Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 41 Meistarafyrirlestur í tölv- unarfræði við HÍ Á morgun, fimmtudaginn 3. júní kl. 15, heldur Þorvaldur Pétursson fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í tölv- unarfræði. Verkefnið ber heitið Högun dreifðra ívafskerfa. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR-II, húsakynnum verkfræðideildar Háskóla Íslands. Meistaraprófsnefndina skipa Hjálmtýr Hafsteinsson dósent, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi, Krist- inn Andersen, Marel og Snorri Agnarsson prófessor. Meistarafyrirlestur við verkfræðideild HÍ Á morgun, fimmtudaginn 3. júní kl. 16, heldur Unnur Björnsdóttir fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- verkfræði. Verkefnið ber heitið: Nýting jarðhita til kælingar. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns, Laugavegi 178. Meistaraprófsnefndina skipa Fjóla Jónsdóttir, dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor, Halldór Páls- son, sérfræðingur við véla- og iðn- aðarverkfræðiskor, og Kristinn Ingason, vélaverkfræðingur hjá VGK. Meistarafyrirlestur í verk- fræðideild HÍ Á morgun, fimmtu- daginn 3. júní kl. 16, heldur Bene- dikt Orri Einarsson fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Verkefnið heitir Rann- sókn á íslenska raforkumarkaðnum. Leikjafræðileg nálgun. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 157 í VR-2, húsi verkfræði- og raun- vísindadeilda við Hjarðarhaga 4. Leiðbeinendur Benedikts voru þeir Páll Jensson, prófessor við verk- fræðideild Háskóla Íslands, og Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta- og hagfræðideild. Prófdómari er Ólaf- ur Pétur Pálsson, dósent við verk- fræðideild HÍ. Opið hús verður á Landakoti Öldrunarsvið Landspítala – há- skólasjúkrahúss, Landssamband eldri borgara og Félag eldri borg- ara í Reykjavík efna til opins húss og kynningar á Landakoti á morg- un, fimmtudaginn 3. júní, kl. 13–16. Haldnir verða opnir fyrirlestrar um fræðileg efni, hagsmunamál eldri borgara reifuð og margvísleg úr- ræði eldri borgara kynnt. Kór Fé- lags eldri borgara syngur og boðið verður upp á veitingar. M.a. verður kynnt starfsemi öldr- unarsviðs LSH, samþætting heima- þjónustu við aldraða, beinþynning og varnir gegn henni, munurinn á gleymsku og Alzheimers-sjúkdómi, öryggisskoðun á heimilum til byltu- varna og félagsstarf aldraðra. Auk þess verður öldrunarrannsókn Hjartaverndar kynnt. Boðið verður upp á mælingar, svo sem blóðþrýst- ingsmælingar, blóðsykurmælingu, jafnvægismælingu og beinþéttni- mælingu á hæl. Stafaganga verður kennd og upplýsingaefni lagt fram sem snertir félagsleg mál og heilsu- far á efri árum. Benedikt Dav- íðsson, formaður Landssambands eldri borgara talar um hagsmuna- mál aldraðra, og Jónína Bjartmarz, alþingismaður og formaður heil- brigðisnefndar Alþingis, heldur er- indi. Á MORGUN Nu Skin með kynningu í Perlunni Í tilefni 5 ára starfsafmælis síns á Ís- landi kynnir Nu Skin Scandinavia nýtt tæki, BioPhotonic scanner eða andoxunarskanna, en með honum er unnt að mæla magn mjög svo nauð- synlegra andoxunarefna í lík- amanum. „Nu Skin fagnar því að hafa nú haft starfsemi á Íslandi í fimm ár og af því tilefni opnar fyr- irtækið og óháðir dreifingaraðilar þess dyrnar að Perlunni laugardag- inn 5. júní kl. 12–18 og bjóða gestum að kynnast heilbrigði og vellíðan frá ýmsum hliðum. Sérstakur viðburður er kynning á hinum nýstárlega an- doxunarskanna í samstarfi við hinn góðkunna lyfjafræðing Bjarna Bær- ings,“ segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst brautskráði sl. laugardag 86 nemendur og markaði athöfnin tvenn tíma- mót. Í fyrsta lagi hefur skólinn aldrei brautskráð jafn marga í einu í 85 ára sögu skólans og í öðru lagi voru fyrstu viðskiptalögfræðingarnir útskrifaðir með BS- gráðu og er það í fyrsta sinn sem lögfræðimenntað fólk er útskrifað hérlendis utan Háskóla Íslands. Þess má einnig geta að í sl. föstudag afnam Alþingi einkarétt lagadeildar HÍ til að útskrifa fólk sem öðlast getur lög- mannsréttindi. Runólfur Ágústsson rektor setti athöfnina og hátíð- arræðu flutti Matthías Johannessen, skáld og fyrrver- andi ritstjóri. Þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Auður Hafsteinsdóttir léku á selló og fiðlu. Alls brautskráði skólinn 28 viðskiptalögfræðinga, 57 viðskiptafræðinga og einn rekstrarfræðing. Bestum ár- angri þeirra sem luku BS-gráðu úr viðskiptadeild með 90 einingar í staðnámi náðu Hlynur Angantýsson með ein- kunnina 8,1, Linda Kristinsdóttir með einkunnina 8,09 og Jón Hávarður Jónsson með einkunnina 8,07. Af þeim sem útskrifuðust með BS-gráðu í fjarnámi voru það Hallur Símonarson með einkunnina 8,7 og Einar G. Páls- son með einkunnina 8,65. Af þeim sem ljúka þriðja árinu í staðnámi, en hafa áður lokið 60 einingum við aðra há- skóla náði bestum árangri Ingvaldur Mar Ingvaldsson með einkunnina 8,3. Í lögfræðideildinni af þeim sem luku BS-gráðu með 90 einingar í staðnámi náðu bestum ár- angri Jóhann Haukur Hafstein með einkunnina 8,3, Þórður Reynisson með einkunnina 8,22 og Hrannar Magnússon með einkunnina 8,16. Tíu nemendur hlutu skólastyrki til náms á næsta ári, samtals að fjárhæð kr. 2, 8 milljónir króna. Í viðskiptadeild voru það Jón Óli Sigurðsson, með meðaleinkunnina 8,43 sem er einstæður árangur í skól- anum, Björn Snær Atlason, með meðaleinkunnina 8,25 og Ólína Þóra Friðriksdóttir og Finnbjörn Börkur Ólafs- son, jöfn með meðaleinkunnina 8,19. Í lögfræðideild voru það Þórarinn Ingi Ólafsson, meðaleinkunn 8,22, Jónas Rafn Tómasson, meðaleinkunn 8,19 og Arnar Gauti Finnsson, meðaleinkunn 8,12. Í frumgreinadeild voru það Rebekka Frímannsdóttir, meðaleinkunn 9,09, Alda Agnes Gylfadóttir, meðaleinkunn 8,69 og Orri Sigurðs- son, meðaleinkunn 8,64. Tvö ný þróunarverkefni við skólann Í ræðu rektors, Runólfs Ágústssonar, tilkynnti hann um tvö ný þróunarverkefni við háskólann: Annars vegar þróun doktorsnáms í samstarfi við danska háskóla og hins vegar að verið væri að athuga hagkvæmni og kosti þess að breyta námsfyrirkomulagi til BS-gráðu þannig að með þriggja anna kerfi og heils- ársnámi geti fólk útskrifast með þá gráðu eftir tveggja ára nám í stað þriggja nú. Tillaga um skoðun á þessu var samþykkt á fundi Háskólastjórnar sl. fimmtudag og yrði þessi breyting, ef af verður, mikil nýlunda í háskólanámi hérlendis. Runólfur fjallaði einnig um samfélagsmál að venju og gagnrýndi harðlega stöðu aldraðra á vinnumarkaði hér- lendis. Benti hann á löggjöf í Bandaríkjunum og Evrópu- sambandinu um bann við mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði og varpaði fram þeirri spurningu hvort lög og reglur um opinbera starfsmenn brjóti mannrétt- indi á öldruðum með því að knýja þá til starfsloka óháð einstaklingsbundnum aðstæðum og vilja hvers og eins. Að athöfn lokinni voru viðstöddum boðnar léttar veit- ingar í hátíðarsal skólans. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fyrstu viðskiptalög- fræðingarnir útskrifast Borgarfirði. Morgunblaðið. Lögfræðideild (28) BS-gráða í viðskipta- lögfræði (28) Anna Lilja Björnsdóttir Björn Jakob Björnsson Elín Málmfríður Magnúsdóttir Elín Sigurðardóttir Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir Guðrún Íris Úlfarsdóttir Halla Ýr Albertsdóttir Haraldur Hrafn Guðmundsson Helga Kristín Auðunsdóttir Hlín Sigurbjörnsdóttir Hrannar Magnússon Ingimundur Óskarsson Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir Jóhann Haukur Hafstein Jón Ingi Ingibergsson María Ágústsdóttir Marta Jónsdóttir Ólafur Gunnarsson Pétur Már Jónsson Rakel Viðarsdóttir Sólveig Eiríksdóttir Unnar Steinn Bjarndal Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Þormóður Skorri Steingrímsson Þóra Margrét Þorgeirsdóttir Þórarinn Hjörleifsson Þórdís Sif Sigurðardóttir Þórður Reynisson Viðskiptadeild (58) Diplóma í rekstrarfræði (1) Ingibjörg Gréta Gísladóttir BS-gráða í viðskiptafræði (57) Andrés Ívarsson Árný Elsa Lémacks Bárður Örn Gunnarsson Berglind Bára Hansdóttir Berglind Ólafsdóttir Berglind Ósk Þormar Einar G. Pálsson Elva Ösp Magnúsdóttir Elvar Vilhjálmsson Guðbjartur Þórarinsson Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir Halla Valgerður Haraldsdóttir Halldór Már Sverrisson Hallur Símonarson Hans Adolf Hjartarson Helga Arngrímsdóttir Hermann Sigurðsson Hlynur Angantýsson Ingibjörg Stefánsdóttir Ingvaldur Mar Ingvaldsson Íris B. Ansnes John Kaarup Bek Jóhann Snorri Sigurbergsson Jóhanna A. Logadóttir Jón Hávarður Jónsson Kristmann Rúnar Larsson Linda B. Halldórsdóttir Linda Kristinsdóttir Magnús Ingi Stefánsson Magnús Þór Sandholt Margrét Dögg Sigurðardóttir Margrét Högna Ásgeirsdóttir Marinó Mortensen María Dröfn Sigurðardóttir Oddný Kristín Guðmundsdóttir Ólafía Pálmadóttir Ólöf Friðriksdóttir Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir Ómar Örn Hannesson Páll Sveinsson Pétur A. Maack Pétur Jakob Petersen Rósa Jennadóttir Rúnar Friðriksson Sigmar Páll Egilsson Signý Jóhannsdóttir Sigríður Anna Harðardóttir Sigríður Ellen Blumenstein Sigríður Theódóra Knútsdóttir Svanur Valdimarsson Sverrir Hólm Reynisson Unnur Erla Haraldsdóttir Unnur Kristín Ragnarsdóttir Valgeir Jens Guðmundsson Þorkell Magnússon Þorsteinn Örn Finnbogason Þórhalla Huld Baldursdóttir Útskriftarnemar á Bifröst KRABBAMEINSFÉLAGIÐ efnir í sautjánda sinn til heilsuhlaups fimmtudaginn 3. júní. Í Reykjavík verður hlaupið frá húsi félagsins að Skógarhlíð 8 kl. 19. Þórólfur Árnason borgarstjóri ræsir hlauparana. Hægt er að velja um 3 kílómetra skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 kílómetra hlaup um- hverfis Reykjavíkurflugvöll. Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum, en þeir eru sex: 14 ára og yngri, 15–18 ára, 19–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri. Fyrsti karl og fyrsta kona í öll- um aldursflokkum í 3 km og 10 km hlaupum fá verðlaunagripi. KB banki er aðalstyrktaraðili hlaupsins. Forskráning er á Hlaupasíðunni (hlaup.is). Skráning er hjá Krabba- meinsfélaginu í Skógarhlíð 8 fimmtu- daginn 3. júní kl. 8–18. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 14 ára og yngri en 1.000 kr. fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn í gjaldinu. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening. Utan Reykjavíkur verður hlaupið á tólf stöðum, alls staðar kl. 19 á fimmtudaginn. Í Borgarnesi verður hlaupið frá íþróttamiðstöðinni, á Vopnafirði frá íþróttahúsinu, á Egils- stöðum frá sundlauginni, á Borgar- firði eystri frá Fjarðarborg, á Seyð- isfirði frá sundlauginni, í Mjóafirði frá Brekku, í Neskaupstað frá sundlaug- inni, á Eskifirði frá sundlauginni, á Reyðarfirði frá sundlauginni, á Breið- dalsvík frá sundlauginni, á Djúpavogi frá sundlauginni og í Keflavík frá sundmiðstöðinni. Heilsu- hlaup- Krabba- meins- félagsins SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem mót- mælt er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda áfram hvalveiðum í vís- indaskyni hér við land í sumar. „Þrátt fyrir að dýrum sem veiða skal í sumar verði stórfækkað miðað við fyrri áform, þá eru stjórnvöld að taka áhættu með hvalveiðum og hef- ur verið á það bent að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þar sem enginn markaður sé fyrir hvalkjöt í heiminum. Vöxtur ferðamanna, sem hafa far- ið í hvalaskoðun, er ævintýri líkast- ur. Á tæpum áratug hefur ferða- mönnum í hvalaskoðun fjölgað úr tveimur þúsundum 1995 í yfir 70 þúsund 2003,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu samtakanna. SAF mótmæla hvalveiðum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.