska liðins, spilar nú sinn 46. landsleik. „Við vitum að þetta verður allt annar leikur heldur en við spiluðum á móti Ung- verjum. Franska liðið er miklu sterkara og í þeirra liði eru fljótir og flinkir leik- menn sem við verðum að hafa góðar gæt- ur á. Við ætlum okkur að fá stig út úr leiknum og tryggja okkur annað sætið í riðlinum sem við lögðum upp með en vissulega stefnum við að sigri,“ sagði Erla við Morgunblaðið. Erla segist gera sér grein fyrir því að til að eiga möguleika á að ná hagstæðum úrslitum verði allt að ganga upp. „Þetta er ekkert flókið. Við þurfum einfaldlega að ná fram toppleik. Við þurfum fyrst og fremst að gæta okkar á að láta þær ekki skora og reyna að nýta vel þær skyndi- sóknir sem við fáum örugglega. Við höf- um verið að vinna þessi svokölluð sig- urstranglegri lið, eins og Ítalíu í fyrra og að mörgu leyti eru Frakkar með svipað lið og Ítalir. Það er því vel hægt fyrir okkur að leggja þær frönsku að velli. Sjálfstraustið er til staðar og undirbún- ingurinn hefur verið eins góður og hægt er að hugsa sér. Ég vona bara að fólk komi á völlinn því stuðningurinn skiptir okkur miklu máli eins og dæmin hafa sannað síðustu árin.“ Ætlum okkur að fá að minnsta kosti eitt stig úr leiknum ■ Viðtal við Helenu / 8 Það var Vilhjálmur R. Vil-hjálmsson sem tryggði Vík- ingum stigið með fallegu skoti af 20 metra færi, stundarfjórðungi fyrir leikslok, en áður hafði Ármann Smári Björnsson fært FH forystuna með góðu marki snemma í seinni hálfleik. „Já, ég hitti boltann skemmti- lega og það var ánægjulegt að skora sitt fyrsta úrvalsdeildar- mark í langan tíma. Í síðasta leik brutum við markaísinn, núna brut- um við stigaísinn, og næst er það ekkert annað en sigur hjá okkur. Sjálfstraustið er allt að koma hjá okkur,“ sagði Vilhjálmur við Morg- unblaðið. „Þetta var mikil stöðubarátta, við áttum meira í fyrri hálfleiknum en þeir voru sterkari í þeim síðari. Við tefldum fram mjög ungu liði, meðalaldurinn var rétt yfir tví- tugu. Við erum með ungt, efnilegt og baráttuglatt lið og þetta stefnir allt upp á við hjá okkur.“ Víkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en eins og áður gekk þeim illa að skapa sér marktæki- færi. Þorvaldur Már Guðmundsson fékk það besta, komst innfyrir vörn FH en var of seinn og Sverrir Garðarsson hirti af honum boltann. FH-ingar léku afspyrnu illa í fyrri hálfleik en fengu þó eitt dauðafæri – Atli Viðar Björnsson skaut í stöng af markteig. FH-ingar tóku völdin á vellinum eftir hlé, spiluðu þá vel á miðsvæð- inu, og eftir að Ármann Smári skoraði virtust þeir með sigurinn í höndunum. En þeir sofnuðu á verðinum og Víkingar nýttu sitt eina umtalsverða færi í hálfleikn- um til að jafna metin. Víkingar standa öðrum liðum í deildinni jafnfætis hvað varðar varnarleik, þar sem Grétar Sigurð- arson og Sölvi Geir Ottesen voru firnasterkir sem miðverðir, á miðj- unni þar sem Kári Árnason var mjög öflugur og Vilhjálmur fastur fyrir, og í markinu þar sem Martin Trancík virkar öruggur. En sókn- arleikur þeirra er afar daufur, ekki nýjar fréttir það, og hann þurfa þeir að bæta hressilega til að eiga möguleika á að komast af fallsvæð- inu í næstu umferðum. Baráttuna og viljann vantar ekki, og þannig kræktu þeir í þetta stig, en meira þarf í hinni óvægnu baráttu úrvals- deildar. Hjá FH voru varnarmennirnir fjórir bestir, með Frey Bjarnason fremstan meðal jafningja, og Heimir stjórnaði miðjuspilinu eins og honum einum er lagið. En aðrir dönsuðu ekki með, Ármann Smári var reyndar öflugur frammi en fékk alltof litla aðstoð og þessi stóri maður fékk engar fyrirgjafir til að moða úr. FH-ingar þurfa heldur betur að hressa upp á sinn sóknarleik, og öfugt við Víkinga hafa þeir nægan mannskap til þess. Fyrsta stigið í Víkina VÍKINGAR kræktu sér í sitt fyrsta stig í úrvalsdeildinni í sumar þeg- ar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við FH-inga í Víkinni í gærkvöld. Úrslitin voru eftir atvikum sanngjörn en FH-ingar geta þó nagað sig í hand- arbökin fyrir að láta tvö stig renna sér úr greipum eftir að þeir náðu forystunni og undirtökunum í síðari hálfleik. Víðir Sigurðsson skrifar ENSKA knattspyrnufélagið Chelsa hefur boðað til blaða- mannafundar klukkan 9 í dag. Talið er að þar verði tilkynnt að Jose Mourinho verði næsti knattspyrnu- stjóri Chelsea. Mourinho, sem er 41 árs gamall, þjálf- aði Evrópumeistara Porto á nýloknu tímabili. Líklegt er að hann geri fjögurra ára samning við Chelsea, en Mo- urinho leysir Claudio Rani- eri af hólmi. Tilkynnt um Mourinho í dag? Víkingur R. 1:1 FH Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla, 4. umferð Víkin Þriðjudaginn 1. júní 2004 Aðstæður: Nánast logn, létt rigning, 9 stiga hiti. Völlur háll en góður. Áhorfendur: 963 Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 3 Aðstoðardómarar: Pjetur Sigurðsson, Sverrir Pálmason Skot á mark: 10(6) - 8(3) Hornspyrnur: 6 - 4 Rangstöður: 1 - 1 Leikskipulag: 4-3-3 Martin Trancík Höskuldur Eiríksson M Grétar Sigfinnur Sigurðarson M Sölvi Geir Ottesen M Steinþór Gíslason M Kári Árnason M Vilhjálmur R. Vilhjálmsson M Viktor Bjarki Arnarsson (Stefán Þórðarson 73.) Stefán Örn Arnarson (Andri Tómas Gunnarsson 68.) Þorvaldur Már Guðmundsson (Kári Árnason 81.) Egill Atlason Daði Lárusson Guðmundur Sævarsson M Sverrir Garðarsson M Tommy Nielsen M Freyr Bjarnason MM Simon Karkov Heimir Guðjónsson M Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Baldur Bett 42.) Atli Viðar Björnsson Ármann Smári Björnsson M (Víðir Leifsson 84.) Jón Þorgrímur Stefánsson (Emil Hallfreðsson 68.) 0:1 (54.) Freyr Bjarnason átti glæsilega, langa sendingu upp vinstri kantinn og inn í vítateig á Ármann Smára Björnsson sem tók boltann með sér og afgreiddi hann í markið með hörkuskoti. 1:1 (75.) Kári Árnason lék með boltann fyrir framan vörn FH-inga, vinstra megin, og renndi honum síðan þvert fyrir framan vítateiginn, 20 metra frá marki. Vilhjálmur R. Vilhjálmsson kom á ferðinni og skoraði með við- stöðulausu hörkuskoti, með jörðinni í markhornið hægra megin. Gul spjöld: Sverrir Garðarsson, FH (13.) fyrir mótmæli  Kári Árnason, Víkingur R. (39.) fyrir brot  Sverrir Garðarsson, FH (75.)  Atli Viðar Björnsson, FH (87.) fyrir mótmæli Rauð spjöld: Engin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.