Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 49 HVERNIG má það gerast að mál- verkafalsarar og þjófsnautar fá að leika lausum hala um árabil? Setja sig í spor meistaranna, leysa upp hluta gamalla verka, mála yfir þau, bletta og bæta eða mála ný og árita svo að lokum virt og söluvænt höfundarnafn á ósómann? Von að menn spyrji því íslenska þjóðin klórar sér í hnakkan- um yfir ótrúlegri sögu málverkafals- ins sem kennt er við Gallerí Borg. Fjölmiðlavíkingurinn Þorsteinn J. reynir að svara þessum spurningum í Án titils og gefur góða yfirsýn á ein fjárfrekustu og langsóttustu mála- ferli Íslandssögunnar. Tekst að varpa ljósi á þá þætti málsins sem glúrnum rannsóknarblaðamanni er fært að nálgast. Þorsteinn er ekki aðeins at- hugull og útsjónarsamur, handbragð- ið og tungutakið er mótað af listfengi sem skapar persónulegan og fag- mannlegan blæ. Aðrir kapítular glæpasögunnar eru jafn óskiljanlegir í þoku neðan- jarðarstarfsemi og blekkinga og áð- ur, ekki síst niðurstöður dómstólanna sem sýknuðu þá grunuðu fyrir skömmu. En það kemur fram, líkt og allir vita, að dómsorðið er vægast sagt um- deilt og von á flóði einkamála í kjölfar- ið. Eftir sem áður eru þrjótar búnir að gera slíka atlögu að íslenskri lista- sögu, listamönnum sem eigendum listaverka, listaverkasölum og al- menningsálitinu að sárindin og hneis- an mun naga samfélagið um ókomin ár. Þorsteinn lýsir glæpnum í hnot- skurn í sögu hans sjálfs af kaupum á smámynd eftir valinkunnan lista- mann sem hann gerði fyrir mörgum árum í góðri trú. Nú leika skuggar ef- ans um verkið, það veitir eiganda sín- um ekki lengur þá ánægju og ynd- isauka sem til var stofnað og hann í vafa um hvort það kemur til með að prýða heimili hans í framtíðinni. Meginuppspretta málverkafalsar- anna er Kaupmannahöfn og þar ber Þorsteinn upp á hjá fjölda málverka- sala, listamanna, kaupenda og fleir- um sem málinu tengjast. Tryggvi Ólafsson, listmálari og Kaupmanna- hafnarbúi, lengst af sínum ferli, bendir á þá staðreynd að borgin geti einfaldlega ekki verið ótæmandi náma áður óþekktra verka íslenskra listamanna. Slóð falsverkanna er vandlega falin, eigendasögur loðnar líkt og svör höfuðpauranna, sakborn- inganna í málinu. Falsanirnar blasa við ættingjum, fagmönnum og fagur- kerum og í mörgum tilfellum falla svikahrapparnir í þá gryfju að nota í falsanirnar gerviefni sem ekki voru til staðar á þeim tíma sem verkin áttu að vera unnin. Fjöldi manna vildi ekki ræða við Þorstein, og síst eigendur hugsan- lega falsaðra verka. Þeir skammast sín fyrir að hafa verið blekktir, fórn- arlömb óvopnaðra ránsmanna og æruþjófa. Þau „stofuprýði“ eru að líkindum mun fleiri en margan grun- ar. Akrýl á öldnum striga SJÓNVARP Sjónvarpið Íslensk heimildarmynd. Stjórn, handrit og klipping: Þorsteinn J. Kvikmyndataka: Þorvarður Björgúlfsson og Ingi R. Inga- son. Tónlist: Pétur Grétarsson. Grafík: Dagur Hilmarsson. Samsetning: Ólafur Ragnar Halldórsson. Hljóðsetning: Gunn- ar Árnason. Ráðgjöf: Ásgrímur Sverr- isson. 60 mínútur. Styrkt af Kvikmynda- miðstöð Íslands. Hafið bláa hafið ehf. 2004. RÚV. 2004 ÁN TITILS Sæbjörn Valdimarsson ÍBÚAR á norðurhveli jarðar eru svo lánsamir að fá notið norður- ljósanna, eins mesta og stórfeng- legasta sjónarspils sem náttúran býður upp á. Við Íslendingar erum sérstaklega vel staddir landfræði- lega til að njóta þessa magnaða fyrirbrigðis og höfum flestir upp- lifað það ólýsanlega ævintýri að virða fyrir okkur töfrana er þau sigla á eldingarhraða um gjörvallt himinhvolfið á heiðum himni stilltra vetrarkvölda. Nú hafa þeir Sigurður, Jóhann og Arnold fest á filmu þessa „him- nesku veislu“, eins og Knut Hams- un lýsir þeim svo fagurlega. Þeir, ásamt tónskáldinu og hljóðfæra- leikaranum Friðriki Karlssyni, hafa greinilega varið ómældum tíma í erfiðar næturmyndatökur hérlendis og víðar um norðurslóðir til að ná dýrleika þeirra í sem flestum myndum og margbreyti- legustum sjónarhornum. Þeir fanga hið mikilfenglega sjónarspil ljóss og orku af listfengi og með slíkum árangri að áhorfandinn sit- ur hugfanginn eftir og sálin fer á flug. Með fram erum við frædd um bæði vísindalegt eðli og magnaða sögu norðurljósanna í skáldskap, hjátrú, þjóðsögum og goðafræði í gegnum tíðina. Allt frá inúítum og víkingum norðursins til heimspek- inga Forn-Grikkja. Ólíkar þjóðir og ættbálkar hafa litið hið tign- arlega fyrirbrigði á jafnmargvís- legan hátt; sem fyrirboða ills og góðs, válegra atburða sem betri tíma. Fræg er sagan af þjóðskáldinu, hugsjóna- og kaupsýslumanninum, um hugmyndir hans að selja norð- urljósin. Ódrepandi hvort sem hún er sönn eða login, það skiptir ekki máli. Hins vegar á hún það sam- merkt með ýmsum framtíðarsýn- um snillingsins að vera svo miklu stærri og tilkomumeiri en samtíð hans og orðin að veruleika. Hin undirfagra heimildarmynd Norðurljósin er einstaklega vel til þess fallin að laða ferðamenn til landsins á daufum tímum vetrar- mánaðanna. Ekki síður á hún erindi til okkar heimamanna, minnir á fegurðina sem umlykur okkur á öllum tím- um, allstaðar. Á meðan norðurljósin leiftra… KVIKMYNDIR Háskólabíó – Kvikmyndahátíð Landverndar Íslensk heimildarmynd. Stjórn, fram- leiðsla, handrit og kvikmyndataka: Sigurður H. Stefnisson, Jóhann Ísberg og Arnold Björnsson. Tónlist: Friðrik Karlsson. 25 mínútur. Aurora Experience. Ísland. 2004. NORÐURLJÓSIN / AURORA BOREALIS ½ Sæbjörn Valdimarsson FÁTT annað virðist hafa komist að hjá Kananum en að fara í bíó yfir hvítasunnuhátíðina. Aldrei hafa fleiri farið í bíó yfir þessa „löngu helgi“ og tókst Skrekknum græna að standast stormhviðu frá stór- myndinni Ekki á morgun heldur hinn (The Day After Tomorrow) sem frumsýnd var fyrir helgina. Engin mynd hefur halað inn eins miklar tekur og Skrekkur gerði yf- ir þessa fjögurra daga helgi. Myndin tók inn 92,2 milljónir dala og bætti þar með met annarrar Jurassic Park-myndarinnar The Lost World frá 1992, sem var 90.2 milljónir dala. Skrekkur 2 er nú komin í 267,7 milljónir dala og á eftir að fara létt með að slá fyrri myndinni við, segja framleiðendur hjá Dream- Works. Þeir eru þó tregir til að spá hvar myndin endar, einkum vegna þess að enginn leggur í að spá hvaða áhrif Harry Potter-myndin þriðja muni hafa á aðsókn að öðr- um myndum, er hún verður frum- sýnd um næstu helgi. Þótt Ekki á morgun heldur hinn hafi ekki náð efsta sæti tekjulist- ans mikilvæga verður hún skráð á spjöld bandarísku bíósögunnar sem önnur besta hvítasunnu- frumsýningin á eftir The Lost World. Ekki nóg með það heldur hefur engin mynd, sem ekki er framhaldsmynd, farið betur af stað á heimsvísu. Samanlagt yfir þriggja daga frumsýningarhelgi, tók myndin inn 155 milljónir dala og sló þar með rækilega metið sem Van Helsing hafði sett fyrir þrem- ur vikum með 107 milljónir dala. Aðrar myndir sem frumsýndar voru yfir hvítasunnuna vestra liðu svolítið fyrir velgengni toppmynd- anna tveggja. Gamanmyndin Upp- eldi Helenu (Raising Helen) með Kate Hudson náði þó fjórða sætinu með 14 milljónir dala í aðsókn og hipp-hoppgrínmyndin Sálarflug (Soul Plane) með Snoop Dogg, gekk töluvert síður með 7 milljónir dala. Stórmyndirnar Troy og Van Helsing eru báðar komnir yfir 100 milljóna dala-markið og munu trú- lega báðar enda með um 130–140 milljónir dala vestanhafs. Troy hefur svínvirkað á heimsvísu og hefur tekið inn fyrir 200 milljón dala kostnaði og vel það. Hún stendur nú í 332 milljónum dala og mun trúlega enda í kringum 400 milljóna dala markið.                                                                                               ! " # $         % & '(&" )&" *&" +&" (& (& &* &* &* )+&" '(&" "&" *&" +&" + &( "&" + & )*&) *&% Kaninn lá í bíó yfir hvítasunnuhelgina Stormandi Skrekkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.