Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 16
MINNSTAÐUR 16 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi Sumarliði Ásgeirsson MCP - MCSA & Kerfisfræðingur NTV „Það að vera með viðurkennda þekkingu á því sem ég starfa við skiptir mig og mitt fyrirtæki öllu máli. Þar sem ég bý á Stykkishólmi þá hentaði þessi kennslutími mér einnig frábærlega. „ MCSA námið er spennandi kostur fyrir þá sem vilja starfa sem sérfræðingar við umsjón Microsoft netkerfa. Markmiðið með náminu er að nemendur geti að námi loknu tekið þau fjögur alþjóðlegu próf sem þarf til að öðlast MCSA gráðuna og eru þau öll innifalin í námskeiðsgjaldi. Inntökuskilyrði Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða þekkingu og skilning á Windows umhverfinu, þekkja vel innviði PC tölvunnar. Allt kennsluefni er á ensku. Kennt er laugardaga frá 13-17 & sunnudaga 8:30-16 25. sept. til feb. 2005. Frábært nám með vinnu - Kennt er aðra hverja helgi! HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TILVÍSUNUM á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur fjölgað um fjórðung í ár frá fyrra ári að því er framreiknaðar tölur fyrir árið 2004 benda til. Í fyrra var 217 einstaklingum vísað á Greiningar- stöðina en útlit fyrir að þeir gætu orðið allt að 270 í ár. Á Greining- arstöðina koma börn með ýmiss konar þroskaraskanir og er hlut- verk stofnunarinnar að tryggja að börn með alvarlegar þroskarask- anir sem leitt geta til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og eftir atvikum önnur úrræði til að draga úr af- leiðingum þeirra. Að sögn Stefáns J. Hreiðars- sonar, forstöðumanns stofnunar- innar, má rekja fleiri tilvísanir til nokkurra þátta en mest munar um fjölgun á greiningu barna með ein- hverfu og skyldar þroskaraskanir og greiningu og ráðgjöf vegna grunnskólabarna þegar grunur er um þroskahömlun. Greiningarstöðin tók fyrir skemmstu í notkun nýtt 200 fer- metra húsnæði fyrir starfsemi fagsviðs þroskahamlana sem bætir til muna aðstöðu fyrir starfsfólk, börn og aðstandendur. Í ávarpi fé- lagsmálaráðherra vegna opnunar- innar kom fram að unnið verði að því að stytta biðtímann á næstu fjórum árum, m.a. með fjölgun stöðugilda um átta. Stöðugildi í dag eru 34,5 og þar starfa um 40 manns, þ.á m. barnalæknar, sál- fræðingar, talmeinafræðingar, iðju-, sjúkra- og þroskaþjálfarar, félagsráðgjafar og sérkennarar. Biðtími eykst með hækkandi aldri Samkvæmt núgildandi markmið- um njóta börn yngri en 3 ára for- gangs á Greiningarstöðinni. For- eldrar barna 3–6 ára mega vænta þess að bíða í 6–20 mánuði eftir þjónustu fyrir börn sín, foreldrar 6–8 ára barna í 6–13 mánuði og 8– 18 ára barna í 8–28 mánuði. Fjöldi skjólstæðinga stofnunar- innar hefur aukist að sama skapi á síðustu árum. Árið 1994 var fjöldi þeirra 247 en 456 árið 2002 og hafði nokkur ár á undan verið hærri og fór yfir 500 árin 2000 og 2001. Morgunblaðið heimsótti húsa- kynni Greiningarstöðvarinnar á Digranesvegi í Kópavogi í gær þar sem myndirnar voru teknar. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins tók fyrir skemmstu í notkun viðbótarhúsnæði Fjórðungi fleiri tilvísanir milli ára Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 4½ árs, ásamt Bryndísi og Marrit Meintema sjúkraþjálfara. Sturla heimsækir Greiningarstöðina einu sinni í viku og fær heimsókn frá sjúkraþjálfara einu sinni í viku í leikskólann. Sturla sem er með taugahrörnunarsjúkdóm fer allra sinna ferða í rafmagnshjólastól sem hann lærði að aka þegar hann var 2½ árs. Daníel Smári Hafþórsson, 13 mánaða, ásamt foreldrum sínum, Hafþóri Pálssyni og Sigríði Bjarnadóttur, og Guðbjörgu. Daníel Smári var greind- ur með Williams-heilkenni en meðferð hans í Greiningarstöðinni byggist á svonefndri „snemmtækri íhlutun“. Bryndís Halldórsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Greiningarstöðv- arinnar, ásamt Guðbjörgu Björnsdóttur þroskaþjálfa, í fundarrými í nýjum húsakynnum Greiningarstöðvarinnar. SUÐURNES Reykjanesbær | Hópar ungmenna úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja fékk í gær nasasjón af því hvernig er að lenda í umferðaróhappi á opnum forvarnardegi sem efnt var til í tengslum við umferðar- og ör- yggisátak í Reykjanesbæ. Forvarnardagurinn var sérstak- lega ætlaður ungmennum úr fyrsta bekk Fjölbrautaskólans en flest þeirra eru að undirbúa sig fyrir ökupróf og mörg eru í æfingaakstri á ábyrgð foreldra. Krakkarnir fengu að prófa að ganga með svo- kölluð ölvunargleraugu og láta reyna á öryggisbeltin í veltibíl. Slökkviliðsmenn klipptu sjálfboða- liða úr hópnum út úr bílflökum á meðan félagarnir fylgdust með og fengu þannig hugmynd um afleið- ingar umferðaróhappa. Einnig var von á áreksturssleða. Lögreglu- menn voru með fyrirlestur um um- ferðarmál fyrir og eftir þessa til- raunastarfsemi og svöruðu fyrirspurnum nemendanna. Um 150 nemendur tóku þátt í forvarnardeginum. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, starfsmaður Reykjanesbæjar, vonast til að þessi fræðsla skili sér í bættri um- ferðarmenningu. Síðan verði verk- efninu fylgt eftir í Fjölbrautaskól- anum. Unnið hefur verið að ýmsum öðr- um verkefnum í umferðar- og ör- yggisátaki Reykjanesbæjar en því lýkur á bíllausa deginum 22. sept- ember. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bjargað: Stúlka úr nemendahópnum var klippt út úr bílflakinu og flutt burt á sjúkrabörum. Væntanlegir ökumenn kynnast afleiðingum óhappa Ógnvænlegt að vera í bílflakinu NEMENDUNUM fannst ógnvæn- legt að vera inni í bílflakinu á með- an slökkviliðsmenn beittu tækjum sínum til að opna bílinn. Móeiður Skúladóttir sem tekin var „stór- slösuð“ út úr bílnum sagðist hafa fengið glerbrot yfir sig. Ekki hefði verið þægilegt að lenda í þessu án hlífðarbúnaðarins sem þau voru með í sýnikennslunni. Nemendunum var sagt að mæta við 88 húsið án þess að vita hvað væri um að vera. Krakkar sem tal- að var við og allir eru í æfinga- rakstri sögðu að þetta hefði verið skemmtileg reynsla. Kristín Birna Stefánsdóttir hafði orð á því að skrítið hefði verið að ganga með ölvunargleraugun og fara í veltibílinn, það hefði verið allt öðruvísi en hún ímyndaði sér fyrirfram. Hún sagðist ekkert hafa á móti því að upplifa það að vera í bíl sem ylti. Nú gæti hún alveg treyst slökkviliðsmönnunum til að klippa sig út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.