Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Þú gerir sífellt meiri kröfur þegar þú ert að fá þér nýjan bíl. Nýr Corolla á að uppfylla kröfur nær allra um einstaka aksturseiginleika, öryggi, þægindi og hagkvæmt verð. Ef þú hefur látið þig dreyma um fjarstýringu fyrir hljómtækin í stýrinu, þá höfum við líka séð fyrir því í nýjum Corolla. Nýr Corolla er alveg frábær bíll. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Uppfyllir hann allar þínar kröfur? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 HALLDÓR Ásgrímsson tók við emb- ætti forsætisráðherra af Davíð Odds- syni á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær og Davíð tók við embætti utan- ríkisráðherra af Halldóri. Þá tók Sig- ríður Anna Þórðardóttir við embætti umhverfisráðherra af Siv Friðleifs- dóttur sem verður óbreyttur þing- maður Framsóknarflokksins fyrir Suðvesturkjördæmi. Davíð mun áfram fara með ráðuneyti Hagstofu Íslands. Halldór er 57 ára gamall. Hann er 15. forsætisráðherra lýðveldisins og 20. forsætisráðherrann frá því að embættið var stofnað við fullveldi Ís- lands 1918. Áður höfðu fimm menn gegnt embætti ráðherra Íslands með aðsetur hérlendis. Ríkisráðsfundur- inn í gær var sá 389. í sögunni og sá 40. sem Davíð Oddsson sat, eftir rúm 13 ár í embætti forsætisráðherra. Fundur ríkisráðs stóð lengur en reiknað hafði verið með og varð nokk- ur seinkun á að nýir ráðherrar gætu að fundi loknum skipst á lyklum í ráðuneytum sínum. Fyrir fund ríkisráðs ræddi Davíð Oddsson stuttlega við fréttamenn. Davíð sagði það vera tilhlökkunarefni að fá að ljúka sínum kafla sem for- sætisráðherra í rúm þrettán ár. Þetta væri eins og að skrifa bækur eða smásögur, skemmtilegast væri að setja punktinn yfir i-ið. „Við gerum þetta saman“ Halldór Ásgrímsson sagði eftir rík- isráðsfundinn að sitt fyrsta starf sem forsætisráðherra væri að ræða við starfsfólk forsætisráðuneytisins og kynna sér málin. Hann sagði það ávallt vera tilhlökkun að takast á við ný verkefni og framtíðina. Þegar Halldór var spurður hvort ekki væri hætta á að Davíð Oddsson færi að stjórna af hliðarlínunni svaraði hann því til að mikilvægt væri að Davíð stjórnaði líka, allir ráðherrar þyrftu að stjórna og vera með í ráðum. „Við gerum þetta saman og ég veit að það mun skipta okkur miklu máli að hafa Davíð Oddsson áfram í rík- isstjórninni,“ sagði Halldór. Við afhendingu lykla í Stjórnar- ráðinu síðar sama dag sagði Davíð að það væri einstakt fyrir hvern mann að fá að gegna stöðu forsætisráð- herra. „... og ég vona að gæfa og blessun fylgi þínu starfi hér og að þú eigir eftir að eiga jafngóða daga og ánægjulega eins og ég hef átt hér,“ sagði Davíð. „Þess óska ég þér, ekki bara þín vegna, ekki bara vegna rík- isstjórnarinnar okkar heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðing- armikið að forsætisráðherrann, hver sem hann er, að honum vegni vel því þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson sagðist með sama hætti vilja óska Davíðs alls góðs í framtíðinni. Hann sagðist telja það liggja ljóst fyrir að enginn myndi gegna embætti forsætisráðherra í jafnlangan tíma og Davíð hefði gert. „Þetta er afskaplega óvenjulegt og þú hefur stýrt þjóðarskútunni með miklum sóma. Það hefur stundum hvesst og mér skilst að það eigi að hvessa núna í kvöld þannig að það reynir kannski eitthvað á mig nú þeg- ar í nótt.“ Halldór sagðist fagna því sérstak- lega að Davíð ætlaði að halda áfram í ríkisstjórninni. „Það mun styrkja rík- isstjórnina, það skiptir miklu máli að hafa þína reynslu. [-] En ég vil um- fram allt óska þér góðrar heilsu og óska þér til hamingju með þann feiknalega bata sem þú hefur náð,“ sagði Halldór og bætti við að sam- starf Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks hefði verið mjög farsælt og samkomulag um að hann tæki við forætisráðuneytinu nú væri einmitt til vitnis um það góða samstarf. Spurður um brýnustu verkefnin sem framundan væru sagði Halldór þau vera að vinna að stefnuræðu for- sætisráðherra, þá þyrfti hann að ræða við ráðherrana um ýmis mál sem framundan væru. En fyrst og fremst myndi hann nota fyrstu daga sína í ráðuneytinu til þess að setja sig inn í mál og skipuleggja tíma sinn. Halldór Ásgrímsson tók við starfi forsætisráðherra af Davíð Oddssyni á ríkisráðsfundi Tuttugasti forsætis- ráðherrann frá stofnun embættisins Til vinstri er fráfarandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á fundi ríkisráðs með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Í bakgrunni til hægri er Ólafur Davíðsson, ríkisráðsrit- ari og ráðuneytisstjóri. Á myndinni til hægri hafa Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson haft sætaskipti og Sigríður Anna Þórðardóttir hefur tekið við sem umhverfisráðherra. Morgunblaðið/Sverrir SIV Friðleifsdóttir óskaði Sigríði Önnu Þórðardóttur góðs gengis í starfi umhverfisráðherra er hún lét lyklana af hendi í ráðuneytinu við Vonarstræti í gær, að loknum rík- isráðsfundi á Bessastöðum. „Ég er þess fullviss að þú eigir eft- ir að standa þig hér með miklum sóma,“ sagði Siv um leið og þær féll- ust í faðma. Sigríður Anna þakkaði hlýjar kveðjur Sivjar og sagði það hafa ver- ið ánægjulegt að eiga við hana sam- starf, m.a. sem formaður umhverf- isnefndar Alþingis. Engan skugga hefði borið þar á. Óskaði Sigríður forvera sínum velfarnaðar í komandi þingstörfum. „Ég tek hér við góðu búi,“ sagði Sigríður Anna. Á móti henni í anddyri umhverf- isráðuneytisins tók Magnús Jóhann- esson ráðuneytisstjóri, sem mun gegna áfram því starfi við hlið nýs umhverfisráðherra. Vaxandi málaflokkur Sigríður Anna sagði við Morgun- blaðið að nýja starfið legðist mjög vel í sig. „Ég hlakka til að taka við þessu starfi. Mörg spennandi mál eru fram undan. Umhverfismálin í heild sinni eru vaxandi málaflokkur. Að auki finnst mér mikil ábyrgð fylgja starfinu, ekki síst þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum gegnir þessu embætti. Það sýnir að flokk- urinn leggur mikla áherslu á um- hverfismálin,“ sagði Sigríður Anna. Spurð hver væru brýnustu verk- efnin sagði hún náttúruverndarmál- in hafa verið í brennidepli. Ný nátt- úruverndaráætlun hefði verið samþykkt á síðasta þingi og heilmik- ið verkefni biði að vinna áfram með það mál. Einnig nefndi nýr umhverf- isráðherra þjóðgarðsmálin, endur- skoðun skipulagslaga, lög um mat á umhverfisáhrifum og verndun Þing- vallavatns. Um rjúpnaveiðimál vildi hún ekki tjá sig fyrr en hún væri bú- in að skoða þau nánar. Það væri eitt þeirra mála sem biðu úrlausnar. Sigríður Anna sagði það vera fyrsta verk sitt að heimsækja allar undirstofnanir ráðuneytisins næstu dagana. Í dag mun hún heimsækja Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóð, Skipulagsstofnun og Brunamála- stofnun og hefur svo skipulagt fleiri heimsóknir fram á mánudag. „Ég vil fá góða yfirsýn yfir öll mál- in í upphafi nýs starfs,“ sagði Sigríð- ur Anna Þórðardóttir. Nýr umhverfisráðherra fékk lyklakippu með rjúpufæti Tek við góðu búi í umhverfisráðuneytinu Morgunblaðið/Kristinn Siv Friðleifsdóttir gaf Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklakippuna, sem hún fékk á sínum tíma úr hendi Guðmundar Bjarnasonar. Á kippunni er rjúpu- fótur, sem Siv sagði vera táknrænan á sinn hátt við þessi tímamót. „Þetta lítur allt vel út og er mjög spennandi. Það er ekki búinn nema ör- skammur tími, við tókum einn rúnt í ráðuneytinu og hittum starfsfólkið. Það var allt mjög ánægjulegt,“ segir Haraldur, sem segir fjölmörg spennandi verk- efni framundan sem að- stoðarmaður umhverfis- ráðherra. SIGRÍÐUR Anna Þórðar- dóttir, nýskipaður um- hverfisráðherra, hefur ráð- ið Harald Johannessen hagfræðing sem aðstoðar- mann sinn. Haraldur er 35 ára gamall og hefur und- anfarin ár starfað sem blaðamaður á viðskiptarit- stjórn Morgunblaðsins. Haraldur segir að sér lítist vel á nýja starfið. Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.