Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 19 Barnaskór frá reimaðir - leður FIMMTUDAGS- TILBOÐ Verð áður 5.995 kr. Verð nú 2.995 kr. Litur: Blár, brúnn og rauður Stærðir: 27-35 Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 Ólafsvík | „Þetta er grasrótarfélag. Við höfum ekki föst verkefni en tök- um á því sem kemur upp og fólk langar að gera,“ segir Ester Gunn- arsdóttir, formaður Ólafsvík- urdeildar Framfarafélags Snæfells- bæjar. Nýlega voru afhent upplýsinga- og söguskilti sem félag- ið lét gera og koma upp í Ólafsvík og afhjúpaður minnisvarði um Ottó A. Árnason. Framfarafélag Snæfellsbæjar var stofnað eftir sameiningu sveitarfé- laganna sem mynda Snæfellsbæ. Það starfaði að ýmsum verkefnum í upphafi en starfið dalaði fljótlega. Fyrir nokkrum árum var félaginu skipt upp í þrjár deildir og hefur það gengið betur, að sögn Esterar. „Í svona grasrótarstarfi er ekki skynsamlegt að fólk sé að skipta sér af hlutum í öðrum byggðarlögum þar sem það þekkir ekki nægjanlega vel til. Við hér í Ólafsvík höfum til dæmis takmarkað vit á því hvað best er að gera á Hellissandi og Hellnum,“ segir Ester. Eftir að Ólafsvíkurdeildin var stofnuð hefur hún einbeitt sér að verkefnum í Ólafsvík. Flest eru þau á sviði um- hverfismála, menningar og sögu staðarins. Setti svip á staðinn Gerð voru upplýsingaskilti um Ólafsvík sem nýlega voru sett upp við báðar innkeyrslurnar í plássið. Sama dag var afhjúpaður minn- isvarði um Ottó A. Árnason og sögu- skilti um Félagsheimilið gamla í Ólafsvík. Minnisvarðinn og skiltið eru á þeim stað sem félagsheimilið stóð en Ottó veitti því lengi forstöðu. Ottó fæddist 1908 og lést 1977. Hann setti mikinn svip á staðinn og var virkur félagi í mörgum áhuga- mannafélögum frá unga aldri og til æviloka. „Er mér það minnisstætt hvað hann hvatti okkur börnin, við hvert tækifæri, til þess að meta feg- urð umhverfis okkar, láta gott af okkur leiða og standa með okkur sjálfum,“ sagði Ester í ávarpi við af- hjúpun minnisvarðans sem er eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Eygló Egilsdóttir, sem rak Hótel Höfða, átti frumkvæðið að því að gera þennan minnisvarða en Fram- farafélagið tók við verkefninu þegar hún flutti úr bæjarfélaginu. Félagið hefur safnað fé til þessara verkefna hjá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum í Ólafsvík. „Það er gaman að þessu – en alveg klikkuð vinna,“ segir Ester. Hún segir að illa hafi gengið að afla fjár í upphafi, svo illa að stjórn Framfarafélagsins hafi verið við það að gefast upp. Þegar íbúarnir hafi farið að átta sig á því hvað verið væri að gera hafi fjáröflunin gengið betur og nú sé búið að greiða alla reikninga. Hugað að næstu verkefnum Stjórnin er farin að huga að næstu verkefnum og mun boða til fundar í félaginu til að heyra skoð- anir félagsfólks. „Verkefnin eru óþrjótandi og við erum með margar hugmyndir en viljum vita hvað fólk- ið vill,“ segir Ester. Ólafsvíkurdeild Framfarafélagsins vinnur grasrótarstarf Gerum það sem fólkið vill Morgunblaðið/Alfons Afhjúpun: Stjórnin afhjúpar minnisvarðann um Ottó, Jenny Guðmunds- dóttir (lengst til hægri), Ester Gunnarsdóttir og Kristjana Hermannsdóttir. LANDIÐ mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.