Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 18
MINNSTAÐUR 18 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts Rándýr rúntur | Karlmaður, 21 árs gamall, hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, til greiðslu 130 þúsund króna sektar í ríkissjóð og um 188 þúsund króna í skaðabætur auk þess sem hann var sviptur ökurétti í eitt ár. Maðurinn var ákærður fyrir eigna- spjöll, nytjastuld og umferðarlagabrot, en í mars síðastliðnum tók hann tvær bifreiðar í heimildarleysi, ók þeim um götur bæjarins undir áhrifum áfengis og skemmdi þær auk þess sem hann olli skemmdum á kirkjutröppum er hann ók niður þær. Játaði maðurinn brot sín fyrir dómi.    „ÞETTA hefur skotgengið,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir en hún og Jón Laxdal keyptu félags- heimilið Freyjulund í Arnarnes- hreppi í vor. Fengu það afhent 1. júní og hafa síðan unnið hvern einasta dag frá morgni til kvölds að endurbótum. Líka reist við húsið nýbyggingu. Fjöldi iðnaðar- manna hefur verið þar að störfum í sumar. Vinir og vandamenn hafa líka lagt hönd á plóg. „Húsið var tæpast fokhelt þegar við fengum það, en er nú óðum að taka á sig endanlega mynd,“ segir Aðal- heiður. Bæði hafa þau Aðalheiður og Jón verið virk í listalífi Akureyr- inga undanfarinn áratug, verið hvort með sína vinnustofuna í Listagilinu svonefnda, staðið fyrir sýningum og uppákomum af ýmsu tagi og ævinlega tekið á móti fjölda gesta. „Við höfum lengi verið í hring- iðunni miðri og teljum okkur hafa sinnt þeim þætti ágætlega. Við vorum farin að huga að því að komast aðeins út úr skarkalanum, fá frið til að geta einbeitt okkur að listsköpun,“ segir Aðalheiður. „Þegar maður var kominn með ís- skáp og eldavél inn á vinnustof- una og tvöfalt heimilisbókhald fórum við að svipast um eftir hentugu húsnæði, sem bæði gæti verið vinnustofa og heimili, þar sem við gætum búið og starfað,“ segir hún. Fréttu þau af því að hugsanlega væri Freyjulundur til sölu, athug- uðu málið, eignin var í framhaldi af því auglýst formlega, nokkur tilboð bárust og urðu lyktir þær að tilboði Aðalheiðar og Jóns var tekið. Framkvæmdir hafa svo staðið yfir í allt sumar og nú stefna þau á að flytja inn, „von- andi bara sem fyrst og það verða alveg örugglega haldin jól í Freyjulundi“, segir Aðalheiður ákveðin, þó svo að ófá handtökin séu enn eftir. Enda húsið staðið svo til ónotað í áraraðir, viðhaldi lítið sinnt og það heldur ekki kynt. „Það hefur verið kosið hér, haldnir hreppsnefndarfundir og hér hefur verið réttarkaffi,“ segir Aðalheiður, sem einmitt stóð í ströngu um helgina, á réttardag- inn, og bakaði pönnukökur fyrir nýja sveitunga sína. „Þetta er alveg yndislegt hús og okkur á örugglega eftir að líða vel í sveitinni,“ segir hún, farin að kunna vel við jarm kindanna, hlustar á kýrnar baula á næsta túni og lækinn hjala sunnan við bæinn. „Þetta er alveg frábært,“ bætir hún við og segir húsið líka henta einkar vel. „Það er reisu- legt, hátt til lofts og vítt til veggja.“ Aðalheiður mun í fram- tíðinni sinna list sinni á dansgólfi þess og Jón á sviðinu. „Við erum full eftirvæntingar að flytja inn og geta farið að hefjast handa við listsköpunina,“ segir hún. „Ég einbeitti mér dálítið að uppá- komum af ýmsu tagi, t.d. því sem ég kalla Á slaginu 6, eins konar gjörningi þar sem bæði listamenn og aðrir hafa komið fram, og hyggst halda því áfram hér,“ seg- ir hún og einnig að þau hafi hug á að bjóða upp á málstofur um hin ýmsu efni fyrir smærri hópa, fyr- irlestra og annað slíkt. „Ég hef nánast unnið að myndlist upp á hvern einasta dag frá því ég út- skrifaðist fyrir ellefu árum, nú í sumar hefur allt snúist um að koma húsinu í stand, þannig að það verður afskaplega gaman að geta hafist handa á ný, farið að sinna listinni aftur.“ Listamenn á Akureyri kaupa félagsheimilið Freyjulund í Arnarneshreppi Heimili og vinnustofur undir sama þaki Endurbætur og nýbygging: Unnið er að endurbótum á Freyjulundi. Múrbrot utandyra: Jón Laxdal mundar múrbrjótinn. Morgunblaðið/Kristján Á sviðinu: Aðalheiður Eysteinsdóttir við eitt verka sinna. Keyptu syðra og fluttu norður | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karla og konu, öll um tvítugt, til fimm mánaða fangelsisvistar, skil- orðsbundið í þrjú ár, vegna fíkniefna- brota. Stóð fólkið í sameiningu að því að kaupa fíkniefni í Reykjavík og flytja til Akureyrar í mars síðastliðnum, alls 100 e-töflur, helmingi færri slíkar töflur í mulningsformi og 20 grömm af hassi. Hluta efnanna höfðu þau selt, en annað fannst við húsleit á heimili eins þeirra. Unga fólkið játaði brot sín fyrir dómi. Auk skilorðsbundnu fangavistarinnar var hvert þeirra um sig dæmt til að greiða 100 þúsund króna sekt til rík- issjóðs. Efnin voru gerð upptæk.    20 börn á biðlista | Fræðsluráð Dalvík- urbyggðar fjallað á fundi sínum í vikunni um leikskólaskýrslu sem unnin var af starfsmönnum skólaþjónustunnar Úteyjar; Mat á þörf fyrir leikskólarými í Dalvík- urbyggð 2004 til 2007. Kom þar m.a. fram að virkur biðlisti í byggðalaginu er 20 börn. Umræður urðu á fundinum um leiðir til að minnka biðlistann en skýrslan og leiðir til úrbóta á biðlist- anum tekin fyrir síðar.    Skák | Barna- og unglingaæfingar Skákfélags Akureyrar hefjast á laug- ardag, 18. september kl.13.30. Þjálfarar í vetur verða Björn Ívar Karlsson og Stefán Bergsson, og er öll- um krökkum boðið í Íþróttahöllina á skákæfingu, en þær eru ókeypis að venju. AKUREYRI AUSTURLAND eru uppistaðan í litlum mannfígúr- um við ýmsar athafnir. Að ótöldu öllu hinu sem prýðir hillurnar. Katrín Guðmundsdóttir og Krist- ján Ragnarsson, þau Kata og Stjáni, ráða ríkjum á Verkstæði Kötu og sameina þar gallerí og vinnuað- stöðu. Fátt er skemmtilegra en að svipast um í slíku húsnæði hand- verksfólks, þar sem ægir saman leirklumpum, glersalla og járni í bland við gripi á allskonar vinnslu- stigum. Þarna birtast andlit og form í hverju horni, hverjum skugga. Kata er á vettvangi en Stjáni víðs fjarri. Hún sýnir gripina hvern af öðrum og fer ekki dult með áhugann og eldmóðinn sem hún leggur í handverk sitt. Rúðan úr útidyrahurðinni orðin að dýrindis glerskál „Ég hef verið hér á Eskifirði í þrjátíu og tvö ár og kemst ekki frá fólkinu, fjöllunum og veðrinu“ segir Kata. „Var lengi með félagsstarf aldraðra í bænum og sinnti hand- verkinu samhliða, en ætla nú að láta á það reyna hvort ég get lifað af þessu eingöngu. Ég hef alltaf verið að mála myndir heima við, ekki síst á silki, postulín og leður. Síðan var ég farin að mála þvílík kynstur að Eskifjarðarbær lánaði mér aðstöð- Eskifjörður | Innarlega við Strand- götuna á Eskifirði kúrir gamalt hús bakatil og hýsir Verkstæði Kötu. Þar innandyra úir og grúir af list- gripum, sumum kynlegum, gerðum af ýmsum efnivið. Margir hlutanna tengjast nátt- úrunni og aðrir eru sprottnir úr kímnigáfu. Samanber vínglös sem hafa lognast út af og bjórflöskur orðnar að glerfínum ostabökkum, hestaskeifur halda um lukkuljós eða una í Strandgötunni svo ég gæti verið með málverkin hér. En ég hef nú víst ekki málað eitt einasta pens- ilfar í þessu húsi,“ segir Kata og skellihlær. „Þá var það svoleiðis að ég kynnt- ist Anne Kemp leirlistakonu á Eg- ilsstöðum og féll kylliflöt fyrir leirn- um. Hún er minn lærimeistari frá fyrstu tíð. Auðvitað hef ég farið á fjöldann allan af námskeiðum þess utan, en hún hefur haft mest áhrif á mig. Þar fyrir utan vinn ég í allan mögulegan efnivið.“ Kata kippir í þeim orðum töluðum vænni glerskál úr einni hillunni og segir hana búna til úr glerrúðunni úr útidyrahurð- inni heima hjá sér. „Það var svo fínt munstur í rúðunni að ég mátti til með að nota hana!“ Varðveitir barnslega drætti Stjáni er maðurinn sem hefur gefið skeifunni splunkunýtt hlut- verk. „Hann vinnur kalla og kell- ingar úr skeifum og eftirspurnin er þvílík að hann gæti ekki hætt þótt hann vildi,“ segir Kata sposk á svip. „Stjáni er nýhættur sem bæjarverk- stjóri á Eskifirði, farinn að vinna í bræðslunni og framleiðir svo kall- ana þess utan. Hann er mjög handlaginn og það eru strákarnir synir mínir líka, þeir koma töluvert að þessu. Fyrir utan skeifukallana vinnum við einnig svo- kölluð lukkuljós úr skeifum og leir og þetta stoppar ekki við. Enda keyptum við okkur hönnunarvernd á þessar hugmyndir, ásamt fleir- um.“ Kata hefur haldið nokkur hand- verksnámskeið í húsinu og segir það stundum kallað kvennaathvarfið. „Jú sjáðu, þegar kallarnir eru farnir á vertíð flykkjast konurnar hingað á námskeið og þá er nú yfirleitt líf í tuskunum.“ Hún segir viðtökur við listsköpun sinni góðar, ekki endilega þó í heimabyggðinni, en það eigi eftir að koma með tímanum. „Svo hef ég fengið lítil börn hingað til mín í leir- inn. Þau geta teiknað í hann og mót- að að vild áður en ég brenni hann og eftir stendur yndisleg minning um handbragð þeirra í barnæsku.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Blæs lífi í efnið: Katrín Guðmundsdóttir á verkstæði sínu á Eskifirði. Hestaskeifur í nýjum hlutverkum: Kristján Ragnarsson hefur ekki undan að skapa skeifukallana. Skeifukallar og stökkbreyttar bjórflöskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.