Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Laufey Ólafs-dóttir fæddist að Skálakoti,Vest- ur-Eyjafjöllum 17. mars 1927. Hún lést á heimili sínu mánu- daginn 6. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Eiríks- son bóndi í Skála- koti, f. 28. mars 1892, d. 16. október 1972 og Guðrún Nikólína Snorra- dóttir, f. 21. nóvem- ber 1883, d. 8 maí 1933. Systkini Laufeyjar eru Bjarni, f. 26. febrúar 1914, d. 23. janúar 1991, Lilja, f. 21. apríl 1915, Kjartan, f. 24. maí 1916, d. 15. janúar 1988, Fanney, f. 6. maí 1917, d. 16. ágúst 1999, Ólína, f. 25. febrúar 1921 og Sveinjón, f. 7. júlí 1924, d. 22. desember 1993. Laufey giftist 5. júní 1954 Árna Guðmundssyni frá Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, f. 23.októ- ber1929, d. 25. júlí 1996. Laufey og Árni eignuðust fimm syni: 1) Ólafur Rúnar, f. 9. mars 1948, Guðmundur Hrafn, f. 13. desem- ber 2001. b) Margrét, f. 6. sept- ember 1983, maki Arnþór Breið- fjörð Agnarsson, sonur þeirra er Sigurður Agnar, f. 10. apríl 2003. c) Matthías Skjöldur, f. 24. júlí 1990. 4) Þráinn, f. 24. maí 1961, kvæntur Unni Vilhjálmsdóttur og börn þeirra eru: Guðrún Ísabella, f. 4. maí 1987, Hildur Ýr, f. 4. apríl 1991 ogVilhjálmur Árni, f. 8. maí 2000. 5) Már, f. 28. júní 1965, maki Valdís Axfjörð og börn þeirra eru Ragnar, f. 15. apríl 1988, og Anna Bára, f. 26. apríl 1994. Laufey var ekki nema sex ára gömul þegar móðir hennar féll frá, faðir hennar bjó áfram í Skálakoti með börnum sínum sem fóru að heiman eitt af öðru til annarra starfa. Laufey var ung að aldri komin í vist til Reykjavíkur og vann við það og hótelstörf þar til hún hóf sambúð með sveitunga sínum Árna Guð- mundssyni 1947. Húsmóðurstarf- ið var hennar aðalstarf þar til yngri synir hennar voru komnir vel á legg, þá hóf hún störf utan heimilis við saumaskap hjá Skeif- unni húsgagnaverksmiðju, síðan vann hún hjá Z-húsgögnum hjá syni sínum Ólafi Rúnari og þá Lofti Péturssyni hjá Bólsturverk. Útför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kvæntur Guðrúnu Ásu Ásgrímsdóttur. Börn þeirra eru: a) Þröstur, f. 26. júní 1965, kvæntur Ingu Björk Gunnarsdótt- ur. Börn þeirra eru Ólöf Karítas, f. 20. september 1986, Rak- el Ósk, f. 25. sept- ember 1990, Aron Örn, f. 17. september 1998, og Mikael Andri, f. 7. mars 2003. b) Kolbrún, f. 9. október 1971. c) Íris, f. 5. desember 1973, gift Halldóri Gunnari Vil- helmssyni, dóttir þeirra er Guðný Ása, f. 8. apríl 2002. 2) Guðmundur, f. 4. ágúst 1953, kvæntur Guðrúnu Samúelsdótt- ur, synir þeirra eru Árni, f. 29. janúar 1977, maki Bergdís Finn- bogadóttir og Steinarr, f. 30. október 1981. 3) Sigurður, f. 20. júní 1956, kvæntur Guðbjörgu Skjaldardóttur, börn þeirra eru: a) Þórhildur Laufey, f. 21. októ- ber 1977, gift Gunnari Erni Guð- mundssyni, börn þeirra eru Guð- björg Elín, f. 22. febrúar 1998 og Tengdamóðir mín Laufey Ólafs- dóttir er látin. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar nokkrum orðum. Þau eru orðin mörg árin síð- an ég sá hana fyrst, en ég man enn hvað mér fannst Rúnar eiga unga og falleg móður. Laufey hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og bar heimili þeirra Árna þess vitni alla tíð. Það var sama hvernig húsa- kynnum þau bjuggu í, alltaf tókst þeim að gera þau svo vistleg og svo fallegt hjá sér að unun var að. Lauf- ey var ekki aðeins fagurkeri, heldur var hún líka eldklár saumakona og það var eiginlega sama hvað hún tók sér fyrir hendur það lék allt í höndum hennar hvort sem það var matargerð eða handavinna hvers konar. Undirrituð naut góðs af hand- leiðslu hennar þegar kom að und- irbúningi fæðingar fyrsta barnsins, þá vildi svo til að Laufey átti von á yngsta syninum. Við tengdamæðgur vorum því samferða við undirbúning komu sona okkar sem fæddust með eins dags bili. Laufey rík af reynslu miðlaði mér af allri þeirri þekkingu sem hún bjó yfir, hún kenndi mér að hekla og sauma smábarnaföt og allt sem hún gerði til undirbúnings barnsfæðingar gerði ég eins. Þannig var Laufey, alltaf hægt að leita að- stoðar hennar hvort sem var við leik eða störf. Laufey hafði unun af gróðri og fallegum blómum og bar garðurinn þeirra Árna á Skriðustekk 1 þess vitni, en þau höfðu sameiginlegan áhuga á að gera garðinn sem falleg- astan. Þar voru mörg handtökin innt af hendi og oft var verið að, langt fram á kvöld við garðvinnuna. Það var mikill missir fyrir Lauf- eyju og okkur öll þegar Árni féll frá, en hún tókst á við breytt lífsskilyrði af ótrúlegri einurð, bjó ein í húsinu sínu og hélt öllu áfram sem áður. Laufey óttaðist þá tíma sem hún myndi þurfa að flytja burt úr húsi sínu á einhverja stofnun og er það huggun okkar að svo þurfti ekki að verða. Um leið og ég kveð ástkæra tengdamóður mína vil ég þakka henni af alhug allt sem hún var mér á langri vegferð. Blessuð sé minning hennar. Ása Ásgrímsdóttir. Kær tengdamóðir mín, Laufey Ólafsdóttir, er látin 77 ára að aldri. Hún hvarf hljóðlega úr þessari ver- öld 6. september, sofnaði í stólnum sínum inni á fallega heimilinu sínu sem henni þótti svo vænt um. Hún Laufey var glæsileg kona, alltaf vel til höfð og smekkleg til fara, svo smágerð með sitt fallega rauða hár. Hún hafði auga fyrir fallegum hlut- um og ber bæði heimili hennar og þá sérstaklega garðurinn þess glögg merki. Það virtist allt leika í hönd- um hennar og meðan hún hafði heilsu til skapaði hún fallega hluti, oft úr ódýru hráefni, því ekki voru efnin alltaf mikil. Í garðræktinni átti hún óteljandi handtökin og voru þau tengdaforeldrar mínir mjög samtaka í því áhugamáli sínu. Því var það að missir hennar var mikill þegar lífsförunautur hennar og besti vinur féll frá fyrir 8 árum. Hin síðari ár, eftir að heilsu tók að hraka var það henni helst til yndis að horfa á fallegan gróðurinn og hlusta á niðinn í gosbrunninum. Hún átti minningar um hvert tré sem hún deildi með okkur. Við höfum nú átt samleið í ná- kvæmlega 30 ár, því það var á haustdögum 1974 sem sonur hennar Guðmundur kynnti okkur verðandi tengdamæðgurnar. Síðan þá hefur hún verið stór og mikilvægur hluti af lífi okkar fjöl- skyldunnar. Það verður skrítið að koma ekki lengur við í Breiðholtinu, fá sér kaffibolla og rökræða aðeins um lífið, tilveruna og stjórnmálin. Það vantaði ekki að hún hafði skoð- anir á landsmálunum. Það verða skrítin jól og áramót, en synir mínir pössuðu vel upp á það að við værum alltaf komin fyrir miðnætti á gaml- árskvöld í Breiðholtið til að skjóta upp, enda útsýnið hvergi betra. Afi þeirra hafði komið þeirri hefð á og var henni viðhaldið þótt hann félli frá. Með söknuði kveð ég tengdamóð- ur mína og þakka henni samfylgd- ina þessi 30 ár og allar minning- arnar sem áfram lifa. Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi og drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal.) Guðrún Samúelsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja tengdamóður mína, Lauf- eyju, er lést á heimili sínu 6. sept. síðastliðinn, 77 ára að aldri. Eftir að Laufey missti manninn sinn, hann Árna, fyrir átta árum bjó hún ein í húsinu þeirra sem þeim var svo kært, með sínum fallega garði sem þau ræktuðu saman. Henni var mjög umhugað um að halda honum fínum og tókst henni það svo sann- arlega. Hún var ekki heilsuhraust síðasta áratuginn en gat verið heima enda vildi hún hvergi annars staðar vera. Laufey og Árni eign- uðust fimm syni. Barnabörnin eru 13 og langömmubörnin orðin 8. Laufey var mikil handavinnukona og saumaði og prjónaði mikið hér áður fyrr. Eftir að strákarnir uxu úr grasi og þeir elstu voru farnir að heiman fór hún að vinna við saumaskap. Og ekki munaði hana um að sauma gardínur fyrir okkur Sigga þegar við fórum að búa. Velúrgardínur með þessum miklu köppum, felling- um og kögri. Ekkert smá verk. Laufey mín, nú er komið að kveðjustund og ég veit að Árni þinn, sem þú saknaðir svo mikið, tekur á móti þér og stjanar við þig eins og honum einum var lagið. Þín tengdadóttir Guðbjörg Skjaldardóttir. Tengdamóðir mín Laufey Ólafs- dóttir lést á heimili sínu síðastliðinn mánudag. Mig langar að minnast hennar í fáum orðum. Ekki átti ég von á því að komið væri að leiðarlokum. Mín fyrsu kynni af Laufeyju voru sumarið 1983 þegar við Þráinn, sonur henn- ar, fórum að vera saman. Það var auðvelt að kynnast þessari hressu konu. Þar fór glæsileg kona sem alltaf var vel til höfð og heimili hennar bar vott um hennar góða smekk. Minnist ég þess hvað allt var fallega skreytt, sérstaklega fyr- ir jól og páska. Margar góðar stund- ir áttum við saman. Þú varst mikil blómakona og ég man alltaf hvað garðurinn þinn var fallegur, oft fóruð þið hjónin austur fyrir fjall að kaupa blóm og plöntur. Með þessum orðum vil ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín tengdadóttir Unnur. Elsku amma mín. Í barnaskap mínum stóð ég í þeirri trú að ég myndi alltaf eiga þig að, og alltaf getað kíkt á þig í Skriðustekkinn, setið á móti þér við hringlaga borðstofuborðið og kjaft- að yfir kaffibolla og kexi. Því kom það mér algjörlega í opna skjöldu þegar mér var sagt að þú værir dá- in. Þegar ég lít til baka sé ég að við áttum fleira sameiginlegt en nafnið okkar. Það var ólýsanlegt fyrir litla stelpu að komast í skartgripaskrínið þitt og fá að máta kápur, pelsa og skó. Og þegar á unglingsárum mín- um varstu tilbúin að gefa mér ým- islegt úr skápnum þínum sem að sjálfsögðu var komið aftur í tísku, þá var ekki verra að við notuðum sömu skóstærðina. Ég minnist þeirra stunda þar sem þú sagðir skemmtilegar sögur af sjálfri þér, ungri og glæsilegri á sveitaböllun- um – og þú saumaðir flest dressin á þig sjálf enda allir sem vita hversu fær saumakona þú varst. Fyrir mér ertu, og munt alltaf vera, prinsessu amman mín, með fallega lökkuðu neglurnar þínar og vel sett hárið. Enda ertu fyrirmynd mín um hversu nauðsynlegt það er að skynja fegurðina í umhverfi sínu heimili ykkar afa og garðurinn með öllum fallegu rósunum þínum eru góð dæmi um næmt skynbragð á fegurð og fullkomnun. Það verður erfitt að hugsa sér jólaundirbúning- inn án þín, allar vangavelturnar um jólagjafir, enginn mátti vera skilinn útundan, hvorki börn, barnabörn né langömmubörn. Laufey amma, nafna mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa heimsótt þig í Skriðustekkinn þegar ég var á Íslandi fyrir nokkrum dögum og ég geymi minningarnar frá þeirri heimsókn á góðum stað í hjarta mínu, hversu hversdagslegar sem þær kunna að virðast. En þú varðst að fara frá okkur, og hversu sárt og óréttlátt sem það virðist núna þá vitum við öll að afi hefur tekið á móti þér með opnum örmum reiðubúinn að dekra áfram við prinsessuna sína. Við systkinin finnum fyrir mikl- um tómleika nú þegar þú og afi eruð bæði farin frá okkur og við getum ekki komið lengur í heimsókn með langömmubörnin. Við söknum þín sárt og minnumst þín með hlýju og trega. Þórhildur Laufey, Margrét og Matthías Skjöldur Sigurðarbörn. Elskuleg amma okkar er dáin. Minningarnar streyma og margs er að minnast. Ein af sterkustu minningunum um ömmu er hve glæsileg hún var alltaf, alveg fram á síðasta dag. Klædd samkvæmt nýj- ustu tísku í litum sem fóru vel við rauða hárið hennar og grænu aug- un. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Breiðholtið, þar biðu okkar jafnan kræsingar. Oft var það ísinn í frystinum sem boðið var upp á og amma var alltaf til í að spjalla við okkur barnabörnin. Hún gerði það ávallt sem jafningi okkar, hvort sem það var um föt, tónlist, kvik- myndir, barnauppeldi eða pólitík. Það sem gerði hana svo einstaka ömmu var hve ung í anda hún var alla tíð. Hún hafði til dæmis mikinn áhuga á popptónlist, sérstaklega ís- lenskri og sem dæmi um það þá var uppáhaldslag hennar með hljóm- sveitinni Sálin hans Jóns míns og Stefán Hilmarsson hennar uppá- halds söngvari. Það kom að þeim tímapunkti að hún vissi meira um hvað var að gerast í tónlistarbrans- anum heldur en við barnabörnin. Þá hafði hún mikinn áhuga á kvik- myndum og hafði sterkar skoðanir á leikurum þeirra sem hún gat rætt við okkur um stundunum saman. Það var sama hvenær maður kom í heimsókn til ömmu, hún var alltaf hress og í góðu skapi og til í að ræða málin, hvað svo sem manni lá á hjarta. Í hugann koma líka minn- ingar úr æskunni um útilegur sem við fórum í þegar við vorum yngri, sérstaklega þegar við fórum í Vaglaskóginn um verslunarmanna- helgar. Það var yndislegur tími og frá honum eigum við dýrmætar minningar. Svo voru það glæsilegu jólaboðin sem amma og afi héldu á jóladag í Skriðustekknum fyrir syn- ina og fjölskyldur, þá var nú glatt á hjalla, mikið borðað, spilað og hleg- ið. Þegar maður hugsar til baka er það léttleikinn og leiftrandi glettnin í augunum hennar ömmu sem kem- ur sterkast fram í hugann og það sem við munum geyma í hjartanu um ókomna tíð. Elsku amma, takk fyrir allt. Kolbrún, Íris og Þröstur. Elsku amma mín. Þegar pabbi hringdi í mig til þess að segja mér að þú værir fallin frá, þurfti ég að stoppa til þess að átta mig á hlut- unum. Mér fannst það svo ótrúlegt að þú værir farin en fyrir mér virt- ist sem þú ætlaðir að vera heima í Breiðholtinu í minnst 20 ár til við- bótar. Þegar ég hafði náð áttum fór ég að hugsa um öll þau yndislegu ár sem við áttum saman. Alltaf hlakk- aði ég jafnmikið til þegar ég vissi að ferðinni væri heitið í Breiðholtið til afa og ömmu því þangað var alltaf gott að koma. Alltaf var til brjóst- sykur og ís sem við krakkarnir fengum að japla á hjá afa nammi og ömmu gott. Garðurinn sem var allt- af þitt yndi var uppspretta að ótal tækifærum til leikja og ævintýra- mennsku svo ekki sé minnst á allar flugurnar sem voru alltaf að gera þér lífið leitt. Þegar ég sit hérna og reyni að finna einhver augnablik sem standa upp úr, reynist það mjög erfitt því að flest þau augna- blik sem við áttum saman voru frá- bær. Gamlárskvöldin í Breiðholtinu voru alltaf fjörug, margt um mann- inn og áttu allir góðar stundir þar saman. Ungir sem aldnir urðu að börnum þegar kom að því að skjóta upp og kveðja hið aldna ár. Alltaf beiðst þú eftir okkur inni þegar nýja árið gekk í garð og tilbúin að skála fyrir nýju ári. Mér er það sérstak- lega minnistætt þegar einn flugeld- urinn villtist af leið og elti þig og aðra sem voru staddir í dyrunum um allt húsið. Það er erfitt að hugsa sér nýja hefð einmitt fyrir komandi gamlárskvöld en þið afi fylgist örugglega með okkur hvar sem við verðum. Síðustu árin áttum við margar góðar stundir saman þar sem við gátum setið langtímum saman og spjallað um alla heima og geima. En núna hefur þú yfirgefið okkur og ég veit að þú ert komin á góðan stað. Þú ert aftur komin til afa og farin að ráðskast með hann. Ég er þess fullviss um að þú munir vaka yfir okkur öllum. Við munum halda áfram okkar veg með mikið af góðum minningum um þig í fartesk- inu. Elsku amma mín, ég kveð þig í bili Árni Guðmundsson. Elsku amma Laufey. Okkur langar að þakka þér fyrir samfylgdina. Við áttum mjög erfitt með að trúa því að þú værir farin. Við höfðum verið hjá þér á sunnu- deginum og þá varst þú svo hress og kát. Bauðst okkur upp á ís, sem þú áttir alltaf til handa okkur krökkunum. Oft laumuðum við okk- ur líka í sykurkarið hjá þér, því molasykur fengum við bara hjá ömmu Laufeyju. Þú sagðir okkur oft frá því, hvernig lífið hafði verið í gamla daga og varst oft hissa á því hvað tímarnir höfðu breyst. Þú varst alltaf svo fín og þegar við vor- um yngri fannst okkur svo gaman að fá að fara í fataskápinn þinn og klæða okkur í öll fínu fötin og pinna- hælana. Við eigum eftir að sakna þess að vera ekki með þér um jólin. LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.