Morgunblaðið - 06.07.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.07.2004, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk Lalli lánlausi ©LE LOMBARD GÓÐAN DAGINN GRETTIR BÍDDU! ÉG MAN EKKI EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA SETT SOKKANA Á HENDURNAR Á MER! Æ NEI! ÉG ER Í NÆRBUXUNUM YFIR GALLABUXURNAR! ÉG HELD AÐ ÉG HALDI MIG LANGT Í BURTU ÉG ER AÐ HUNSA ÞIG! ERTU AÐ HUNSA MIG? OG ÞÚ ÞURFTIR AÐ SEGJA MÉR FRÁ ÞVÍ! VIÐVANINGUR! FLJÓTUR KALLI, DRÍFÐU ÞIG... ÞJÁLFARI NEW YORK YANKIES ER VIÐ HURÐINA OG VILL FÁ RÁÐ FRÁ ÞÉR VARÐANDI HAFNABOLTA HA HA HA FYRSTI APRÍL!! ÞAÐ GÆTI ALVEG GERST FÍNT! VIÐ SKULUM BYRJA Á ÞVÍ AÐ LESA NÝTT LJÓÐ EFTIR FRANSKA LJÓÐSKÁLDIÐ JEAN DE LA FONTAINE SEM HEITIR “HRAFNINN OG REFURINN” EINU SINNI VAR HRAFN Á GREIN, SEM VAR MEÐ GOGG ÚR OSTI. REFURINN FANN GÓÐAN KEIM OG HÉLT ÞVÍ FYRIR HANN RÆÐU ROP!! GOTT, HANN NÁÐI AÐ ROPA! ÞETTA VAR NÚ GOTT HJÁ ÞÉR MÓBERG MINN! MJÖG G0TT! FÍNT! ÉG SKIL! ÉG SKRIFA ÞÁ BARA LJÓÐIÐ Á TÖFLUNA OG ÞIÐ ENDURSKRIFIÐ ÞAÐ... OG ÉG VIL EKKI HEYRA MÚKK FRÁ YKKUR Á MEÐAN! ÁÁÁ!! EN HVAÐ HANN ER DUGLEGUR. HANN GETUR STAÐIÐ ALVEG SJÁLFUR ÞÚ! ÞÚ! HEYRÐU! MÓBERG HEFUR ALVEG RÉTT Á ÞVÍ AÐ TEYGJA SIG EF HANN VILL. ÞÚ ERT ALLTAF AÐ ERGJA ÞIG Á EINHVERJUM SMÁMUNUM EKKI SNERTA ÞETTA DÚLLAN MÍN ÞÚ MÁTT EKKI SKEMMA KRÍTARNAR HANS LÚÐVÍKS. VONDUR STRÁKUR! NÚNA SKULUM VIÐ TAKA UPP MÁLFRÆÐINA OG BYRJA Á DÆMUM 13- 4659! OG ÉG VIL HAFA HLJÓÐ Á MEÐAN!! framhald ... Dagbók Í dag er þriðjudagur 6. júlí, 188. dagur ársins 2004 Eitt af olíufélögumlandsins gengst í sumar fyrir leik fyrir börn, þar sem þau fá í hendur vegabréf sem stimplað er í þegar verslað er við stöðvar félagsins. Þau safna þessum stimplum og fá glaðning þegar vegabréfið er full- stimplað og eiga auk- inheldur möguleika á því að hreppa veglega vinninga síðar. Tvö af börnum Vík- verja, átta og tíu ára gömul, taka þátt í þessum leik af miklum metnaði og safna stimplum í hvert sinn sem keypt er bensín eða annar varn- ingur. Allt gekk þetta að óskum þar til fyrir nokkrum dögum. Eiginkona Víkverja var þá að kaupa eldsneyti á einni bensínstöðinni. Börnin hlupu vitaskuld sem fætur toguðu inn til að fá stimpilinn sinn. Glöð í bragði. Annað upplit var þó á þeim er þau sneru aftur. Öðru var brugðið og hitt grátandi. Hvað hafði gerst? Jú, starfs- maður bensínstöðvarinnar hafði að- eins stimplað í vegabréf annars barnsins. Harðneitaði að stimpla í hitt, þar sem aðeins væri til siðs að gefa einn stimpil hverju sinni. Hvurs- lags eiginlega er þetta? Óteljandi ferðir hefur Víkverji farið með börnin á þessar stöðvar og aldrei hef- ur neinn talið það eftir sér að stimpla í bæði vegabréfin. Enda systkini á ferð. Eiginkonu Víkverja mislíkaði þetta og vatt sér inn til viðræðna við afgreiðslumann- inn, eldri mann, sem bar snúðugur við ofangreindum rökum. Eiginkonan gaf sig hins vegar ekki og neitaði að fara út fyrr en búið væri að gefa báðum börnunum stimpil. Á endanum gaf af- greiðslumaðurinn sig og stimplaði í hitt vegabréfið með semingi og lét skýrt í ljós að gjörningurinn væri þvert gegn sínum vilja. Aumingja börnunum var verulega brugðið eftir þessa upplifun og tala um þetta við alla sem heyra vilja. Víkverji tekur fram að hér er um einsdæmi að ræða. Í heildina eru af- greiðslumenn félagsins elskulegir. En það er ekki ofsögum sagt að sumir séu á rangri hillu í lífinu. Af- greiðslustörf henta ekki öllum. Víkverji skrifar...         Söngleikur | Þeir sem setja vilja upp alvöru sumarsöngleik þurfa sannarlega í mörg horn að líta. Nýbakaður Grímuverðlaunahafi, Björn Thors, lætur sér ekki nægja að framleiða sýninguna heldur valdi Rúnar Freyr Gíslason leik- stjóri hann til að fara með eitt af helstu hlutverkum í sýningunni. Það er því nóg að gera hjá Birni. Á föstudaginn kom framkvæmdastjórinn t.a.m. að framkvæmdum í Austurbæ þegar gömul og verðmæt Bjalla – sjaldgæft hálfrar aldar gamalt eintak í sinni upprunalegu mynd – var hífð með krana upp á skýlið á gamla góða Austurbæ, þar sem hún mun standa í kynning- arskyni fyrir söngleikinn meðan á sýningum stendur en þessi sívinsæli söng- leikur verður frumsýndur með tilþrifum næsta föstudag. Morgunblaðið/ÞÖK Hárið rís í Austurbæ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jh. 12, 46).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.