Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FYRSTI lax sumarsins, 13 punda hrygna, veiddist við Brotið í Norðurá rúmlega hálftíma eftir að veiði hófst í Norðurá í gær- morgun. Veiðimaðurinn, Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, veiddi fiskinn á tommulanga túpu sem kallast María. Að lengdar- mælingu lokinni var hrygnunni sleppt aftur út í strauminn, með óskum veiðimannsins um að þar fyndi hún sér karl og saman fjölg- uðu þau stórlöxunum í ánni. Skömmu áður hafði annar lax tek- ið flugu veiðimannsins en hann losaði sig eftir að hafa stokkið hátt í loft upp fyrir viðstadda. Fimm laxar tóku flugur veiði- manna við Norðurá á fyrstu klukkustund veiðitímabilsins og var þremur þeirra landað. Morgunblaðið/Einar Falur Bjarni Ómar Ragnarsson býr sig undir að sleppa fyrsta laxi sumarsins. Líflegt í laxveiðinni  Lífleg byrjun/9 109 ÖKUMENN voru teknir fyrir of hraðan akstur um hvítasunnuhelgina í umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar og blöskrar henni sá gífurlegi hraði sem var á fólki. Þannig var fertugur maður á sportbíl tekinn á 170 km hraða á Vesturlandsvegi við Saltvík, en 70 þúsund króna sekt liggur við slíku broti auk 3 punkta í ökuferilsskrá. Þá var rúmlega tví- tugur maður á sportbíl tekinn á 162 km hraða á Miklubrautinni á laugardag. Var hann sviptur ökuleyfi. Umferðardeild lögreglunnar hefur um- ferðarbrot helgarinnar til rannsóknar, en flestir voru ökumennirnir teknir í nýjan rad- ar lögreglunnar sem gefist hefur vel við um- ferðareftirlit. Lögreglan segir menn hafa verið á „glórulausum hraða“ um helgina og ekki einungis utan þéttbýlis, heldur einnig í íbúðahverfum. Þannig hafi t.d. ökuskírteinið verið tekið af ökumanni bifhjóls sem ók á 134 km hraða á Seltjarnarnesi um helgina. Annar bifhjólamaður var þá tekinn á 138 km hraða á Vesturlandsvegi. Lögreglan segir nokkra ökumenn bif- reiða hafa verið tekna á 130–150 km hraða, einkum í Ártúnsbrekku og á Vesturlands- vegi við Saltvík. Segir hún þennan ofsaakst- ur ekki líðandi og því verði strangt hraðaeft- irlit haft á næstunni. Lögreglan á Blönduósi stöðvaði allt að 140 ökumenn um helgina fyrir hraðakstur og var sá sem hraðast ók á um 130 km hraða. „Glórulaus hraði“ SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið leyfi til veiða á 25 hrefnum í vísinda- skyni á þessu ári. Í rannsóknaáætlun sem kynnt var á síðasta ári var gert ráð fyrir að veiddar yrðu 100 hrefnur á þessu ári. Ekki verða hafnar veiðar á lang- reyðum og sand- reyðum á árinu eins og til stóð. Áætlunin, sem var til tveggja ára, hefur aftur á móti verið lengd um óákveðinn tíma. Árni M. Math- iesen sjávarút- vegsráðherra segir að með því að veiða að- eins 25 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári, en ekki 100 eins og hvalarannsóknaáætlun Haf- rannsóknastofnunarinnar gerði ráð fyrir, sé verið að taka tillit til ólíkra viðhorfa til veið- anna, enda séu þær viðkvæmt mál. Hann segir að áætlun Hafrannsóknastofnunarinn- ar verði framfylgt en á lengri tíma en upp- haflega var ætlað. „Við viljum að öllum sé ljóst að við viljum fara eins varlega í þessar veiðar og frekast er kostur,“ segir Árni. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, segir enn þá stefnt að því að veiða 200 hrefnur, líkt og gert er ráð fyrir í hvalarannsóknaáætlun stofnunarinn- ar. Aftur á móti sé nú ljóst að þetta markmið náist ekki á tveimur árum, eins og að var stefnt í upphafi, heldur á lengra tímabili. Hann segir að vísindaveiðarnar muni hefjast eins fljótt og kostur er. Áhugi erlendra fjölmiðla Guðmundur Gestsson, varaformaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, segir hval- veiðar skaða ferðaþjónustu. Hann segir er- lenda fjölmiðla hafa sýnt áhuga á því að fylgj- ast með hvalveiðum við Ísland. „Það hafa þrjár erlendar sjónvarpsstöðvar haft reglu- lega samband við mig til að forvitnast um það hvort hvalveiðar séu hafnar við Ísland. Þær hafa sýnt áhuga á að koma um borð og fylgj- ast með veiðunum þegar þær hefjast.“ 25 hrefnur í stað 100  Veiðar leyfðar/11 SAMIÐ hefur verið um byggingu verslunar- og íbúðarhúsnæðis og bílakjallara á Stjörnubíóreitnum, Laugavegi 86–94, og er reiknað með verslunarhúsnæði á fyrstu hæð og 19 íbúðum á efri hæðum. Bílastæðasjóður Reykjavíkur samdi við Ístak um byggingu bíla- kjallarans og hefur verktakinn einnig samið um að byggja fjög- urra hæða hús með verslunarrými og íbúðum ofan á kjallaranum. Reiknað er með 3–4 þúsund fer- metra verslunarhúsnæði og 19 íbúðum sem verða ýmist til sölu eða leigu. Auk þess að byggja kjall- arann og húsið á Stjörnubíóreitn- um mun Ístak annast endurbygg- ingu Laugavegar milli Snorra- brautar og Barónsstígs. Framkvæmdir á næstu vikum Stæði verða fyrir 193 bíla í bíla- stæðahúsinu, en til samanburðar eru 230 stæði á Vitatorgi og 270 í Traðarkoti, segir Stefán Haralds- son, framkvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs Reykjavíkur. Innkeyrslan í kjallarann verður frá Laugavegi, ekið verður inn á baklóð og þaðan niður í kjallarann. Stefnt er á að hefja framkvæmd- ir á næstu vikum og gert ráð fyrir að öllum verkþáttum ljúki á þriðja ársfjórðungi á næsta ári. Að teknu tilliti til greiðslna vegna bygging- arréttar verður kostnaður við byggingu bílakjallarans um 522 milljónir kr., eða 2,7 milljónir kr. á hvert stæði, sem er um 17% undir kostnaðaráætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bílastæða- sjóði Reykjavíkur. Frumtillaga Ístaks að útliti byggingarinnar við Laugaveginn. Verslunarhús- næði og 19 íbúðir yfir bílakjallara Samið um byggingu á Stjörnubíóreitnum ÍSLENSKA friðargæslan tók formlega við stjórn alþjóðaflugvall- arins í Kabúl í Afganistan í gær og munu alls fimmtán Íslendingar starfa á flugvellinum að jafnaði næstu tólf mánuðina. Hallgrímur N. Sigurðsson tók við stjórn flug- vallarins fyrir hönd Íslendinga en stjórn flugvallarins er stærsta verkefni Íslensku friðargæslunnar til þessa. Við athöfnina í Kabúl í gær voru afhent hjálpargögn sem íslensk hjálparsamtök hafa safnað undan- farnar vikur. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var viðstaddur athöfnina á flugvellinum í gær. „Þetta eru mikil tímamót hjá ut- anríkisþjónustu Íslands að taka að sér svona viðamikið verkefni,“ sagði Halldór við blaðamann Morg- unblaðsins að lokinni athöfninni. „Við höfum aldrei gert neitt þessu líkt fyrr. Það er líka stór dagur að fá að taka þátt í því að afhenda þessi hjálpargögn sem koma áreið- anlega að miklum notum. Ég er viss um að þeir Íslendingar sem hér eru komnir eiga eftir að standa sig afar vel. Þeir eru þegar búnir að vinna heilmikið verk,“ sagði Hall- dór. Merki stríðsins sjást víða Hann sagði Íslendinga hafa þeim skyldum að gegna í alþjóðasam- félaginu að taka þátt í hjálparstarfi. „Við erum rík þjóð, þótt við séum ekki fjölmenn höfum við skyldur eins og aðrir. Hér eru þjóðir alls staðar að úr heiminum og allar Norðurlandaþjóðirnar og það er að sjálfsögðu skylda Íslands að vera með í þessu uppbyggingarstarfi eins og annarra,“ sagði Halldór. Hann sagði að þrátt fyrir að merki stríðsins sæjust víða við flugvöllinn, sem orðið hefur fyrir árásum, fyndist sér vera friður í loftinu. Að lokinni athöfninni fundaði Halldór með Hamid Karzai, forseta Afganistans, í forsetahöllinni. Íslenska friðargæslan tekur við stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan „Mikil tímamót hjá utan- ríkisþjónustu Íslands“  Áætlaður kostnaður/Miðopna Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ásamt Hallgrími Sigurðssyni flugvallarstjóra (t.v.) og Arnóri Sigurjónssyni, yfirmanni Íslensku frið- argæslunnar, við athöfnina á flugvellinum í Kabúl. Kabúl. Morgunblaðið. Tekið við stjórninni í Kabúl ♦♦♦ STARFSHÓPI á vegum sam- göngunefndar Reykjavíkur- borgar verður falið að koma með tillögur um úrbætur og stefnumörkun til að auka veg hjólreiða í borginni. Á hópur- inn m.a. að hafa að leiðarljósi í starfi sínu hvernig fyrirliggj- andi stígakerfi þjóni hjól- reiðafólki, hvort þörf sé á að leggja hjólareinar í götustæði og hvernig hægt sé að auka hlut hjólreiða í samgöngum borgarbúa. Á hópurinn að skila áliti fyrir lok ágúst. Auka hlut hjólreiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.