Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ M eginrökin fyrir virkjun og álveri á Austurlandi snerust um að leysa byggða- vandann með atvinnusköpun. Þann vanda hefði átt að leysa með allt öðru móti: Alþjóðaháskóli á Austurlandi hefði t.d. verið góð hugmynd, hann hefði lokkað brottflutta aftur heim og skapað ný og óvænt tækifæri fyrir Aust- firðinga. Unga fólkið hefði þá streymt aftur á æskustöðvarnar og heimaslóðir og stofnað þekk- ingarfyrirtæki – í stað þess að verða teppt fyrir sunnan vegna framkvæmda við virkjun og álver. Hún á jafnvel aldrei afturkvæmt vegna einhæfra atvinnumögu- leika. Þetta hefði verið góð hugmynd vegna þess að 70% ungu kynslóð- arinnar á Ís- landi (20–24 ára) er í háskólanámi og þar af 80% kvenna í hverjum árgangi (OECD, menntaskýrslan ’03, ’04). Menntun fólks og vænt- anleg störf verða að eiga samleið. Búseturökin sem færð voru til stuðnings stóriðju voru gölluð. Kárahnjúkavirkjun norðan Vatnajökuls og álver í Reyð- arfirði skapa í raun einskonar byggðaröskun. Búist er við að smíði álversins skapi 2.300 árs- verk og 1.500 manns starfi þar þegar mest lætur á næsta ári. Þegar álverið verður svo komið í notkun er búist við að hjá Fjarða- áli starfi 400–450 manns. Konur hafa sótt fram bæði hvað háskólamenntun varðar og einnig í því að stofna sprotafyr- irtæki, en virkjun og álver styðja ekki þessa þætti. Fram hefur komið að verslunar- og þjónustu- fyrirtækjum kvenna fækkar vegna þenslu og óhagstæðs leigu- verðs á atvinnuhúsnæði í kjölfar stóriðju- og virkjunarfram- kvæmda. Lofsvert er að Fjarðaál-Alcoa vilji greiða konum og dætrum þeirra götu inn í álverið með sér- stakri hönnun og vaktaskipulagi, en þær konur þurfa að vera með iðnmenntun; rafvirkjar eða vél- stjórar. Flestar (80%) hafa þó þegar valið háskólanám og ætla sér sennilega ekki í álver. Guðmundur Bjarnason, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar, sagði í ræðu þegar skóflustunga að ál- verinu á Reyðarfirði var tekin 8. júlí í sumar, að „Hefði ekki verið ráðist í þessar framkvæmdir hefði barátta Austfirðinga orðið erfið og við þurft að horfa á eftir ungu fólki héðan af svæðinu. Nú er þessu þveröfugt farið. Nú streymir unga fólkið á nýjan leik heim á æskustöðvarnar. Nú fær það tækifæri til að nýta menntun sína á heimaslóðum.“ (Morg- unblaðið 09.07.04). Hverrar gerð- ar eru rök Guðmundar? Tilfinningarök eru ein tegund raka sem hægt er að nota til að rannsaka verðmæti og verðmæta- mat. Önnur gerð raka eru t.d. hagræn rök, sem varða nytja- gæði. Siðferðileg rök um siðgæði. Fegurðarök um fegurðargæði, og vísindarök um vísindagæði. Allar þessar tegundir raka hafa verið notaðar í umræðunni um Kára- hnjúkavirkjun, en aðalatriðið er að menn beri saman rök sömu gerðar en takist ekki á með rök- um sitt af hvoru tagi. Margt ber að varast í þessari umræðu, t.d. að setja fram rök á röngum forsendum. Rök um byggð og búsetu á Austurlandi eru oft sett fram eingöngu sem hagræn rök og þar með sem and- stæða „tilfinningaseminnar“ hjá náttúruverndarsinnum. Þegar nánar er spurt um ástæður þá eru þær einkum sagðar hvíla á gildi þess að viðhalda tengslum við átt- haga, forfeður, fjölskyldur og vini. Búseturök eru þar með í raun skýrt dæmi um tilfinn- ingarök. Guðmundur bæjarstjóri beitir því búseturökum sem byggjast á tilfinningasambandi við æsku- stöðvar og heimaslóðir. Ég held því miður að fullyrðing hans um „strauminn“styðjist ekki við traustar upplýsingar. Núna er Kárahnjúkavirkjun í smíðum og aðkomufólk leigir hús- næði, t.d. á Egilsstöðum. Unga fólkið á Héraði og niðri á Fjörð- um, sem hefur sótt sér menntun suður, norður eða til útlanda, langar sennilega aftur heim en það er tvennt sem dregur úr lík- unum: annars vegar að finna at- vinnu við hæfi og hins vegar að fá húsnæði því leigan er jafnhá og fyrir sunnan. Allar líkur eru á því að kúfurinn í atvinnumálum á Austurlandi verði samansettur af aðkomu-karlmönnum með iðn- og tæknimenntun. Unga fólkið getur því ekki „streymt“ heim. Alcoa nær þó sennilega að draga lít- illega úr þessari fyrirsjáanlegu kynjaskekkju með því að gera ál- verið vænlegt fyrir konur. Búseturökin fyrir virkjun og álveri á Austurlandi standast ekki að mínu mati. Álver var alls ekki heppileg eða varanleg lausn á byggðavandanum, en byggða- vandinn var sagður „stærsti vandinn sem Íslendingar berðust við“ (Hjálmar Árnason, ’99). Framkvæmdirnar eru slík byggðaröskun að þær tefja fyrir uppbyggingu á sviðum sem þarfnast æðri menntunar og einkaframtaks. Fræðimaður eins og Þórólfur Matthíasson hag- fræðingur sá það fyrir að virkjun og álver myndi draga úr mögu- leikum þeirra sem vildu hasla sér völl á öðrum sviðum en stóriðju, og hafa nokkrar konur í atvinnu- rekstri þegar hætt rekstrinum. Ívar Jónsson viðskiptafræðingur, hefur sett fram rök um að virkj- anir skapi fá störf eftir að bygg- ingartíma er lokið og að slíkar framkvæmdir festi svæði í sessi sem lágþekkingarsamfélag. Það þarf því að horfast í augu við það að margt tapaðist þegar ákvörðun um virkjun og álver var tekin – valið var of margt (að- komu)fólk á of skömmum tíma, sem veldur of mikilli þenslu sem útilokar of margt æskilegt. Al- þjóðaháskóli eða öflugt þekking- arfyrirtæki hefði verið langtum betri hugmynd, vegna þess að sú hugmynd er í samræmi við þá menntun sem unga fólkið fyrir austan sækir sér nú um stundir. Búseturök stóriðju Virkjun og álver valda „byggðaröskun“ á Austurlandi. Unga háskólakynslóðin er teppt fyrir sunnan því húsaleigan er of há og störf fást ekki við hæfi. Alþjóða- háskóli hefði verið betri hugmynd. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is FYRIR fimm árum stofnuðu borgarfulltrúarnir Alfreð Þor- steinsson og Helgi Hjörvar Lín- u.net, en fyrirtækið átti að flytja tölvuboð í gegnum raflínur. Í fyr- irtækið átti að setja að hámarki 200 milljónir og kæmu þeir pen- ingar ú sjóðum Orku- veitu Reykjavíkur. Núna fimm árum síðar standa menn agndofa yfir því að „braskið“ er búið að kosta Orku- veituna eitthvað á milli 3.000 til 5.000 milljónir og trónir þar með efst á lista yfir sukk í með- ferð opinbers fjár á Ís- landi í áratugi ef ekki lengur. Spurningin er, hver er sannleikurinn í málinu? Er eitthvað „undir steini“ sem ekki hefur komið fram, enn sem komið er. Fram kemur að illa gengur fyr- ir borgarfulltrúa í Reykjavík að fá upplýsingar um samsteypuna og virðist sem Alfreð Þorsteinsson og aðrir ráðamenn Reykjavíkurborgar hafi lítinn áhuga á að upplýsingar og þá um leið staðreyndir komist í hendur eigenda Orkuveitunnar, sem eru skattgreiðendur. Týndir milljarðar Í fréttum síðustu vikurnar hefur verið skýrt frá því að Lína.net samsteypan hefur tapað tæpum tveimur milljörðum á fimm árum og að framlög Orkuveitunnar, á sama tíma, séu tæpir fjórir millj- aðrar á verðlagi þessa árs. Ekki kemur fram hvort þessar 4.000 milljónir eru hluti af tapinu og þá hve mikið. Hér vakna spurningar. Hvernig stendur á því að 200 milljónir úr sjóðum skattgreið- enda geta orðið að 3 til 5.000 milljónum og litlar skýringar gefn- ar. Hvernig var staðið að málinu í upphafi? Hvernig hafa ákvarð- anir verið teknar, hvar og af hverjum og hvers vegna. Rök og áætlanir verða skilyrðislaust að liggja að baki eyðslu eins og þessari. Til samanburðar um stærð þessa máls er ekki ólíklegt að „braskið“ kosti skattgreiðendur allt að fjögur end- urbyggð Þjóðminjasöfn og finnst ýmsum það mikið. Hér verður því að hreinsa loftið. Borgarstjórn á að hafa frumkvæði að því að fá öll gögn sem tengjast Línu.net frá byrjun: Frumrannsóknir, fund- argerðir, minnisblöð, samantektir frá fundum með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem keypt hafa verið, reikninga, tölvupósta frá for- stjóra og stjórnarformanninum Al- freð Þorsteinssyni eða með öðrum orðum eins og um opinbera rann- sókn væri að ræða. Hér liggur ekki aðeins æra Alfreðs undir heldur einnig mannorð forstjórans og ann- arra starfsmanna svo og andlit Orkuveitunnar útávið. Að sjálf- sögðu skal ekkert fullyrt um óhreinindi í málinu en verði þetta ekki gert á minnihluti borg- arstjórnar skilyrðislaust að biðja um opinbera rannsókn. Málið er af þeirri stærðargráðu. Verðlaus Irja Borgarfulltrúinn Guðlaugur Þór Þórðarson segir í viðtali nú í vik- unni að eðlilegast sé að fram fari opinber rannsókn og nefnir sér- staklega kaup Línu.net á Irju í mars 2000 á litlar 250 milljónir. Fullyrðir borgarfulltrúinn að þá hafi það fyrirtæki verið verðlaust. Hér eru sögð stór orð. En þetta eru eðlileg og rétt viðbrögð borg- arfulltrúans, sem á sæti í stjórn OR. Og vegna ummæla borg- arfulltrúans er eðlilegt að spyrja, Þarf að rannsaka fjármál Orkuveitunnar vegna Línu.nets? Júlíus Hafstein fjallar um Orkuveituna ’Hér liggur ekki að-eins æra Alfreðs undir heldur einnig mannorð forstjórans og annarra starfsmanna svo og andlit Orkuveitunnar útávið.‘ Júlíus Hafstein EVRÓPUUMRÆÐAN hér á landi hefur verið því marki brennd að erfiðlega hefur gengið að bera saman þá hagsmuni sem kunni að vera í því fólgnir fyrir Ísland að gerast formlegur aðili að sambandinu; að bera saman meintar ógnir og ávinninga. Gjarnan er stöðvast við hagsmuni sjáv- arútvegsins, þar sem menn gefa sér fyr- irfram ákveðna nið- urstöðu og drepa þannig umræðunni á dreif. Jafnvel þegar reynt hefur verið að ræða sérstaklega um hagsmuni sjáv- arútvegsins hafa þær staðreyndir sem fyrir hafa legið verið dregnar í efa og aukaatriði jafnt sem misskilningur orðið að að- alatriðum máls. Þannig hefur um- ræðan oft verið marklaus því aðilar virðast hvorki búa yfir sömu upp- lýsingum né skilningi. Vonandi mun sú skýrsla sem nú liggur fyrir frá utanríkisráðuneytinu um fisk- veiðiauðlindina, Ísland og Evrópu- sambandið breyta þessu. Nú eru nýjar forsendur til að ræða þessi mikilvægu mál; LÍÚ er komið að borðinu og samkomulag orðið um ýmsar staðreyndir málsins. Hvaða staðreyndir liggja þá fyrir? Nokkur dæmi um það sem hefur stundum valdið deilum: Reglan um hlutfallslega stöðugleikann virkar. Það þýðir að byggt er á veiði- reynslu við úthlutun aflaheimilda, einnig í deilistofnum. Engin önnur þjóð hefur viðurkennda veiðireynslu á Íslandsmiðum. Lúxemborg- arsamkomulagið sem gefur þjóðum í raun neitunarvald í mikilvægum málum virkar. Eftirlit með veiðum og umgengni er á höndum hverrrar þjóðar. Dómar liggja fyrir sem staðfesta raunveruleg efnahagsleg tengsl útgerða við heimaland. Í dag semjum við bæði við ESB og aðra um deili- og flökk- ustofna. Við mundum halda áfram að berjast fyrir og semja um okk- ar hlut innan banda- lagsins. Það er við- urkennt að jákvæðar breytingar hafa verið gerðar á sjávarútvegs- stefnu sambandsins m.v. okkar sýn og reynslu. Einnig er í skýrslunni áhugaverð upptalning á sér- reglum og túlkunum um ýmis svæði þar sem tekið hefur verið tillit til sér- stakra hagsmuna eða aðstæðna m.a. vegna sjávarútvegs. Skýrslan sýnir að undanþágur eru ekki nauðsyn- legar svo aðild Íslands að ESB verði viðunandi. Margs konar út- færslur fyrir sérhagsmuni okkar rúmast vel innan núverandi stefnu ESB. Þetta er fyrst og fremst spurning um samningsmarkmið okkar. Mikilvægi umræðunnar fyrir upplýsingu og bestu lausnir Í Evrópuúttekt Samfylkingarinnar frá 2001 segir að stefna beri að því að skilgreina hafsvæðið í kringum Ísland sem sérstakt hafsvæði sem mundi lúta sérstöku samkomulagi. Í Berlínarræðu sinni 2002 er Halldór Ásgrímsson á svipuðum slóðum; tal- ar um sérstaka tegund landhelgi sem ekki væri túlkuð sem frávik frá stefnu sambandsins heldur sem sér- stök framkvæmd. Þannig hafa þeir sem helst hafa viljað ræða Evrópu- málin reynt að mæta áhyggjum vegna fiskveiðihagsmuna okkar með skapandi hætti. Af lestri skýrsl- unnar verður ekki betur séð en þessi sjónarmið séu nú viðurkennd. Það er afar mikilvægt því þá erum við komin nokkru nær um það hvað við getum sameinast um sem samn- ingsmarkmið ef til viðræðna kæmi. Auk þeirrar skýrslu sem hér er gerð að umræðuefni kom í vor út skýrsla um landbúnaðinn og ESB á vegum utanríkisráðuneytisins. Á svipuðum tíma kom út skýrsla á vegum Sambands íslenskra sveitar- félaga um sveitarfélögin og ESB. Hvorug þessara skýrslna hefur fengið þá umræðu og umfjöllun sem verðugt væri. Með þeim er þó lagð- ur grunnur að málefnalegri um- ræðu um hvort svið fyrir sig. Það er lofsvert að stjórnvöld skuli láta vinna pappíra um þau svið Evrópu- samstarfsins sem enn er ósamið um, en það þarf líka að fjalla um efnisatriði þeirra. Umræðan er afar mikilvæg, bæði til að finna bestu lausnir og til að upplýsa sem flesta um staðreyndir mála. Það er von- andi að núna, þegar skýrslan um sjávarútveginn liggur fyrir, verði hægt að hefja markvissari og breiðari umræðu en verið hefur um hagsmuni Íslands af Evrópusam- starfi. Fiskveiðiauðlindin og umræðan um ESB Svanfríður Jónasdóttir fjallar um Evrópuumræðuna ’Nú eru nýjar for-sendur til að ræða þessi mikilvægu mál, LÍÚ er komið að borðinu og samkomulag um ýmsar staðreyndir málsins.‘ Svanfríður Jónasdóttir Höfundur er varaformaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.