Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 55
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Hverfisgötu ☎ 551 9000 Nýr og betri M jáum st í bíó! Sýnd kl. 6. ísl tal. Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó!Yfir 28.000 gestir! Yfir 28.000 gestir! Ein besta ástarsaga allra tíma. Sýnd kl. 6. ísl tal EFTIR METSÖLUBÓK Sýnd kl. 6, 8 og 10. hollenskir kvikmyndadagar 10-16 sept. Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa NOTEBOOK NOTEBOOK Sýnd kl. 8 og 10.15. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina HOLLENSKIR BÍÓDAGAR NOTEBOOK Passionfruit sýnd kl. 10. Other final sýnd kl. 10.30. Character sýnd kl. 5.45. Polish sýnd kl.8. Twin Sisters sýnd kl. 10. Ajax sýnd kl.8. Sýnd kl. 5.30 og 8. „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV S.K., Skonrokk Ó.H.T Rás2 www.laugarasbio.is 1/2 „Hún er hreint frábær“ JHH kvikmyndir.com www.regnboginn.is Sýnd um helgar MAN ON FIRE FORSÝNING KL.10. MAN ON FIRE FRUMSÝND Á MORGUN DENZEL WASHINGTON MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 55 DANSKI leikarinn Ove Sprogøe er látinn, 84 ára gamall. Sprogøe var einn kunnasti leikari Dana og lék fjölda hlutverka á sviði og í sjónvarpi auk þess að leika í 156 kvikmyndum. Sprogøe hóf að nema leiklist árið 1944 og lék fyrsta sviðshlutverk sitt árið eftir. Á löngum ferli lék hann í fjölda klassískra leikrita og meðal hlutverka sem hann lék á sviði voru Mefisto í Faust, Puk í Jónsmessu- næturdraumi og Vanja frændi. Á hvíta tjald- inu sérhæfði hann sig í ærsla- myndum, m.a. með Dirk Passer, og alls lék hann í 14 kvikmyndum um Olsen- Banden. Hann lék einnig í kunnum dönskum sjónvarpsþáttaröðum, á borð við Matador. Olsen-bófi allur NÝJASTA mynd sænska leikstjór- ans Lukas Moodyssons hlýtur góðar viðtökur sænskra fjölmiðla en mynd- in Gat í hjarta mínu eða Ett hål i mitt hjärta var forsýnd í Stokkhólmi í síð- ustu viku en heimsfrumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto á föstudag. Almennar sýningar hefjast í Svíþjóð 17. september. Moodysson er m.a. þekktur fyrir kvikmyndirnar Fucking Åmål og Lilja 4-ever, en hann er líka þekktur fyrir að vera fámáll um hvaða boð- skap hann vill flytja. „Ég er búinn að elda góðan rétt en ég ætla ekki að tyggja hann ofan í ykkur,“ sagði Moo- dysson við fulltrúa fjölmiðla á blaða- mannafundi eftir forsýningu mynd- arinnar, sem er sögð kolsvört og erfið að horfa á. Myndin fjallar um fjórar tættar manneskjur, eins og það er orðað á vef Svenska Dagbladet, og gerist næstum öll í einni þröngri íbúð. Áhugaleikstjórinn Rickard (Thor- stein Flinck) er að taka upp klám- mynd í stofunni ásamt félaga sínum Geko (Goran Marjanovic) og ungu konunni Tess (Sanna Bråding). Á sama tíma situr unglingssonur Rick- ards, Eric (Björn Almroth), í her- berginu sínu og reynir að útiloka hljóðin. „Í raunveruleikanum er alltaf eitt- hvað hræðilegt að gerast. Þess vegna er gott að manni líði illa eftir að hafa horft á kvikmynd,“ segir Moodysson m.a. en vill að öðru leyti ekki gefa væntanlegum áhorfendum meira upp um boðskap myndarinnar og segir að hver og einn verði að finna það hjá sjálfum sér. Leikararnir fjórir eiga hlut í hand- ritinu ásamt Moodysson og á upp- tökutímanum bjuggu þeir á sama stað og myndin var tekin upp á. Moodysson segir að sig hafi lengi langað að gera kvikmynd á þann hátt, afraksturinn verði öðruvísi en við venjulegar upptökur. Leikkonan Sanna Bråding telur t.d. að það hafi gert það að verkum að auðveldara var að leika í erfiðum atriðum. Dálkahöfundur Göteborgs Posten segir myndina áleitna og stóra. Moodysson takist eins og alltaf að gera kvikmyndir um efni sem end- urspeglar samtímann. Víst sé myndin erfið en áhorfandinn fái samúð með persónunum sem eru mannlegar. Kvikmyndir | Ný mynd eftir Lukas Moodysson Fjallar um fjórar tættar manneskjur Lukas Moodysson þykir einn at- hyglisverðasti kvikmyndagerð- armaður Norðurlanda. Gautaborg. Morgunblaðið. LEIKSTJÓRINN Danny Leiner er kominn aftur af stað en hann sló nokkuð óvænt í gegn fyrir nokkrum árum með gamanmyndinni Hvar er bíllinn minn, maður? (Dude, Where’s My Car?). Þar var teflt fram (í gamansömu samhengi) per- sónum sem talist geta nokkurs kon- ar holdgervingar andlegs og menn- ingarlegs gjaldþrots bandarískrar æsku. Í kvikmyndinni Harold og Kumar fá sér borgara eru svipaðar hugmyndir upp á teningnum hjá Leiner, en þar segir frá tveimur há- skólanemum sem leggja í mikla æv- intýraferð í leit að draumahamborg- arabúllunni. Söguþráðurinn er nokkurs konar spuni, sem hefst með því er þeir félagar Harold og Kumar eru gripnir gríðarlegri löngun eftir White Castle-hamborgurum, þar sem þeir sitja í iðjuleysi og reykj- arkófi heima hjá sér. Engan White Castle-hamborgarastað er hins veg- ar að finna í fína háskólabænum sem þeir búa í, og leiðast þeir því smám saman út í heilmikið ferðalag í leit að einum slíkum. Eftir því sem erfiðara reynist að svala borg- aralönguninni þeim mun upphafnari verður hún og brátt umbreytist ferðin yfir í nokkurs konar tákn- ræna leit að hinu heilaga grali. Fyrr en varir hafa þeir félagar kastað frá sér öllum framtíðaráformum, sóað dýrmætum tækifærum og gefið skít í forréttindastöðu sína, allt í þágu hamborgarahvatarinnar. Hin kaldhæðnislega hugmynd þessarar spunakenndu gam- anmyndar gerir hana að mörgu leyti áhugaverða, en leita þarf ansi langt til að finna jafn firrtar sögu- persónur og hér er teflt fram. Lei- ner fer hins vegar fullfrjálslega með útfærslu hugmyndarinnar, stundum verður gamansemin beitt og skemmtilega ýkt, en þess á milli dettur myndin niður í algera ung- lingagreddu-lágkúru. Síðarnefndi þátturinn er reyndar stórlega grun- aður um að eiga að gera myndina söluvænlegri (við erum að tala um brjóstasýningar og fleira í þeim dúr). Fínn leikur og stöku bráðfyndin gamanatriði ná ekki að vega upp á móti lágkúrunni í myndinni, sem fellur um sjálfa sig fyrir vikið. Sannkallaðir hamborgarar KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Danny Leiner. Aðalhlutverk: John Cho og Kal Penn. Bandaríkin, 96 mín. Harold and Kumar go to White Castle / Harold og Kumar fá sér borgara  Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.