Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 21 Framlengd | Sýningin Aðvörun sem Fee sýnir úti við Gallerí + , Brekkugötu 35 á Akureyri, verður framlengd um viku og stendur til og með 6. júní. Sýningin hefur vakið gríðarlega athygli og vegna óska sem fram hafa komið verður hún viku í viðbót. Hún er úti og því opin allan sólarhring- inn.    AKUREYRI Mótmæla frumvarpi | Almennur fundur kennara við Menntaskólann á Akureyri tekur undir ályktun stéttarfélaga ríkisstarfsmanna um andstöðu við frumvarp fjár- málaráðherra um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Verði frumvarpið að lögum verður felld niður sú skylda forstöðumanns að áminna starfsmann með formlegum hætti, áður en til uppsagnar úr starfi kemur. Þar með geta duttl- ungar stjórnenda ráðið starfs- örygginu. Frumvarpið er aðför að starfs- réttindum ríkisstarfsmanna. Fund- urinn mótmælir frumvarpinu harð- lega, segir í fréttatilkynningu frá Kennarafélagi MA. JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd Akureyrar lýsir yfir stuðningi við þær tillögur sem fyrir liggja um breytingu á almennum hegningar- lögum og varða kaup á vændi. Í ályktun sem samþykkt var á fundi nefndar kemur fram að það sé mat nefndarinnar „að með því sendi stjórnvöld skýr skilaboð til sam- félagsins um að ekki sé ásættanlegt að kaupa aðgang að líkömum ann- arra og nýta sér þannig neyð þeirra“. Einnig kemur fram að Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar vilji í þessu sambandi vekja athygli á því að í jafnréttisstefnu bæjarins er eitt af leiðarljósunum að stuðlað verði að því að andleg og líkamleg heilsa kynjanna verði sem best og kynlífs- þrælkun, kynferðisleg misnotkun og kynbundið ofbeldi því fordæmt í hvaða mynd sem það kann að birtast í bæjarfélaginu. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Styður frumvarpið BÍLAKLÚBBUR Akureyrar er 30 ára um þessar mundir og af því tilefni var efnt til afmælishófs í fé- lagsheimili BA við Frostagötu. Fjölmargir gestir þáðu veitingar og kynntu sér sögu klúbbsins frá stofnun hans 27. maí 1974 til dags- ins í dag og framtíðaráform. Þá skrifuðu þeir Kristján Þ. Krist- insson, formaður stjórnar BA, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri undir samstarfssamning en BA og Akureyrarbær hafa ákveðið að taka höndum saman í forvarnar- og uppbyggingarstörfum í akst- urs- og umferðarmálum. Markmiðið er að bæta umferð- aröryggi á svæðinu, stuðla að því að ná hraðakstri af götum bæj- arins og bæta enn ímynd bæjarins sem fremsta kost landsins til bú- setu. Þetta skal gert með því að koma upp í bæjarlandinu aksturs- gerði, sem saman stendur af æf- ingabrautum fyrir unglinga og hinn almenna bæjarbúa, kennslu- brautum fyrir ökukennara og æf- ingabrautum fyrir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Einnig verði komið upp í þessu akstursgerði fullkomnasta keppn- issvæði landsins í akstursíþróttum, kvartmílubraut í löglegri stærð, Go-Kart braut og rally-kross braut. Þá ætla málsaðilar að standa fyrir menningarlegum uppákomum tengdri bílasögu Ak- ureyringa, m.a. með árvissum bíla- dögum í kringum þjóðhátíðardag- inn 17. júní, hópakstri yfir sumartímann, námskeiðum og al- mennum kynningum. Bílaklúbbur Akureyrar og Akureyrarbær í samstarf Morgunblaðið/Kristján Bílaklúbburinn 30 ára: Guðný Jóhannesdóttir, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri létu sig ekki vanta í af- mælishóf BA. Á milli þeirra stendur Kristján Þ. Kristinsson, formaður BA. Markmiðið að bæta umferðaröryggi Keflavík | Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði í gær nýja kap- ellu í sjúkrahúsi Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja í Keflavík. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur staðfest formlega framtíð- arsýn stofnunarinnar. Munir kapellunnar voru bornir úr þeirri eldri og kom biskup þeim fyrir á altari og tendraði þar ljós. Biskup lýsti því yfir að kapellan væri vígð í nafni Guðs og afhenti prestum og söfnuðum hana til afnota og umönnunar. Við athöfnina afhenti fulltrúi Kvenfélags Keflavíkur málverk eftir Elínrósu Eyjólfsdóttur og verður hún hengd upp í kapellunni. Skurðstofur í D-álmunni Því var einnig fagnað í gær að lok- ið er endurbótum á mótttöku Heil- brigðisstofnunarinnar og bráða- og slysamóttöku. Við athöfn sem efnt var til af þessu tilefni skrifuðu Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Sigríður Snæbjörns- dóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunar, undir skjal með framtíðarsýn stofnunarinnar til árs- ins 2010. Er þetta stefna sem fram kemur í skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag stofnunarinnar sem skilaði tillögum sínum á síðasta ári. Meðal markmiða er að auka þjón- ustu HSS við Suðurnesjamenn svo að 80% legudaga þeirra á spítölum verði í heimahéraði en það hlutfall er nú aðeins helmingur. Fjárfrekasta framkvæmdin sem ráðast á í á tímabilinu er að innrétta þriðju hæð D-álmu spítalans fyrir skurðstofur og tólf rúma legudeild. Á móti verður plássið sem losnar þegar skurðstofurnar flytjast notað til að koma upp deild fyrir heilabil- aða aldraða einstaklinga. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra tók fram þegar hann hafði skrifað undir skjalið að fram- tíðarsýnin væri staðfest með fyr- irvara um fjárveitingar og heimildir til að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdirnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að undirbúningi og kvaðst vonast til að unnt yrði að gera eitthvað á næsta ári. Jón sagði í ávarpi sínu að aldraðir hefðu áfram forgang að leguplássi í D-álmu sjúkrahússins og að vilji væri til að efla heimaþjónustu við aldraða enn frekar. Hann sagði að til athugunar væri að breyta hluta af dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík í hjúkrunarrými. Loks gat hann þess að umsókn Reykjanesbæjar um heimild til að byggja hjúkr- unarheimili væri til jákvæðrar um- fjöllunar í ráðuneytinu. Jón sagði í samtali við blaðamann að umsóknin frá Reykjanesbæ væri nýlega komin og að í henni væri ekki tilgreindur fjöldi rýma. Þurfi að vinna málið áfram. Sagði ráðherra að for- ystumenn bæjarfélagsins hefðu nefnt að mögulegt væri að byggja heimilið í einkaframkvæmd eins og lög nú heimiluðu. Það yrði skoðað. Heilbrigðisráðherra staðfestir framtíðarsýn HSS Ný kapella vígð á sjúkrahúsinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vígsla: Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, blessar nýju kapelluna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra var við- staddur. Við hlið hans er Konráð Lúðvíksson lækningaforstjóri. FULLTRÚAR líknarfélaga af- hentu Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja (HSS) gjafir við athöfn sem fram fór í gær. Verðmæti gjafanna er talsvert á fjórðu milljón kr. Landssamtök hjartasjúklinga og félag hjartasjúklinga á Suð- urnesjum gáfu tæki til að fylgj- ast með starfsemi hjartans við áreynslu, hjartalínurit og tæki til að fylgjast með hjartslætti í sólarhring. Lionsklúbburinn Keilir, Lionsklúbbur Keflavíkur, Lions- klúbbur Njarðvíkur, Lions- klúbburinn Æsa og Lionessu- klúbbur Keflavíkur gáfu ómhníf til nota við skurðaðgerðir. Lionsklúbburinn Æsa og Lionessuklúbbur Keflavíkur gáfu blöðruómsjá. Eydís Eyjólfsdóttir gaf inn- rammað skjal frá árinu 1974 þar sem tilkynnt var að ömmu hennar, Elínrósu Benedikts- dóttur ljósmóður, hefði verið veitt fálkaorðan. Skjalið verður hengt upp á fæðingardeild spít- alans. Verðmætar gjafir afhentar Valt á Reykjanesbraut | Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir bílveltu á Reykjanesbraut við Strandarheiði rétt fyrir klukkan hálfsex í gær- morgun. Þrír voru í bifreiðinni. Einn slapp án meiðsla, að sögn lögreglu, en hinir kvörtuðu undan eymslum í baki og hálsi. Af þeim sökum var ákveðið að veita þeim aðhlynningu á sjúkrahúsi. Útaf á stolnum bíl | Bifreið var ek- ið út af Reykjanesbrautinni móts við Vogaveg laust fyrir klukkan sex að morgni annars í hvítasunnu. Þau fjögur sem í bifreiðinni voru sluppu án meiðsla og hlupu á brott en náð- ust. Þau voru færð á lögreglustöð grunuð um nytjastuld bifreiðarinnar og akstur undir áhrifum áfengis. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 16 til 28 ára. Bíllinn skemmdist eitthvað. Lögreglumenn höfðu afskipti af fjórum ökumönnum á Reykjanes- braut annan í hvítasunnu vegna hrað- aksturs. Sá er ók hraðast var á 146 km hraða.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.