Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRASILÍSKAR öryggissveitir bundu í gær enda á þriggja daga uppreisn í Benfica-fangelsinu í Rio de Janeiro og hafa 35 lík fundist, þar af einn fangavörður, en líklegt þykir að allt að 50 hafi fallið. Brasilíska sjónvarpsstöðin TV Globo greindi frá því í gær að erfitt væri að bera kennsl á líkin þar sem flest væru brennd og limlest, þar af fimmtán hálshöggvin. Uppreisnin hófst að morgni laugardags þegar fjór- tán föngum tókst með utanaðkomandi aðstoð að flýja fangelsið en þrír þeirra náðust á flótta. Fangarnir sem eftir urðu myrtu öryggisvörð og tóku 24 fangaverði og lögregluþjóna í gíslingu. Var þeim sleppt á mánudag þegar fangarnir lögðu niður vopn. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC virðist sem bardagar hafi brotist út milli glæpagengja innan múra fangelsisins í kjölfar misheppnaðrar sátta- tilraunar lögreglunnar. Þetta er annað mesta mannfall í fangelsisuppþoti í Brasilíu en árið 1992 féll á annað hundrað fanga í áhlaupi lögreglu á fangelsið Carandiru í Sao Paulo. Reuters Fangar í Benfica-fangelsinu með skilaboð til stjórnvalda. Þau eru þessi: „Fangelsi af þessu tagi bjóða upp á vand- ræði.“ Fangauppreisnir eru tíðar í brasilískum fangelsum enda yfirfull og viðvarandi átök og ofbeldi innan þeirra. Tugir falla í uppreisn í Brasilíu Rio de Janeiro. AFP. STARFSMAÐUR í fjölbýlishúsi því sem hryðjuverkamenn réðust á í borginni Khobar í Sádi-Arabíu um liðna helgi segir að þrír ódæðis- mannanna hafi samið við öryggis- sveitir stjórnvalda um að fá að fara frjálsir ferða sinna gegn því að myrða ekki fleiri gísla. Þessu neitaði talsmaður sádi-arabískra stjórn- valda í gær. Lundúnablaðið The Times greindi frá samningum þessum í gær en heimildarmaðurinn krafðist nafn- leyndar. Hryðjuverkamennirnir réðust til atlögu á laugardag og myrtu alls 22 menn. Þeir tóku um 50 manns í gísl- ingu og myrtu níu áður en þeir kom- ust undan. Sagt var að mennirnir hefðu nýtt sér eftirlifandi gísla sem skildi er þeir fóru út úr byggingunni. Þeirra er nú ákaft leitað. Heimildarmaður The Times segir að í fyrstu hafi öryggissveitir Sádi- Araba ekki viljað semja við hryðju- verkamennina en síðan hafi stjórn- endur sveitanna sýnilega skipt um skoðun. Hryðjuverkamennirnir hafi hótað að sprengja sjálfa sig í loft upp og gíslana með fengju þeir ekki að komast undan. Fjórði hryðjuverka- maðurinn særðist og er hann nú í haldi. Talsmenn innanríkisráðuneyt- is Sádi-Arabíu hafa litlar upplýsing- ar veitt um hvernig mennirnir kom- ust undan en byggingin var umkringd. Sagt er að mennirnir hafi komist undan í bifreiðum en The Times kveðst hafa heimildir fyrir því að mennirnir hafi farið fótgangandi út úr byggingunni. Þeir hafi síðan stolið bifreið. Þessi heimildarmaður segir að mennirnir hafi þurft að komast í gegnum þrjár raðir vopn- aðara hermanna. Sagðir hafa klæðst búningum hermanna Maður sem kveðst hafa verið einn gíslanna og krafðist nafnleyndar sagði hins vegar í samtali við AFP- fréttastofuna í gær að mennirnir hefðu komist undan, klæddir bún- ingum hermanna. Sagði hann menn- ina hafa skipt um fatnað eftir árás- ina. Mennirnir hefðu verið fjórir, þrír þeirra hefðu komist undan í bif- reið en fjórði maðurinn hefði stokkið upp í aðra bifreið og ekið af stað. Sádi-arabísku hersveitirnar hefðu skotið á þá bifreið og sært manninn. Hinir þrír hefðu komist undan. Sádar segja að ekki hafi verið samið Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa lof- að framgöngu öryggissveita og lagt áherslu á að tekist hafi að frelsa 41 gísl úr höndum ódæðismannanna. Talsmaður sendiherra Sádi-Arabíu í Lundúnum sagði í gær í samtali við dagblaðið Guardian að ekkert væri hæft í ásökunum þessum. „Engin til- raun var gerð til að semja við hryðju- verkamennina,“ sagði talsmaðurinn, Jamal Khashoggi. Samið við ódæðismenn í Sádi-Arabíu? Lundúnum. AFP. BARÁTTAN gegn alnæmi ætti að hafa forgang í alþjóðlegu mannúðar- og þróunarstarfi, að mati hagfræð- ingahóps sem kom saman á ráð- stefnunni Copenhagen Consensus, sem lauk í Kaupmannahöfn um helgina. Danska umhverfismatsstofnunin stóð fyrir Copenhagen Consensus- verkefninu og fékk níu kunna hag- fræðinga til að fjalla um alvarleg- ustu vandamálin sem að heims- byggðinni steðjuðu og hvernig best væri að verja 50 milljörðum dollara, um það bil þeirri upphæð sem árlega er varið til umhverfis- og þróunar- mála á alþjóðavísu, til að leysa þau. Hagfræðingahópurinn lagði mat á kostnað og ávinning af mögulegum úrlausnum og kom sér að lokum saman um lista þar sem verkefnum var raðað í forgangsröð. Margfaldur ávinningur Niðurstaða hópsins varð sú að þjóðir heims og alþjóðastofnanir ættu að leggja megináherslu á að berjast gegn útbreiðslu alnæmis og tryggja smituðum meðferð. Sam- kvæmt mati hagfræðinganna ætti að vera unnt að koma í veg fyrir 28 milljónir alnæmistilfella fyrir árið 2010. Kostnaðurinn yrði 27 milljarð- ar dollara, en ávinningurinn nær fjörutíu sinnum meiri. „Það er góð fjárfesting að berjast gegn sjúkdóm- um, sagði Bruno Frey, prófessor í hagfræði við Zürich-háskóla, á fréttamannafundi við lok ráðstefn- unnar á laugardag. „Sjúkdómar sem haldið er í skefjum í iðnvæddum ríkjum valda miklu mannfalli í þró- unarlöndum. Alnæmi er skýrt dæmi um það.“ Baráttan gegn hungri og vannær- ingu er í öðru sæti á lista hagfræð- inganna. Mæla þeir með því að 12 milljörðum dollara verði varið til að sporna gegn sjúkdómum sem stafa af skorti á járni, sinki, joði og A- vítamíni, og segja það geta skilað margföldum ávinningi, en talið er að 3,5 milljarðar manna í heiminum líði járnskort. Í þriðja sæti listans er afnám við- skiptahindrana. Telja hagfræðing- arnir að ávinningurinn af auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum geti numið allt að 2.400 milljörðum dollara á ári. „Frelsi í viðskiptum mun koma bæði auðugum og fátækjum ríkjum til góða,“ sagði nóbelsverðlaunahafinn Robert Fogel, prófessor við Chic- ago-háskóla. „Til þess þarf pólitísk- an vilja – og hagnaðurinn verður gríðarlegur. Efnahagur heimsins í heild mun batna og aukinn auður hefur það í för með sér að við höfum efni á að leysa fleiri alvarleg vanda- mál sem að heiminum steðja.“ Hagfræðingarnir töldu jafnframt að baráttan gegn malaríu og bættur aðgangur að hreinu vatni og full- nægjandi hreinlætisaðstöðu ætti að vera ofarlega í forgangsröðinni. Tilgangurinn að vekja athygli á nauðsyn forgangsröðunar Bjørn Lomborg, forstöðumaður dönsku umhverfismatsstofnunarinn- ar sagði að tilgangurinn með Copen- hagen Consensus-ráðstefnunni hefði verið sá að vekja athygli á því að tak- markaðir fjármunir væru fyrir hendi til að leysa vandamál heimsins og því þyrfti að forgangsraða þeim verk- efnum sem ráðist væri í. Sagði hann að því markmiði hefði verið náð. Baráttan gegn alnæmi hafi forgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.