Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 31 halda því verki áfram. Ég eir ágætu menn sem hafa geri það áfram. Jón r við forystu í nefndinni, en þar sæti frá upphafi. Við leita eftir tækifærum til að rir sem best verð. Breyt- r orðið er sú, að á sínum ð ráð fyrir að það væri erlent fyrirtæki sem kæmi er almennt álitið að Sím- öflugt fyrirtæki og að inn- markaðurinn sé það sterkur rfestar ráði alveg við það rystu. Það er nauðsynlegt á næstunni og við skil- nga sem Síminn verður em það verður í einum um og í því sambandi verði ann geti haldið áfram að tu sem hann hefur veitt og auka hana. Það er eðli- m okkur á því hvað við vilj- ssar aðstæður til þess að ð; leggja e.t.v. einhverjar ðar í því sambandi. Það er lja Símann með einhverj- um skuldbindingum. ður að geta staðist þá ni sem er á markaðnum og gendur verða að vita hvað pa. Það er einnig mikil- n geti haldið áfram að auka n hefur lítillega verið að ur erlendis. Með sama álastofnanirnar hafa verið andvinninga þá tel ég að a burði til þess. Að þessu essi dráttur á sölu Símans ni nokkuð við. Fyrir töldum við að erlendur að- mann, en nú teljum við all- minn geti haslað sér völl á angi. Að því leytinu til er efur dregist.“ Eru líkur að kaup Símans á Skjá einum hraði eða seinki sölu Símans? „Ég tel að þau breyti engu um hraðann á þessu máli. Við viljum ljúka málinu sem fyrst og það verður unnið að því.“ Meiri skilningur á sérstöðu okkar þarf að koma frá ESB Hörð gagnrýni þín á sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins í síðustu viku vakti athygli, kannski ekki síst vegna þess að í svokallaðri Berlínarræðu bentir þú á leið framhjá þessari stefnu. Ert þú ekki að senda dálítið misvísandi skilaboð um stefnu þína gagnvart Evrópusamband- inu? „Nei, ég er ekki að gera það. Það var að koma út skýrsla um þessi mál, en að henni standa utanríkisráðuneytið, sjávarútvegs- ráðuneytið, LÍÚ og Félag skipstjórn- armanna. Formaður nefndarinnar var Jón Sigurðsson seðlabankastjóri. Mikil vinna hefur verið lögð í þessa skýrslu. Mér finnst að þessi skýrsla staðfesti að menn séu sammála um að áherslur mínar í ræðunni í Berlín hafi verið réttar og framsýnar. Í ræðunni á Akureyri var ég að lýsa svipuðum hlutum og koma fram í þessari skýrslu um sjávarútvegsstefnu ESB. Ég var að lýsa ákveðnum von- brigðum með það að Evrópusambandið hafi ekki færst meira í áttina til nútíma- væðingar sjávarútvegsins. Ég lagði áherslu á mótsögnina sem er í umræðunni um þann atvinnuveg í samanburði við aðra atvinnuvegi. Ég sagði í ræðunni að ég hefði orðið fyrir vonbrigðum með að Evrópusambandið hefur ekki lagt þá áherslu á þennan hluta Evrópu sem ég hafði vænst. Ég er einfaldlega að leggja á það áherslu að ef að þessi hluti Evrópu á að geta nálgast Evrópusambandið meira þurfi að koma til meiri skilningur á sér- stöðu þessara landa og þarfa þeirra. Ég tel að ég hafi eingöngu verið að ítreka mínar fyrri skoðanir í ræðunni á Akureyri og þess vegna hafi sú ræða verið visst framhald af ræðunni sem ég flutti í Berl- ín.“ Ertu óánægður með að hafa fengið lítil viðbrögð frá Evrópusambandinu við þeim hugmyndum sem þú settir fram í Berl- ínarræðunni? „Ég get nú kannski ekki ætlast til þess að það verði algjör þáttaskil hjá Evrópu- sambandinu við það að utanríkisráðherra Íslands flytji ræðu og á enga kröfu til þess. Ég get eftir sem áður lýst von- brigðum og vænti þess að þeir sem eru að vinna að þessum málum hjá Evrópusam- bandinu fylgist með því sem við erum að hugsa. Ég tel mikilvægt að við tjáum þeim okkar hug þannig að þeir geri sér hann ljósan og að það verði á engan hátt til að spilla þeirri ágætu vináttu sem er milli okkar og Evrópusambandsins. En ef þeir eiga að skilja það sem við erum að fara verðum við að sjálfsögðu að tala skýrt.“ Pólitískt samráð innan EES lagt af Stefna ríkisstjórnarinnar er að byggja á EES-samningnum og gera nauðsynlegar breytingar á honum. Hvernig gengur að fylgja þeirri stefnu eftir? „Það hefur gengið nokkuð vel. Hitt er svo annað mál að það eru á hverjum degi að verða miklar breytingar í þessum mál- um. Evrópuþingið er að fá meiri völd og ráðherraráðið sömuleiðis. Stofnanir ESB, sem við höfum litla aðild að, hafa fengið enn meiri völd og pólitískt samráð sem er gert ráð fyrir í EES-samningnum hefur verið aflagt af hálfu Hollendinga sem nú fara með formennsku í bandalaginu. Við höfum verið að vinna í því að þetta samráð verði tekið upp á nýjan leik þegar Lúx- emborg tekur við formennsku og þeir hafa tilkynnt að þeir muni gera það. Við erum því alltaf að berjast við nýjar aðstæður og raun og veru að berjast fyrir því að gleymast ekki í öllu þessu mikla umróti. Evrópska efnahagssvæðið er orð- ið svo lítið brot af þeirri stóru heild sem þarna er að vinna saman og það þarf að hafa meira og meira fyrir því að þeir viti af tilveru okkar og séu tilbúnir að sinna þörf- um okkar. Það er vert að minna á að auð- vitað er Norðurlandasamstarfið afar mik- ilvægt í þessu samhengi.“ Ánægður með breytingarnar á utanríkisþjónustunni Hvað er það sem þú ert ánægðastur með í utanríkisráðuneytinu nú þegar þú hverfur þaðan? „Ég er langánægðastur með breytingar sem gerðar hafa verið á utanríkisþjónust- unni. Ég er afskaplega ánægður með fólk- ið sem starfar hérna og hversu vel það hefur aðlagað sig breyttum áherslum. Sendiráðin eru farin að sinna viðskiptalíf- inu miklu betur en áður var. Ég tel að þessi útrás sem við höfum getað verið með í skipti miklu máli. Það er stundum sagt að það sé hægt að gera þetta allt í gegn um síma og litla fartölvu en við upplifum það nú ekki þannig. Okkar reynsla er að það þurfi mikla natni, dugnað og viðveru til þess að ná árangri. Ég var í vikunni á fundi með fulltrúum úr atvinnulífinu út af samstarfinu um út- rás fyrirtækjanna og þjónustu utanríkis- ráðuneytisins við atvinnulífið. Ég er af- skaplega stoltur af því hvað okkur hefur tekist að ná góðu samstarfi við atvinnu- lífið. Það nefndi einn forystumaður í at- vinnulífinu að þegar sendiherrar væru að fara til ákveðinna landa að þá hringdu þeir í fyrirtækin til að spyrja hvort þeir gætu ekki eitthvað gert í leiðinni. Hann sagði að þetta hefði ekki gerst áður. Ég tel að þetta sé eitt af því mikilvægasta sem við höfum verið að gera í utanríkisráðu- neytinu, þ.e. að aðlaga utanríkisþjónust- una þörfum íslensks atvinnulífs. Ég get nefnt sem dæmi að nýlega sam- einuðust íslensk fyrirtæki og franskur að- ili um ráðgjafaverkefni í Frakklandi fyrir hundruð milljóna króna. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja fullyrða að þau tengsl hefðu aldrei komist á nema vegna ræktar- semi sendiráðsins og sendiherrans í Frakklandi. Því er spáð að innan fárra ára muni 10 milljónir Kínverja heimsækja Evrópu. Við þurfum að fá eitthvað af þessu fólki hingað. Sendiráð okkar þar og Útflutningsráð eru á kafi í því að vinna í þessu í samstarfi við íslenska ferðaþjón- ustu. Það má líka nefna að margmiðlunar- fyrirtæki okkar eru á næstu dögum að kynna sína starfsemi í London. Þar er sendiráð okkar í fararbroddi. Ég er ánægðastur með þessa breytingu. Ég var líka mjög ánægður með hvernig tókst til um samninga um okkar mikil- vægustu mál í upphafi ferils míns, bæði um línuna milli Íslands og Grænlands og Íslands og Færeyja. Einnig tókst vel til við gerð samninga um Smuguna og um síldina og ennfremur samninga 1996 við Bandaríkin um varnarmálin. Það hafa hins vegar verið mér mikil vonbrigði að það hefur á ný skapast óvissa í samskipt- um Íslands og Noregs í sambandi við síld- ina og ég tel að það sé mikið sprengiefni og sé hættulegt fyrir bæði löndin að hafa það mál óleyst ár eftir ár. Sama má segja um varnarmálin við Bandaríkin. Þar hefur skapast óvissa á nýjan leik, þó ég telji all- ar líkur til þess að þar muni verða ágæt niðurstaða. Margt annað má nefna, en síðast en ekki síst vil ég nefna uppbyggingu þróun- arsamvinnu okkar Íslendinga og friðar- gæsluna sem ég held að við getum öll ver- ið stolt af.“ Höfum dregið úr ferðalögum Þú nefndir á Alþingi á síðasta þingi að þú ætlaðir að láta skoða rekstur utanrík- isráðuneytisins með það í huga að ná fram hagræðingu. Hefur þessi vinna farið fram? „Já, ég skipaði starfshóp innan ráðu- neytisins sem hefur farið vel ofan í saum- ana á þessum málum. Hann kynnti sér hvernig þessum málum er háttað í lönd- unum í kringum okkar og fór gagngert of- an í saumana á öllum rekstri utanríkis- þjónustunnar. Þá var starfsfólk ráðuneyt- isins og þjónustunnar erlendis hvatt til þess að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Ég tel að þessi vinna hafi verið mjög mikilsverð og nú liggur fyrir skýrsla þessa starfshóps og afmarkaðar tillögur sem fela í sér hag- ræðingu, sparnað og endurskipulagningu að ákveðnu leyti. Það var efnt til hug- myndasamkeppni innan utanríkisráðu- neytisins um það hvar við gætum gert betur. Við þurfum að hagræða í rekstri vegna fjárlaga á næstu árum. Ég tel að þessi skýrsla verði mjög gott veganesti í þeirri vinnu. Þarna koma fram ábend- ingar um að við getum staðarráðið fólk í meira mæli, sem er ódýrara. Við höfum lagt mikla áherslu á að draga úr ferðalög- um eins og við höfum getað og teljum að það séu frekari möguleikar í því sam- bandi. Við höfum stóraukið fjarvinnslu og öll sendiráðin eru tengd beint við ráðu- neytið. Við höfum komið upp búnaði fyrir fjarfundi. Síðan er í skýrslunni bent á möguleika að sýna meiri sveigjanleika í starfsmannaráðningum. T.d. að bílstjórar fái meira hlutverk en það eitt að keyra bíl. Þetta er mjög góð skýrsla og ég legg hana á borð hjá nýjum ráðherra.“ Er ekki nauðsynlegt fyrir ríkisstjórn sem ætlar sér að lækka skatta að draga úr ríkisútgjöldum? „Svo lengi sem ég man hefur þurft að vera aðhald í ríkisfjármálum. Það mun gilda líka um framtíðina. Stærstu þætt- irnir í ríkisfjármálunum eru heilbrigðis-, félags- og menntamál. Það kom í ljós ný- lega við samanburð á lyfjaverði hér og á Norðurlöndunum að lyfjaverð hér á landi er hærra sem nemur fjórum milljörðum. Það svarar til 1% lækkunar á tekjuskatti og jafngildir stærstum hluta útgjalda til utanríkismála. Það er því víða hægt að spara. Stærstu þættirnir í útgjöldum utanrík- isráðuneytisins eru til sendiráðanna, þró- unarmála, stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðlegra stofnana. Síðan hefur sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli verið að vaxa vegna aukinna umsvifa á flugvellinum og kröfu um ör- yggisgæslu og fleira. Þessu höfum við þurft að bregðast við vegna þess að al- þjóðaflug skiptir okkur svo miklu máli.“ Ríkisstjórnin stefnir að því að gera breytingar á stjórnarskránni. Vilt þú t.d. gera breytingar á forsetaembættinu? „Ég tel alveg nauðsynlegt að aðlaga stjórnarskrána breyttum aðstæðum. Það verður að vinnast í samstarfi við alla flokka. Ég hef skilið það svo að allir flokk- ar séu sammála um að það sé mikilvægt að skýra stöðu forsetaembættisins betur í stjórnarskránni. Það hefur engin breyting verið gerð á því þrátt fyrir miklar breyt- ingar á samfélaginu. Ég held að það sé öll- um til góðs að þetta sé sem skýrast, en legg áherslu á að vandað verði til þessarar vinnu og að um hana náist breið og góð samstaða.“ kkanna ein aðalrótin m sem orðið hafa Morgunblaðið/Sverrir msson tók við embætti forsætisráðherra í gær. egol@mbl.is ’Ég tel að ég hafi eingöngu verið að ítreka mínar fyrri skoðanir í ræðunni á Akureyri.‘ ’Ég tel alveg nauðsynlegtað aðlaga stjórnarskrána breyttum aðstæðum. Það verður að vinnast í samstarfi við alla flokka.‘ ’Í nánu samstarfi er alltaf sú hætta að sumir eigi erfitt með að greina á milli flokkanna.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.