Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 53 Einar er heima hjámömmu sinni ummömmuhelgi, þar semhann lendir í því óláni að innbrotsþjófur kemur og stelur öllu á meðan hann er í Playstation, en hann tekur ekki eftir því vegna þess að hann er svo upptekinn í leiknum. Vegna þess að öllu, þar á meðal tölvudótinu, var stolið af heimilinu lendir geimfar í garð- inum hjá honum stuttu seinna og Einar er þar með lentur í hringiðu sem hann ræður ekki alveg við.“ Þannig lýsir Gunnar Helgason upphafinu að barnaleikritinu Hin- um útvalda sem hann skrifaði sjálf- ur og leikstýrir jafnframt, og verð- ur frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld kl. 19. Inn í söguna blandast síðan geimverur, þar á meðal Sulla hinn illi sem vill ná yfirráðum á jörðinni, bandarískir trúboðar, Grettir sterki, stóra systir Einars og kærastinn hennar og mamman, sem er ekki öll þar sem hún er séð. Skemmtun umfram boðskap Gunnar segist hafa fengið hug- myndina fyrir tveimur árum, þegar hann fór að sjá leikritið Jón og Hólmfríði í Borgarleikhúsinu. „Ægilega skemmtileg sýning. Drengnum mínum leiddist hins vegar ógurlega, enda um neð- anbeltishúmor að ræða, þangað til að rosalega flott og vel gerð geim- vera birtist í lokin. Þetta fannst honum það svakalegasta sem hann hafði séð í leikhúsi, enda þóttist hann vaxinn upp úr hefðbundnum barnasýningum,“ segir hann. Í kjölfarið ákvað Gunnar að skrifa leikrit fyrir börn, sem inni- héldi eingöngu slíkt efni sem hann taldi höfða til barna. Og það hefur virkað. Á nokkrum forsýningum sem hafa verið á verkinu hafa áhorfendur verið hræddir, fundið til og haldist bergnumdir í tvo tíma, enda mikill hasar á sviðinu, skylmingar, karate og sprengingar svo dæmi séu tekin. „Ég ákvað að hugsa sem minnst um boðskapinn, og meira um skemmtanagildið,“ segir Gunnar, sem tekur þó ekki fyrir að í verkinu leynist einhver boðskapur, til dæmis sá gullni sannleikur að sá sem trúir á sjálf- an sig geti allt. Styrkir mikilvægir Einvalalið kemur að sýningunni, sem hefur verið unnin hratt á síð- ustu fjórum vikum, og segist Gunnar afar þakklátur öllum þeim sem hafa tekið þátt í gerð hennar. Hlutverk Einars sjálfs er í höndum Vals Freys Einarssonar leikara. „Ef ég hefði sett ungan strák í hlutverkið hefði allt æfingaferli verið miklu flóknara. Fyrir utan það að barn hefði átt erfitt með að læra allt það sem Valur þarf að gera í sýningunni, nema á mjög löngum tíma,“ segir hann. Leikritið fékk framleiðslustyrk frá menntamálaráðuneytinu, og einnig styrki frá fyrirtækjunum Ís- landsbanka, Skífunni, BT, Húsa- smiðjunni og Debenhams. „Það er ótrúlega mikilvægt að fyrirtæki skuli styrkja listsköpun í landinu. Þessir styrkir hafa bjargað mér frá því að lenda í enn meiri skuldum en ég er þegar í,“ segir Gunnar. Viðkvæmir haldi sig fjarri Uppsetningin á Hinum útvalda varð að lokum alveg eins og leik- stjórinn og leikskáldið vildi að hún yrði. „Síðan er sonur minn búinn að sjá þetta þrisvar og er full- komlega sáttur. Hann kom reyndar með nokkra punkta, og líka önnur börn sem hafa séð sýninguna, og þeir voru allir vel þegnir. Meðal annars heyrðum við utan úr sal: „Af hverju tekur hann ekki Play- station-fjarstýringuna? Hann getur náð henni núna!“ Við þurfum sem sagt að finna út úr því fyrir frum- sýningu, því það þýðir ekkert að bjóða börnum upp á neitt hálfkák,“ segir hann og bætir við að áhorf- endur geti átt von á hraðri og spennandi sýningu með hátt skemmtanagildi þegar þeir leggja leið sína á Hinn útvalda. „Hins vegar mæli ég með því að við- kvæmt fólk haldi sig fjarri. Við er- um svolítið í því að bregða áhorf- endum, þannig að ef einhver er með hjartavandamál gæti farið illa,“ segir Gunnar hlæjandi að lok- um en bætir við: „En enn hefur ekkert barn yfirgefið salinn vegna hræðslu.“ Leiklist | Nýtt barnaleikrit frumsýnt í kvöld Morgunblaðið/Golli Geimfar í garðinum Einar lendir í hasarævintýrum þegar hann er hjá mömmu sinni yfir helgina. eftir Gunnar Helgason Leikstjóri: Gunnar Helgason Leikarar: Valur Freyr Ein- arsson, Jón Páll Eyjólfsson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Þórunn Lárusdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir. Leikmynd: Þórarinn Blöndal Leikgervi og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Ósk- arsson Tónlist: Jón Ólafsson Grafík: Undraland Sprengjur: Sigurður Kaiser Hinn útvaldi Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til Vínarborgar í 3 nætur þann 19. nóvember í beinu flugi frá Íslandi á hreint ótrúlegum kjörum. Kynnstu þessari höfuðborg lista og menningar um leið og þú nýtur toppþjónustu fararstjóra Heimsferða sem kynna þér borgina og lystisemdir hennar. Frábær hótel í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina Aðeins 60 sæti í boði • Beint flug Verð kr. 29.990 Flug og skattar. Verð kr. 39.990 Flug, hótel, skattar, hótel Ananas, 4 stjörnur, 3 nætur. Verð kr. 43.890 Flug, hótel, skattar, hótel Renaissance, 5 stjörnur, 3 nætur. Glæsileg helgarferð til Vínarborgar 19. nóvember frá kr. 29.990 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.