Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 S k o ð i ð V i ð e y www . f e r j a . i s FYRSTA laxi sumarsins var landað við Brotið í Norðurá, rétt rúmum hálftíma eftir að veiði hófst í gær- morgun. Fiskinn, sem var um 13 punda þung og 89 cm löng hrygna, veiddi Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en stjórn félagsins hóf veiðarnar í ánni. Laxinum var sleppt aftur í ána. Byrjunin í gærmorgun var lífleg en Bjarni Ómar setti í fyrsta fiskinn tíu mínútum eftir að veiði hófst. Strikaði sá upp hylinn, stökk hátt fyrir viðstadda og var laus. Tók hann á Brotinu, rétt eins og hrygn- an sem landað var skömmu síðar. Voru þetta fyrstu fiskarnir sem veiðast á þeim veiðistað í á annað ár, en í fyrrasumar veiddist enginn lax á þessum fornfræga veiðistað. Báðir laxarnir tóku tommulanga túpu- flugu, „Maríu“, sem Kristján Guð- jónsson, fyrrverandi formaður SVFR, hnýtti og nefndi eftir Maríu Önnu Clausen, kaupkonu í Veiði- horninu. Ólafur Vigfússon, eig- inmaður hennar, gaf Bjarna Ómari fluguna fyrir opnunina. „Ég var búinn að hnýta rauða Frances á tauminn í gær, en skipti um á síðustu stundu,“ sagði formað- urinn og sá ekki eftir þeirri ákvörð- un. Hrygnunni sleppt til að hitta hæng Bjarni Ómar tók fast á hrygn- unni, sem var afar kraftmikil, en var landað eftir ellefu mínútna við- ureign. Eftir að hrygnan hafði verið mæld var henni sleppt í ána aftur, þar sem hún átti að „hitta vænan karl og fjölga stórlöxunum í Norð- urá,“ eins og veiðimaðurinn sagði eftir að fiskurinn var horfinn út í strauminn. Skilyrði til veiða voru ákjósanleg við Norðurá í gærmorgun, hlýtt og dumbungur. Rignt hafði um nóttina og var mikið vatn í ánni. Snemma í gærmorgun settu þrír aðrir veiði- menn í fisk í ánni. Tveir tóku við Eyrina og var öðrum þeirra landað, en sá var níu pund og kokgleypti Snældu. Einn fékkst á Stokkhyls- broti, tíu punda hrygna sem tók rauðan Frances. Á öðrum veiði- svæðum árinnar varð ekki vart við lax á vaktinni. Í Straumunum, ármótum Norður- ár og Hvítár, hófst veiði einnig í gær en þar er veitt á tvær stangir. Höfðu veiðimenn þar ekki orðið varir. Veiði í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal hófst á laugardaginn var, 29. maí. Í Mývatnssveitinni hefur verið mjög góð veiði. Um miðjan dag í gær var búið að skrá um 270 urriða, þar af voru nokkrir sjö punda fiskar og einn tíu punda. Sá fékkst á veiðistaðnum Veraldarofsa. Þessir stóru fiskar hafa veiðst víðar en endranær, en fiskurinn hefur ýmist veiðst á straumflugur, and- streymis og á þurrflugur. Fyrstu þrjá dagana í fyrra veidd- ust 156 urriðar í Laxárdal en nú eru þeir mun fleiri eða liðlega 190. Með- alvigtin er góð og veiðimenn hæst- ánægðir, rétt eins og uppfrá, í Mý- vatnssveitinni. Morgunblaðið/Golli Bjarni Ómar Ragnarsson tekst á við vænan lax, þann fyrsta sem tók á laxveiðitímabilinu, um tíu mínútum eftir að veiðin hófst. Laxinn stökk tignarlega og var síðan laus. Skömmu síðar setti Bjarni í annan lax og landaði. Lífleg byrjun í Norðurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Bjarni Ómar nýtur aðstoðar Gylfa Gauts Péturssonar við að mæla lengdina á fyrsta laxi vertíðarinnar, hrygnu sem reyndist 89 sm, eða um 13 pund. BÍL var ekið á ljósastaur á Reykja- nesbraut rétt við veitingastaðnum Ak-Inn um fimmleytið í gær, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Ekki urðu slys á fólki við atvikið, en bíllinn, sem ekið var á staurinn, er talsvert mikið skemmdur. Þá var ökumaður tekinn í bænum í gær, grunaður um ölvun við akstur. Jafnframt urðu sex umferðaróhöpp í bænum í gær og voru þau af ýmsum toga, sem er að sögn lögreglu nokk- uð mikill fjöldi. Enginn slasaðist við óhöppin. Ók á ljósa- staur BÍLVELTA varð við Heydalsaf- leggjara um tvöleytið í gær, að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi. Bíllinn tók eina veltu og endaði á hliðinni í skurði og þótti mildi að ökumaður bílsins, sem var einn á ferð, slasaðist ekki. Bíllinn er töluvert skemmdur eftir óhappið. Að sögn lögreglu hefur mikið verið um útafakstra á Snæ- fellsnesi og voru þeir sérlega áber- andi í fyrra. Oft sé um að ræða út- lendinga, sem aki útaf á malarvegum á þessum slóðum Bílvelta við Heydals- afleggjara ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.