Morgunblaðið - 02.06.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 02.06.2004, Síða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 24 62 1 0 5/ 20 04 Leiti› og flér munu› finna Smáaugl‡singar fiarftu a› selja? Viltu kaupa? Á smáaugl‡singavef mbl.is eru flúsundir augl‡singa me› öllu milli himins og jar›ar. Smáaugl‡singar eru fríar á smáaugl‡singavef mbl.is til 1. september n.k. Mývatnssveit | Aðalfundur At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga var haldinn í Hótel Reynihlíð á fimmtu- daginn. Að loknum fundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni „Ferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum“. Í upphafi málþingsins afhenti for- maður AÞ, Björn Ingimarsson, Hvatningarverðlaun AÞ 2004. Verð- launin hlutu að þessu sinni 2 fyr- irtæki í ferðaþjónustu í Mývatns- sveit: Baðfélag Mývatnssveitar „fyrir að halda á lofti ákveðnum aldagöml- um þætti í menningu og sögu Mý- vetninga og hrinda um leið í fram- kvæmd áhugaverðum afþreyingarmöguleika sem án efa á eftir að stuðla að eflingu ferðaþjón- ustu á svæðinu.“ Við verðlaunum tók Pétur Snæbjörnsson, stjórn- arformaður Sel Hótel á Skútustöðum „fyrir markvisst og árangursríkt starf við uppbyggingu ferðaþjónustu, nýj- ungar í afþreyingu og þjónustu og mikla hugmyndaauðgi og fram- kvæmdasemi“. Við verðlaunum tók Yngvi Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri. Á málþinginu voru fram- sögumenn þeir Gunnar Jóhann- esson frá AÞ og Jóhann Jónsson frá ferjunni Norrænu á Seyðisfirði. Í lok málþings var samþykkt ályktun: „Aðalfundur AÞ haldinn í Mý- vatnssveit 27. maí 2004 lýsir þung- um áhyggjum vegna lokunar Kís- iliðjunnar. Ljóst er að lokun verksmiðjunnar mun hafa mjög al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir byggð og atvinnulíf í Mývatns- sveit og raunar héraðinu öllu. Fundurinn leggur áherslu á mik- ilvægi þess að fjármögnun kís- ilduftverksmiðju, sem í undirbún- ingi hefur verið um nokkurt skeið, verði lokið hið fyrsta. Nái það verkefni ekki fram að ganga er ljóst að héraðið þarf að takast á við hrun í atvinnumálum. Gangi áætlanir um uppbyggingu verksmiðjunnar eftir er engu að síð- ur ljóst að veruleg röskun verður á atvinnumálum í héraðinu og nauð- synlegt að allir aðilar, til þess bær- ir, taki höndum saman um allar til- tækar mótvægisaðgerðir. Til að hrinda slíkum aðgerðum í fram- kvæmd hvetur fundurinn til þess að stjórn félagsins, í samstarfi við hlut- aðeigandi sveitarstjórnir, stétt- arfélög og Héraðsnefnd Þingeyinga, hafi forgöngu um gerð aðgerðaáætl- unar þar sem m.a. verði leitað at- beina stjórnvalda og annarra hlut- aðeigandi aðila.“ Málþing haldið um ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum Morgunblaðið/BFH Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2004 afhent. F.v. Björn Ingimarsson, Pétur Snæbjörnsson og Yngvi Ragnar Kristjánsson. Hvatningarverðlaun afhent Stykkishólmur | Kajakáhugamenn settu svip á bæjarlífið í Stykk- ishólmi um hvítasunnuhelgina. Í bænum var staddur fjöldi áhuga- manna um kajaksiglingar og tók þátt í kajakmóti sem þar var haldið. Mótið var það fyrsta af fjórum mótum sem gefa stig til Íslands- meistaratitilis í kajakróðri. Eins og fyrr segir var mjög góð þátttaka í mótinu og voru yfir 60 ræðarar og flestir þeirra komu með sína fjölskyldu. Það er talið að þetta sé fjölmennasta kajakmót sem haldið hefur verið hér á landi til þessa. Fjölbreytt dagskrá var í boði á mótinu. Keppt var í sprettróðri og veltu og fór keppnin fram í Stykk- ishólmshöfn. Þá var farið í 3–4 tíma kajakaróðra um Breiðafjarð- areyjar. Það er kajakleigan Sagan í Stykkishólmi í samvinnu við Ultima Thule sem stóð fyrir mótinu. Þorsteinn Sigurlaugsson sem rekur kajakleiguna Sagan var að vonum ánægður með hversu vel tókst til um helgina. Mikil veð- urblíða var í Hólminum alla helgina og hafði veðrið góð áhrif. Þorsteinn segir að áhugi fyrir kajaksiglingum fari vaxandi. Hann segir að Breiða- fjörður sé ákjósanlegur til að róa á kajak, umhverfið fjölbreytt, útsýni og sjólag áhugavert. Þetta er í þriðja skipti sem haldið er kaj- akmót í Stykkishólmi um hvíta- sunnu. Áður voru slík mót haldin í Vatnsfirði. Næstu samkomur kajakfólks verða Jónsmessuróður í Hvamms- vík og Siglingadagar á Ísafirði í júlí. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Örn Torfason Ísafirði, Haraldur Njálsson Hafnarfirði og Guðrún Ægisdótt- ir Hafnarfirði komin í gallana og tilbúin að leggja af stað. Fjölmennt kajakmót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.