Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 41
skapandi starfi. Hann var sérstak- lega næmur að ná til nemenda sem áttu erfitt með að finna sig innan skólakerfisins og hjálpaði mörgum að finna góðar leiðir í námi og öðru starfi. Þórarinn var glaðvær og skemmtilegur félagi í hópi starfs- manna, hrókur alls fagnaðar á skemmtunum nemenda og kennara og jafnan besti dansherrann. Hann lét ekki sitt eftir liggja í hressileg- um umræðum á kennarastofunni um landsins gagn og nauðsynjar. Sérstaklega hafði hann gaman af allri pólitískri umræðu og lét þá oft gusurnar ganga. Í gamla skólanum þurfti oft að lagfæra og breyta til í þröngu hús- næði. Þórarinn var ævinlega boðinn og búinn með smíðatólin og var hamhleypa til verka. Starfsfélagar nutu einnig góðs af dugnaði hans og greiðvikni. Þau voru mörg smíða- verkin sem hann vann fyrir menn í heimahúsum. Allt unnið af stakri snilld og miklum krafti. Í nafni Fjölbrautaskólans í Garðabæ sendi ég fjölskyldu Þór- arins innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um kröftugan og góðan dreng. Þorsteinn Þorsteinsson. Elskan mín, það er nú lítið mál, sendu þessa nemendur bara til mín, við finnum lausn á hvernig best er að útfæra þessa skúlptúra í tré. Þessi setning var lýsandi fyrir Þór- arin í allri sinni smíðakennslu og í raun lýsandi fyrir allt okkar sam- starf. Ekkert vandamál var of stórt , hvort sem um var að ræða nem- endur hans í smíðagreinum eða á Listabraut. Þórarinn kenndi smíða- greinar og grunnteikningu við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ til fjöl- margra ára. Þegar hann var að komast á aldur ákvað Tóti, eins og hann var oftast kallaður, að hætta kennslu og snúa sér að eigin tré- smíðafyrirtæki. Hans var sárt sakn- að af nemendum og okkur sem vor- um í nánu samstarfi við hann. Þetta þýddi þó ekki að Tóti settist í helg- an stein, nei ó nei, Það var ekki bara að hann væri smíðandi sumarhús og alls kyns innréttingar út um allan bæ heldur var hann einnig með námskeið fyrir almenning, því hon- um fannst alla tíð mjög gaman að kenna. Hann lagði mikla áherslu á að nemendur kæmu sjálfir með hug- myndir að smíðagripum og helst eigin teikningar. Það skipti engu máli hvort um var að ræða hjóna- rúm eða skáp fyrir græjurnar, stærðin var aukaatriði. Það eru ekki meira en þrír mán- uðir síðan ég hitti Tóta síðast þá virtist hann jafnhress og sprækur og hann átti að sér að vera, en vafa- laust hefur hann verið orðinn veikur þá, það var bara ekki hans háttur að vera að velta sér upp úr eigin van- líðan. Það er einmitt dæmigert fyrir samviskusemi Þórarins og það hversu bóngóður og fljótur hann var til að redda öllum hlutum að stuttu áður en hann lést, þá orðinn fár- sjúkur, hafði hann áhyggjur af þeim verkefnum úti í bæ sem hann var búinn að lofa að vinna og fékk fé- laga sinn til að ljúka. Kæri Tóti, þakka þér farsælt samstarf í FG og vona ég að þar sem þú ert núna sé þörf fyrir úr- ræðagóðan og listrænan smíðakenn- ara. Fjölskyldu þinni sendi ég inni- legar samúðarkveðjur frá okkur samstarfsfólkinu í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Sigríður Sigurðardóttir myndlistarkennari. Í hausthúminu berast þau tíðindi að Tóti hafi verið kallaður burt úr jarðvistinni. Í henni hefur hann ver- ið mér og mörgum öðrum lýsandi dæmi um góða mannkosti. Hjálp- samur og hlýr, skemmtilegur og réttlátur kall. Hann hefur ótal sinn- um rétt mér hjálparhönd og enn oft- ar gaukað að mér brosi og gam- ansemi. Ég sakna hans eins og margir gera núna og sendi fjöl- skyldu og ástvinum samúðarkveðj- ur. Orðstír Tóta deyr aldrei. Bjarki. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 41 Við kveðjum hinstu kveðju vin okkar, hann Halla. Sterkur persónu- leiki, hlýtt viðmót, brosið hans, spjallið og góður vinur. Þannig birt- ist hann okkur er við hittumst. Guð blessi minningu hans. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Kata mín, Pála, Olga, Halli Gilli, Björgvin, Óskar og Óla, missir ykkar og fjölskyldna ykkar er mikill, við sendum ykkur okkar dýpstu sam- úð og biðjum ykkur guðs blessunar. Svanhvít og Jóhann. Fallinn er frá langt um aldur fram Hallgrímur Færseth aðeins 68 ára gamall, nýhættur að vinna og hlakk- aði mikið til að njóta áranna sem framunda væru en ... Hallgrímur kenndi sér meins fyrir rétt um ári síðan og ætlaði svo sann- arlega að sigra þennan vágest sem bankaði á dyrnar hjá honum. Hallgrímur og Óla héldu alltaf sínu heimili hvort um sig, en þeirra sameiginlega heimili var sumarbú- staðurinn í Grímsnesinu, Grímsbær. HALLGRÍMUR GÍSLI FÆRSETH ✝ Hallgrímur GísliFærseth skip- stjóri fæddist á Siglufirði 5. ágúst 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkur- kirkju 14. septem- ber. Þar voru þau öllum stundum sem gafst. Gestrisni þeirra var mikil og Hallgrímur var sífellt að bjóða fram veitingar og enginn mátti fara svangur það- an. Síðasta árið sem Hallgrímur lifði bjó hann hjá Ólu á Aðalgöt- uni, en hann hafði yndi af að horfa á lífið í bæn- um, ljósin í Berginu og horfa út á sjóinn en hann var gamall skip- stjóri. Þetta styttir stundirnar mikið þegar Óla er að kenna, sagði hann oft við okkur. Við heimsóttum Hallgrím og Ólu í sumarbústaðinn núna í ágúst og það var ekki að spyrja að því, hann sner- ist í kringum okkur þótt heilsa leyfði það í raun ekki, og steikin og nýju kartöflurnar voru góðar. Það gladdi okkur líka að Hallgrímur sagði okk- ur að hann hefði virkilega notið sín þegar hann borðaði hjá okkur á gamlárskvöld sl. Stuttu áður en hann dó fór hann sína síðustu ferð í Grímsbæ en þar undi hann sér best við gróðursetn- ingu og annað dundur í viðhaldi og endurbótum á bústaðnum. Hallgrímur og Óla ferðuðust tölu- vert mikið saman, þau áttu margar ánægjulegar stundirnar saman á Kanaríeyjum, en þangað fóru þau um jólin í allmörg ár, einnig ferðuð- ust þau mikið innanlands. Hallgrímur ætlaði svo sannarlega að njóta lífsins eftir að hann hætti að vinna og talaði mikið um það, var bú- inn að skipuleggja hinar ýmsu ferðir með Ólu sinni. Það er virkilega sárt að missa þig, kæri Hallgrímur, en nú hittir þú líka hana Jónu þína sem þú talaðir alltaf svo vel um og börnin þín tvö sem far- in eru. Elsku Óla og fjölskyldur Hall- gríms, við vottum ykkur innilega samúð og biðjum góðan guð að blessa ykkur öll. Þórunn og Axel. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.englasteinar.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS JÓHANNSSONAR, Eyjahrauni 11, (áður Norðurgarði), Vestmannaeyjum. Þorvaldur Stefánsson, Sveinbjörg Kristmundsdóttir, Kristinn Ingi Stefánsson, Elísabet Þrastardóttir, Ragnar Þór Stefánsson, Lísa Skaftadóttir, Jóhann Hjaltalín Stefánsson, Berglind Helgadóttir, Ómar Stefánsson, Þórdís Jóelsdóttir, Snædís Stefánsdóttir, Jónsteinn Jensson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Jóhann Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR DANÍELSDÓTTIR frá Viðarsstöðum, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 13. september. Þröstur Guðmundsson, Jórunn Pétursdóttir, Sigríður Rúna Þrastardóttir, Jón Árni Ólafsson, Margrét Hildur Þrastardóttir, Guðmundur Kári Jónsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðju- daginn 14. september. Vignir Kárason, Sóley Hansen, Þórveig Bryndís Káradóttir, Hreinn Tómasson, Sigríður Kristín Káradóttir, Sveinn Bernódusson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, tengdadóttir og amma, HALLDÓRA INGIBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR, (Inga), Lyngbrekku 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi mánudagsins 13. september. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kr. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, Jónína Salný Stefánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Garðar Ásbjörnsson, Ragnar Runólfsson, Gertrud Johansen og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, INGVAR LOFTSSON frá Holtsmúla, Birkigrund 33, Kópavogi, lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 15. september. Jarðarförin auglýst síðar. Elías Ingvarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir, Ólöf Jóna Elíasdóttir, Sigríður Birna Elíasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.