Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þá ætti nú þjóðarpúlsinn að fara að komast í rétt horf aftur.
Kvennalandsliðið mætir Frökkum í dag
Vilja fá 5000
manns á völlinn
Íslenska kvennalands-liðið í knattspyrnuverður í eldlínunni á
Laugardalsvellinum
klukkan 17 í dag þegar það
tekur á móti Frökkum í
undankeppni Evrópumóts
landsliða. Frakkar tróna á
toppi riðilsins með fullt hús
stiga eftir fimm leiki en Ís-
lendingar eru í öðru sæti
með 13 stig eftir sex leiki
og geta því með sigri skot-
ist í efsta sæti riðilsins.
Efsta þjóðin í riðlinum
kemst beint í úrslitakeppn-
ina en annað sætið gefur
þátttökurétt í umspili.
Íslensku valkyrjurnar
unnu frábæran 5:0 sigur á
Ungverjum um nýliðna
helgi og þar með fengu
þær gott veganesti fyrir
leikinn gegn Frökkum í
dag. Vonandi fær íslenska liðið öfl-
ugan stuðning og ekki veitir af því
Frakkar hafa á að skipa einu
besta liði heims um þessar mund-
ir.
Helena Ólafsdóttir landsliðs-
þjálfari er hvergi bangin fyrir
slaginn í dag og hún treystir læri-
meyjum sínum til að gefa sig 100%
í leikinn.
„Þessi leikur skiptir okkur
miklu máli og við ætlum svo sann-
arlega að selja okkur dýrt. Við
gerum okkur vel grein fyrir því að
Frakkar hafa á að skipa frábæru
liði og þeir verða alveg örugglega
mjög erfiðir andstæðingar. Ég hef
hins vegar svo mikla trú á mínu
liði. Stelpurnar hafa sýnt það í
gegnum tíðina að ef þær ætla sér
eitthvað þá einfaldlega fram-
kvæma þær það. Auðvitað þarf
allt að ganga upp ef okkur á að
takast að sigra. Það var á brattann
að sækja gegn Frökkunum ytra í
fyrra en mér finnst við hafa bætt
okkur talsvert frá þeim leik og
með heimavöllinn að vopni held ég
að við getum alveg staðið uppi í
hárinu á þeim frönsku. Við mæt-
um fullar sjálfstrausts í leikinn og
ætlum að nýta meðbyrinn og njóta
þess að spila loksins á heimavelli.“
Eins og staðan lítur út í riðlin-
um ætti annað sætið alla vega að
vera tryggt.
„Okkur vantar eitt stig til að
tryggja það og við ætlum tvímæla-
laust að ná því. Markmiðið frá
upphafi var sett á að verða ekki
neðar en í öðru sæti og nú þegar
sex stig eru eftir í pottinum viljum
við helst ná þeim. Umspilið gefur
okkur ekki neitt. Við gætum lent á
móti mjög sterkum andstæðing-
um líkt og gerðist síðast en tak-
markið er að taka skrefið fram á
við.“
Þið urðuð fyrir miklu áfalli í vet-
ur þegar Ásthildur Helgadóttir
heltist úr lestinni vegna hné-
meiðsla. Hafið þið jafnað ykkur á
því áfalli?
„Það var að vonum rosalegt
áfall að missa Ásthildi. Við þurft-
um að laga okkur að því og leggja
áherslur á fleiri þætti. Mér hefur
fundist að stelpurnar
hafi viljað sýna fram á
það að þær geti staðið
sig þó svo að besti leik-
maðurinn sé ekki til
staðar eins og þær orð-
uðu það sjálfar svo skemmtilega;
„Við erum eitt lið en ekki einn
maður.“ Margar af stelpunum
hafa stigið fram og tekið af skarið
og það var nákvæmlega það sem
við þurftum. Við söknum Ásthild-
ar auðvitað heilmikið úr liðinu en
hún hefur verið með okkur í kring-
um undirbúninginn og hennar
andi svífur með okkur áfram þó
svo að hún geti ekki spilað.“
Hverning finnst þér deildar-
keppnin hjá konunum hafa farið af
stað í sumar?
„Mér hefur fundist mótið fara
mjög skemmtilega af stað og ég
held að það verði þannig áfram.
Ég sá til að mynda lið Fjölnis sýna
góða takta gegn KR í fyrstu um-
ferðinni. Ég held að Fjölnir geti
strítt öllum liðum. ÍBV-liðið er
geysilega öflugt, með frábæra
framherja, og það er engin spurn-
ing að það verður í baráttunni um
titilinn. KR-ingar eiga eftir að
styrkjast þegar á líður og Valsliðið
mætir sterkt til leiks og hefur
burði til að verða í titlabaráttunni.
Kvennaknattspyrnan er á uppleið
og við eigum orðið mikið af ungum
stelpum sem eiga eftir að gera það
gott í framtíðinni. Ég er bjartsýn
fyrir hönd kvennaboltans á Ís-
landi.“
Þú hlýtur að vera ánægð með að
kvennalandsliðin hafa loks fengið
styrktaraðila, Íslandspóst?
„Þetta er frábært og maður trú-
ir því varla ennþá að kvennalands-
liðið sé komið með styrktaraðila.
Þetta er viðurkenning fyrir stelp-
urnar og fyrir þá hluti sem þær
hafa verið að gera. Fólk er farið að
taka eftir þessu en fyrir nokkrum
árum hefði verið mjög erfitt að
finna bakhjarl. Ég hef séð póst-
kortin frá Íslandspósti og þau eru
algjör snilld. “
Hvað vilt þú marga áhorfendur
á völlinn í dag?
„Mér skilst að metið
sé 3000 áhorfendur. Ég
vil fá 5000 manns til að
styðja við bakið á okkur
en alla vega að metið
verði slegið. Eins og stelpurnar
hafa verið að spila í þessari keppni
eiga þær skilinn öflugan stuðning
og við þurfum hann svo sannar-
lega.“
Leikur Íslands og Frakklands
hefst á Laugardalsvelli klukkan
17 í dag. 17 ára og eldri greiða
1.000 krónur en aðgangur er
ókeypis fyrir 16 ára og yngri og er
óhætt að hvetja fólk til að mæta.
Helena Ólafsdóttir
Helena Ólafsdóttir fæddist 12.
nóvember 1969. Hún er íþrótta-
kennari að mennt og útskrifaðist
frá Laugarvatni 1992. Hún starf-
ar sem íþróttakennari við Hóla-
brekkuskóla í Reykjavík. Helena
hóf að spila knattspyrnu með
meistaraflokki KR árið 1986 og
lék með því til 2000, utan eins
tímabils þegar hún spilaði með
ÍA. Frá KR lá leiðin til Vals þar
sem hún tók við þjálfun liðsins en
í fyrra lét Helena af störfum hjá
Val og tók við landsliðinu. Hún á
8 landsleiki að baki. Helena á
einn son, Ólaf Daða, sem verður
8 ára á mánudaginn.
Ætlum
að nýta
meðbyrinn
HJARTAVERND er í hópi 20 evr-
ópskra hjartasamtaka sem þátt
taka í rannsóknarverkefni sem
ætlað er að kanna markaðssetn-
ingu á matvælum til barna. Verk-
efnið mun standa yfir í 32 mánuði
og er styrkt af Evrópusamband-
inu.
Tilgangur verkefnisins er að
skoða áhrif auglýsinga og áróður
til barna um fæði sem er fituríkt,
mikið saltað og sætt og finna leiðir
til að Evrópuþjóðir geti sett sér
stefnu í þessum málum til að draga
megi úr offitu meðal barna. Verk-
efnið er einnig unnið í samvinnu
við Alþjóðlegu sykursýkissamtök-
in, Alþjóðlegu neytendasamtökin
(International consumer Food
Organization) og rannsóknarhóp á
vegum Bresku hjartasamtakanna.
Verkefninu var hrint úr vör með
undirbúningsfundi þátttakenda í
Dublin í apríllok. Forstöðulæknir
Hjartaverndar, Vilmundur Guðna-
son, sat fundinn fyrir hönd sam-
takanna. Á fundinum kom m.a.
fram að tíðni offitu hjá börnum
hefur verið að aukast í Evrópu frá
árinu 1980. Í frétt frá Hjartavernd
er haft eftir Paul Lincoln, for-
stöðumanni hjartasamtaka í Bret-
landi, að þarlendar rannsóknir sýni
að börn séu að þyngjast of mikið á
sama tíma og fjármagni í markaðs-
setningu og auglýsingum um ýmiss
konar mat til barna hafi sexfaldast
á sex ára tímabili frá 1992–1998.
Lincoln segir að í Bretlandi séu
matvælaauglýsingar í miklum
meirihluta í auglýsingum sem er
beint að börnum og sjónvarpið sé
aðalmiðillinn fyrir slíkar auglýs-
ingar. Niðurstaða hans er, sam-
kvæmt því sem fram kemur í frétt
á hjarta.is, að fimm flokkar auglýs-
inga séu yfirgnæfandi: auglýsingar
um gosdrykki, sykrað morgun-
korn, sælgæti, snakk og auglýs-
ingar frá skyndibitakeðjum. Þetta
auglýsta fæði sé í algjörri mótsögn
við matvæli sem mælt er með fyrir
þennan hóp.
Tíu ára börn með slagæðar
stórreykingamanna
Niðurstöður rannsókna frá Ástr-
alíu hafa sýnt að of feit börn allt
niður í 10 ára aldur hafi slagæðar
sem eru í svipuðu ásigkomulagi og
hjá stórreykingamönnum og eru í
mikilli hættu á að fá hjarta- og
æðasjúkdóma strax um miðjan ald-
ur.
Verkefninu er m.a. ætlað að
greina og bera saman matvæla-
markaði hjá þeim 20 löndum sem
taka þátt í því. Fyrsti undirbún-
ingsfundur þessa verkefnis fór
fram í Dublin nú í lok apríl.
Markaðssetning á mat-
vælum til barna könnuð
Hjartavernd
í hópi 20 sam-
taka sem hlutu
styrk ESB til
verkefnisins
UNNIÐ var hörðum höndum við að
planta káli á Hverabakka við Flúðir
þegar ljósmyndara Morgunblaðsins
bar að garði í síðustu viku.
Þorleifur Jóhannesson, bóndi á
Hverabakka, segir að útplöntun hafi
hafist af krafti í kringum 10. maí og
muni standa fram í júlíbyrjun.
Plantað á um 100 hektara
af landi í sveitinni
Þorleifur ræktar ýmsar kálteg-
undir og má þar m.a. nefna hvítkál,
spergilkál, blómkál, kínakál og sell-
erí. Mikið er ræktað af káli í kring-
um Flúðir og plantað er á um 100
hektara af landi í sveitinni. Þorleifur
segir í samtali við Morgunblaðið að
þessi góðu ræktunarskilyrði stafi af
veðursæld á Flúðum en Þorleifur
hefur stundað kálrækt í um 25 ár
ásamt því að vera með gróðurhús á
jörð sinni.
Káli plantað á Hverabakka
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson