Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 51
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 51 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2004, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2004 og önnur gjaldfall- in álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2004 á stað- greiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda utan staðgreiðslu, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi öku- manna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu sölu- skatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlits- gjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúk- dómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, of- greiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek- ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skrán- ingarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2004. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum LEILA Josefowicz er einleikari kvöldsins á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Hún er einn vinsælasti fiðluleikari heims, þótt aðeins 26 ára sé, – hún var orðin stjarna í fiðluleik strax á barns- aldri. Hún segir fiðlukonsert Johns Adams frábært verk, sem þegar sé komið í röð „standarda“ meðal fiðlu- konserta, þótt ekki séu nema tíu ár síðan hann var frumfluttur. „Maður þarf að hafa djassinn og rokkið í sér til að spila þetta verk og góða tilfinningu fyrir rytma. Fyrsti þátturinn er eins og djassspuni og er kallaður Coltrane-spuni, eftir John Coltrane. Ef maður spilar bara nót- urnar á blaðinu hljómar verkið mjög sérkennilega, því það er ætlast til þess að maður sveigi rytmann í átt að djassi og rokki. Þetta er eiginlega lík- amlegt verk, og meir að segja ætlast til þess að það sé dansað við það, því Adams samdi það fyrir New York- ballettinn, og það var saminn dans fyrir það þegar það var frumflutt. Annar þátturinn er kallaður The Body, through which the Dream Flows (Líkaminn sem draumurinn líður í gegnum), – draumurinn er fiðl- an og líkaminn er hljómsveitin. Hann er eins og stór lífræn skepna, þar sem hvert hljóðfæri hefur sína sjálfstæðu rödd, eins og sjálfstæður líkamshluti, – en saman mynda þeir magnaða heild. Lokaþátturinn er mjög spenn- andi perpetuum mobile, – eða eilífð- arvél, mjög rytmískur og rosalega krefjandi.“ Leila Josefowich segir verkið mjög nútímalegt, og að það hafi í sér alþýð- legan neista sem allir, sem á annað borð hafa gaman af músík, ættu að geta notið. „Það er mikil reynsla og skemmtileg fyrir fólk að heyra þetta verk í lifandi flutningi.“ Leila Josefowicz leikur á Del Gesú- fiðlu, smíðaða 1724, sem hún segir besta hljóðfæri sem hún hafi leikið á. Hún segir það þó sérstakt meðal gæðafiðla, að eiga sér enga sérstaka sögu í höndum þekktra fiðluleikara. „Ég fékk þessa fiðlu hjá gamalli konu í New York – tæplega níræðri. Fiðlan hafði áður verið í eigu móður hennar. Þetta er eiginlega óþekkt hljóðfæri, en ég er yfir mig hamingjusöm að hafa það til umráða. Það er alltaf ver- ið að tala um frægðarsögur hljóð- færa, en mér finnst meiru skipta hvernig það er að spila á þau, – og ég er heppin.“ Leila Josefowicz segist njóta þess afar vel að vera á Íslandi, hljómsveitin sé frábær og Rumon Gamba sé ákaflega góður hljómsveit- arstjóri. Önnur verk á efnisskrá kvöldsins eru Gríma eftir Jón Nordal og fyrsta sinfónía Schumanns. Tón- leikarnir hefjast kl. 19.30. Sinfónían | Leila Josefowicz einleikari í kvöld Þarf djassinn og rokkið Leila Josefowicz Á þessum tíma ársins verðaalltaf nokkur þáttaskil ímenningarlífi landsmanna; vetrardagskrá leikhúsa liggur fyrir og salir og stofnanir á tónlistarsviði leggja sömuleiðis sín áform fram. Stjórnendur menningarhúsa af öllu mögulegu öðru tagi nota einn- ig tækifærið til að kynna fyrir menningar- neytendum það sem á boðstólum verður yfir vet- urinn – auk þess sem fregnir taka að berast af jólabókaflóðinu. Þó enn liggi ekki endanlega fyrir hvaða íslensk verk á sviði skáld- skapar verða gefin út fyrir jólin, eru þegar farnir að berast listar sem gefa góða mynd af framboð- inu. Undirrituð leit lauslega yfir þær upplýsingar sem handbærar voru frá atkvæðamestu forlögum um þessar mundir – að JPV-forlagi undanskildu, þar sem ekki var hægt að fá upplýsingar þaðan að svo komnu máli. Markmiðið var að skoða strauma og hugsanlegar stefnur í útgáfu vertíðarinnar fram undan – jólabókaflóðið hverju sinni gefur nefnilega þrátt fyrir allt ákveðna mynd af því hvernig bók- menntalífið er að þróast. Áður en hugmynd um þá þróun var nokkuð farin að mótast hafði yfirferðin þó leitt annan og mjög áberandi þátt í ljós; það hversu hlutur kvenkyns höfunda er rýr miðað við hlut koll- ega þeirra af gagnstæðu kyni. Og það á tímum pólitískrar rétthugs- unar; tíðrar og opinskárrar um- ræðu um jafnrétti kynjanna og mikilvægi þess að allir þjóðfélags- hópar (ég hika við að nota orðið minnihlutahópur um konur á Ís- landi) eigi sér málsvara, í réttu hlutfalli við þátttöku þeirra í þjóð- félaginu.    Tölfræði er líklega löngu orðiðþað tæki sem fólk er hvað þreyttast á í umræðu um jafnrétt- ismál – hvað þá þegar sú umræða hverfist um menningu. Við erum jú öll sammála um að menning og list- ir snúast um listræn gæði frekar en kvóta. Gallinn er bara sá að gæða- mat er afar afstætt ekki síst þegar áberandi slagsíða er á kynjahlut- falli þeirra sem útfæra gæðamatið og framfylgja því – karlmönnum í vil. Það er nefnilega ekkert laun- ungarmál að bókaútgáfa á Íslandi er að langstærstum hluta í höndum karlmanna, nú rétt eins og áður fyrr. Það er því freistandi að álykta sem svo að karlmenn velji til útgáfu það sem þeir hafa áhuga á að lesa, eða það sem endurspeglar þeirra hugmynda- og reynsluheim fremur en annað. Sú ályktun er í fullu sam- ræmi við kenningar sem komu upp á yfirborðið upp úr 1980 um hinn opinbera reynsluheim annars veg- ar (sem miðast við reynslu karla þótt konur þekki hann einnig þar sem hann liggur á yfirborðinu) og hins vegar óopinberan eða jafnvel hulinn reynsluheim kvenna (sem er alveg jafn stór en körlum að mestu lokuð bók). Slík skipting á ólíkum reynsluheimum karla og kvenna virðist þó ótrúverðug í upphafi 21. aldarinnar, nema auðvitað að sam- félagsvitundin hafi þróast þannig að hún álíti sig upplýstari og jafn- réttissinnaðri en dæmin virðast sanna. Og hver eru þau dæmi? Sam- kvæmt lauslegri samantekt eru kynjahlutföll eftirfarandi ef rennt er yfir lista nokkurra forlaga yfir ný íslensk skáldverk (skáldsögur, ljóð, barnabækur) sem út koma fyr- ir jólin: Bjartur 8 karlar/2 konur; Mál og menning 9 karlar/5 konur; Almenna bókaforlagið 2 karlar/ engin kona; Salka 2 karlar/4 kon- ur; Skrudda 2 karlar/engin kona; Vaka-Helgafell 5 karlar/3 konur. Í heild telur þetta verk eftir 28 karla og 14 konur, m.ö.o. helmingi fleiri karla en konur. Víst er að eitthvað á þessi upptalning eftir að breytast fram að jólum, en þó er hæpið að nokkur kúvending verði. Samt seg- ir goðsögnin meðal bókaorma að konur séu í miklum meirihluta þeirra sem kaupa bækur svo varla er hægt að halda því fram að þarna ráði markaðssjónarmið ferðinni. Nema auðvitað að konur vilji frek- ar kaupa bækur eftir karla, sem er þá svo sannarlega áhugavert rann- sóknarefni.    Þessi kynjahlutföll verða ósjálf-rátt til þess að rifja upp fyrir manni óþægilegar tölfræðilegar staðreyndir úr heimi íslenskra bók- mennta á undanförnum misserum, sem því miður voru ekki mikið ræddar á opinberum vettvangi, hvernig svo sem á því stóð. Tók kannski enginn eftir því að á síð- ustu Bókmenntahátíð í Reykjavík voru kynntir til sögunnar 19 er- lendir karlrithöfundar en einungis 3 kvenrithöfundar? Íslensku karl- arnir sem þátt tóku voru 12 en kon- urnar 7? Mig rekur einnig minni til þess að í bókinni Skáld um skáld, sem gefin var út á degi bókarinnar á síðasta ári, drógu 17 karlar upp pennann – en einungis 3 konur. Það er ekki eins og maður hafi ekki heyrt þá karla sem við völd eru í bókmenntaheiminum gefa á þessu margvíslegar skýringar; konur þiggja ekki boð á hátíðir, þær skila ekki inn nógu góðum handritum; treysta sér ekki til að standa við skilafresti o.s.frv., o.s.frv. Slíkar skýringar þykja mér ótrúverðugar. Og ef þær eiga við rök að styðjast er þá ekki kominn tími til að breyta innri byggingu „bókmenntastofn- unarinnar“ þannig að svigrúm sé fyrir konur til að starfa þar? Og „stofnunin“ loks gefi rökréttari (frá sjónarhóli kvenna) mynd af sam- setningu samfélagsins og skáld- skapurinn fái endurspeglað allt það sem í þjóðfélagsgerðinni býr? Hvar eru konurnar? ’Gallinn er bara sá aðgæðamat er afar afstætt ekki síst þegar áberandi slagsíða er á kynjahlut- falli þeirra sem útfæra gæðamatið og fram- fylgja því – karl- mönnum í vil. ‘ AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir fbi@mbl.is FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.