Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Undirbúa íbúaþing | Ráðgjafarfyr- irtækið Alta ehf. og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafa gert með sér samning þar sem kveðið er á um þátttöku nemenda á umhverfisbraut í undirbúningi og fram- kvæmd íbúaþinga. Markmiðið með samstarfinu er að kynna nemendum samráðsferli, einkum í tengslum við byggðaskipulag, segir í frétta- tilkynningu. Nemendur verða þannig virkir þátttakendur í verkefnum á vegum Alta. Jafnframt er samkomulag um að Alta leggi skólanum til gestafyrirlesara. Í tilkynningunni kemur fram að vonast er til að samningurinn leiði til frekara sam- starfs skólans og Alta, meðal annars á sviði ráðgjafar, rannsókna og nemendaverkefna. Þá færir Alta skólanum að gjöf bækur um samráðsferli og samráðsaðferðir. Brugðist verði við | Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins á Húsavík skorar á stjórnvöld að bregðast nú þegar við þeim alvarlega vanda sem blasir við Mývatns- sveit þegar starfsemi Kísiliðjunnar hf. leggst af. Í áskorun sem félagið hefur sent frá sér kemur fram að fyrirsjáanlegt er að málið hafi alvarlegar afleiðingar á atvinnu- og byggðaþróun um alla Suður-Þingeyj- arsýslu. Íþróttahús vígt | Ákveðið hefur verið að vígja nýja íþróttahúsið á Kirkjubæj- arklaustri laugardaginn 9. október næst- komandi. Fram kemur á vef Skaftárhrepps að íbúum hreppsins og fleira fólki verður boðið til hátíðardagskrár í íþróttahúsinu af því tilefni. Bæjarstjórn Akra-ness hefur sent frásér ályktun þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að hraða und- irbúningi lagningar Sundabrautar og að sem fyrst verði lögð fram tíma- sett áætlun verkefnisins. Bæjarstjórnin tekur undir nýlega ályktun sam- göngunefndar Reykjavík- ur um að lagning Sunda- brautar sé ein allra mikilvægasta samgöngu- bótin á höfuðborgarsvæð- inu. Sundabraut muni greiða verulega fyrir um- ferð frá Vestur- og Norð- urlandi og hafa margþætt og jákvæð áhrif á þróun byggðar. Rifjað er upp að í viljayfirlýsingu, sem Reykjavíkurborg, Akra- neskaupstaður, Borg- arbyggð og önnur sveit- arfélög í Borgarfirði hafa undirritað um sameiningu hafna er meðal annars lögð áhersla á fram- kvæmdir við Sundabraut. Sundabraut Það getur verið erf-itt fyrir fólk semer að flýta sér að komast leiðar sinnar á annatímum í borginni. Það á jafnt við um bíl- ana á helstu umferð- aræðum á morgnana og síðdegis og gangandi vegfarendur í mið- bænum þegar mann- þröngin er sem mest. Þessi kona var á fleygi- ferð á hjólinu í Austur- stræti og lét ekkert trufla einbeitinguna. Morgunblaðið/Ómar Á fleygiferð um Austurstræti Kristinn Bjarnasonhafði mikið dá-læti á hringhend- unni. Þegar hann lá í hettusótt og fannst hann mega muna fífil sinn fegri, þar sem árans sótt- in hafði hlaupið niður í honum, gerði hann vís- una: Fyrrum eltist fljóðin við, flíkum smellti sundur, en nú velt ég út á hlið eins og geltur hundur. Vísan er til í fleiri út- gáfum, en svona lærði séra Hjálmar Jónsson hana frá afa sínum. Fleiri hagyrðingar eru í ætt- inni, því Bólu-Hjálmar var langafi Kristins Bjarnasonar. Þegar Kristinn var við uppskipun á Blönduósi fyrir 1920 var stýrimaður á dönsku skipi með ein- dæmum hrokafullur, að honum fannst. Kristinn lét hann heyra það úr lestinni: Eins og rotta æsir geð er með spott í svörum. Digur hrotti dæsir með djöflaglott á vörum. Með djöflaglott pebl@mbl.is Laxamýri | Heimilisfólkið í Fagranesi í Aðaldal rak upp stór augu í gær þegar það sá að komin var dúfa á túnið hjá þeim, rétt hjá bæjarhúsunum. Reynd- ist hún gæf og auðvelt að ná henni. Ekki vissi fólkið deili á dúfunni enda engir slíkir fuglar í nágrenninu. Á fæti dúfunnar var númer og þegar hringt var í það var svar- að í Klausturseli á Jökuldal. Dúfan hafði horfið úr dýragarð- inum þar í byrjun ágúst og var talin af. Upphringingin frá Fagranesi var því ánægjuleg, að sögn Ólafíu Sigmarsdóttur í Klausturseli. Má það teljast merkilegt að dúfa skyldi komast yfir öræfin án þess að verða fyr- ir skakkaföllum eða á vegi rán- fugla á þeim vikum sem hún var á flækingi. Dúfan er í vist hjá Sigurveigu Jónsdóttur í Fagranesi, þar til hún fær far heim til sín í Klaust- ursel. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Flaug yfir öræfin og fannst í Aðaldal Egilsstaðir | Soffía Lárusdóttir á Egils- stöðum, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu málefna aldraðra, verður í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sam- einuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fella- hrepps og Norður-Héraðs en kosið verður til sveitarstjórnar 16. október. Listinn var samþykktur á fundi fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshér- aði á dögunum. Í öðru sæti er Ágústa Björnsdóttir, skrifstofustjóri KB banka á Egilsstöðum, í þriðja sæti Hrafnkell El- ísson, framleiðslustjóri TF í Fellabæ, í fjórða sæti Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, og í fimmta sæti Guðmundur Sveinsson Kröyer, jarðfræðingur á Egilsstöðum. Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri í Fellabæ og fyrrum oddviti, er í heiðurssæti listans. Soffía leiðir D-listann Egilsstaðir | Samband sveitarfélaga á Austurlandi heldur 38. aðalfund sinn á Eg- ilsstöðum í dag og á morgun. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun fundurinn fjalla um eflingu sveitar- stjórnarstigsins og samstarf sveitarfélaga og ríkis í menningarmálum, þekkingarset- ur, þjóðgarð norðan Vatnajökuls og Stað- ardagskrá 21. Veita á Menningarverðlaun SSA 2004 á föstudagskvöld. Aðildarsveitarfélögin eru 15 og mun fækka um tvö eftir sameiningu Austur- Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs 1. nóvember nk. Austfirskir sveitarstjórnar- menn funda ♦♦♦ Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Langförul Góður samanburður | Grunnskólanum á Hólmavík bárust nýlega meðaleinkunnir úr samræmdum prófum síðustu þriggja ára. Sýna þær að einkunnir eru meðal þeirra hæstu miðað við skóla af svipaðri stærð- argráðu. Skólastjórnendur þakka þetta meðal annars stöðugu starfsmannahaldi, bæði meðal kennara og annars starfsfólks síð- ustu árin, en skemmst er að minnast þess að mikil fjölmiðlaumræða var um slaka frammistöðu nemenda skólans fyrir örfáum árum. Skólinn er sá eini sem skilar öllum nem- endum í öll prófin, en síðustu ár hafa nem- endur tíunda bekkjar haft val um hver af samræmdu prófunum þeir þreyta. Mývatnssveit | Í sumar var plantað um 130 þúsund birki- og lerkiplöntum á upp- græðslusvæðinu á Hólasandi, einnig lúpínu. Um tuttugu tonnum af áburði var dreift á svæði þar sem niturverksmiðjur náttúrunn- ar hafa ekki tekið við framleiðslunni. Hólasandsverkefnið er framtak samtak- anna Húsgulls og Pokasjóðs verslunarinnar auk þess sem Landgræðslan og Skógrækt ríkisins taka þátt. Verkefnið hefur nú varað í áratug og hefur það skilað góðum árangri. 130 þúsund trjám plantað ♦♦♦         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.