Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts gengur með tvíbura. Þau hjónin, Daniel Moder kvikmynda- tökumaður, eiga von á að börnin komi í heiminn snemma á næsta ári. Talsmaður Roberts staðfesti þetta í gær við fréttavef BBC. Roberts er 36 ára og Moder 35 ára og verða þetta fyrstu börn þeirra beggja en þau gengu í hjónaband fyrir tveimur árum á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Tvíburar eru algengir í fjölskyldu Roberts. Langamma hennar var tví- buri, auk þess sem hún á frændur og frænkur sem eru tvíburar. Orðrómur um óléttu Roberts fór fyrst af stað fyrir nokkrum dögum, eftir að ljósmyndarar sem smelltu af henni myndum á sólarströnd á Ítalíu töldu sig greina smákúlu á maganum. Reuters Hvað svo sem Julia Roberts gerir, það gerir hún með stæl. Julia Roberts gengur með tvíbura EIN áhrifamesta gítarsveit allra tíma, The Shadows, er um þessar mundir á kveðjutónleikaför. Tónleikaferðin tekur yfir Bret- landseyjar og Írland og hófst hún í Scarborough 30. apríl. At- hyglisvert þykir að sveitin er skipuð öllum upprunalegu með- limunum, þeim Brian Bennett, Hank Marvin og Bruce Welch. Þeir síðastnefndu höfðu ekki tal- ast við í þrettán ár fram að túrn- um en hafa greinilega látið ósættirnar lönd og leið, a.m.k. á meðan á kveðjustund stendur. Shadwos eiga sér harðan hóp aðdáenda um heim allan og fór einn slíkur héðan á tón- leika í Brighton 22. maí. Um er að ræða gítarleik- arann góðkunna, Vil- hjálm Guðjónsson, og var hann þar ásamt 6000 öðrum Shadows-aðdáendum. „Shadows komu síðast saman 1990,“ segir Vilhjámur. „Welch og Martin hafa verið ósáttir en ástæðurnar fyrir því hafa ekki enn verið gerðar opinberar. Þeir félagar voru að skjóta hvor á annan alla tónleikana, í gríni eins og þeir hafa átt vanda til. Marvin var yfirleitt beittari.“ Vilhjálmur segir að Marvin hafi farið alveg að strikinu stundum og miðað við forsöguna hafi það nánast verið óþægilegt. Skothelt „Þetta var hins vegar allt í gríni og þeir voru brosandi allan tímann,“ heldur Vilhjálmur áfram. „Það var engin fýla í þeim. Mig grunar líka að þeir hafi markmiðsbundið verið að spila inn á þessar sögur um að þeir hafi verið svona ósáttir. Kannski ýtti allur þessi mann- fjöldi líka undir brosið þar sem buddan verður sæmilega feit í lok ferðalagsins.“ Vilhjálmur segir að sjálfir tón- leikarnir hafi verið skotheldir. „Tónlistin var mjög góð. Þeir voru geysivel æfðir og tóku öll gömlu lögin og eitthvað nýtt í bland en þeir eru víst að gera plötu með nýju efni.“ Vilhjálmur segir að all- ar upprunalegu græj- urnar hafi verið notaðar, eitthvað sem þykir afar mikilvægt þegar Shadows eru annars vegar, en hinn einstaki gítarhljómur sveit- arinnar hefur alla tíð verið rík uppspretta pælinga og vanga- veltna hjá aðdáendum. „Það eina sem skyggði á gleðina hjá mér var að hljóð- mennirnir voru aðeins of ungir og héldu þar af leiðandi ekki réttri hljóðmynd,“ segir Vil- hjálmur að lokum. „Hún var ekki alveg samkvæmt því tímabili sem lögin voru flutt í upprunalega. Ég reyndi bara að horfa, eða öllu heldur hlusta, framhjá því.“ Lokalokalokatónleikar Shad- ows verða í Lundúnum hinn 12. júní. Morgunblaðið/Sverrir Bruce Welch og Hank Marvin á sviði í Glasgow 5. maí síðastliðinn. Marvin og Welch léku á als oddi Kveðjutónleikaferðalag The Shadows arnart@mbl.is Vilhjálmur Guðjónsson EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 ELLA Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.50 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8 og10. Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com EINI THX LÚXUS ALUR LANDSINS Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.30. Sýnd kl. 4, 5.20, 8 og 10.40. Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. Léttöl  Ó.H.T Rás2  SV MBL kl. 5.50, 8.30 og 11.10. DV 17.000 manns á 6 dögum!!! Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. Leikdagar • Fréttir • Markahæstir • Tölfræði • Spjöld Taktu þátt í skemmtilegum leik með því að skjóta á úrslitin í hverri umferð í Landsbankadeildinni í sumar. Glæsilegir vinningar frá Iceland Express og Landsbankanum. Skráðu þig á mbl.is og fáðu úrslit leikja send beint í gsm símann þinn! Skjóttu á úrslitin Úrslit í SMS Landsbankadeildin á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.