Morgunblaðið - 02.06.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 02.06.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 S k o ð i ð V i ð e y www . f e r j a . i s FYRSTA laxi sumarsins var landað við Brotið í Norðurá, rétt rúmum hálftíma eftir að veiði hófst í gær- morgun. Fiskinn, sem var um 13 punda þung og 89 cm löng hrygna, veiddi Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en stjórn félagsins hóf veiðarnar í ánni. Laxinum var sleppt aftur í ána. Byrjunin í gærmorgun var lífleg en Bjarni Ómar setti í fyrsta fiskinn tíu mínútum eftir að veiði hófst. Strikaði sá upp hylinn, stökk hátt fyrir viðstadda og var laus. Tók hann á Brotinu, rétt eins og hrygn- an sem landað var skömmu síðar. Voru þetta fyrstu fiskarnir sem veiðast á þeim veiðistað í á annað ár, en í fyrrasumar veiddist enginn lax á þessum fornfræga veiðistað. Báðir laxarnir tóku tommulanga túpu- flugu, „Maríu“, sem Kristján Guð- jónsson, fyrrverandi formaður SVFR, hnýtti og nefndi eftir Maríu Önnu Clausen, kaupkonu í Veiði- horninu. Ólafur Vigfússon, eig- inmaður hennar, gaf Bjarna Ómari fluguna fyrir opnunina. „Ég var búinn að hnýta rauða Frances á tauminn í gær, en skipti um á síðustu stundu,“ sagði formað- urinn og sá ekki eftir þeirri ákvörð- un. Hrygnunni sleppt til að hitta hæng Bjarni Ómar tók fast á hrygn- unni, sem var afar kraftmikil, en var landað eftir ellefu mínútna við- ureign. Eftir að hrygnan hafði verið mæld var henni sleppt í ána aftur, þar sem hún átti að „hitta vænan karl og fjölga stórlöxunum í Norð- urá,“ eins og veiðimaðurinn sagði eftir að fiskurinn var horfinn út í strauminn. Skilyrði til veiða voru ákjósanleg við Norðurá í gærmorgun, hlýtt og dumbungur. Rignt hafði um nóttina og var mikið vatn í ánni. Snemma í gærmorgun settu þrír aðrir veiði- menn í fisk í ánni. Tveir tóku við Eyrina og var öðrum þeirra landað, en sá var níu pund og kokgleypti Snældu. Einn fékkst á Stokkhyls- broti, tíu punda hrygna sem tók rauðan Frances. Á öðrum veiði- svæðum árinnar varð ekki vart við lax á vaktinni. Í Straumunum, ármótum Norður- ár og Hvítár, hófst veiði einnig í gær en þar er veitt á tvær stangir. Höfðu veiðimenn þar ekki orðið varir. Veiði í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal hófst á laugardaginn var, 29. maí. Í Mývatnssveitinni hefur verið mjög góð veiði. Um miðjan dag í gær var búið að skrá um 270 urriða, þar af voru nokkrir sjö punda fiskar og einn tíu punda. Sá fékkst á veiðistaðnum Veraldarofsa. Þessir stóru fiskar hafa veiðst víðar en endranær, en fiskurinn hefur ýmist veiðst á straumflugur, and- streymis og á þurrflugur. Fyrstu þrjá dagana í fyrra veidd- ust 156 urriðar í Laxárdal en nú eru þeir mun fleiri eða liðlega 190. Með- alvigtin er góð og veiðimenn hæst- ánægðir, rétt eins og uppfrá, í Mý- vatnssveitinni. Morgunblaðið/Golli Bjarni Ómar Ragnarsson tekst á við vænan lax, þann fyrsta sem tók á laxveiðitímabilinu, um tíu mínútum eftir að veiðin hófst. Laxinn stökk tignarlega og var síðan laus. Skömmu síðar setti Bjarni í annan lax og landaði. Lífleg byrjun í Norðurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Bjarni Ómar nýtur aðstoðar Gylfa Gauts Péturssonar við að mæla lengdina á fyrsta laxi vertíðarinnar, hrygnu sem reyndist 89 sm, eða um 13 pund. BÍL var ekið á ljósastaur á Reykja- nesbraut rétt við veitingastaðnum Ak-Inn um fimmleytið í gær, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Ekki urðu slys á fólki við atvikið, en bíllinn, sem ekið var á staurinn, er talsvert mikið skemmdur. Þá var ökumaður tekinn í bænum í gær, grunaður um ölvun við akstur. Jafnframt urðu sex umferðaróhöpp í bænum í gær og voru þau af ýmsum toga, sem er að sögn lögreglu nokk- uð mikill fjöldi. Enginn slasaðist við óhöppin. Ók á ljósa- staur BÍLVELTA varð við Heydalsaf- leggjara um tvöleytið í gær, að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi. Bíllinn tók eina veltu og endaði á hliðinni í skurði og þótti mildi að ökumaður bílsins, sem var einn á ferð, slasaðist ekki. Bíllinn er töluvert skemmdur eftir óhappið. Að sögn lögreglu hefur mikið verið um útafakstra á Snæ- fellsnesi og voru þeir sérlega áber- andi í fyrra. Oft sé um að ræða út- lendinga, sem aki útaf á malarvegum á þessum slóðum Bílvelta við Heydals- afleggjara ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.