Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ligga, ligga, lí … ég á líka síma. Fullkomlega óvíst erhvort tekst að leysakjaradeilu grunn- skólakennara og sveitarfé- laganna fyrir mánudag þegar boðað verkfall á að hefjast. Þrátt fyrir ítarleg- ar viðræður hefur enn ekki fundist lausn á ágreiningi um vinnutíma og kennslu- skyldu, en það er forsenda fyrir því að samningar tak- ist. Forystumenn kennara hafa sagt að finnist lausn á deilunni um vinnutímann og kennsluskyldu kennara séu allar líkur á að það tak- ist að ná samkomulagi um launalið samninganna og þar með koma í veg fyrir verkfall. Það er ekki ólíklegt að margir velti fyrir sér hvers vegna vinnu- tími kennara geti verið svo stórt at- riði í kjaradeilunni. Skýringin á því er tvíþætt. Í síðustu kjarasamning- um voru gerðar breytingar á vinnutíma kennara sem ávallt hafa verið umdeildar meðal kennara. Forystumenn kennara telja að framkvæmd breytinganna hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samninga. Þó að launanefnd sveit- arfélaganna sé ekki endilega sam- mála því er óumdeilt að þetta hefur valdið ágreiningi. Efnislega snýst málið um að skólastjórar fengu í síðustu samningum meira svigrúm til að stýra vinnu kennara. Þeir geta sett kennara í ákveðin verk- efni og gefið fyrirmæli um hvar vinnan er innt af hendi. Margir kennarar telja að í reynd hafi síð- ustu samningar leitt til þess að þeir hafi orðið að taka á sig meiri vinnu og að skoða verði þá launahækkun sem þeir fengu í því ljósi. Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst málið um að sveitarfélögin, eins og allir aðrir vinnuveitendur í landinu, fái eðlilegt svigrúm til að stýra vinnunni sem þeir kaupa af kennurum. Þeir telja að í síðustu samningum hafi verið stigið fram- faraskref sem þeir vilja ekki taka til baka með neinum hætti. Hvers vegna kennsluskylda? Hinn þáttur málsins snýr að kennsluskyldunni. Hugtakið kennsluskylda felur í sér þá tíma sem kennara er skylt að inna af hendi við kennslu, en kennarar nota einnig hluta vinnutímans til undirbúnings kennslu, í úrvinnslu, foreldrasamstarf og fleiri þætti. Kennarar sem eru komnir yfir miðjan aldur fá afslátt frá kennslu- skyldu. Þetta sama fyrirkomulag er í framhaldsskólum en þar er kennsluskyldan minni en í grunn- skólum. Í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir leggja kennarar gríðarlega áherslu á að minnka kennsluskylduna. Af samtölum við þá virðist ljóst að þeir ætla sér ekki að semja nema ná þessu fram. Rök kennara fyrir þessari kröfu eru að kröfur til þeirra séu sífellt að aukast um aukið foreldrasamstarf og margvísleg önnur störf og þeir þurfi að fá meiri tíma til að sinna þessum þáttum starfsins. Minni kennsluskylda, meiri yfirvinna? En hvaða áhrif hefur það á út- gjöld sveitarfélaganna og kjör kennara ef kennsluskyldan er minnkuð? Svarið ræðst að nokkru af viðbrögðum sveitarfélaganna. Þau gætu einfaldlega farið þá leið að fækka kennslustundum sem nemendur fá í skólum, en það gengur þvert á það sem sveitar- félögin hafa verið að gera síðustu ár. Það er líka hugsanlegt að sveit- arfélögin ráði fleiri kennara því að minni kennsluskylda þýðir að ein- hver verður að kenna þessa tíma sem deilt er um. Langlíklegast er hins vegar að áhrifin af minni kennsluskyldu miðað við óbreytt kennslumagn séu að kennarar kenni í reynd álíka marga tíma og áður, en að hluti vinnunnar verði greiddur í yfirvinnu en ekki dag- vinnu eins og nú er. Þetta rímar raunar ágætlega við launaútgjöld í framhaldsskólum. Það er ekki stórkostlegur munur á dagvinnu- taxta grunnskólakennara og fram- haldsskólakennara. Yfirvinna framhaldsskólakennara er hins vegar miklu meiri en grunnskóla- kennara, ekki síst vegna þess að þar er kennsluskyldan minni. Engin lausn liggur á borðinu í þessum þætti samninganna þrátt fyrir að um hann hafi verið rætt í marga mánuði. Það er hins vegar búið að kanna ýmsar leiðir að lausn og á fundi í stóru samninganefnd kennara í gær átti að reifa þessar leiðir. Reiknað er með að um helgina verði gerð alvarleg tilraun til að klára samningana, en meðan vinnutímamálið er óleyst er ekkert sem bendir til annars en að af verk- falli verði. Ekki hafði verið ákveðið í gær hvort launanefndin legði fram nýtt tilboð, en það er að heyra að enginn grundvöllur sé fyrir því nema fyrir liggi nokkurn veginn hvernig menn ætli að leysa vinnutímamálið. Fréttaskýring | Hvers vegna er vinnutím- inn lykilatriðið í kennaradeilunni? Vona að eitt- hvað gerist um helgina Minni kennsluskylda grunnskólakenn- ara gæti leitt til meiri yfirvinnu Verkfall í grunnskólunum hefst á mánudag hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Fóru yfir málin í stóru samninganefndinni  Forysta Félags grunnskóla- kennara kynnti stóru samn- inganefnd félagsins stöðuna í kjaraviðræðunum í gær. Á fund- inum var farið yfir hugsanlegar leiðir að lausn á ágreiningi um vinnutíma og kennsluskyldu sem kæmu til greina. Enn er breitt bil á milli samningsaðila um þennan þátt málsins. Forystumenn kenn- ara segja að ef vinnutímamálið leysist ætti að vera hægt að koma í veg fyrir verkfall. egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.