Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 29 skóla. Þá hafa þrír nýir grunnskólar verið byggðir, þ.e. Smáraskóli, Lindaskóli og Salaskóli. Þetta leiddi til þess að grunnskólar í Kópavogi voru einsettir árið 1997, fyrst hinna stóru sveitarfélaga. Skólalóðir hafa verið endurnýjaðar og frískað upp á eldri skólabyggingar. Hönnun tveggja nýrra grunnskóla í Vatns- enda og í Kórum er hafin. 1. áfangi Vatnsendaskóla verður tilbúinn haustið 2005 og 1. áfangi Kóraskóla haustið 2006. Dægra- dvöl er starfrækt í hverjum grunnskóla, en þar eru skólabörn í tómstundum og heimaverkefnum eftir að skóla lýkur, þar til foreldrar sækja börnin að loknum vinnudegi. Þá eru í boði heitar máltíðir í öllum grunn- skólum bæjarins utan einum skóla. Alls hefur verið varið 5 millj- örðum króna til grunn- skólabygginga frá árinu 1990. 4. Leikskólar Árið 1990 voru mjög mörg börn tveggja ára og eldri á biðlistum eftir leikskólavist. Í dag er enginn slíkur listi og yfir 50 börn yngri en 2ja ára eru á leikskólum bæjarins. Frá árinu 1990 hafa verið byggðir átta nýir leikskólar ásamt því að fjórir eldri leikskólar hafa verið end- urbyggðir og stækk- aðir. Þá hefur bæjarsjóður styrkt byggingu tveggja einkarekinna leik- skóla. Nú í sumar verður hafin bygging á nýjum leikskóla við Álf- konuhvarf í Vatnsenda og verður hann tilbúinn vorið 2005. Þá verður nýr leikskóli í Kórum byggður á ár- unum 2005 og 2006. Miklir fjármunir hafa verið settir í leikskólabygg- ingar frá árinun 1990 en alls hafa 1,5 milljarðar farið í leikskólabygg- ingar. 5. Íþrótta- og æskulýðsmál Heldur var staðan döpur varðandi íþróttamannvirki árið 1990. Íþrótta- húsið í Digranesi var þá hálfkarað og vallaraðstaða fremur léleg. Kópa- vogur var langt á eftir öðrum sveit- arfélögum hvað íþróttaaðstöðu varð- aði. Því má segja að bylting hafi orðið í uppbyggingu íþróttamann- virkja á síðastliðnum 14 árum. Helstu framkvæmdir eru eftirfar- andi: a) Lúkning á byggingu íþróttahúss- ins ásamt nýrri stúku, ásamt að ljúka við frágang í kjallaranum, en þar er aðstaða Skotfélags Kópavogs, sem er ein sú besta á landinu. b) Nýtt íþróttahús í Smáranum var byggt á árunum 1993 og 1994. c) Hlaupabrautir og endurnýjun grasvallar á Kópavogsvelli. d) Tveir nýir knattspyrnuvellir í Smáranum ásamt kastvelli fyrir frjálsar íþróttir. e) Þrír útitennisvellir fyrir Tenn- isfélag Kópavogs í Smáranum. f) Í Fagralundi, Fossvogsdal, ný fé- lags- og búningsaðstaða fyrir HK, sem verður tekin í notkun í júní nk. g) Þrír grasvellir og malarvöllur, sem verður gervigrasvöllur síðar fyrir HK í Fossvogsdal. h) Lúkning sundlaugar í vesturbæ árið 1991. i) Tvær nýjar sundlaugar í Sala- hverfi ásamt líkamsræktarstöð sem tekin verður í notkun í ágúst nk. Árið 2005 verður nýtt íþrótta- hús ásamt félagsaðstöðu fyrir Gerplu tekið í notkun. Íþrótta- húsið er 35% stærra en venjulegt íþróttahús og þar verður aðstaða fyrir starfsemi Gerplu ásamt völl- um fyrir körfubolta, handbolta og blak. j) Bætt aðstaða fyrir Siglingafélagið Ými, en félagið mun fá nýja að- stöðu þegar bryggjuhverfið norð- an á Kársnesinu verður byggt upp á næstu 3 árum. k) Fjölnotahúsið Fífan, þar sem FLOSI Eiríksson, oddviti Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir stuttu og fór þá mikinn í garð undirritaðs vegna leiðara sem ég skrifaði í Voga í apríl sl. Þar rakti ég stöðu Kópa- vogsbæjar fyrir og eftir árið 1990 og það, hvernig afstaða bæjarbúa gagn- vart bænum hefði breyst við það að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við stjórn bæjarins. Eftir þessi tímamót hófst hið mikla framfaraskeið sem enn stend- ur eftir áralanga kyrrstöðu í valdatíð vinstri flokkanna, sem Flosi gerðist frambjóðandi fyrir. Jafnan er Sam- fylkingin sannleikanum sárreiðust og frambjóðandinn og bæjarfulltrú- inn Flosi lenti í þeirri stöðu að renna blóðið til skyldunnar. Til að fá útrás fyrir gremju sína fór Flosi þá al- þekktu leið vinstri manna að reyna að gera lítið úr persónu undirritaðs og gekk grein hans í Morgunblaðinu mestan part út á það. Ég er sosum orðinn ýmsu vanur úr þessari átt . Það helsta sem maður getur gert í þessum tilvikum er að reyna að minnast þessa fólks í bænum sínum. Skal ég reyna að muna eftir Flosa frambjóðanda og biðja þess að hon- um líði einhverntímann betur en þarna í Mogganum. Hvað hefur breyst á 14 árum? 1. Gatnakerfið Á árinu 1990 voru margar götur í eldri hverfunum ójarðvegsskiptar, olíumölin holótt, raflínur á tréstaur- um, nær engar gangstéttar, lagna- kerfið í götunum ónýtt, vatnslekar miklir og útbreiddir, engar lóðir byggingarhæfar vegna frárennsl- isvandamála og engin lausn í sjón- máli. Síðan 1990 hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks endurbyggt nálægt 20 km af götum í eldri hverfum, sem hefur kostað nálega 2 milljarða króna. Verð fasteigna við þessar götur hefur hækkað og íbúar væntanlega orðnir ánægðari og sáttari við bæj- arfélagið eftir þessar aðgerðir. En tæplega helmingur aðspurðra bæj- arbúa vildi sameinast Reykjavík í tíð félaganna hans Flosa. Enn finnast þó götur, sem eftir er að laga. Aðferð þeirra vinstrimanna í gatnagerð var sú helst að hefla hol- urnar og olíubera, en sleppa því að skipta um jarðveg og endurnýja lagnir. Þetta voru auðvitað bara pót- emkíntjöld og sérstaklega voru fjör- kippir í þessu fyrir kosningar. Nú, þremur kjörtímabilum síðar, er stað- an þannig að í Kópavogi er eitt nýj- asta gatnakerfi landsins, sem sparar núna mikið fjármagn í viðhaldi, frá- veitumálum og vatnskaupum. 2. Fráveitukerfið Árið 1990 var engin lausn í sjónmáli á fráveitumálum Kópavogs, skolpinu var hleypt í vogana með regnvatninu án nokkurra úrræða né framtíðar- sýnar vinstrimanna. Kópavogsbær var þá einnig í ófriði við Reykjavík- urborg og til stóð að bærinn opnaði öskuhauga í næsta nágrenni við Breiðholtshverfið. Þar ætlaði hann sjálfur að pakka sorpi og búið var meira að segja að fjárfesta í tækjum til þess. Ótrúlegt en satt! Eftir kosningarnar 1990 voru deil- ur við Reykjavík settar niður og samkomulag var gert við Reykjavík- urborg, Garðabæ og Seltjarnarnes um sameiginlega fráveitu, þ.e. Skerjafjarðarveitu, sem leiðir að- skilið skolpið út fyrir Akurey. Vog- arnir eru því orðnir hreinir. Þá byggði bærinn Vesturvararveitu, hreinsunarstöð ásamt tveim dælu- stöðvum. Þessar fjárfestingar hafa kostað ríflega 1 milljarð króna. Þetta var mikið átak. Fráveitumál Kópa- vogs eru þannig leyst til frambúðar. Fráveitumálin voru auðvitað frum- forsenda hins mikla vaxtar bæjarins, sem enn er ekkert lát á. Hefur íbúa- fjöldi bæjarins enda vaxið um ein 60% á þessu tímabili sem er langt umfram önnur bæjarfélög landsins. 3. Grunnskólar Síðan árið 1990, en þá voru hér sex grunnskólar, hafa verið byggðir áfangar, einn eða fleiri, við alla þessa bæði er aðstaða fyrir knatt- spyrnufólk, frjálsar íþróttir, eldri borgara, sýningarhald o.fl. l) Tennishöll var reist af einkaað- ilum á lóð frá bænum. Þar er nú rekið Sporthúsið sem er ein fjöl- sóttasta alhliða íþróttamiðstöð á landinu. Alls hefur yfir fjórum milljörðum króna verið varið til uppbyggingar íþróttamannvirkja frá árinu 1990. 6. Göngustígar og opin svæði Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbygg- ingu göngustíga og op- inna svæða í bænum frá árinu 1990, en fyrir þann tíma voru göngu- stígar fremur frum- stæðir. Þegar ný hverfi eru byggð er göngu- stígakerfið og opin svæði byggð upp jafn- harðan, þannig að nýir íbúar geta notið gönguferða og útivist- ar. Þá er áætlun í gangi um að end- urbyggja eldri göngu- stíga og lýsa þá, þar sem þess er þörf. Alls hefur 610 milljónum króna verið varið í gerð göngustíga og op- inna svæða frá árinu 1990. 7. Málefni aldraðra Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsókn- arflokks hefur gert verulegt átak í mál- efnum aldraðra. Tvær félagsmiðstöðvar, önnur í Gjábakka og hin í Gullsmára, hafa verið byggðar. Þar blómstrar öflugt tóm- stunda- og félagsstarf. Fyrir árið 1990 bjó félagsstarf aldraðra við þröngan kost á annarri hæð í Fann- borg 2. Rauði þráðurinn í samstarfi Kópavogsbæjar og aldraðra er að vinna með fólkinu sjálfu. Þá hefur Kópavogsbær staðið dyggilega við Sunnuhlíðarsamtökin og uppbygg- ingu hjúkrunarrýma þar. Fljótlega liggur fyrir tillaga að skipulagi upp í Vatnsenda á hverfi fyrir eldri borg- ara, þar sem verða íbúðir fyrir eldri borgara, þjónustuíbúðir, þjónustu- miðstöð, hjúkrunarheimili og ör- yggisíbúðir. Þetta verkefni verður unnið í samstarfi við DAS. 8. Menningarmál Dauft var um að litast fyrir 1990 í menningarmálum í Kópavogi. Vinstri meirihlutinn talaði og talaði en lítið varð um framkvæmdir og engin framtíðarsýn.. Síðan 1990 hef- ur ýmislegt gerst og hér verður drepið á það helsta. a) Gerðarsafn hafði staðið sem draugatóft árum saman. Þessari byggingu var lokið árið 1994. b) Árið 1994 var hafinn undirbún- ingur að byggingu menningar- miðstöðvar austan við Gerð- arsafn. Byggingu Salarins og nýs tónlistarskóla Kópavogs var lokið árið 1999, en tónlistarhúsið er það eina í landinu, sem byggt er utan um tónlistina. c) Árið 2001 var síðan húsnæði fyrir bókasafn og náttúrufræðistofu tilbúið til notkunar. Þetta var í raun bylting fyrir þessar stofn- anir, sem hafa blómstrað sem aldrei fyrr. d) Nýtt bókasafn fyrir almenning var opnað í Lindaskóla árið 2002. e) Frá árinu 1994 hefur verið öflugt tónleikahald á vegum bæjarins. Tíbrá er stjórnað af tónlist- arráðgjafa Kópavogs, hinum óviðjafnanlega Jónasi Ingimund- arsyni píanóleikara. Fyrst í stað var Gerðarsafn notað en eftir ’99 hefur starfsemin verið í Salnum. Hér hefur verið unnið frábært starf, af hendi þeirra sem að verkefninu standa. f) Þá hefur Leikfélag Kópavogs aðstöðu í Félagsheimili Kópavogs og hefur starf þess staðið með blóma undanfarin ár og er eitt öflugasta áhugaleikfélag á land- inu. Heildarkostnaður Kópavogs- bæjar vegna fjárfestinga vegna menningarmála er 1,3 milljarðar króna frá árinu 1990. 9. Ýms verkefni Rétt er að halda til haga ýmsum verkefnum sem eru í gangi eða eru að hefjast. a) Yfirbygging Kópavogsgjár. Það verkefni er þegar hafið í samvinnu við einkaaðila og búast má við að því ljúki seint á árinu 2006. Kostn- aður við þetta verkefni er áætl- aður 250–300 milljónir króna. b) Ný vatnsveita. Kópavogsbær hef- ur keypt vatnsréttindi í Vatns- endakrókum í Heiðmörk. Til- raunaborunum er lokið og lögn aðalæðar hafin innan bæjar- marka. Reiknað er með að verk- efninu verði lokið seint á árinu 2005. Áætlaður kostnaður er á milli 400 og 500 milljónir króna. Þegar vatnsveitan verður tekin í notkun þá munum við hætta kaupum á köldu vatni frá Orku- veitu Reykjavíkur, sem hún selur okkur á okurverði. Tilkoma vatns- veitunnar mun auka hagsæld okk- ar Kópavogsbúa til framtíðar. c) Landakaup. Kópavogsbær hefur keypt lönd undir byggingarsvæði árin 1992, 2000 og 2001 af Vatns- enda. Árið 2002 voru keypt lönd af fjármálaráðuneytinu uppi í Vatns- enda og á Rjúpnahæð. Árið 2003 var svo keypt land af ríkisspítöl- unum á Kópavogstúni, það land er neðan Kópavogsbrautar. Með þessu er tryggt að við Kópa- vogsbúar eigum nægar bygging- arlóðir enn um hríð. d) Höfnin. Síðan árið 1990 hefur ver- ið lokið við smábátahöfnina, en þar var allt hálfkarað í tíð vinstri flokkanna. Þá var farið í miklar landfyllingar til að hægt væri að byggja hafnargarðinn, sem nú stendur. Það var gert með því að nota allt umframefni úr gatna- gerðarverkefnum bæjarins til landfyllinga. Síðan var norð- urgarðurinn byggður og er nú verið að lengja hann, en viðlegu- kanturinn verður um 80 m langur. Í Kópavogshöfn eru nú að- alstöðvar Atlantsskipa. Heildar- fjárfesting í Kópavogshöfn er ríf- lega 300 milljónir króna frá árinu 1990 og tekjur hafnarinnar eru um 40 miljónir króna á ári. 10. Tekjur – verð íbúða Árið 1989 voru tekjur á íbúa í Kópa- vogi 23,5% lægri en í Reykjavík, en í dag eru tekjur á íbúa í þessum bæj- arfélögum svipaðar. Þetta hefur skapað auknar tekjur fyrir bæj- arsjóð og gert kleift að standa undir öllum framkvæmdum og bættri þjónustu við íbúana. Þá er skemmti- legt að skoða íbúðaverð á höfuðborg- arsvæðinu frá 1988. Þar sést að á vinstri tímanum hér í Kópavogi og á fyrri hluta tíunda áratugarins var íbúðaverð í Kópavogi lægra en í Reykjavík, síðan var það svipað um tíma en árið 1998 fór aftur að draga í sundur. Íbúðaverð varð hærra í Kópavogi og nú kostar 3ja herbergja íbúð tæplega einni milljón meira í Kópavogi en í Reykjavík og er einni og hálfri milljón króna meira í Kópa- vogi en í Hafnarfirði. Hver er svo ástæðan ? Gott væri fyrir Samfylk- inguna að velta því fyrir sér. Það er nú svo að fólk greiðir atkvæði með fótunum, þ.e. það velur sér búsetu eftir því hvar best er að búa. Allt þetta hefur verið mögulegt vegna þess að mikillar hagvæmni og aðhalds hefur verið beitt í rekstri bæjarsjóðs. Því hefur mikið verið framkvæmt fyrir eigið fé og skulda- aukning því orðið minni en annars staðar gerist. Mætti Flosi frambjóðandi ekki frekar leiða hugann að því, hversu margt jákvætt hefur gerst í bæj- armálunum á þessum eina og hálfa áratug, síðan vinstri þokunni létti hér í Kópavogi 1990 heldur en að þylja stöðugt upp ávirðingar mínar. Jákvætt hugarfar í bæjarmálum sem öðrum málum er hollt fyrir sál- ina og gerir öllum gott. Ég óska öllum Kópavogsbúum og íbúum Suðvesturkjördæmis gleði- legs og gæfuríks sumars. Kópavogur fyrir og eftir 1990 Eftir Gunnar I. Birgisson ’Jafnan erSamfylkingin sannleikanum sárreiðust og frambjóðandinn og bæjarfulltrú- inn Flosi lenti í þeirri stöðu að renna blóðið til skyldunnar.‘ Gunnar I. Birgisson Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Kópavogs. a vera að gvellinum éu þó alla hafi þeir á sér. Ef g viðbún- urnar ráð era hlaðin iginu eiga höfði og í sfatnaður af Norð- g norskir íslensku íslenskan eir titla í þeirra og rgaralega nar í her- r á staðn- um krefjast þess að þeir séu það,“ segir Þorbjörn. Fengu sjálfsvarnar- þjálfun í Noregi Íslensku starfsmennirnir fóru í tveggja vikna þjálfun í Noregi þar sem þeir kynntust því hvernig það er að lifa og starfa í hernaðarum- hverfi, eins og að þurfa að ganga í einkennisbúningi. Þeir fengu upp- lýsingar um aðstæður á staðnum og þau verkefni sem ISAF ( Internat- ional Security Assistance Force) hefur, en svo kallast aðgerð Atl- antshafsbandalagsins í landinu. „Þeir fengu náttúrulega leiðsögn og þjálfun í vopnaburði því við getum ekki sett menn inn á svæði þar sem þeir eiga að vera vopnaðir, án þess að þeir séu þjálfaðir til að nota þessi vopn. Þetta var eingöngu sjálfs- varnarþjálfun, þeir voru ekki þjálf- aðir í árásartækni eða neinu svo- leiðis, heldur bara hvernig þeir eigi að nota þetta svo þeir meiði ekki sjálfa sig og aðra í kringum sig. Grunnatriði er að vera með eigið ör- yggi á hreinu. Síðan var farið yfir hluti eins og alþjóðlega mannrétt- indalöggjöf, Genfarsáttmálana og allt slíkt,“ segir Þorbjörn. Arnór segir að íslensku starfs- mennirnir verði í þrjá mánuði í senn í Kabúl, en flugvallarstjórinn í sex mánuði. Garðar Forberg tekur við stjórnartaumunum af Hallgrími eftir fyrstu sex mánuðina. Þar sem Ísland hefur tekið að sér að stýra flugvellinum í eitt ár, verða fjögur teymi því send til starfa. Búið er að ráða í fyrstu tvo hópana og hafa þau síðari verið mönnuð að hluta til. Til greina kemur að þeir sem fari í fyrstu hópana fari aftur til starfa síðar, þótt það sé ekki enn ljóst. aflugvallarins í Kabúl naður r króna rstemmning var við athöfnina á flugvellinum í tanríkisráðherra segist vera sannfærður um að ngunum muni takast þetta mikilvæga verkefni, álp þeirra þjóða sem hafa séð fyrir mannskap. Jónsdóttir f afhend- vellinum nina@mbl.is stöðvum víðs vegar um Afganistan sem Rauði hálfmáninn rekur. Einstæðar mæður eru stærsti hópur þeirra sem þangað leita. Ekkjur eru gjarnan giftar bræðrum manna sinna, falli þeir frá, og eru þær sem ekki eru giftar að nýju meðal þeirra allra fátækustu í Afganistan. Vet- urnir eru kaldir, hitastigið getur farið niður í um -15°C í Kabúl sem er í 1.800 metra hæð yfir sjávarmáli og er enn kaldara í fjöllunum. Tveir sendifulltrúar starfa á vegum Rauða kross Íslands í Afganistan, Steina Ólafsdóttir og Pálína Ásgeirsdóttir. Pálína stýrir fjórum sjúkrahúsum í Kabúl og er Steina að hrinda af stað verkefni sem snýst um að þjálfa aðstand- endur barna með heilalömun í umönnun þeirra. Hjálparstarf kirkjunnar safnaði hjálpargögn- unum sem gefin voru í gær hjá sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum á Íslandi. Meðal þeirra sem gáfu hjálpargögn eru Land- spítalinn – háskólasjúkrahús, Verkstæði Tryggingastofnunar, Heilbrigðisstofnanirnar á Siglufirði, Akureyri og Austurlandi, St. Jós- epsspítali, Skálatún, Stoð, Eirberg, Rauði kross Íslands og Hótel Örk. klalyfjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.