Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKIPAN í stöðu rektors Landbún- aðarháskóla Íslands hefur verið gagnrýnd að undanförnu. Af 14 um- sækjendum um stöðuna nýttu sex umsækjendur sér rétt stjórnsýslu- laga til að óska eftir rökstuðningi landbúnaðarráðherra fyrir skipun dr. Ágústs Sigurðssonar í stöðu rekt- ors Landbúnaðarháskólans til næstu fimm ára. Svarbréf ráðherra var sent umsækjendunum síðdegis í gær. Morgunblaðið ræddi í gær við tvo umsækjendur úr röðum þeirra sem óskuðu eftir rökstuðningi ráðherra, þær Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessor við háskólann í Bristol í Englandi, og Ingibjörgu S. Jónsdótt- ur, prófessor við háskólasetrið á Svalbarða, en þær höfðu þá ekki fengið rökstuðning ráðherra í hend- ur. Hélt að vinnubrögðin væru fagmannlegri Kristín Vala gagnrýnir vinnu- brögðin við stöðuveitinguna og seg- ist í samtali við Morgunblaðið hafa orðið mjög undrandi á hvernig að henni var staðið. „Þar sem ég hef ekki starfað á Íslandi frá því ég fór í nám erlendis vissi ég ekki hvernig að þessu er staðið á Íslandi en ég hélt þó að vinnubrögðin væru fagmann- legri. Ég vissi ekki að Ísland væri svona langt á eftir, eða a.m.k. land- búnaðarráðuneytið.“ Kristín Vala segir undarlegast við þessi vinnubrögð að ekki hafi verið beðið um nein meðmæli. Hún furðar sig einnig á því að ekki hafi verið skipuð sérstök matsnefnd til að fara yfir allar umsóknir og ræða við um- sækjendur eins og tíðkist í öðrum löndum, m.a. í Bretlandi, þegar um þýðingarmiklar stöður við háskóla er að ræða. Hún segist hafa setið í nefndum sem annast ráðningar í prófessorsstöður á Norðurlöndun- um, Þýskalandi og Bandaríkjunum, og því kynnst hvernig staðið er að mati á umsóknum í þessum löndum. Settar væru á stofn matsnefndir til að meta hæfi allra umsækjenda og það væri raunar líka gert við HÍ. Við skipun rektors Landbúnaðarháskóla Íslands hafi hins vegar verið ákveðið að fela háskólaráði skólans að meta alla umsækjendur. Ekki hafi verið sett á laggirnar sérstök nefnd til að eiga viðtöl við umsækjendur heldur ræddu umsækjendur við starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins. Enginn einn aðili hafi því átt samtöl við alla umsækjendurna og haft yfirsýn yfir allan hópinn, að sögn hennar. Segist hún hafa farið í tvö viðtöl vegna umsóknar sinnar, talað við ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins og í seinna viðtalinu við formann há- skólaráðsins, sem væri lögfræðingur utan úr bæ sem hefði ekki þekkingu á rekstri háskóla. Kristín Vala hefur starfað við há- skólann í Bristol í 15 ár, þar af sem prófessor sl. 3 ár. Hún bendir á að við háskólann í Bristol sé sett á fót 15–20 manna nefnd sem ræði við um- sækjendur um stöður af þessu tagi. „Talað er við alla á sama degi, allir eru spurðir sömu spurninga og þess er alltaf gætt að konur eigi sæti í nefndunum.“ Kristín Vala segist ætla að bíða eftir rökstuðningi ráð- herra áður en hún ákveður hvort hún fer lengra með málið en segir bæði koma til greina að kæra til jafnrétt- isráðs og umboðsmanns Alþingis. „Eftir að hafa starfað við háskóla erlendis í meira en 20 ár tel ég mig geta metið umsækjendur út frá aka- demískri hlið og tel að konurnar [í hópi umsækjenda] hafi verið sterk- astar. Þess vegna er þetta líka jafn- réttismál, ekki bara stjórnsýslumál,“ segir hún. Mikils virði að fá fólk með reynslu af háskólastarfi Ingibjörg S. Jónsdóttir lauk dokt- orsprófi árið 1989 og hefur síðan starfað innan háskóla, m.a. leitt rannsóknarhópa og starfað við há- skólana í Lundi og Gautaborg og síð- ustu fjögur árin verið prófessor við háskólasetrið að Svalbarða. Hún vill lítið um málið segja fyrr en hún hefur séð skýringar landbún- aðarráðherra á stöðuveitingunni, en segist vera ósátt við hvernig að henni var staðið og talið verulega ástæðu til að fá skýringar ráðuneytisins. Hún segist hafa verið erlendis og eingöngu átt stutt símaviðtal vegna umsóknarinnar. Yfirlýsingar hafi verið gefnar um að það stæði til þess mikill metnaður að byggja upp góð- an landbúnaðarháskóla. Því hefði hún talið að það þætti mikils virði að fá fólk með reynslu af háskólastarfi, sem hefði komið að öllum stigum há- skólastarfs bæði við kennslu og leið- beiningu nemenda í meistara- og doktorsnámi, sem hefði reynslu af stjórnunarstörfum við háskóla og hvernig staðið væri að öflun peninga til rannsóknarverkefna. „Þessa reynslu hef ég og fleiri í þessum hópi umsækjenda. Ég veit ekkert um þennan mann sem var skipaður og vil því ekki dæma um hvort hann býr yfir þessari reynslu áður en ég fæ skýringarnar í hendur.“ Sex umsækjendur óskuðu eftir rökstuðningi vegna skipunar rektors Gagnrýna vinnubrögð við mat á umsækjendum Morgunblaðið/Þorkell Landbúnaðarháskóli Íslands verður til með sameiningu Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hinn 1. janúar næstkomandi. GÖMUL fjárhús við bæinn Ög- mundarstaði í Skagafirði eyði- lögðust í eldi sem kviknaði í fyrrakvöld. Eldsupptök eru óljós en ekki var rafmagn í húsunum, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki. Tilkynning um eldinn barst á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Brunavarnir Skagafjarðar voru strax kallaðar að bænum og í samtali við Fréttavef Morg- unblaðsins sagði Óskar Stefán Óskarsson slökkviliðsstjóri að fjárhúsið hefði verið alelda þegar að var komið. Hann sagði að eldurinn hefði verið slökktur með því að rífa þakið af húsinu en torfþak hefði verið á því og erfitt væri að slökkva í torfi. „Við fengum út- kall um hálftólf í gærkvöldi og vorum komnir heim aftur fyrir fjögur,“ sagði Óskar, spurður um hvernig slökkvistarf hefði gengið. Engin hætta stafaði að öðrum byggingum vegna brunans. Gömul fjárhús eyðilögðust í eldi LÍÐAN skipverjans af rússneska herskipinu Admiral Chabanenko sem sóttur var á haf út í fyrradag er góð. Hann fékk högg á búk og gekkst undir aðgerð á spítalanum og gekk hún að óskum, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Líðan rússneska skipverjans góð GRÍMSÁ er skriðin yfir þúsund laxa og Egill Kristjánsson, stað- arhaldari á Fossási, veiðihúsi árinn- ar, sagðist búast við lokatölu nærri 1.200, sem er áþekkt og í fyrra og hitteðfyrra. „Þetta er ekkert sérstakt, en samt allt í lagi. Áin getur þó miklu betur. Það er talsvert af laxi í ánni, en hefur tekið illa,“ sagði Egill. Fullt af birtingi Eftir 20. september fer í hönd sjóbirtingsveiðitími í Grímsá þar sem veiðisvæðið nær frá brú við Fossatún og niður undir Skugga, vatnamót árinnar við Hvítá. „Þetta er líflegt svæði og það hefur verið mikill birtingur í ánni í sumar. Það er því von á góðu. Það hafa ýmsir verið að nýta sér þetta svæði bæði sl. vor og haust og menn hafa verið að fá upp í 15 til 20 fiska, allt að 7 punda,“ bætti Egill við. Metið í Hrútu fallið … Metið sem var í hættu í Hrúta- fjarðará á dögunum er fallið. Í gær voru þar komnir 560 laxar á land að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka, en mest hafa veiðst þar 540 laxar. Veitt er til 20. september og mun því enn bætast við. Þröstur segir þessa veiði þeim mun glæsilegri, að er fyrra met var sett var veitt með blönduðu agni við góð skilyrði, en nú aðeins á flugu í afgerandi vatns- leysi stóran hluta veiðitímans. Grímsá gæti verið betri Júlíus Guðmundsson sleppir 100 cm u.þ.b. 20 punda hæng sem hann veiddi á Skerflúðum í Laxá í Aðaldal á dögunum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÍBÚAR í miðborg Reykjavíkur og vesturbæ norðan Hringbrautar hafa margir að undanförnu þurft að leggja lykkju á leið sína vegna framkvæmda við Suðurgötu og Túngötu, neðan Garðastrætis, en göturnar hafa verið lokaðar mest- an part sumars og í haust vegna framkvæmda. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra má reikna með að umferð verði hleypt á göturnar fyrir lok þessa mánaðar en áfram verði þó unnið í þeim við lokafrágang. Óvíst er hins vegar hvenær um- ferð verður hleypt um Aðalstræti að nýju en til stendur að opna hót- el við götuna í apríl á næsta ári. Að sögn Sigurðar var upp- haflega ráðgert að hleypa umferð að nýju um Túngötu og Suðurgötu 15. september en verkið er 1–2 vikum á eftir áætlun. Meðal ann- ars hafi fornminjar í Suðurgötu tafið verkið meira en gert var ráð fyrir. Ráðgert að opna fyrir bílaumferð fyrir mánaðamót GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að eðlilega hafi verið staðið að skipun í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. „Mér finnst það vera réttur þeirra sem sækja um svona starf að fá upplýsingar um hvernig að málinu var staðið og hvers vegna umræddur maður var ráðinn,“ segir Guðni. „Þetta var vandsamt val. Við erum að ráða rektor fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands, at- vinnuvegaháskóla sem verður til með samein- ingu þriggja stofnana, Landbúnaðarháskólans, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garð- yrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Ég gerði mér grein fyrir að þetta væri mjög erfitt val. Mjög hæfir einstaklingar sóttu um starfið, karlar og konur, og hér fór fram mjög eðlilegt ferli,“ segir hann. „Háskólaráðið fjallaði um alla umsækjendur og mat þá hæfa. Hér settust menn fyrir mína hönd, ráðuneytisstjórinn, aðstoðarmaður minn og menn í háskólaráðinu og áttu viðtöl við alla umsækjendur og oftar en einu sinni við suma. Farið var yfir menntun þeirra, störf og framtíðarsýn þeirra fyrir þessa stofnun og ís- lenska landbúnaðinn.“ „Þegar upp var staðið stóð ég frammi fyrir því að velja einn mann fram yfir hina 13 og mín nið- urstaða varð sú að velja Ágúst Sigurðsson. Hann stenst allar kröfur sem settar voru,“ segir Guðni. „Hann hefur víðtæka þekkingu á sviði landbún- aðar. Hann lauk doktorsprófi í búfjárerfðafræði frá sænska landbúnaðarháskólanum 1996 og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi ár- angur í doktorsnámi frá Konunglegu sænsku akademíunni. Frá 1996 hefur hann starfað sem ráðunautur í erfða- og kynbótafræði hjá Bænda- samtökum Íslands og sem landsráðunautur í hrossarækt frá ársbyrjun 1999,“ segir ráðherra. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við ráðn- ingu hans og finn að menn treysta honum mjög vel til að takast á við þetta erfiða verkefni,“ bæt- ir hann við. Eðlilega staðið að umfjöllun um umsóknirnar Guðni Ágústsson LESTUR á Lesbók Morgunblaðsins hefur stóraukist síðustu mánuðina hjá unglingum, ungu og miðaldra fólki á sama tíma og hann hefur haldist mik- ill í elstu aldursflokkunum, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar fjölmiðla- könnunar Gallup. Þannig kemur fram að lestur á Lesbók í aldursflokknum 12–19 ára meira en tvöfaldast og vex úr 24,9% af lesendum laugardagsblaðs í mars síð- astliðnum í 57,3% í ágúst í sumar. Lestur í aldursflokknum 30–39 ára tvöfaldast einnig þegar hann er skoð- aður í heild og vex úr 20,8% í aldurs- flokknum 30–34 ára og 45% í aldurs- flokknum 35–39 ára í mars í vor í 62,6% í aldursflokknum 30–39 ára í ágúst, en þar eru þessir aldursflokkar teknir saman. Það er einnig veruleg aukning í aldursflokknum 40–49 ára, en lestur þar vex úr 45% af lesendum laugardagsblaðs í mars í 69% í ágúst. Lestur í aldursflokknum 50–59 ára í ágúst er 70% og 86% hjá þeim sem eru sextugir og eldri. Þá kemur fram að það er einkum á höfuðborgarsvæðinu sem lestur á Lesbókinni hefur aukist. Þegar horft er til starfsstétta kemur fram að hlut- fallslega mest aukning í lestri er hjá nemum, en lestur þeirra jókst úr 33,5% í mars í 73,3% í síðasta mánuði. Lestur á Lesbók hefur stóraukist                      01 2 2 3 3    $1 *--.               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.