Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 18

Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 18
Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kleinubakstur | Meistarakeppni í kleinu- bakstri verður haldin í annað sinn 19. júní næstkomandi. Þar koma saman steik- ingameistarar, húsmæður og húsbændur af öllu landinu og keppa um titilinn Klein- umeistari Íslands. Keppt verður um útlit, bragð og stökk- leika. Vegleg verðlaun eru í boði. Keppnin verður haldin á Safnasvæði Akraness, eins og síðasta ár og í fréttatilkynningu eru ein- staklingar, félagasamtök og aðrir hópar hvattir til að taka þátt í keppninni. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Morgunblaðið/Sigurður Elvar Jóna Adolfsdóttir og Guðrún Viggósdóttir báru sig fagmannlega að á fyrsta lands- móti kleinusteikingarfólks í fyrra. Gefðu þér tíma | Undirritaður hefur ver- ið samstarfssamningur milli Kvennahlaups- nefndar ÍSÍ og Lýðheilsustöðvar vegna Kvennahlaups ÍSÍ sem á 15 ára afmæli 19. júní nk. Tilgangur samstarfsins er að nýta styrk Kvennahlaups ÍSÍ á sem faglegastan og skilvirkastan hátt í framtíðinni til að vekja athygli á málefnum er varðar heilsu- far kvenna á öllum aldri. Í ár verður kast- ljósinu varpað á mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir andlega heilsu og sjálfs- myndina. Af því tilefni er yfirskrift hlaups- ins: hreyfing eflir andann. Gefðu þér tíma! Af hverjum seldum bol Kvennahlaups ÍSÍ renna 50 kr. til góðs málefnis í takt við þema hlaupsins. Samninginn undirrituðu Ingibjörg Berg- rós Jóhannesdóttir, formaður kvenna- hlaupsnefndar ÍSÍ, og Anna Elísabet Ólafs- dóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Digranesgata | Gatan sem verið er að gera utan við Brúartorg í Borgarnesi, við þjóðveg 1, hefur fengið nafn. Bæjarráð Borgarbyggðar gaf henni nafnið Digranes- gata. Sparisjóður Mýrasýslu er að reisa höfuðstöðvar sínar við götuna. Gamla leigubílastöð-in á Ísafirði fær ásig nýjan blæ í sumar því á föstudag verð- ur opnuð þar ný verslun með handunnar vörur, skv. fréttavef bb. Þorbjörg Elfa Hauksdóttir, hand- verkskona, er að setja upp búðina en hún vinnur allar vörurnar sjálf, allt frá barnaleikföngum og upp í skartgripi. „Allt sem mér dettur í hug að gera,“ seg- ir Þorbjörg Elfa, spurð um efnistökin. Mikið af vörunum er unnið úr nátt- úrulegum efnum og þ. á m. eyrnalokkar úr bláskeljum. Verslunin verður til húsa í gömlu leigubílastöðinni í sumar en eftir það þarf að finna henni nýtt húsnæði því til stendur að rífa stöðina. Áttu bíl? Selfoss | Konurnar á Sjúkrahúsi Suðurlands tóku þátt í átakinu Ísland á iði, sem stóð yfir þar til um síðustu helgi og hjól- uðu í vinnuna undanfarið. Þessi hressi hópur var fyrir utan Sjúkrahúsið á dögunum, nýkominn hjól- andi í vinnuna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Duglegar konur hjóla Gunnar Birgissonlýsti því yfir aðhann ætlaði ekki að yfirgefa þinghúsið nema af fyrirhuguðum skattalækkunum rík- isstjórnarinnar yrði og jafnvel tjalda í Alþing- isgarðinum. Síðar lýsti hann því yfir að Framsókn hefði gengið á bak orða sinna með því að sam- þykkja ekki skattalækk- anir fyrir þinglok. Friðrik Steingrímsson orti: Aldrei Gunnar orða spar örlög þau sér valdi, að fá með svikum framsóknar frítt að búa í tjaldi. Böðvar Guðlaugsson snýr út úr jólalaginu „Babbi segir, babbi segir“: Dóri segi, Dóri segir Dabbi er að fara í skjól. Dabbi segir, Dabbi segir Dóri fær þá nýjan stól. Hæ, hæ við hlökkum til hrópa liðsmenn Dóra þá, æstir eru í apaspil allir nema Kristinn H. Af þinginu pebl@mbl.is Tálknafjörður | Smiðir frá Tré- smiðjunni Eik ehf. í Tálknafirði hafa undanfarið unnið að end- urbótum á einu af húsum Sam- úels heitins Jónssonar í Braut- arholti í Selárdal í Arnarfirði. Áformað er að skipta um þak og setja nýja glugga í húsið. Mann- virki þau sem Samúel reisti í Brautarholti og listaverk hans hafa vakið mikla athygli ferða- manna, sem hafa lagt leið sína í Selárdal. Verk hans hafa látið á sjá í áranna rás og hefur óblíð veðrátta átt sinn þátt í því. Það eru landbúnaðar- og samgöngu- ráðuneytin sem leggja til fjár- magn til viðgerðanna, en í þess- um áfanga er ætlunin að loka öðru húsinu og gera við þakið á kirkjunni. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Starfsmenn Trésmiðjunnar Eikar ehf. F.v.: Finnur, Guðni, Sigurður, Anton og Björgvin. Húsið sem unnið er að viðgerðum á er í baksýn. Laghentir smiðir í Selárdal Endurbætur Í KVÖLD klukkan 18:30 halda nemendur og kennarar Fellaskóla uppskeruhátíð í borgarleikhúsinu. Eftir setningarávarp skólastjóra mun dagskrá sem er í höndum nemenda fara fram á stóra sviði leikhússins, en þar koma fram Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts, Kór Fellaskóla og hljómsveitin Enn ein sólin. Að lokum verður sýndur rokksöngleikur- inn Superstar sem leiklistarval skólans hef- ur æft í vetur. Í anddyri Borgarleikhússins verða sýnd sýnishorn af ýmsum verkum nemenda og þar verður einnig lítill sölubás sem nemendur í 4. bakk hafa sett upp með varningi, sem þau hafa sjálf hannað og smíð- að, allt á hóflegu verði. Þá verða sýndar ljós- myndir frá skólastarfinu á tjaldi á stóra sviðinu fyrir og eftir dagskrána. Sýningin er öllum opin en aðgöngumiðar kosta 500 krónur og verða þeir seldir á skrif- stofu skólans og einnig við innganginn. Uppskeruhátíð Fellaskóla Í FRIÐLANDI Svarfdæla, elsta votlend- isfriðlandi á Íslandi, verpa fjölmargar fuglategundir. Í frétt á vef Dalvíkurbyggð- ar kemur fram að vitað er um 36 tegundir fugla sem valið hafa Friðlandið sem ákjós- anlegan stað til að ala upp afkvæmi sín. Fjórtán anda- og gæsategundir verpa í Friðlandinu en auk þeirra 6 tegundir máva, 8 tegundir vaðfugla og átta aðrar tegundir. Í lista yfir þá fugla sem verpa í Friðland- inu eru þessir nefndir; æðarfugl, stokkönd, rauðhöfði, toppönd, gulönd, urtönd, skú- fönd, flórgoði, hávella, grafönd, grágæs, lómur, álft, svartbakur, sílamávur, storm- mávur, hettumávur, kjói, kría, jaðrakan, spói, óðinshani, heiðlóa, sandlóa, hrossa- gaukur, lóuþræll, tjaldur, þúfutittlingur, auðnutittlingur, steindepill, skógarþröst- ur, maríuerla, músarrindill, rjúpa, brand- ugla. Auk þessara eru fjölmargir fuglar sem hafa skamma dvöl í Friðlandinu á leið til heimkynna sinna. Fjölmargir fuglar sjást árlega en ekki er vitað um varp þeirra, en þar er um að ræða; hrafn, fálka, smyril, himbrima, heiðagæs, helsinga, gráhegra, straumönd, tildra, rauðbrysting, sendling, hvítmáva, silfurmáva og ritu. 36 tegundir verpa í Friðlandinu ♦♦♦       AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.