Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR TEKINN VIÐ Halldór Ásgrímsson tók við emb- ætti forsætisráðherra af Davíð Odds- syni í gær. Halldór segir skattalækk- anir á dagskrá ríkisstjórnarinnar í haust, en miðað við það góða svigrúm sem virtist vera í ríkisfjármálum gerðu menn ráð fyrir að geta lækkað tekjuskattinn um 4%. Ívan ógnar Bandaríkjunum Nær tveimur milljónum manna var sagt að flýja heimili sín á suðurströnd Bandaríkjanna í gær þegar fellibyl- urinn Ívan stefndi þangað. Búist var við að miðja fellibylsins kæmi að landi í dag og lýst var yfir neyðarástandi í Flórída, Louisiana og Alabama. Stöðvarfjörður án verslunar Engin matvöruverslun verður á Stöðvarfirði þegar einu verslun stað- arins, Stöðfirzka verzlunarfélaginu ehf., verður lokað á næstu dögum vegna gjaldþrots. Skiptastjóri þrota- búsins hefur árangurslaust leitað eft- ir aðilum til að taka við versluninni undanfarin misseri. Mannbjörg við Grænland Sex mönnum, þar af fjórum kaj- akræðurum Blindrafélagsins, var bjargað úr miklum sjávarháska við Grænlandsstrendur í gær eftir að vél- bátur, sem sótti þá, sökk í ofsaveðri með öllum búnaði leiðangursins. Mikilli mannfjölgun spáð Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóð- anna spáir því að íbúafjöldi 50 fátæk- ustu landa heims þrefaldist fyrir árið 2050 og verði þá 1,7 milljarðar. Áætl- að er að jarðarbúum fjölgi úr 6,4 í 8,9 milljarða. Hafnar lýðræði í Kína Forseti Kína, Hu Jintao, er andvíg- ur því að vestrænir stjórnarhættir og lýðræði nái fótfestu í landinu. Kom þetta fram í ræðu forsetans á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Erlent 11 Bréf 33 Höfuðborgin 16 Minningar 34/43 Suðurnes 16 Dagbók 48/50 Akureyri 18 Listir 51/53 Austurland 18 Af listum 51 Landið 19 Fólk 54/57 Daglegt líf 20/21 Bíó 54/57 Neytendur 22/23 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 24/33 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #      $         %&' ( )***                 HEILDARLAUN félaga í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur hækk- uðu um 5% milli ára, úr 259 þúsund krónum á mánuði árið 2003 í 273 þúsund kr. árið 2004. Grunnlaun hækkuðu hlutfallslega ívið meira eða um 6% á sama tímabili, úr 231 þúsund í 246 þúsund kr. á mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í launakönnun VR, en könn- unin er nú gerð í sjötta sinn. Um er að ræða spurningakönnun og bárust 5.500 svör af rúmlega 13 þúsund sem haft var samband við. Svarhlut- fallið var því rúm 43%. Í könnuninni kemur fram að 5% hækkun heildarlauna er rúmu pró- sentustigi meiri hækkun en almenn hækkun launa á vinnumarkaði á sama tíma sem var 3,8%. Á tíma- bilinu var ekki um neinar samnings- bundnar launahækkanir að ræða og nýir kjarasamningar voru undirrit- aðir eftir að könnunin var gerð. Samkvæmt könnuninni hækkaði sölu- og afgreiðslufólk mest milli ára eða um 10% og heildarlaun þeirra sem vinna við að afgreiða sérvöru/matvöru hækkuðu um 16% milli ára. Afgreiðslufólk á kassa hefur lægstu heildarlaunin á mánuði sam- kvæmt könnuninni eða 154 þúsund kr., matráðskonur og matsveinar eru með tæp 190 þúsund og 192 þúsund eru greidd fyrir ræstingar og þrif. Forstöðumenn/sviðsstjórar eru með hæstu launin, tæp 424 þús- und kr. á mánuði, markaðsstjórar eru næstir með 389 þúsund, en for- stjórar og hærri stjórnendur eru með 371 þúsund kr. en þeir voru áð- ur með hæstu launin. 15% kynbundinn launamunur Þá kemur fram að karlar eru með 22% hærri laun en konur að með- altali, sem er sama niðurstaða og í síðustu könnun. Kynbundinn launa- munur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsald- urs og starfsstéttar, er 15%, sem er nær það sama og í könnuninni fyrir ári síðan, en þá reyndist kynbund- inn launamunur vera 14%. Könnunin sýnir einnig að vinnu- tími lengist á milli ára um 1,5 klukkustundir að meðaltali og er 44,8 stundir á viku. Vikulegur vinnutími karla er að meðaltali tæp- um fimm klukkustundum lengri en vinnutími kvenna eða 47,5 stundir samanborið 42,6 stundir hjá konum þegar um er að ræða fólk í fullu starfi. Eldra fólk vinnur styttri vinnuviku en yngra fólk að með- altali og því lengri sem vinnuvikan er því óánægðara er fók í vinnunni. Þá kemur fram að hæstu heild- arlaunin eru greidd í fjarskiptafyr- irtækjum og fyrirtækjum í sölu og þjónustu á tölvum eða 315 þúsund krónur á mánuði. Þau lækkuðu hins vegar um 3% frá fyrri könnun fyrir ári. Lægstu launin eru greidd í smá- sölu eða 218 þús. kr. í smásölu með lyf, hjúkrunar- og snyrtivörur sem er 1% hækkun milli ára. Heildar- laun í stórmörkuðum námu 221 þús- und kr. á mánuði og hækkuðu um 9% milli ára. Fram kemur að þeir sem hafa farið í háskóla eru með 32% hærri laun en aðrir og þegar búið er að taka tillit til kyns, aldurs, vinnu- tíma, starfsaldurs og starfsstéttar er munurinn 19%. Þá kemur fram að 40% þáttak- enda í könnuninni eru sátt við laun sín, en 35% ósátt og að karlar eru fremur sáttir en konur. Félagar í VR eiga rétt á einu launaviðtali á ári. Hafði helmingur þátttakenda farið í launaviðtal á liðnu ári og fengu 64% þeirra jákvæða breyt- ingu á kjörum sínum eftir viðtalið samkvæmt könnuninni og þeir sem fóru í launaviðtal eru með 7% hærri laun en þeir sem ekki fóru. Niðurstöður launakönnunar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur 2004 5% hækkun heildarlauna milli ára                             !     "         #  $   %$       &'()*& &+,(-& &(-)*) &))+-. .*&+./ ,'.,&* ,)/)*. ,/*&,- ,/&)*' ,/.'-, FLUGVÉL kemur inn til lend- ingar á Reykjavíkurflugvelli í ljósaskiptunum. Greinilega má sjá hvernig er að þykkna upp en spáð var stormi víða á landinu í nótt og fram eftir degi í dag. Sennilegast má því búast við ein- hverri röskun á flugsamgöngum vegna veðurs. Flug í ljósaskiptunum Morgunblaðið/Golli VIÐBÚNAÐUR fór í gang í gær vegna tveggja fiskibáta sem hurfu út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerf- inu og voru björgunarskip og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Bát- arnir týndu, Ólafur HF 251 og Ólaf- ur HF 200 fundust hins vegar í þann mund er björgunarleiðangurinn var að hefjast. Höfðu þeir siglt 60 sjómíl- ur út af Reykjanesi og voru því komnir út fyrir farsvið sitt, þ.e. haf- svæði sem leyfilegt er miðað við fjar- skiptabúnað sem er um borð í bát- unum. Björgunarskipin Oddur V. Gísla- son frá Grindavík og Hannes Þ. Haf- stein frá Sandgerði voru komin á fremsta hlunn með að fara til leitar þegar bátarnir komu fram og þá var áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, reiðubúin til flugs. Ekk- ert amaði að áhöfn bátanna, en þetta er í þriðja skipti á innan við mánuði sem kallað er til leitar að þessum sömu bátum á þessu sama svæði, samkvæmt upplýsingum björgunar- sveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Málið er í skoðun hjá Landhelg- isgæslunni og kemur til greina að leggja fram kæru á hendur bátsverj- um fyrir reglugerðarbrot. Viðbúnaður vegna týndra báta KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild vegna reykeitrunar eftir að eldur kviknaði í sjónvarpi í her- bergi á annarri hæð gistiheimilis við Dalshraun 13 í Hafnarfirði í fyrrinótt. Kona, sem einnig var í herberginu, slapp án meiðsla. Húsið hefur ekki verið samþykkt sem gistiheimili samkvæmt upplýsing- um frá Hafnarfjarðarbæ. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var það nágranni fólksins sem vakti það eftir að hann varð eldsins var. Tilkynning barst Neyðarlínu um klukkan þrjú og þegar Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn stóð reykur út um gluggann. Níu manns voru á hæð- inni og hafði þeim öllum tekist að komast út úr húsinu. Talsverðar reykskemmdir urðu í herberginu og á gangi. Húsið við Dalshraun 13 er stórt og hýsir fjölmörg fyrirtæki. Að sögn Kristjáns Þorvaldssonar, talsmanns byggingafulltrúa Hafn- arfjarðar, hafði verið sótt um að breyta notkun hússins og reka þar gistiheimili. Vel hefði verið tekið í umsóknina en hún hefði þó ekki verið samþykkt. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Eðvarð Björgvinsson, hjá Harðviðarhúsum, sem reka gisti- heimilið, að öll leyfi fyrir gistiheim- ilinu væru fyrir hendi. Reykskemmdir eftir eld í sjónvarpstæki Byggingafulltrúi segir húsnæðið ekki samþykkt sem gistiheimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.