Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 18
Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kleinubakstur | Meistarakeppni í kleinu- bakstri verður haldin í annað sinn 19. júní næstkomandi. Þar koma saman steik- ingameistarar, húsmæður og húsbændur af öllu landinu og keppa um titilinn Klein- umeistari Íslands. Keppt verður um útlit, bragð og stökk- leika. Vegleg verðlaun eru í boði. Keppnin verður haldin á Safnasvæði Akraness, eins og síðasta ár og í fréttatilkynningu eru ein- staklingar, félagasamtök og aðrir hópar hvattir til að taka þátt í keppninni. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Morgunblaðið/Sigurður Elvar Jóna Adolfsdóttir og Guðrún Viggósdóttir báru sig fagmannlega að á fyrsta lands- móti kleinusteikingarfólks í fyrra. Gefðu þér tíma | Undirritaður hefur ver- ið samstarfssamningur milli Kvennahlaups- nefndar ÍSÍ og Lýðheilsustöðvar vegna Kvennahlaups ÍSÍ sem á 15 ára afmæli 19. júní nk. Tilgangur samstarfsins er að nýta styrk Kvennahlaups ÍSÍ á sem faglegastan og skilvirkastan hátt í framtíðinni til að vekja athygli á málefnum er varðar heilsu- far kvenna á öllum aldri. Í ár verður kast- ljósinu varpað á mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir andlega heilsu og sjálfs- myndina. Af því tilefni er yfirskrift hlaups- ins: hreyfing eflir andann. Gefðu þér tíma! Af hverjum seldum bol Kvennahlaups ÍSÍ renna 50 kr. til góðs málefnis í takt við þema hlaupsins. Samninginn undirrituðu Ingibjörg Berg- rós Jóhannesdóttir, formaður kvenna- hlaupsnefndar ÍSÍ, og Anna Elísabet Ólafs- dóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Digranesgata | Gatan sem verið er að gera utan við Brúartorg í Borgarnesi, við þjóðveg 1, hefur fengið nafn. Bæjarráð Borgarbyggðar gaf henni nafnið Digranes- gata. Sparisjóður Mýrasýslu er að reisa höfuðstöðvar sínar við götuna. Gamla leigubílastöð-in á Ísafirði fær ásig nýjan blæ í sumar því á föstudag verð- ur opnuð þar ný verslun með handunnar vörur, skv. fréttavef bb. Þorbjörg Elfa Hauksdóttir, hand- verkskona, er að setja upp búðina en hún vinnur allar vörurnar sjálf, allt frá barnaleikföngum og upp í skartgripi. „Allt sem mér dettur í hug að gera,“ seg- ir Þorbjörg Elfa, spurð um efnistökin. Mikið af vörunum er unnið úr nátt- úrulegum efnum og þ. á m. eyrnalokkar úr bláskeljum. Verslunin verður til húsa í gömlu leigubílastöðinni í sumar en eftir það þarf að finna henni nýtt húsnæði því til stendur að rífa stöðina. Áttu bíl? Selfoss | Konurnar á Sjúkrahúsi Suðurlands tóku þátt í átakinu Ísland á iði, sem stóð yfir þar til um síðustu helgi og hjól- uðu í vinnuna undanfarið. Þessi hressi hópur var fyrir utan Sjúkrahúsið á dögunum, nýkominn hjól- andi í vinnuna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Duglegar konur hjóla Gunnar Birgissonlýsti því yfir aðhann ætlaði ekki að yfirgefa þinghúsið nema af fyrirhuguðum skattalækkunum rík- isstjórnarinnar yrði og jafnvel tjalda í Alþing- isgarðinum. Síðar lýsti hann því yfir að Framsókn hefði gengið á bak orða sinna með því að sam- þykkja ekki skattalækk- anir fyrir þinglok. Friðrik Steingrímsson orti: Aldrei Gunnar orða spar örlög þau sér valdi, að fá með svikum framsóknar frítt að búa í tjaldi. Böðvar Guðlaugsson snýr út úr jólalaginu „Babbi segir, babbi segir“: Dóri segi, Dóri segir Dabbi er að fara í skjól. Dabbi segir, Dabbi segir Dóri fær þá nýjan stól. Hæ, hæ við hlökkum til hrópa liðsmenn Dóra þá, æstir eru í apaspil allir nema Kristinn H. Af þinginu pebl@mbl.is Tálknafjörður | Smiðir frá Tré- smiðjunni Eik ehf. í Tálknafirði hafa undanfarið unnið að end- urbótum á einu af húsum Sam- úels heitins Jónssonar í Braut- arholti í Selárdal í Arnarfirði. Áformað er að skipta um þak og setja nýja glugga í húsið. Mann- virki þau sem Samúel reisti í Brautarholti og listaverk hans hafa vakið mikla athygli ferða- manna, sem hafa lagt leið sína í Selárdal. Verk hans hafa látið á sjá í áranna rás og hefur óblíð veðrátta átt sinn þátt í því. Það eru landbúnaðar- og samgöngu- ráðuneytin sem leggja til fjár- magn til viðgerðanna, en í þess- um áfanga er ætlunin að loka öðru húsinu og gera við þakið á kirkjunni. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Starfsmenn Trésmiðjunnar Eikar ehf. F.v.: Finnur, Guðni, Sigurður, Anton og Björgvin. Húsið sem unnið er að viðgerðum á er í baksýn. Laghentir smiðir í Selárdal Endurbætur Í KVÖLD klukkan 18:30 halda nemendur og kennarar Fellaskóla uppskeruhátíð í borgarleikhúsinu. Eftir setningarávarp skólastjóra mun dagskrá sem er í höndum nemenda fara fram á stóra sviði leikhússins, en þar koma fram Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts, Kór Fellaskóla og hljómsveitin Enn ein sólin. Að lokum verður sýndur rokksöngleikur- inn Superstar sem leiklistarval skólans hef- ur æft í vetur. Í anddyri Borgarleikhússins verða sýnd sýnishorn af ýmsum verkum nemenda og þar verður einnig lítill sölubás sem nemendur í 4. bakk hafa sett upp með varningi, sem þau hafa sjálf hannað og smíð- að, allt á hóflegu verði. Þá verða sýndar ljós- myndir frá skólastarfinu á tjaldi á stóra sviðinu fyrir og eftir dagskrána. Sýningin er öllum opin en aðgöngumiðar kosta 500 krónur og verða þeir seldir á skrif- stofu skólans og einnig við innganginn. Uppskeruhátíð Fellaskóla Í FRIÐLANDI Svarfdæla, elsta votlend- isfriðlandi á Íslandi, verpa fjölmargar fuglategundir. Í frétt á vef Dalvíkurbyggð- ar kemur fram að vitað er um 36 tegundir fugla sem valið hafa Friðlandið sem ákjós- anlegan stað til að ala upp afkvæmi sín. Fjórtán anda- og gæsategundir verpa í Friðlandinu en auk þeirra 6 tegundir máva, 8 tegundir vaðfugla og átta aðrar tegundir. Í lista yfir þá fugla sem verpa í Friðland- inu eru þessir nefndir; æðarfugl, stokkönd, rauðhöfði, toppönd, gulönd, urtönd, skú- fönd, flórgoði, hávella, grafönd, grágæs, lómur, álft, svartbakur, sílamávur, storm- mávur, hettumávur, kjói, kría, jaðrakan, spói, óðinshani, heiðlóa, sandlóa, hrossa- gaukur, lóuþræll, tjaldur, þúfutittlingur, auðnutittlingur, steindepill, skógarþröst- ur, maríuerla, músarrindill, rjúpa, brand- ugla. Auk þessara eru fjölmargir fuglar sem hafa skamma dvöl í Friðlandinu á leið til heimkynna sinna. Fjölmargir fuglar sjást árlega en ekki er vitað um varp þeirra, en þar er um að ræða; hrafn, fálka, smyril, himbrima, heiðagæs, helsinga, gráhegra, straumönd, tildra, rauðbrysting, sendling, hvítmáva, silfurmáva og ritu. 36 tegundir verpa í Friðlandinu ♦♦♦       AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.