Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Víðir Friðgeirsson er allur. Þessi mikli atorkumaður með óbil- andi lífsþróttinn og lífsgleðina. Ég átti því láni að fagna að vera með honum til sjós að sumri til á sjöunda og áttunda áratug aldarinn- ar sem leið. Fyrst á mótorbátnum með fallega nafnið, Haddur hét hann, síðar af og til á trillu í sum- arleyfum. Róið var frá Stöðvarfirði og það er skemmst frá að segja að þessir túrar með Víði úti fyrir Aust- fjörðum voru ein samfelld skemmt- un. Fyrir rastarhælinn, yfir straum- böndin, út á slóðina, leddan látin flakka. Út af Lárungunum, við Bót- ólf eða úti í Brún, lykilatriði að vera vel staðsettur við upptökuna á fall- inu. Mjúkt, gljáandi yfirborð sjávar- ins, vogskorin ströndin hulin móðu í fjarska, fjallstindarnir tárhreinir upp í blámann. Hjartað og höndin bundin þessum titrandi streng sem lá niður í djúpið. Myndi sá guli gefa sig? Á leiðinni í land, formaðurinn samgróinn þóftunni bakvið stýris- húsið með taumana í hendinni, nota- legt malið í vélinni, saltkenndur ilm- urinn úr golunni, fullt rúmið af fiski. Ég var heppinn með formann. Því satt best að segja hef ég heyrt mis- jafnar sögur af skaplyndi skipstjóra og viðmóti við háseta úti á rúmsjó. Breyttust þar ýmsir dagfarsprúðir menn í harðstjóra og hálfgerða hrotta, enda harkan sex af sumum talin best til þess fallin að gera menn úr mömmustrákum. Hvað sem því líður ávítaði Víðir mig aldrei eða mælti til mín styggð- arorð á sjónum. Var ég þó óvanur öllum verkum til sjós, klaufskur og seinn eins og nærri má geta, þótt SVEINN VÍÐIR FRIÐGEIRSSON ✝ Sveinn VíðirFriðgeirsson skipstjóri fæddist í Háteigi við Stöðvar- fjörð 13. júlí 1932. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi 6. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 14. septem- ber. áhuginn á að fanga þann gula væri ómæld- ur. Við mig var hann ekkert nema ljúf- mennskan á hverju sem gekk. Víðir var gæddur þeim eigin- leika að hafa létta lund. Hann var skap- góður, bjartsýnn og glaðlyndur og komu allir þessir dýrmætu eðliskostir hans fram á sjónum. Gerði hann óspart að gamni sínu yfir dauða tímann, því ekki var hann alltaf handóður á færunum sumrin þau, var óþreytandi að ræða landsins gagn og nauðsynjar, hafði lifandi áhuga á þjóðlífinu og ekki síst kynlegum kvistum í hópi sam- ferðamanna. Þótt Víðir væri kappsfullur í betra lagi og þætti afleitt að koma að landi með hálftóman bát lét hann aldrei vonbrigði sín með fiskiríið bitna á óhörðnuðum hásetanum. Þegar litið er til baka þykir þeim sem þessar línur ritar mannsbragð að og mun ekki öllum gefið. Hins er þó vert að geta að það þótti Víði Friðgeirssyni vel lukkuð veiðiferð ef nestið kom óhreyft til baka eftir heilan dag á sjónum. Þá var nefni- lega líf í tuskunum. Og það var það sem allt snerist um hjá Víði, hvort heldur var á sjó eða landi. Að líf væri í tuskunum. Einu gilti hvar eða hvenær maður hitti á hann. Alltaf skyldi hann vera með eitthvað nýtt á prjónunum, kaupa hús, skip og báta, leita á ný mið, gera út frá nýjum verstöðvum, prófa nýjar veiðiaðferðir, ferðast til æ fleiri landa, kynnast nýju fólki við leik og störf. Og alltaf var hann jafnupptendraður yfir því sem til stóð. Kunningsskapur okkar Víðis stóð um langa hríð. Hann kvæntur fóst- ursystur minni og sterk fjölskyldu- böndin. Ég bjó á heimili þeirra Nönnu sumarið sem ég var háseti á Haddi. Þar var gott að vera, alltaf farið vel á með okkur systkinunum og þau hjón samhent. Ógleymanlegar eru nýbakaðar pönnukökur með þeyttum rjóma og rabarbarasultu og brúnkakan góða handa þreyttum liðléttingi með blöðrur í lófum. Síðar áttum við Víðir eftir að fara saman í margan góðan veiðitúrinn á landi og mér er nær að halda að skipstjórinn hafi ánetjast stangveiðinni í Hölknártúrnum með okkur Stefáni Einarssyni forðum daga. Fram að því hafði hann hent gaman að og talið heldur ómerkilegt föndur. Kæri vinur og frændi! Þá er ekki annað eftir en að þakka þér ýsuna góðu sem þú settir spriklandi í pott norður við Langanes fyrir hartnær fjörutíu árum. Sauðst upp úr sjó og barst mér með kartöflum og smjöri. Og þótt ég hafi oft fengið ætan bita hjá mætum húsmæðrum sem að mér standa hefur þó enn ekkert slegið hana út. Elsku Nanna. Guð veri með þér, börnum ykkar Víðis og barnabörn- um. Eysteinn Björnsson. Víðir var Austfirðingur í bestu merkingu þess orðs. Sá landshluti mótaði hann með menningu sinni og náttúru. Sjómennska varð snar þáttur í lífi Víðis. Þegar hann hafði bundið bát sinn flutti hann með hinni kæru fjölskyldu sinni búferl- um og settist að á Suðurnesjum. Svo sem algengt er meðal góðra manna leið ekki á löngu þar til Víðir hafði haslað sér völl í nýju umhverfi. Fyrr en varði lét hann til sín taka á flestum sviðum mannlífsins hér syðra. Skapaði sér atvinnu, tengda sjónum, hellti sér í félagsstörf og á skömmum tíma var Víðir orðinn hrókur alls fagnaðar á nýjum slóð- um. Mannkostir slíkra einstaklinga eru nefnilega hvergi bundnir við stað eða stund – þeir njóta sín alls staðar og alltaf og prýða umhverfi sitt. Víðir varð okkur framsóknar- mönnum á Suðurnesjum sannur hvalreki. Eldmóður hans og bar- áttuandi blés lífi í starf okkar. Verð- ur það seint þakkað nógsamlega. Nú hefur Víðir enn lagt fleyi sínu og horfið á ný mið. Örugglega er hann þegar farinn að láta til sín taka þar. Nýtt samferðafólk mun fagna komu þessa kraftmikla ein- staklings. Áræði hans og kraftur mun prýða hinar nýju lendur og margir njóta hjartahlýju hans og hins mikla skopskyns. Við horfum með söknuði á eftir Víði, vini okkar – hugsjónamanninum skemmtilega. Minning hans mun ávallt vekja okk- ur áræði en líka gleði því það var aðal öðlingsins Víðis Friðgeirssonar. Um leið og við biðjum Víði bless- unar vottum við fjölskyldu hans allri dýpstu hluttekningu. Hjálmar Árnason. ✝ Guðni FrímannIngimundarson fæddist á Reykjavöll- um í Biskupstungum Árnessýslu 1. apríl 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 10. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ingi- mundur Ingimundar- son, f. 10. sept. 1889, d. 17. mars 1928, og Vilborg Guðnadóttir, f. 11. feb. 1891, d. 14. jan. 1970. Fósturfaðir hans var Jakob Er- lendsson frá Breiðabólstað á f. 16. feb. 1917. Börn þeirra eru Sig- rún María, f. 16. okt. 1946, Sesselja Inga, f. 28. feb. 1948, maki Markús Þorvaldsson, þau eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og eitt barna- barnabarn. Ingimundur Vilberg, f. 2. feb. 1951, dó af slysförum 15. jan. 1973, Sigurður, f. 22. jan. 1953, maki María Lilja Indalos Alfante. Þau eiga fjögur börn. Sverrir Ómar, maki Steinunn Jensdóttir, þau eiga tvo drengi. Sonur Kristínar er Örn Eðvaldsson, maki Lena Andersen, Lena á tvo syni af fyrra hjónabandi. Guðni var lengst af á skipum frænda síns Tryggva Ófeigssonar en einnig vann hann hjá Eimskipa- félagi Íslands í mörg ár eftir að hann hætti til sjós. Seinustu mán- uðina bjó hann á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Guðni verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Álftanesi. Bræður Guðna voru Guð- mundur, Sigurbjörn, Ingimundur og Björn, þeir eru allir látnir. Jakob og Vil- borg eignuðust þrjú börn, Maríu, Ingimar og Maríu, og eina fósturdóttur, Sig- rúnu, en þau dóu öll ung af veikindum og slysförum. Hinn 22. feb. 1947 kvæntist Guðni eftir- lifandi eiginkonu sinni, Kristínu Sig- urðardóttur frá Vestmannaeyjum, Tengdafaðir minn lést 10. sept- ember síðastliðinn eftir langan ævi- dag. Ég veit að hann var sáttur að fara, og ég hef þá trú að hann sé búinn að hitta Ingimund son sinn og að það hafi aldeilis verið gleðistund. Ingi- mundur féll útbyrðis af togaranum Neptúnusi 15. jan. 1973, aðeins 21 árs gamall. Guðni var mjög ákveðinn maður og hafði sínar skoðanir á öllu og var ekkert að fara leynt með það sama hvað öðrum fannst, sumir urðu hneykslaðir, en fleiri höfðu gaman af enda hafði hann oftar en ekki rétt fyrir sér. Guðni leitaði oft til okkar Sverris ef hann þurfti á hjálp að halda, eitt er mér afar minnisstætt, þegar hann hringdi í mig og bað mig að stytta fyrir sig þrennar buxur sem hann var að kaupa fyrir eina sólarlanda- ferðina þeirra Kristínar, svo í ferð- inni hringdi hann í mig og sagði; Steina mín nú er það ljótt, tvennar buxurnar urðu eftir í tunnu upp sveit á Spáni og hló hann mikið og sagði að flestir í rútunni hafi fengið í magann en allir hafi jafnað sig fljótt. Þá gat ég ekki annað en hlegið með honum, þegar hann var að segja mér frá þessari sögulegu rútuferð. Guðni minn, margs er að minnast og hef ég það fyrir mig. Ég kveð þig kæri tengdafaðir far þú í guðs friði. Elsku tengdamamma söknuðurinn er mikil hjá þér og bið ég guð að vaka yfir þér. Fjöldskyldan þakkar starfsfólki deild L-3 á Landakotsspítala og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skjóli, 5. hæð fyrir frábæra umönn- un. Steinunn. GUÐNI FRÍMANN INGIMUNDARSON Ó, Jesús, líf mitt, lof sé þér, er líknarfaðminn breiddir svo ástúðlega móti mér og mig til borðs þíns leiddir. PÉTUR HANNESSON ✝ Pétur Hannes-son, fyrrverandi deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, fæddist í Reykjavík 5. maí 1924. Hann lést á öldrunardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss á Landa- koti 27. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6. septem- ber. Við borðið það mér bless- un þá þú bjóst, er æðsta nefna má, og eymd mér bættir alla. Við þig, ó, Herra, halt mér fast, lát hjarta mitt þér sam- tengjast og aldrei frá þér falla. (Helgi Hálfdánarson.) Elsku Pétur. Þakka þér fyrir allt og allt, Guð blessi þig. Elsku mamma, tengdamamma, Sól- veig, Hannes og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Grétar og Þóra. Við trúum því alltaf að tíminn sé óendanleg- ur þó margt geti snúist á stuttum tíma og fyr- irvaralaust. Og nú, allt í einu, án nokkurs fyrir- vara, höfum við misst okkar indælu vinkonu, Helgu I. Pálsdóttur. Þegar við töluðum við Helgu í síð- asta skipti vorum við haldin þessari sömu trú. Þá hafði heilsu hennar hrakað, en það var miklu fremur hún sem huggaði okkur en við hana. Þrátt fyrir erfið veikindi héldum við í einfeldni okkar og barnslegri trú að allt væri óbreytanlegt. Og nú, í Dóm- kirkjunni, á útfarardaginn, sækja þessar hugsanir stíft á okkar. Við kynntumst Helgu í Vínarborg árið 1966 og nánast strax upp úr þeim kynnum óx gagnkvæm og traust vinátta. Hún átti, ásamt eig- inmanni sínum, dr. Birni Sigur- björnssyni ríkan þátt í stofnun Ís- lendingafélagsins í Vínarborg og HELGA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR ✝ Helga IngibjörgPálsdóttir fædd- ist í Reykjavík 20. maí 1930. Hún lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 12. ágúst. Austurríki. Í hlýrri minningunni sjáum við hana koma með Birni og Unni Steinu gang- andi á móti okkur á lít- illi götu í Kierling, ná- lægt Vínarborg. Það var alltaf stór- kostlegt að hitta Helgu og boðin hennar lifna við í huganum. Allt svo glæsilegt og fallegt og það var húsmóðirin líka. Þegar dr. Björn lék á flygilinn Wien, Wien, nur Du Allein var það einskonar þjóð- söngur Íslendinga í Vínarborg. Svo kom strax á eftir: Drunnt in da Lobau . . . EW. Helga mundi öll er- indi textans betur en innfæddur. Hún var gestrisin, fróð, hjálpsöm og óvenjulega hlý persóna. Hún var frá- bær sendiherra Íslands og Íslend- inga. Með respekt og virðingu hneigjum við okkur fyrir henni og munum aldrei gleyma henni. Við samhryggjumst dr. Birni, Unni Steinu og fjölskyldu innilega. Austurríki hefur misst góða vinkonu og Íslendingar í Austurríki hafa misst miklu, miklu meira. Letzte Grüsse, ruhe in Frieden, liebe Helga! Helmut Neumann og Marín Gísladóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓN ÓLAFSSON bólstrari, Hátúni 6b, lést miðvikudaginn 15. september. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Sigurðardóttir, Ólafur Halldórsson, Rósa Friðriksdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Erla Halldórsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Jón M. Halldórsson, Ingibjörg Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, mágur okkar og frændi, HAUKUR JÓNSSON, Rauðalæk 61, Reykjavík, andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi mánudaginn 13. september. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 20. september kl. 13.30. Erla Jónsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Manassa Quarni, Hallur Guðmundsson, Jóna Helgadóttir, Snorri Guðmundsson, Bryndís Kristinsdóttir, Inga Lísa Middleton, Michael Rose, Þórarinn Gíslason og frændsystkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.