Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 25 Efnt verður til masterclass-námskeiða í Vest-mannaeyjum dagana 14.–22. ágúst næstkomandi. Námskeiðið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en leiðbein- endur að þessu sinni eru Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Nína Margrét Grímsdóttir, pí- anó, og sænski píanóleikarinn kunni Love Derwinger, sem leiðbeinir jafnt píanó- og söngnemum. „Þetta er frábært tækifæri fyrir tónlistarnema að dveljast í spennandi og fallegu umhverfi, kynnast öðru fólki og vinna náið með sínum kenn- ara,“ segir Áshildur Haraldsdóttir, sem tekið hefur þátt í námskeiðinu frá upphafi, ásamt Nínu Margréti. Þær segja að mikill fengur sé í Love Derwinger, sem er í hópi fremstu píanóleikara á Norð- urlöndum, en hann hefur þar að auki unnið mikið með söngvurum og mun leiðbeina söngnemum líka. Þá segja þær mjög ánægjulegt að Guðný og Gunnar skyldu hafa tök á því að taka þátt að þessu sinni. Gunnar er nú með í fyrsta sinn. „Þau eru bæði í hópi okkar fremstu hljóðfæraleikara og kennara,“ segir Áshildur og bætir við að þetta sé mjög gott tækifæri fyrir nemendur að kynnast Guðnýju en vegna anna getur hún ekki tekið nema takmarkaðan fjölda nemenda á hverjum vetri. Þátttökugjald er kr. 25.000 og segja þær Áshildur og Nína Margrét það vægt verð fyrir námskeið af þessu tagi. Námskeiðið er um leið tón- leikahátíð, því efnt verður til tónleika sem opnir eru almenningi meðan á dvölinni stendur, meðal annars í helli, sem notið hefur mikilla vin- sælda. Þátttakendur hafa að jafnaði verið í kringum 25 en að sögn að- standenda er það mátulegur fjöldi miðað við fimm leiðbeinendur. „Ætli við gætum ekki í mesta lagi tekið við þrjátíu manns,“ segir Áshildur. Auk tónleikahalds verður áhersla á kammertónlist, framkomu og sitt- hvað fleira, auk þess sem farið verð- ur í skoðunarferðir og brugðið á leik. Að sögn aðstandenda hefur raunin verið sú að nemendur hafa æft af kappi meðan á dvölinni í Eyjum hef- ur staðið. „Þau hvetja hvert annað til dáða með dugnaði,“ segir Nína Mar- grét og Guðný bætir við að nemend- urnir læri eflaust meira á einni viku í Eyjum en á venjulegum mánuði. Námskeiðið er styrkt af Pokasjóði og bæjaryfirvöldum í Vestmann- eyjum sem Nína Margrét og Áshild- ur segja að hafi tekið sér með opnum örmum. Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi. Frekari upplýsingar eru á masterclass.is. Masterclass-námskeið og tónleikar í Eyjum í ágúst Morgunblaðið/Kristinn Áshildur Haraldsdóttir, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir verða í Eyjum. „Læra meira á viku þarna en á venjulegum mánuði“ Fíladelfía Hátúni 2 kl. 20 Gosp- elkór Reykjavíkur flytur lofgjörðar- og sálmatónlist á íslensku. Einnig verða frumflutt nokkur lög eftir Óskar Einarsson, stjórnanda kórs- ins. Í Gospelkór Reykjavíkur eru 28 söngvarar. Hljómsveitin er að þessu sinni skipuð þeim Gunnlaugi Briem, Jóhanni Ásmundssyni,Óskari Guð- jónssyni og Óskari Einarssyni. Í DAG DALVÍKURKIRKJA er önd- vegis tónleikahús og eftir umtals- verðar breytingar á innréttingum, smíði á sviði, svo ekki sé minnst á hinn glæsilega Bösendorfer kons- ertflygil, býður Dalvíkurkirkja upp á aðstöðu til tónleikahalds eins og hún gerist best í landinu. Þarna vinnur saman framsýni heima- manna í góðri sátt og með ráðgjöf síns góða tónlistarfólks og tónlist- aráhugamanna. Ég veit að mörg- um ber að þakka blómlegt tónlist- arlíf í Svarfaðardal og á Dalvík. Í allri umræðunni um hvernig eigi að verja vöxtunum af eignum manna og þjóðar finnst mér skiln- ingur Sparisjóðs Svarfdæla með Friðrik Friðriksson í brúnni aðdá- unarverður, því vöxtunum þar á bæ er varið að myndarlegum hluta til menningar og lista á Dalvík og í Svarfaðardal. Þetta er stefnan um að peningarnir eigi að skila sér til fólksins með bættu mannlífi, sem þegar hefur laðað til sín frábært listafólk og tryggt enn betur líf hinna. Karlakór Dalvíkur á að baki 52 ára starfsferil, lá reyndar í dvala um tíu ára skeið, og hét upp- haflega söngfélagið Sindri. Þeir hafa löngum átt góða söngmenn á Dalvík og í Svarfaðardal og ekki færri en fimm kórar starfandi á svæðinu. Karlakórinn er vel skip- aður um þrjátíu söngmönnum. Jafnvægi var gott á milli radda og samhljómur oftast þéttur og góður. Það vakti athygli mína hve hljóð- fall og takttilfinning er vel þjálfuð, því oft reyndi mikið á þann þátt, t.d. var „off beat“ í Gullvagninum, negrasálmi, betra en maður á að venjast hjá íslenskum kórum. Steinar Steingrímsson, tenór og kóristi, skilaði vel ásamt kórnum stemmingunni í rússneska laginu Rauði sarafaninn, í útsetningu Jóns Þórarinssonar. Kórinn hefur nýverið sungið í uppfærslum Leik- félags Dalvíkur á leikgerð Ingi- bjargar Hjartardóttur á Svarf- dælasögu, en Guðmundur Óli samdi og útsetti söngva kórsins. Þarna er enn eitt dæmi um sam- eiginlega þátttöku allra sem vett- lingi geta valdið í listinni þegar þess gerist þörf. Tvö lög sem þarna voru flutt úr sýningunni, Ljúflingsmál og Dynur um allan dal Svarfaðar, eru vandasöm í flutningi en áhugaverð. Kórinn var greinlega mjög öruggur á þeim, en þéttir og þykkir hljómar í Ljúf- lingsmáli voru ekki nógu hreint sungnir. Lagið Mál er í meyjar- hvílu rataði ekki inn á sýninguna, en var frumflutt á þessum tón- leikum og greip lagið og flutningur þess mann sterkum tökum frá upphafi til loka, ég er viss um að fleiri kórar myndu kjamsa við að fá þetta lag til flutnings. Leiksýn- ingin tók að sjálfsögðu mikinn tíma og eins og stjórnandinn skýrði í byrjun að kórdagskráin yrði styttri fyrir vikið. Óskar Pétursson bætti úr því með þremur einsöngslögum auk þess sem hann söng einsöng í tveimum lögum með kórnum. Það kemur víst fæstum á óvart að Ósk- ar syngi vel og hann er að mínu mati einn raddlagnasti söngvari sem við eigum, – jafnvel þótt hann sjálfur sé ekki í besta formi tekst honum alltaf að gera það besta úr aðstæðum. Ég deili ekki þeirri skoðun með stórum hluta þjóðar- innar að söngvara eins og Óskari henti að syngja dægurlög, mér finnst önnur lög liggja betur. Lag- ið Þú gætir mín byrjar of neð- arlega fyrir rödd Óskars, þarna hefði t.d. fyrsti bassi getað byrjað. Mér létti verulega þegar Óskar kom, að mínu mati, á fengsælli fiskimið og söng með kórnum sí- gildan tind íslenskra söngva Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðar- son. Þarna naut söngur hans og kórsins sín til fullnustu. Svo ekki sé talað um snilldar „tímaáminn- andi“ píanóleikinn hjá Daníel. Daníel var ekki einasta frábær að fylgja rituðum nótum annarra heldur lék hann víða eigin píanóút- setningar, sem puntaði mikið upp á góða söngskemmtun. Ég nota orð- ið söngskemmtun, sem ég ólst upp við í æsku sem heiti á söngtón- leikum. Svo sannarlega var þetta ljómandi söngskemmtun og Guð- mundur Óli nær að stýra sínu skipi af léttleika, öryggi og einnig mikl- um metnaði. Til fyrirmyndar var að tónleikarnir voru sendir beint til aldraðra íbúa Dalvíkur á Dalbæ. Sem eitt af þremur aukalögum söng kórinn „þjóðsöng“ íslenskra karlakóra, Sveinar kátir, og sýndi þar með blæbrigðaauðgi og tilþrif- um, að Karlakór Dalvíkur er í röð okkar bestu karlakóra um þessar mundir. Kátir sveinar á DalvíkTÓNLISTDalvíkurkirkja Karlakór Dalvíkur flytur lög eftir íslensk og erlend tónskáld. Emil Thoroddsen, Guðmund Óla Guðmundsson, G. Suther- land, Jakob Frímann Magnússon, Jón G. Ásgeirsson, R. Max, Sigfús Halldórsson og Sigurð Þórðarson. Þjóðlög frá Íslandi, Rússlandi og N-Ameríku. Einsöngslög eftir: Árna Thorsteinsson, Garðar Karls- son og Richard Rogers (Rogers/ Hammerstein úr Carousel). Einsöngvari úr röðum kórfélaga var Steinar Steingrímsson tenór og Óskar Pétursson tenór. Píanóleikari og útsetj- ari hluta píanóleiks: Daníel Þor- steinsson. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Laugardaginn 22. maí. KÓRTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson DANSAR frá Mið-Evrópu var yfirskrift hádegistónleika í Hafnarborg. Þau Zsigmond Lázár fiðluleikari og Antonia Hevesi píanóleikari léku dansa frá Ungverjalandi, Austurríki, Ísrael og Rúmeníu. Fyrst léku þau Ungverskan dans nr. 5 eftir Johannes Brahms, síðan Le Canari eftir F. Poliakin og Czárdás eftir V. Monti, Klezm- er-brúðardans frá Ísrael og Rumantz eða Rúmeníu sem er skemmtilegur alþýðudans. Zsig- mond kann virkilega að nota fiðluna sína í þessari tónlist sem virðist eins og hún sé honum í blóð borin, sama er að segja um Antoníu hverrar fingur dönsuðu með viðeigandi áherslum og fimi á flygilinn. Samleikur þeirra var frábær með dynjandi danstakti og vel útfærðum áherslum enda náðist upp rífandi stemmning í salnum. Hafnfirðingar virðast kunna að meta framtak þeirra sem standa að þessum hádeg- istónleikum því salurinn var fullsetinn og eins og áður sagði var mikil stemmning og ekki skemmdu fyrir hinar litríku og vel teknu ljósmyndir Rafns Hafnfjörð úr íslenskri náttúru sem mynduðu eins konar um- gjörð um þessa dúndrandi þjóð- legu danstónlist. Söngurinn göfgar og glæðir Skagfirska söngsveitin í Reykjavík er búin að syngja undir stjórn Björgvins Þ. Valdi- marssonar frá hausti 1983 eða í 20 ár, sem er í raun nokkuð langur tími í samvinnu kórs og söngstjóra. Kórinn er að halda í víking til Kanada og bar efnis- skráin eðlilega nokkurn keim af undirbúningi ferðarinnar. Alls voru fimmtán titlar á efn- isskránni með alls 24 lögum. Margt var mjög fallega gert og hljómurinn í lagi Þorvaldar Blöndal Nú sefur jörðin sum- argræn var yndislegur, einnig var kveðja Bubba Morthens mjög ljúf og falleg. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson var að mörgu leyti góð en söng sig að- eins sundur með víbrató í sópr- aninum. Síðust fyrir hlé var syrpa átta laga eftir Björgvin söngstjóra. Eftir hlé söng kórinn allvel al- veg til enda. Þar mátti meðal annars finna nýtt lag við kvæði Stephans G. Stephanssonar Við verkalok sem söngstjórinn samdi fyrir kórinn samkvæmt beiðni kórsins. Þetta lag er tölu- vert ólíkt öðrum lögum sem undirritaður hefur heyrt eftir Björgvin og með ferskum blæ, passlega ómstrítt, vel hljómandi og var vel flutt. Úr Sköpun Ha- ydns var tríóið og kórinn The heavens declare síðast á efnis- skránni og var flutt af miklum myndugleik. Einsöngvaratríó skipuðu þau Ragna Bjarnadótt- ir, Baldvin Júlíusson og Guð- mundur Sigurðsson og hljómuðu þau mjög vel saman og á móti kórnum. Ragna söng einnig lag Björgvins Guðmundssonar Ís- lands lag fallega með kórnum. Magnús Sigurjónsson er ung- ur tenór sem söng með kórnum í Stökum Jóns Ásgeirssonar og ásamt Kristínu Sigurðardóttur dúett með kórnum í lagi Björg- vins Þ., Þú átt mig að, sem var virkilega gott. Kristín fór síðan á kostum í Leðurblökuaríunni Mein Herr Marquis. Kórinn átti marga fallega spretti, en sópr- aninn átti stundum til að syngja sig í sundur í sterkum söng, einnig var oft áberandi að radd- irnar áttu til að fara ekki alla leið upp á tónana. Þetta var sér- lega áberandi í karlaröddunum og tenórinn átti til að stífna og klemma í nokkrum lögum með tilheyrandi tónsigi. Annars var hljómurinn fylltur og gott jafn- vægi milli radda og textafram- burður var góður og skýr. Björgvin leiddi hópinn sinn í gegnum tónleikana af miklu ör- yggi. Hlutur Dagnýjar við flyg- ilinn var mikill og leysti hún hann vel af hólmi. Fiðlu-dansar og kórsöngur TÓNLIST Hafnarborg HÁDEGISTÓNLEIKAR Zsigmond Lázár fiðluleikari og Ant- onia Hevesi píanóleikari. Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Skagfirska söngsveitin í Reykjavík. Einsöngvarar Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Ragna S. Bjarnadóttir sópran, Magnús Sigurjónsson tenór, Baldvin Júlíusson tenór og Guðmundur Sig- urðsson baritón. Píanóleikari Dagný Björgvinsdóttir. Fimmtudagurinn 6. maí kl. 20. Jón Ólafur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.