Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 33
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 33 Hinir sönnu listamenn geraekki hlé á list sinni á millisýninga. Líf þeirra er list- in sjálf. Þeir eru „í hlutverki“ 24 tíma á sólarhring, sjö daga vik- unnar, allan ársins hring. Hlutverk þeirra er að skapa hughrif hjá fólki. List- in snýst um að leika á til- finningar annarra. Viðbrögð fólks eru hluti listarinnar og áhorfand- inn er listamaðurinn sjálfur. Hinn sanni listamaður hefur ekki áhyggjur af því hvort einhver skilur list hans. Hann er eini áhorfandinn og hann hlær einn. Hann spilar á hinar margslungnu órökstuddu kenndir mannskepn- unnar, eins og hræðsluna við nekt og kynlíf; ríkjandi siðalögmál sem erfitt er að rökstyðja með góðu móti. Hann ræðst á viðtekin við- horf í margbrotnu sjónarspili, þar sem mannorð hans sjálfs er lagt í rúst. Honum er sama, því hann er áhorfandinn og fólkið er hluti af listaverkinu.    Við Íslendingar höfum áttnokkra listamenn af þessu tagi, sanna listamenn, sem ánafnað hafa líf sitt listagyðjunni. Af ein- hverjum völdum hefur hátt hlutfall þeirra boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þar fer, auðvitað, fremstur meðal jafningja, Ástþór nokkur Magnússon. Uppátæki hans hafa vakið tilfinningar meðal þjóðarinnar. Það er nokkuð vel af sér vikið. Þjóðin hefur orðið reið, henni hefur verið misboðið, hún hefur hlegið og hana hefur gripið samúð. Listaverk Ástþórs er full- komið. Ástþór kærir sig auðvitað koll- óttan um álit almennings. Hann makar á sig tómatsósu í dómsal, á í æsispennandi bílaeltingaleik með Ólafi Ragnari Grímssyni, labbar borgina á enda með skilti og svo má áfram telja. „X-Ástþór er öruggasta leiðin sem þú getur tek- ið til að stuðla að friði í heim- inum,“ segir hann hikstalaust. Þannig notar hann listaverk sitt í leiðinni til að koma boðskap á framfæri. Ástþór vill koma á friði í heiminum, hvernig svo sem hann hugsar sér að koma því í kring.    Þannig er líka hin sanna list, aðblanda einlægninni við fárán- leikann, þannig að fólk viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Ef listamaður er bara fáránlegur hef- ur hann ekki trúverðugleika. Ef fólk skynjar einhvers konar sann- an þráð í listamanninum, ein- hverjar tilfinningar sem það getur átt sammerkt með honum, á það erfiðara með að afgreiða hann sem grínista. Hin sanna list er nefnilega ekki bara gamanmál, hún hefur boðskap, hvort sem við erum sammála honum eða ekki. ’Ástþór er leikari semákvað fyrir níu árum að nota framboð til forseta sem vettvang til að leika á tilfinningar fólks.‘AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Hin sanna list Á ÞRIÐJU tónleikum Skál- holtshátíðarinnar á laugardaginn kom fram nýbakaður kammerkór, Carmina að nafni, og var honum stjórnað af Árna Heimi Ingólfssyni. Reyndar voru engir nýgræðingar á ferðinni því nánast allir kórfélagar eru meðlimir í Schola cantorum. Á efnisskránni voru eingöngu verk eftir eitt fremsta tónskáld end- urreisnarinnar, Josquin Desprez, fyrst Ave Maria, þá Inviolata, Missa Pange lingua og loks Nymp- hes des bois. Óþarfi er að fjölyrða um tónlist Desprez, sem gerð voru ýtarleg skil í lærðri grein eftir Árna Heimi í Morgunblaðinu um helgina. Nægir að nefna að öll atriði tónleikanna, sem voru sungin án undirleiks, eru með fegurstu perlum tónbók- menntanna. Tónlist Desprez er afar erfið í flutningi; hún verður að vera sungin af gríð- arlegri ná- kvæmni og fág- un, styrkleika- brigði eiga að vera vel mótuð og hinar mörgu raddir sem vefj- ast hver um aðra þurfa ávallt að vera skýrar. Almennt stóðst söngur Carmina þessar kröfur, þótt vissu- lega hafi verið nokkuð um hnökra, sérstaklega hjá karlmönnunum. Innkomur voru stundum klaufaleg- ar og einstöku sinnum ekki alveg hreinar; tenórarnir voru líka heldur mjóróma í byrjun. Er á leið lagaðist þetta þó og undir miðbik efnis- skrárinnar, í Agnus dei-kaflanum, var söngurinn orðinn þéttur og fal- legur. Margt var hrífandi í meðförum kórsins og má ég til með að nefna samsöng Guðrúnar Eddu Gunn- arsdóttur og Elfu Margrétar Ingva- dóttur, en hann var einstaklega fal- legur. Fleira mætti tína til, en því miður er ekki pláss til þess hér. Árni Heimir sýndi að hann hafði næman skilning á viðfangsefni sínu; túlkun hans einkenndist af há- stemmdri yfirvegun sem var einkar viðeigandi. Ég saknaði þess samt að heyra ekki ríkulegri styrk- leikabrigði hér og þar; sumir kafl- arnir hefðu mátt vera betur byggð- ir upp til að skapa meiri andstæður, þar á meðal Credóþátturinn. Að öðru leyti var túlkunin sannfærandi og komst hin mikla mýkt er ein- kennir tónlistina vel til skila. Auðheyrt er að Carmina er efni- legur kór og Árni Heimir efnilegur stjórnandi; spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hástemmd yfirvegun TÓNLIST Skálholtskirkja Kammerkórinn Carmina undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar. Tónlist eftir Josquin Desprez. Laugardagur 26. júní. KÓRTÓNLEIKAR Jónas Sen Árni Heimir Ingólfsson FJÓRIR nemendur útskrifuðust úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar á þessu vori, þar af einn með einleikspróf í orgelleik, Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. Þrír nemendur útskrifuðust með kantorspróf, Ágúst Ármann Þorláksson, Dagný Björgvinsdóttir og Stefán Helgi Kristinsson. Í haust munu útskrifast með kant- orspróf þeir Jónas Þórir Þórisson og Torvald Gjerde. Þetta eru ákveðin tímamót í sögu skólans þar sem síðustu kantorarnir útskrifast nú samkvæmt eldri námskrá, og um leið útskrifast fyrsti nemand- inn, Arngerður María Árnadóttir, með 1. áfanga kirkjuorganistaprófs samkvæmt nýrri námskrá skólans. Auk þess luku þrír nemendur mið- prófi í orgelleik, þrír fyrsta áfanga í litúrgískum orgelleik og þrír luku prófi á fyrsta og öðru ári kórstjórn- arnáms. Sjö nemendur luku prófi í Gregorfræðum, fjórir í Reykjavík og þrír á Austurlandi, en próf var tekið á báðum stöðum. Einnig luku sjö nemendur prófi í kirkjutónlist- arsögu. Organistar útskrifaðir Fréttasíminn 904 1100 OPIÐ HÚS - Túnbrekka 2 - Kóp. Sölufulltrúi: Þorbjörn Pálsson gsm 898 1233, thorbjorn@fasteignakaup.is Sölufulltrúi: Sigríður Sigmundsdóttir gsm 848 6071 sigridur@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 • fax 515 0509 www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúar Sigríður 848 6071, Þorbjörn 898 1233. Frábær og ákaflega mikið endur- nýjuð 4ra-5 herb. 138 fm íbúð á 3ju hæð með suðursvölum ásamt 28 fm bílskúr í þessu vinsæla hverfi. Stór ræktaður garður með háum trjágróðri. Verð kr. 22,9 m. Opið hús þriðjudag frá kl. 18 til 20. ÚTSALAN HEFST Á MORGUN KL.10:00 LOKAÐ Í DAG laugavegi 91 s.562 0625 DKNY DKNY JEANS IKKS GERARD DAREL CUSTO VENT COUVERT PAUL & JOE NICOLE FARHI SELLER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.