Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Halldór Ásgrímsson tók við emb-ætti forsætisráðherra í gær afDavíð Oddssyni. Halldór erenginn nýgræðingur í stjórn- málum. Hann varð alþingismaður árið 1974 aðeins 26 ára gamall. Í kosningunum 1978 féll hann af þingi, en var endurkjör- inn þingmaður árið eftir. Hann varð sjáv- arútvegsráðherra á árunum 1983 til 1991 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1988 til 1989. Halldór hefur verið utanríkis- ráðherra frá árinu 1995 en tekur nú við starfi forsætisráðherra af Davíð Odds- syni. Halldór hefur því verið alþingis- maður samtals 29 ár og þar af ráðherra í 17 ár. Halldór varð varaformaður Fram- sóknarflokksins árið 1981 og formaður flokksins 1994. Það er stundum talað um að Framsókn- arflokkurinn hafi breyst eftir að Halldór varð formaður flokksins. Halldór var því fyrst spurður að því hvort hann hefði ein- sett sér að breyta flokknum eftir að hann varð formaður. „Það er alveg rétt að Framsóknarflokk- urinn hefur breyst. Ég var alveg ákveðinn í því þegar ég tók við flokknum að vinna að breytingum því mér fannst að Fram- sóknarflokkurinn yrði að breytast með breyttum tímum. Hann yrði að takast á við verkefni og takast á við gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Og það sem mér fannst hann þurfa sérstaklega að takast á við var breytt umhverfi alþjóðamála og þá staðreynd að framfarir okkar, afkoma og möguleikar íslensks þjóðfélags byggjast ekki síst á alþjóðavæðingunni og þeim breytingum sem eru að verða í kringum okkur. Það má því segja að ég hafi notað tækifærið sem utanríkisráðherra að beina athygli framsóknarmanna til alþjóða- samfélagsins og hversu miklu máli það skiptir fyrir þjóðfélagið að aðlagast þess- um breyttu aðstæðum. Verður að aðlagast breyttum tíma til að vera sterkt afl Ég er uppalinn í litlum sjávarþorpum og man vel eftir einangruninni og hversu háð við vorum hvert öðru. Í þessum litlu samfélögum voru nánast engir vegir og lítil samskipti, meira að segja innanlands. Þessar aðstæður höfðu að sjálfsögðu áhrif á viðhorf manna. Framsóknarflokkurinn er kominn til ára sinna, en hann er að nálgast nírætt. Það er algjörlega ljóst að Framsóknarflokkurinn getur aldrei verið sterkt þjóðfélagsafl nema að aðlagast breyttum tímum. Ég hef verið boðberi þess og sé ekki eftir því. Þetta gerist hins vegar ekki endilega átakalaust. Það voru ekki allir sammála um einkavæðingu bankanna. Það voru ekki allir sammála áherslum mínum í sjávarútvegsmálum, í Evrópumálum eða í samstarfi við erlend fyrirtæki á sviði stór- iðju. Þetta eru hins vegar allt mál sem hafa skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag og leitt til mikilla breytinga.“ Samstarf flokkanna mikilvægt Áður var talað um að Framsóknar- flokkurinn væri valkostur við Sjálfstæð- isflokkinn og keppinautur hans. Er það ekki liðin tíð þegar flokkarnir hafa unnið svo náið saman í þrjú kjörtímabil? „Það liggur fyrir að í nánu samstarfi er alltaf sú hætta að sumir eigi erfitt með að greina á milli flokkanna. Flokkarnir eru hins vegar sprottnir upp af mismunandi rótum og hafa ólíkar áherslur á mörgum sviðum. Þeir hafa samt náð saman um helstu framfaramál þjóðfélagsins og það er mjög mikilvægt að það hafi gerst. Ég held að það sé ein aðalrótin að þeim fram- förum sem hafa orðið hér á síðasta áratug. Á sama tíma liggur það fyrir að íslensk stjórnmál eru með þeim hætti að það er óhugsandi að einhver einn flokkur hafi hér meirihluta. Samstarf flokka leiðir allt- af fram málamiðlanir sem menn fara stundum að líta á sem stefnu viðkomandi flokka. Á bak við þessar málamiðlanir eru oft á tíðum ólík stefnumið. Því er aftur á móti ekki að neita að þetta hefur áhrif á flokkana. Jafnframt liggur fyrir að við þurfum oft að söðla um vegna breyttra að- stæðna. Við getum tekið sem dæmi að við erum með þá stefnu samkvæmt stjórnarsátt- mála að lán til húsnæðiskaupa verði 90%. Þar hefur ekki orðið nein breyting á. Bankarnir settu sig upp á móti þessu og sóttu mál fyrir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Síðan söðla þeir allt í einu um og fara að bjóða mjög góð lánskjör. Þessu ber að sjálfsögðu að fagna, en við erum al- veg vissir um að af þessu hefði aldrei orðið nema vegna eindrægni okkar í að koma þessum lánum á og einnig vegna þess að flokkarnir urðu sammála um að einka- væða bankana. Þetta hefur leitt til þess að bæta hag almennings og það á að vera markmiðið en ekki hver á viðkomandi stofnanir.“ Ætla að efna til víðtæks samráðs Nú er sú breyting orðin að þú hefur tekið við embætti forsætisráðherra. Er eitthvað eitt frekar en annað sem þú ætlar að beita þér fyrir í forsætisráðuneytinu? „Mér verður á þessum tímamótum hugsað til reynslu minnar í átta ár sem sjávarútvegsráðherra. Þá hafði ég tæki- færi til að beita mér miklu meira inn á við. Ég var með erfitt og krefjandi verkefni og þurfti að hafa mikið samráð við fólk alls staðar af landinu. Ég horfi til þess með til- hlökkun að fá meiri tíma til að beita mér inn á við á nýjan leik. Í því felst að hafa meira samstarf við atvinnulífið í landinu, forystumenn þess og launþega. Ég ætla að gefa mér tíma til að hafa meiri sam- skipti við fulltrúa í sveitarstjórnum, bæði borgarstjórnina í Reykjavík, á höfuðborg- arsvæðinu og fulltrúa byggða um allt land. Ég ætla að gefa mér tíma til að fara um landið og kynna mér mál. Ég hef líka hugsað mér að leggja áherslu á efnahags- mál og hagstjórnina. Það hefur alltaf verið mér hugleikið. Ég var stjórnmálamaður á tíma þegar hér var mikil verðbólga og óstöðugleiki. Ég sá mistökin sem þar urðu og tók þátt í þeim. Ég hef mikinn áhuga á því að leita til valinkunnra einstaklinga til að gefa mér ráð og aðstoða mig við hag- stjórnina. Ég hef ákveðið að koma mér upp slíkum ráðgjafahópi til þess að auka víðsýni og gera það líklegra að ég sem for- sætisráðherra geti staðið undir þeim væntingum sem til mín eru gerðar um að samfara áframhaldandi hagvexti og fram- förum í landinu ríki hér stöðugleiki.“ Líklegast að innlendir fjárfestar kaupi Símann Einkavæðingarnefnd er á forræði for- sætisráðuneytisins og stærsta verkefni hennar verður að einkavæða Símann. Hvernig vilt þú standa að sölu fyrirtæk- isins? „Ég ætla að h vænti þess að þe unnið að þessu g Sveinsson tekur hann hefur átt þ höfum verið að l selja Símann fyr ingin sem hefur tíma gerðum við helst eitthvert e inn í þetta. Það inn sé orðið svo lendi fjármálam að innlendir fjár að vera þar í for að þetta gerist á greinum þá áfan seldur í, hvort s áfanga eða fleiru aðalatriðið að ha veita þá þjónust landsmönnum o legt að við áttum um gera við þes efla dreifikerfið fjárhæðir til hlið ekki hægt að se um óskilgreindu Fyrirtækið verð hörðu samkepp væntanlegir eig þeir eru að kaup vægt að Síminn útrás sína. Hann fara inn í rekstu hætti og fjármá að fara í mikla la Síminn hafi alla leytinu hefur þe snúið hugsuninn nokkrum árum ili kæmi inn í Sím ar líkur á að Sím erlendum vettva gott að þetta he Samstarf flok að framförum Halldór Ásgrímsson tók í gær við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni. Halldór segist sem forsætisráðherra ætla að leitast við að hafa sem mest samráð við aðila í atvinnulífi, launþegasamtökum og sveitarstjórnum. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að hann ætli í því skyni að setja á fót hóp sem verði honum til ráðgjafar í efnahagsmálum. Halldór Ásgrím TÆKIFÆRI HALLDÓRS ÁSGRÍMSSONAR Halldór Ásgrímsson, formaðurFramsóknarflokksins, tók í gærvið embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni. Halldór hefur verið þingmaður í 29 ár samtals og ráðherra í 17 ár. Það er því óhætt að segja að reynd- ur stjórnmálamaður setjist nú í valda- mesta embætti landsins. Að auki tekur hann við forustu ríkisstjórnar, sem hann þekkir vel til eftir rúmlega níu ára stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokkn- um. Á þeim tíma sem Framsóknarflokkur- inn hefur setið í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokki, hafa miklar breytingar átt sér stað í íslensku þjóðlífi. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem mynduð var í apríl 1995, hélt að mestu leyti áfram því starfi sem stjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks hóf 1991. Þar hefur verið lögð áhersla á einkavæðingu og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins í viðskiptalífinu og hafa orðið stakkaskipti í þeim efnum. Þessu lýsti Halldór svo í ræðu á ársfundi viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands í janúar: „Samhliða þessu hafa völd stjórnmála- manna á þessu sviði minnkað og er það vel, því stjórnmál eiga ekki heima í at- vinnulífinu. Hlutverk stjórnmálamanna er hins vegar að setja frelsinu umgjörð. Aðilar í atvinnurekstri sem halda að nýja íslenska stefnan sé fólgin í dýrkun gróð- ans án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar eru á villigötum og stjórnmála- menn eiga ef nauðsyn krefur að vísa þeim réttu leiðina.“ Eitt þeirra verkefna, sem bíða ríkis- stjórnar undir forustu Halldórs Ás- grímssonar, er að setja þessa umgjörð. Þjóðfélagið hefur ekki aðeins tekið breytingum á undanförnum árum. Það hefur Framsóknarflokkurinn einnig gert. Í viðtali Egils Ólafssonar við for- sætisráðherra í Morgunblaðinu í dag er hann spurður hvort hann hafi einsett sér að breyta flokknum eftir að hann varð formaður. „Það er alveg rétt að Fram- sóknarflokkurinn hefur breyst,“ svarar Halldór. „Ég var alveg ákveðinn í því þegar ég tók við flokknum að vinna að breytingum því mér fannst að Fram- sóknarflokkurinn yrði að breytast með breyttum tímum. Hann yrði að takast á við verkefni og takast á við gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Og það sem mér fannst hann þurfa sérstaklega að takast á við var breytt umhverfi alþjóðamála og sú staðreynd að framfarir okkar, afkoma og möguleikar íslensks þjóðfélags byggjast ekki síst á alþjóðavæðingunni og þeim breytingum sem eru að verða í kringum okkur.“ Stjórnmálaflokkar þurfa að vera í takt við tímann vilji þeir halda slagkrafti sín- um og það sama á við um ríkisstjórnir. Í viðtalinu ræðir Halldór einkavæðingu bankanna og í framhaldi þróunina í hús- næðislánamálum, sem hann segir að hefði aldrei orðið nema ríkisstjórnin hefði ákveðið annars vegar að veita 90% húsnæðislán og hins vegar að einkavæða bankana: „Þetta hefur leitt til þess að bæta hag almennings og það á að vera markmiðið en ekki hver á viðkomandi stofnanir.“ Þessi orð um hag almennings má skoða í mun víðara samhengi. Íslending- ar vilja búa í samfélagi, sem byggir á verðleikum; þar sem leikreglur tryggja samkeppni og grósku en ekki aðstæður sem bjóða upp á að allt koðni niður í skugga fákeppni og einokunar; þar sem vel er búið að þeim sem minna mega sín. Íslendingar búa við góð lífskjör og standa framarlega á mörgum sviðum. Með það markmið að leiðarljósi að bæta hag almennings má sjá til þess að svo verði áfram. Fátt ætti að koma Halldóri Ásgrímssyni á óvart í nýju embætti, þar sem honum gefst nú tækifæri til að nýta reynslu sína. FURÐULEG VIÐBRÖGÐ Viðbrögð forystu KennarasambandsÍslands við því að fyrirtæki hafa skipulagt dagvistun fyrir börn starfs- manna sinna, fari svo að til verkfalls grunnskólakennara komi, eru gamal- dags, furðuleg og nokkurn veginn óskilj- anleg. KÍ kallar þetta „klárt verkfalls- brot“ og í Morgunblaðinu í gær sagði Eiríkur Jónsson, formaður sambandsins, að daggæzla á vegum fyrirtækja væri til þess fallin að draga úr áhrifum verkfalls- ins. „Það kann að vera lagalega séð ein- hver munur á því hvort svona starfsemi fari fram í skólahúsnæði eða öðru hús- næði. Tilgangurinn er sá sami, að draga úr áhrifum verkfalls,“ sagði Eiríkur. Hann sagði Íslandsbanka, sem hafði boð- ið starfsmönnum sínum upp á slíka dag- vistun, vera orðinn beinan þátttakanda í kjaradeilunni með því. „Ef við setjum dæmið upp þannig að öll fyrirtæki lands- ins gerðu þetta þá mun þrýstingur á okk- ar viðsemjendur hverfa. Þeir geta setið í rólegheitunum á meðan verkfallssjóðir okkar tæmast. Þetta er litið mjög alvar- legum augum og fer illa í félagsmenn og fulltrúa annarra samtaka. Allar svona sprengjur, sem menn henda inn, stuðla að því að verkfall dragist á langinn,“ sagði Eiríkur í Morgunblaðinu í gær. Um þetta er ýmislegt að segja. Í fyrsta lagi getur formaður KÍ ekki leyft sér að segja sem svo að það geti verið að lög leyfi einhverja starfsemi, en hann líti nú samt á hana sem verkfallsbrot. Það verða allir að fara að lögum, líka fólk í verkfalli. Í öðru lagi er varla nokkur einasta hætta á að það, að foreldrum sé auðveld- að að finna börnum sínum samastað með- an á verkfalli stendur, „dragi úr áhrifum verkfalls“. Heldur formaður Kennara- sambands Íslands að viðsemjendum hans og foreldrum grunnskólabarna sé bara alveg sama um að þau fái enga kennslu? Heldur hann að foreldrar líti á skólana sem dagvistarstofnanir og að hver sem er geti gengið í störf kennara? Ef hann gerir það, gerir hann miklu minna úr störfum félagsmanna sinna en efni standa til. Í þriðja lagi ber það ekki vott um mikla samúð með hlutskipti barnanna, ef Kennarasamband Íslands hyggst leggj- ast gegn því að foreldrum sé auðveldað að finna þeim samastað í öruggu um- hverfi, þar sem vel er um þau hugsað, á meðan þau njóta ekki kennslu í skólanum sínum. Tal formanns Kennarasambandsins um vond „stórfyrirtæki“ sem séu á móti kennurum í baráttu þeirra er málflutn- ingur aftan úr grárri forneskju. Fyrir- tæki vilja einfaldlega létta undir með starfsfólki sínu og gera því kleift að hafa ekki áhyggjur af börnunum sínum. Starf kennara er gífurlega mikilvægt og málstaður þeirra nýtur án nokkurs vafa mikillar samúðar hjá almenningi. Sá málflutningur, sem forysta Kennara- sambandsins hefur haft uppi undanfarna daga, er hins vegar vísasta leiðin til að draga úr þeirri samúð og stuðningi, sem kennarar njóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.