Morgunblaðið - 02.06.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.06.2004, Qupperneq 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 21 Framlengd | Sýningin Aðvörun sem Fee sýnir úti við Gallerí + , Brekkugötu 35 á Akureyri, verður framlengd um viku og stendur til og með 6. júní. Sýningin hefur vakið gríðarlega athygli og vegna óska sem fram hafa komið verður hún viku í viðbót. Hún er úti og því opin allan sólarhring- inn.    AKUREYRI Mótmæla frumvarpi | Almennur fundur kennara við Menntaskólann á Akureyri tekur undir ályktun stéttarfélaga ríkisstarfsmanna um andstöðu við frumvarp fjár- málaráðherra um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Verði frumvarpið að lögum verður felld niður sú skylda forstöðumanns að áminna starfsmann með formlegum hætti, áður en til uppsagnar úr starfi kemur. Þar með geta duttl- ungar stjórnenda ráðið starfs- örygginu. Frumvarpið er aðför að starfs- réttindum ríkisstarfsmanna. Fund- urinn mótmælir frumvarpinu harð- lega, segir í fréttatilkynningu frá Kennarafélagi MA. JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd Akureyrar lýsir yfir stuðningi við þær tillögur sem fyrir liggja um breytingu á almennum hegningar- lögum og varða kaup á vændi. Í ályktun sem samþykkt var á fundi nefndar kemur fram að það sé mat nefndarinnar „að með því sendi stjórnvöld skýr skilaboð til sam- félagsins um að ekki sé ásættanlegt að kaupa aðgang að líkömum ann- arra og nýta sér þannig neyð þeirra“. Einnig kemur fram að Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar vilji í þessu sambandi vekja athygli á því að í jafnréttisstefnu bæjarins er eitt af leiðarljósunum að stuðlað verði að því að andleg og líkamleg heilsa kynjanna verði sem best og kynlífs- þrælkun, kynferðisleg misnotkun og kynbundið ofbeldi því fordæmt í hvaða mynd sem það kann að birtast í bæjarfélaginu. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Styður frumvarpið BÍLAKLÚBBUR Akureyrar er 30 ára um þessar mundir og af því tilefni var efnt til afmælishófs í fé- lagsheimili BA við Frostagötu. Fjölmargir gestir þáðu veitingar og kynntu sér sögu klúbbsins frá stofnun hans 27. maí 1974 til dags- ins í dag og framtíðaráform. Þá skrifuðu þeir Kristján Þ. Krist- insson, formaður stjórnar BA, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri undir samstarfssamning en BA og Akureyrarbær hafa ákveðið að taka höndum saman í forvarnar- og uppbyggingarstörfum í akst- urs- og umferðarmálum. Markmiðið er að bæta umferð- aröryggi á svæðinu, stuðla að því að ná hraðakstri af götum bæj- arins og bæta enn ímynd bæjarins sem fremsta kost landsins til bú- setu. Þetta skal gert með því að koma upp í bæjarlandinu aksturs- gerði, sem saman stendur af æf- ingabrautum fyrir unglinga og hinn almenna bæjarbúa, kennslu- brautum fyrir ökukennara og æf- ingabrautum fyrir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Einnig verði komið upp í þessu akstursgerði fullkomnasta keppn- issvæði landsins í akstursíþróttum, kvartmílubraut í löglegri stærð, Go-Kart braut og rally-kross braut. Þá ætla málsaðilar að standa fyrir menningarlegum uppákomum tengdri bílasögu Ak- ureyringa, m.a. með árvissum bíla- dögum í kringum þjóðhátíðardag- inn 17. júní, hópakstri yfir sumartímann, námskeiðum og al- mennum kynningum. Bílaklúbbur Akureyrar og Akureyrarbær í samstarf Morgunblaðið/Kristján Bílaklúbburinn 30 ára: Guðný Jóhannesdóttir, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri létu sig ekki vanta í af- mælishóf BA. Á milli þeirra stendur Kristján Þ. Kristinsson, formaður BA. Markmiðið að bæta umferðaröryggi Keflavík | Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði í gær nýja kap- ellu í sjúkrahúsi Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja í Keflavík. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur staðfest formlega framtíð- arsýn stofnunarinnar. Munir kapellunnar voru bornir úr þeirri eldri og kom biskup þeim fyrir á altari og tendraði þar ljós. Biskup lýsti því yfir að kapellan væri vígð í nafni Guðs og afhenti prestum og söfnuðum hana til afnota og umönnunar. Við athöfnina afhenti fulltrúi Kvenfélags Keflavíkur málverk eftir Elínrósu Eyjólfsdóttur og verður hún hengd upp í kapellunni. Skurðstofur í D-álmunni Því var einnig fagnað í gær að lok- ið er endurbótum á mótttöku Heil- brigðisstofnunarinnar og bráða- og slysamóttöku. Við athöfn sem efnt var til af þessu tilefni skrifuðu Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Sigríður Snæbjörns- dóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunar, undir skjal með framtíðarsýn stofnunarinnar til árs- ins 2010. Er þetta stefna sem fram kemur í skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag stofnunarinnar sem skilaði tillögum sínum á síðasta ári. Meðal markmiða er að auka þjón- ustu HSS við Suðurnesjamenn svo að 80% legudaga þeirra á spítölum verði í heimahéraði en það hlutfall er nú aðeins helmingur. Fjárfrekasta framkvæmdin sem ráðast á í á tímabilinu er að innrétta þriðju hæð D-álmu spítalans fyrir skurðstofur og tólf rúma legudeild. Á móti verður plássið sem losnar þegar skurðstofurnar flytjast notað til að koma upp deild fyrir heilabil- aða aldraða einstaklinga. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra tók fram þegar hann hafði skrifað undir skjalið að fram- tíðarsýnin væri staðfest með fyr- irvara um fjárveitingar og heimildir til að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdirnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að undirbúningi og kvaðst vonast til að unnt yrði að gera eitthvað á næsta ári. Jón sagði í ávarpi sínu að aldraðir hefðu áfram forgang að leguplássi í D-álmu sjúkrahússins og að vilji væri til að efla heimaþjónustu við aldraða enn frekar. Hann sagði að til athugunar væri að breyta hluta af dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík í hjúkrunarrými. Loks gat hann þess að umsókn Reykjanesbæjar um heimild til að byggja hjúkr- unarheimili væri til jákvæðrar um- fjöllunar í ráðuneytinu. Jón sagði í samtali við blaðamann að umsóknin frá Reykjanesbæ væri nýlega komin og að í henni væri ekki tilgreindur fjöldi rýma. Þurfi að vinna málið áfram. Sagði ráðherra að for- ystumenn bæjarfélagsins hefðu nefnt að mögulegt væri að byggja heimilið í einkaframkvæmd eins og lög nú heimiluðu. Það yrði skoðað. Heilbrigðisráðherra staðfestir framtíðarsýn HSS Ný kapella vígð á sjúkrahúsinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vígsla: Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, blessar nýju kapelluna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra var við- staddur. Við hlið hans er Konráð Lúðvíksson lækningaforstjóri. FULLTRÚAR líknarfélaga af- hentu Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja (HSS) gjafir við athöfn sem fram fór í gær. Verðmæti gjafanna er talsvert á fjórðu milljón kr. Landssamtök hjartasjúklinga og félag hjartasjúklinga á Suð- urnesjum gáfu tæki til að fylgj- ast með starfsemi hjartans við áreynslu, hjartalínurit og tæki til að fylgjast með hjartslætti í sólarhring. Lionsklúbburinn Keilir, Lionsklúbbur Keflavíkur, Lions- klúbbur Njarðvíkur, Lions- klúbburinn Æsa og Lionessu- klúbbur Keflavíkur gáfu ómhníf til nota við skurðaðgerðir. Lionsklúbburinn Æsa og Lionessuklúbbur Keflavíkur gáfu blöðruómsjá. Eydís Eyjólfsdóttir gaf inn- rammað skjal frá árinu 1974 þar sem tilkynnt var að ömmu hennar, Elínrósu Benedikts- dóttur ljósmóður, hefði verið veitt fálkaorðan. Skjalið verður hengt upp á fæðingardeild spít- alans. Verðmætar gjafir afhentar Valt á Reykjanesbraut | Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir bílveltu á Reykjanesbraut við Strandarheiði rétt fyrir klukkan hálfsex í gær- morgun. Þrír voru í bifreiðinni. Einn slapp án meiðsla, að sögn lögreglu, en hinir kvörtuðu undan eymslum í baki og hálsi. Af þeim sökum var ákveðið að veita þeim aðhlynningu á sjúkrahúsi. Útaf á stolnum bíl | Bifreið var ek- ið út af Reykjanesbrautinni móts við Vogaveg laust fyrir klukkan sex að morgni annars í hvítasunnu. Þau fjögur sem í bifreiðinni voru sluppu án meiðsla og hlupu á brott en náð- ust. Þau voru færð á lögreglustöð grunuð um nytjastuld bifreiðarinnar og akstur undir áhrifum áfengis. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 16 til 28 ára. Bíllinn skemmdist eitthvað. Lögreglumenn höfðu afskipti af fjórum ökumönnum á Reykjanes- braut annan í hvítasunnu vegna hrað- aksturs. Sá er ók hraðast var á 146 km hraða.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.