Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórarinn Þórar-insson fæddist í Vigur við Ísafjarðar- djúp 27. júní 1930. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Sigurðsson, Heimabæ, Folafæti, f. 7. sept. 1908, d, 24. jan.1930, og Þórey Sigurðardóttir, Fola- fæti, f. 22. sept. 1911, d. 22. okt. 1979. Fóst- urforeldrar Þórarins voru Bjarni Sigurðsson bóndi í Vigur og Björg Björnsdóttir húsmóðir. Systkini Þórarins sammæðra eru: Árni S. Haraldsson verkamaður, f. 29. júní 1944, Kristrún E. Pétursdóttir hús- móðir, f. 25. júní 1949, Björg Pét- ursdóttir skrifstofumaður, f. 11. sept. 1951 og Elsa B. Pétursdóttir þjónustustjóri, f. 2. jan. 1957. Fóst- ursystkini Þórarins eru Sigurður f. 1983 og er unnusta hans Þórdís Þorvarðardóttir, Þráinn, f. 1987 og Þröstur, f. 1996. 3) Bjarney, f. 12. okt. 1970, gift Þorsteini Jóni Har- aldssyni og eru synir þeirra Tómas Darri f, 1994 og Róbert Ingi, f. 2000. 4) Sóley, f. 5. feb. 1972, gift Páli Einarssyni og eru dætur þeirra Lára Margrét, f. 1997 og Freyja Sól, f. 2000. Þórarinn ólst upp í Vigur til 19 ára aldurs. Veturinn 1947–1948 stundaði hann nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Árið 1949 hóf Þórarinn nám í húsasmíði hjá Júl- íusi T. Jónssyni og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið1953 og hlaut meistararéttindi í þeirri iðn árið 1957. Árið 1982 útskrifað- ist Þórarinn frá Kennaraháskóla Íslands með próf í uppeldis- og kennslufræði. Þórarinn starfaði sem byggingameistari til ársins 1977, en þá fór hann að kenna við Grunnskóla Kópavogs, Náms- flokka Kópavogs og Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og kenndi til ár- isns 1998. Samhliða kennslu var Þórarinn með trésmíðaverkstæði í Kópavogi þar sem hann starfaði til dauðadags. Útför Þórarins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bjarnason fyrrv. sendiherra og alþing- ismaður, Björn Bjarnason bóndi í Vig- ur, látinn, Baldur Bjarnason bóndi í Vig- ur, látinn, Þorbörg Bjarnadóttir fyrrv. skólastjóri, Þórunn Bjarnadóttir fyrrv. kennari og Sigurlaug Bjarnadóttir fyrrv. al- þingismaður og kenn- ari. Þórarinn kvæntist 27. desember 1958 Ólöfu Bjarnadóttur, f. 30. júní 1934. Foreldrar hennar voru Bjarni Björnsson frá Núps- dalstungu og Margrét Sigfúsdóttir frá Uppsölum. Dætur Þórarins og Ólafar eru: 1) Margrét, f. 22. mars 1959, gift Frímanni Ólafssyni og eru börn þeirra Ólafur Freyr, f. 1983, Ólöf Tinna, f. 1986 og Kristín Edda, f. 1993. 2) Þórey Þóranna, f. 8. apríl 1961, gift Hjálmari Bjarna- syni og eru synir þeirra Þórarinn, Elsku besti pabbi, við sitjum hér saman Soffíurnar þínar, eins og þú varst vanur að kalla okkur syst- urnar þegar taka þurfti til hendinni, og reynum að átta okkur á öllu því sem á hefur dunið undanfarinn mánuð. Barátta þín, elsku pabbi, við hið illvíga krabbamein var ansi snörp og hörð. Þú barðist eins og hetja, sýndir aldrei uppgjöf, heldur bara kjark. Þú varst alla tíð mjög hraustur og okkur fannst, eins og svo mörgum öðrum, að þú værir ei- lífur. Þú varst alltaf á ferð og flugi, en samt alltaf svo nálægur og tilbú- inn að hjálpa okkur hvenær sem á þurfti að halda þótt þú værir störf- um hlaðinn. Hvert sem við horfum og hvert sem við förum sjáum við stoltar handverk þitt. Þú varst líka stoltur af að eiga okkur, dætur þín- ar fjórar. Höfðingi, heiðarleiki, dugnaður, kraftur, gleði, kjarkur, ósérhlífni, jafngeðja, ró og festa, eru meðal annarra orða sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum um þig elsku pabbi. Þú og mamma eruð okkur stórkostleg fyrirmynd í lífinu sem við munum nýta okkur um ókomna framtíð. Við viljum þakka starfólki á deild 14E Landspítala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut fyrir einstak- lega alúðlega umönnun sem pabba var veitt á hans einu sjúrkrahús- dvöl. Elsku besta mamma, söknuður okkar allra er mikill en við getum huggað okkur við orð Spámannsins: Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Með kveðju og þakklæti, þínar elskandi dætur, Margrét, Þórey, Bjarney og Sóley. „Jæja, er ég ekki búinn að vera rólegur?“ Þessi orð var tengdafaðir minn vanur að nota, þegar honum fannst tími til kominn að drífa sig heim eða til annarra starfa eftir heimsóknir. Nú er þessari heimsókn lokið og eftir sitja dýrmætar minn- ingar um einstakan höfðingja. Kynni mín af þeim sæmdarhjón- um, Þórarni og Lóu, hófust fyrir hartnær 25 árum, er ég og Magga, elsta dóttir þeirra, hófum að rugla saman reytum okkar. Frá upphafi varð ég einn af fjölskyldunni og hvíslaði Þórarinn því að mér fljót- lega, að Möggu gæti ég ekki skilað aftur, en skiptimiða gæti ég fengið, því hann ætti tvær ólofaðar á þeim tíma. Hjálpsemi, heiðarleiki, vinnusemi og dugnaður eru þau orð sem lýsa Þórarni best að ógleymdri kímninni, sem nóg var af. Trésmíðaverkstæðið á Kársnes- brautinni var vinsæll viðkomustaður vina hans. Þar var ávallt heitt á könnunni og pólitík og önnur þjóð- þrifamál rædd til hlítar. Síðastliðið sumar var farið í ferðalag vestur á Firði á æskustöðv- ar Þórarins, Vigur og Folafót. Var það ógleymanleg og dýrmæt ferð öllum þeim sem hana fóru og ekki skemmdi fyrir að Djúpið skartaði sínu fegursta. Ekki má gleyma að minnast á allar veiðiferðirnar, hvort sem farið var á skak, háfa lunda, tína egg eða draga lax og silung úr ám og vötnum landsins með TLT- hópnum, sem samanstóð af Þórarni, okkur tengdasonunum og Stefáni, vini okkar. Þú sáðir góðum fræjum hvar sem þú fórst og barnabörnin voru ein- staklega hænd að þér. Það voru for- réttindi að fá að lifa lífinu með þér. Takk fyrir alla hjálpina, fyrir Möggu þína og barnabörnin. Far þú í friði, kæri vinur og tengdafaðir. Þinn tengdasonur, Frímann. Lífið er, eitt andartak, það líður fljótt. Þú veist ekki af því. (Rafn Jónsson.) Þetta ljóðabrot getur ekki reynst sannara í hugum okkar feðga en nú þegar við setjumst niður og skrifum kveðjuorð til ástkærs afa og tengda- föður, Þórarins Þórarinssonar húsa- smíðameistara, sem lést 8. septem- ber síðastliðinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Við þökkum þér allt það sem þú varst okkur, öll þau ár sem við áttum saman. Sá tími virð- ist nú sem lítið andartak sem leið allt of fljótt. Fyrir alla þína hjálp- semi þökkum við, enda leistu hvorki á smá né stór viðvik sem kvabb. All- ir þeir smíðahlutir, sem eftir þig liggja, í okkar eigu og við litum á sem hversdagslega hluti, eru nú sem perlur og munu geymast sem slíkir um ókomin ár. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Ásbjörn Kristinsson Morthens.) Að sinni kveðjum við mikinn höfð- ingja og geymum minningarnar um hann í minningasarpi okkar. Far þú í friði kæri vinur og afi. Hjálmar, Þórarinn, Þráinn og Þröstur. Elsku tengdafaðir minn og afi okkar. Þú varst höfðingi og verður alltaf. Allt sem þú sagðir og gerðir skipar stóran sess í okkar lífi. Það væri efni í heila bók allt það mikla sem þú kenndir okkur þremur og það er dýrmæt eign okkar sem við búum við um aldur og ævi. Minningin um þig og verk þín verður að eilífu geymd. Þú kenndir litlu strákunum okkar Bjarneyjar eða himneskir, eins og þú kallaðir þá, að sýna ávallt kjark, dugnað og virðingu og það nýta þeir sér í þessum erfiða söknuði sem frá- fall þitt er. Þú munt lifa að eilífu í huga okk- ar allra. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Guð blessi þig og varðveiti. Elsku tengdamamma, amma og kæra fjölskylda, megi Guð og gæfan fylgja ykkur og styrkja í sorginni. Þinn tengdasonur og afadrengir, Þorsteinn Jón Haraldsson, Tómas Darri Þorsteinsson, Róbert Ingi Þorsteinsson. Góðan daginn, Þórarinn Þórarins- son. Þetta var það fyrsta sem tengdapabbi sagði við mig um leið og hann tók í höndina á mér fyrir rúmum þrettán árum síðan. Þarna stóð hann í anddyrinu á Mánabraut- inni, ber að ofan með úfið hárið, enda nýkominn úr eyjunni með góð- an lundaafla. Svona var Þórainn, hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Margt skemmtilegt og gott gerð- um við saman. Veiðiferðir tengda- feðganna eru ógleymanlegar, lunda- ferðir út í eyju og að sjálfsögðu allar ferðirnar í sumarbústaðinn sem kallinn smíðaði svo glæsilega. Þór- arinn hjálpaði okkur Sólu að stand- setja tvær íbúðir sem er okkur ómetanlegt. Hann fylgdist vel með mér og gengi míns liðs í fótbolt- anum og var alltaf með stöðu liðsins í deildinni á hreinu. Þórarinn var kletturinn í stórri fjölskyldu, alltaf var hægt að leita til hans og ætíð var hann tilbúinn til að aðstoða og laga það sem þurfti. Þórarinn var ríkur af baranbörnum sem voru honum afar kær. Afastelp- urnar hans, Lára Margrét og Freyja Sól vita nú að afi þeirra eru uppi hjá Guði og að hann passi þær. Minningin um afa verður ætíð vel geymd hjá þeim systrum. Þórarinn hefur nú fengið hvíldina en minningin um yndislegan tengdapabba og afa lifir. Páll, Lára Margrét og Freyja Sól. Elsku afi minn, nú ertu dáinn. Þegar ég var yngri og hugsaði um þig, þá hugsaði ég oft um villimann. Ekki það að þú kynnir ekki manna- siði, þú borðaðir bara þannig mat. Þegar ég varð eldri varð mér ljóst hver þú varst og ert. Þú varst höfð- ingi. Ég þekki fáa, ef einhvern, sem nutu jafnmikillar virðingar og þú, afi. Það að hafa þig nálægt var alltaf sérstök stund. Ég á yndislegar minningar um þig, afi minn. Ég man oft eftir mér á Mánabrautinni þegar ég var lítill og oftar en ekki varst þú að horfa á fréttir. Á seinni árum hittumst við kannski ekki jafnoft og áður, en tími okkar saman varð þeim mun dýr- mætari. Síðustu mánuði umgekkst ég þig þó mikið, þar sem þú hjálp- aðir okkur við að smíða stúdíóið. Það er ekki verra að geta leitað til snillinga þegar þörf er á. Þegar þú áttir afmæli núna í sum- ar fórum við á þínar æskuslóðir á Vestfjörðum. Þeirri ferð gleymi ég aldrei. Ég gleymi heldur aldrei gleðisvipnum á andliti þínu þegar þú lékst við Týru hans afa síns, eins og þú varst vanur að kalla hana. Núna kalla ég hana sama nafni. Ekki má heldur gleyma handabandi þínu. Afi, líkaminn er musteri sálarinn- ar. Þó líkami þinn hafi gefið sig, þá breytist þú ekki neitt. Ég hugsa ekkert öðruvísi til þín en venjulega, afi minn, þú ert ennþá hjá okkur en birtist bara á annan hátt. Þá á ég ekki bara við alla hlutina sem þú smíðaðir heldur einnig allt sem þú sagðir og gerðir. Það er nefnilega merkilegt, að þótt þú hafir aldrei kennt mér sem nemanda á þínum kennsluferli, kenndir þú mér meira en flestir, ef ekki allir aðrir. Þegar þú sagðir eitthvað, þá hlustaði mað- ur, því það sem þú sagðir, elsku afi, var mikilvægt og oft alveg drep- fyndið. Ég hef þennan sama grófa húmor og þú. Ég er líka heitfengur eins og þú, afi, ekki nema von hjá manni með þitt hlýja hjarta. Takk fyrir allt, elsku afi minn, og já, þú ert búinn að vera góður, alveg einstakur. Blessuð sé minning þín. Mig langar að kveðja þig í bili líkt og þú varst vanur að kveðja mig: Vertu sæll, frændi. Þinn dóttursonur, Ólafur Freyr. Elsku afi Þórarinn. Okkur langaði til þess að þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Í hjarta okkar geymum við hafsjó af minningum um lífsglaðan og hjartahlýjan mann, sem bar okk- ur á höndum sér. Við áttum ynd- islegar stundir saman fyrir vestan í sumar þar sem þú sýndir okkur heimaslóðir þínar. Guð blessi þig. Ástarkveðjur, Ólöf Tinna og Kristín Edda. Elsku bróðir minn, mikið finnst mér sárt að þú sért farinn úr þess- ari jarðvist, því þú gafst okkur svo margt dýrmætt með lífi þínu. Þú varst 19 ára þegar ég fæddist og varst því stóri bróðir sem ég var svo stolt af. Þú varst alltaf kátur og komst okkur í gott skap með hnyttnum athugasemdum. Ég á margar myndir af þér í huganum, þar sem þú dróst að fólk af því þú varst svo skemmtilegur og hress. Þú varst líka ótrúlega iðinn, alltaf að smíða og húsin sem þú hefur byggt fleiri en ég hef tölu á, enda afköstin yfir ævina ótrúlega mikil. Það mikilvægasta í lífi þínu og Lóu voru dætur ykkar fjórar og fjöl- skyldur þeirra, sem þið hlúðuð svo vel að og getið verið svo stolt af. Guð blessi góðan dreng. Ljúf minn- ing lifir. Þín systir, Kristrún. Kveðja frá Vigursystkinum Þegar árin færast yfir hljótum við að sjá á bak æ fleiri samferðamönn- um. Það er lífsins saga. Í dag kveðjum við kæran fóst- urbróður okkar og vin, Þórarin Þór- arinsson. Hann fæddist í Vigur 27. júní 1930 og ólst þar upp hjá for- eldrum okkar í umsjá sinnar góðu móður, Þóreyjar Sigurðardóttur frá Fæti. Átján ára varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa unnusta sinn, Þórarin Sigurðsson, hinn mesta efn- ismann, í sjóinn. Hann reri á bát úr Súðavík. Þarna fórust fjórir ungir og efnilegir menn. Sautján ára gamall fór Þórarinn á Héraðsskólann á Laugarvatni, og að námi loknu þar fór hann í trésmíð- anám, varð meistari í þeirri grein og stundaði hana eingöngu, þar til hann gerðist smíða- og handavinnu- kennari við Grunnskóla í Kópavogi, en síðar varð hann kennari við framhaldsskóla Garðabæjar, þar sem hann starfaði til starfslokaald- urs. Það sýnir kjark hans og dugnað, að fimmtíu og tveggja ára gamall ræðst hann í uppeldis- og kennslu- fræðinám, til að öðlast full kenn- araréttindi, því það var ekki að Þór- arins skapi að vera neins staðar hálfdrættingur. Hann var röskur og duglegur að hverju sem hann gekk, hamhleypa ef því var að skipta, og það kom strax í ljós, þegar hann sem lítill snáði vildi taka þátt í öllu með hinum eldri og reyndari. Varð þá jafnvel stundum að koma í veg fyrir að hann færðist of mikið í fang. Inni okkar, eins og við jafnan kölluðum hann heima í Vigur, hafði skemmtilega kímnigáfu, og hressi- legt viðmót hans aflaði honum vin- sælda hvar sem hann fór. Hann var glaður og reifur á góðri stund, og læddi þá gjarnan frá sér bröndurum sem jafnan féllu í góðan jarðveg. Ungur kvæntist Þórarinn eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ólöfu Bjarna- dóttur, og eignuðust þau fjórar mannvænlegar dætur. Við kveðjum okkar kæra fóstur- bróður og vin með þökk fyrir tryggð hans og vinfesti gegnum árin. Konu hans og fjölskyldu hans allri færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorbjörg, Þórunn, Sigurlaug og Sigurður. Óhjákvæmilega hlýtur það að fylgja því að verða gamall að þurfa að sjá á bak mörgum góðum vinum og kunningjum. Nú er einn þessara traustu manna, sem ég hafði ára- tugum saman átt samleið með, Þór- arinn Þórarinsson, fallinn í valinn. Ótal atvik og þakkir fljúga um hugann því oft var leitað til hans ef aðstoðar var þörf við smíðar og byggingar og þar var nú ekki komið að tómum kofum því atorku og vilja Þórarins voru lítil takmörk sett. Hreysti og harðfylgi hans til allra verka var enda rómuð af öllum sem til þekktu. Rætur okkar kynna má rekja til þess að við urðum svilar, kvæntir samrýndum systrum. Áhugamál og störf Þórarins voru æði mörg og til að geta einhverra má nefna að um árabil var hann stórtækur húsasmíðameistari. Er því tímabili lauk aflaði hann sér kennsluréttinda og var um tíma smíðakennari með meiru í Grunn- skóla Kópavogs og síðar um nokkur ár vel látinn kennari við Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. Lengst af átti hann sér fallegt lít- ið smíðaverkstæði og vel búið tækj- um með útsýni til Kópavogshafnar. Þar hafði hann meðal annars í nokk- urn tíma námskeið í rennismíð. Þess er að geta að allt frá uppeld- isárum í Vigur hafði hann mikinn áhuga á sjónum og veiðum honum tengdum og var lengi mikill lunda- veiðimaður. Hálfrar aldar minningar renna nú hjá eins og elfa án hárra fossa og djúpra hylja. Þær mun ég geyma með mér þar til væntanlegir endur- fundir okkar verða á því tilverusviði sem Þórarinn hefur nú verið leiddur til könnunar á. Hafi hann í vega- nesti mínar bestu þakkir og óskir um áframhald gæfuríkra starfa þótt þá kunni að vera við breyttar að- stæður. Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu hans óskum við einnig allrar blessunar Guðs. Kjartan Ólafsson og fjölskylda. Þórarinn Þórarinsson var kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1986–1998. Hann kenndi trésmíði og ýmsa hönnunaráfanga tengda smíð- inni. Þórarinn var á vissan hátt brautryðjandi í kennslu verkgreina í skólanum. Eftirtektarvert var hversu gott lag hann hafði á nem- endum og vakti áhuga margra á ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.