Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 23 Sími 533 2660 www.hafsulan.is HAFSÚLAN Hvalaskoðun frá Reykjavík - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! með viðkomu í Lundey Brottför frá Ægisgarði alla daga kl. 9,13 og17 16 hótel allan hringinnSími: 444 4000 Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 Frábær tilboð fyrir 10 manns eða fl eiri www.esja. is Dugguvogi 8 Sími 567 6640 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Innanhúss- arkitektarnir Guðrún Mar- grét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa hannað borð- stofuborð sem tekur mið af litla borðstofu- stólnum eftir Svein Kjarval, sem nýlega gekk í end- urnýjun lífdaga og er nú framleiddur af danska húsgagna- framleiðandanum Hansen og Sørensen. Form borðsins og stólsins kallast á en húsgögnin standa einnig sjálfstæð. Borðið er úr massífri eik og var því stillt upp ásamt stólnum á norrænni húsgagnasýn- ingu sem haldin var í Bella Center í Kaup- mannahöfn 12.–16. maí sl. Oddgeir segir að borðið taki mið af stólnum en þau Guð- rún Margrét hafi einnig haft í huga að hönnun þess væri einföld og að það gæti staðið sjálfstætt. Tréð á myndinni er eftir Katrínu Pétursdóttur. Vegna mistaka birtist myndin ekki með grein um hönnun Oddgeirs og Guðrúnar Margrétar í gær. Formin kallast á Við leikskóla Húsavíkurbæjarer nú í undirbúningi verkefni,sem miðar að því að greina börnmeð frávik í hreyfiþroska svo að grípa megi inn í og bæta úr áður en börnin ná grunnskólaaldri. Þetta er liður í því sem kallast snemmtæk íhlutun í þroska ungra barna, en nú telja fræðimenn að hreyfiþroski barna á aldr- inum 0–5 ára sé und- irstaða alls annars þroska, er síðar kann að koma. „Við þekkjum t.d. öll kenningar um að börn, sem ekki skríða eðlilega, lendi í lestrarerfiðleikum síðar meir, krakkar með brenglað jafnvægisskyn eigi erfitt með samhæfingu augna og handa sem leitt geti af sér skriftar- og lestrarerf- iðleika og að krakkar með alls konar skyn- óreiðu eigi yfirhöfuð í erfiðleikum með að vinna úr skilaboðum umhverfisins,“ segir Erla Sigurðardóttir, fræðslufulltrúi Húsavík- urbæjar. Lóð á vogarskálar Áhugi húsvískra fagaðila var vakinn eftir kynni af Carolu Frank Aðalbjörnsson, sem er með doktorspróf í hreyfigreiningarfræði frá Auburn-háskóla í Alabama í Bandaríkjunum auk þess sem hún er með meistarapróf í íþróttafræðum fatlaðra. Rannsóknir hennar hafa aðallega beinst að mikilvægi hreyfiþjálf- unar og snemmtækri íhlutun í þroska ung- og leikskólabarna og er hún ein um sína mennt- un hérlendis, svo vitað sé. „Við teljum okkur vera mjög heppin hér á Húsavík með að hér starfar fagfólk, sem er opið fyrir þverfaglegri samvinnu og vill nýta krafta og menntun Carolu, yngstu kynslóð- inni til framdráttar, en hún metur heildarást- and út frá sérstökum forsendum,“ segir Erla, og bætir við að stefnt sé að því að verkefnið skríði af stað með haustinu, verði nægjanlegt fjármagn tryggt til að hleypa því af stokk- unum. Hugmyndin er að nota verkefnið sem lið í að innleiða markvissa hreyfiþjálfun fyrir öll börn þegar fram líða stundir, þó í upphafi njóti fráviksbörnin sérstakrar áherslu. „Menningarsjóður KEA varð fyrstur til að styrkja verkefnið og sömuleiðis hafa félags- mála- og heilbrigðisráðherrar lagt verkefn- inu til fé og góður styrkur fékkst úr Íþrótta- sjóði. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hyggst leggja fram vinnu iðjuþjálfa. En betur má ef duga skal,“ segir Erla. Félags- og skólaþjón- usta Þingeyinga er samstarfsaðili um verk- efnið, sem og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þá hefur Landlæknisembættið mælt sér- staklega með verkefninu. Ljóst er að um er að ræða samvinnuverkefni margra aðila. „Eftir frumkvöðlastarf okkar norðanmanna, vænt- um við að áhugi sé á því að innleiða verkefnið um land allt,“ segir Erla. „Ég trúi því að við munum leggja lóð á vogarskálar með inn- leiðingu svona verkefnis í leikskólana. Það er af sem áður var þegar börn voru úti alla daga, hjólandi, hlaupandi, skoppandi, kastandi og grípandi bolta. Nú á tímum verður vísan um mikilvægi hreyfingarinnar fyrir andlegan og fé- lagslegan þroska aldrei of oft kveðin, en svo virðist sem misþroskavandamál barna af ýmsu tagi tengist mjög kyrr- setuþjóðfélaginu sem við lifum í.“ Carola fluttist hingað til lands fyrir þremur árum ásamt íslenskum eig- inmanni, Steinari B. Aðalbjörnssyni, næringarfræðingi hjá Umhverf- isstofnun, en þau kynntust í námi vestra. Carola, sem er fædd í Sviss, bjó til fimm ára aldurs í Chile og í Sao Paolo í Brasilíu til 19 ára aldurs, starfar nú hjá Actavis. Hún gerir sér vonir um að geta hjálpað Hús- víkingum að tileinka sér aðferðirnar og von- andi fleirum síðar. „Gott er að ráðast að rót- um vandans í leikskólunum því hér á landi fara nánast öll börn í leikskóla,“ segir Carola í samtali við Daglegt líf, en hún hefur í vetur boðið upp á hreyfiþjálfunarnámskeið í Hreyfi- greiningu fyrir 10–24 mánaða gömul börn auk þess sem hún kennir tvö námskeið við Endurmenntunarstofnun HÍ, sem telja til ein- inga í hjúkrunarfræðinámi. Víða er vakning Aðferðir Carolu snúast um að greina börn með ónógan hreyfiþroska og finnist frávik þurfa þau sértæk úrræði, að hennar sögn, líkt og málhölt börn þurfa aðstoð talmeinafræð- inga. Í fjölmörgum löndum er mikil vakning fyrir því að koma á úrræðum til hjálpar börn- um sem dragast aftur úr í hreyfifærni svo að búa megi þau sem best undir komandi skóla- ár. „Líkt og annars staðar á Norðurlöndunum, var ég að gera mér vonir um að slík úrræði væri að finna á Íslandi, en komst fljótt að því að svo væri ekki. Sem betur fer fá íslensk börn, sem einhverra hluta vegna fæðast lík- amlega eða andlega fötluð, fyrsta flokks sér- fræðihjálp og þjónustu, en þessi hópur, sem snýr að mínu fagi og nær ekki að þroskast eins eðlilega og kostur væri einhverra hluta vegna, fær enga athygli, eins og málum er nú háttað hér á landi. Undir þennan hóp falla t.d. börn sem fæðst hafa sem fyrirburar, of þung eða hafa verið ættleidd hingað til lands og hafa búið við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina. Þetta eru börn sem ekki búa við meiri háttar fötlun, en geta svo sannarlega hagnast af auka átaki.“ Carola segir að fagfólk leikskólanna sé ef til vill best fallið til að greina og vinna með hreyfiþroskafrávik þar sem það, ásamt for- eldrum barnanna, þekki þau hvað best. Það þurfi hins vegar að kenna starfsfólkinu að til- einka sér fræðin og þar gagnist hennar kunn- átta.  LEIKSKÓLABÖRN Húsvíkingar hyggjast nýta sér starfskrafta dr. Carolu Frank Aðalbjörnsson, sér- fræðings í hreyfiþjálfun ungbarna, sem sagði Jó- hönnu Ingvarsdóttur að hreyfifærni fyrstu fimm æviárin gæti skipt sköpum í velferð ein- staklinga á lífsleiðinni. Carola Frank Aðalbjörnsson Morgunblaðið/Þorkell join@mbl.is Hreyfiþroski grunnur annars þroska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.