Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 11 NÝR nýrnasteinbrjótur, sem kallað- ur er Mjölnir, var tekinn í notkun á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í vikunni. Tækið kostar um 50 millj- ónir króna og boðar byltingu í þvag- færaskurðlækningum hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Um er að ræða endurnýjaða útgáfu af fyrri steinbrjót sem hefur verið á spítal- anum frá árinu 1994. Vonir standa til þess að með nýja steinbrjótnum verði hægt að fækka endurkomum sjúklinga sem þurfa meðferð vegna nýrnasteina. Að sögn Guðjóns Haraldssonar þvagfæraskurðlæknis er nýja tækið mun öflugra en eldri steinbrjóturinn og meðferðartíminn styttri. Á þeim áratug sem gamli steinbrjóturinn þjónaði hafa 2.600 meðferðir verið veittar. Alls greinast hátt í 2.000 manns á ári með nýrnasteina en að- eins einn tíundi hluti þeirra, eða 150–200 sjúklingar, þarf að gangast undir meðferð í nýrnasteinbrjót til að fá bót meina sinna. „Níu af hverj- um tíu sem greinast fá það smáa steina að þeir ganga niður sjálf- krafa.“ Nýi steinbrjóturinn inniheldur bæði svokallaða innstillingareiningu og meðferðareiningu og að sögn Guðjóns er það mikil breyting frá eldra tækinu. Með innstillingarein- ingunni, sem er búin röntgentæki, er hægt að sjá nákvæmlega hvar steinninn er en með meðferðarein- ingu er hann meðhöndlaður með hljóðbylgjum. Gamli steinbrjóturinn innihélt eingöngu síðarnefndu ein- inguna og því þurfti sjúklingur að fara í röntgentæki áður en hann gat gengist undir meðferð í steinbrjótn- um. „Áður fyrr þurfti að færa sjúk- linginn á milli þessara eininga. Sú tilfærsla orsakaði ónákvæmni. Stóri kosturinn við þetta tæki er aukin ná- kvæmni við innstillingu og meðferð steinanna auk þess sem minni orku þarf til þess að brjóta steinana.“ Aukin nákvæmni Guðjón segir vonir standa til að með Mjölni verði hægt að fækka endurkomum sjúklinga í steinbrjót- inn. „Við erum að gefa hverjum sjúklingi að meðaltali 1,5–2 meðferð- ir. Það eru mjög margir sem þurfa að koma tvisvar. Við vonumst til að það breytist með því að nákvæmnin eykst,“ segir Guðjón ennfremur. Nýrnasteinar eru algengastir á miðjum aldri, í kringum 40–50 ára. Heldur algengara er að karlar fái nýrnasteina en konur að sögn Guð- jóns. Hann segir þá vera algengari en margur heldur. Lítið sé hins veg- ar hægt að gera til að koma í veg fyrir þá. Þó segir hann rannsóknir hafa sýnt að óhóflega mikil prótín- neysla geti aukið líkur á nýrnastein- um. Erfðir og búseta spili þó einnig stórt hlutverk, þannig séu nýrna- steinar t.d. algengari í löndum þar sem heitt og þurrt loftslag ríkir. Nýr nýrnasteinbrjótur í notkun á LSH Vonast til að meðferð við nýrnasteinum styttist Morgunblaðið/Kristinn Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á göngudeild þvagfærasjúkdóma, Sigríður Jóhannsdóttir, deildarstjóri göngudeildar þvagfærasjúkdóma, og Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlæknir við nýja steinbrjótinn, Mjölni. UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur ýmis atriði gefa til kynna, við at- hugun hans á ráðningu í starf deild- arsérfræðings í samgönguráðu- neytinu á síðasta ári, að ákveðið hafi verið fyrirfram hver skyldi hljóta starfið áður en það var aug- lýst. Sá sem kvartaði til umboðsmanns taldi að mat á menntun og starfs- reynslu umsækjenda hefði ekki ver- ið rétt. Tók umboðsmaður einnig til sérstakrar athugunar hvort þeim sem var ráðinn hafi verið falið að gegna umræddu starfi áður en um- sóknir bárust og þá hvort auglýs- ingin kunni að hafa verið birt ein- ungis til málamynda. Telur undantekningu ekki eiga við Í áliti sínu fjallar umboðsmaður um lög um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna, þar sem mælt er fyrir um skyldu ríkisstofnana til að auglýsa laus störf opinberlega. Dregur hann þá ályktun að stjórn- völdum sé óheimilt að ráða tiltekinn einstakling til starfa með þeim fyr- irvara að starfið verði síðar auglýst laust til umsóknar, nema ef ein- hverjar undantekningar eigi við þegar ráðningin eigi sér stað. Um- boðsmaður telur að af gögnum málsins megi ráða að þær undan- tekningar eigi ekki við. Því verði ekki séð hvernig heimilt hafi verið að gera umræddan ráðningarsamn- ing án þess að auglýsa starfið laust til umsóknar. Var samningurinn gerður í maí árið 2003, tæpum þremur mánuðum áður en starfið var auglýst laust. Umboðsmaður beinir þeim til- mælum til samgönguráðuneytisins að taka framvegis mið af athuga- semdum sínum þegar ráðið verður í störf á vegum ráðuneytisins. Telur hafa verið ákveðið fyrirfram hver hlyti starfið Umboðsmaður Alþingis um ráðningu í samgönguráðuneytinu STEFÁN Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, vill að rík- ið axli alfarið ábyrgð á framhalds- námi í tónlist og háskólanámi. Við- ræður um þetta hafi farið fram milli ríkis og sveitarfélaga en með tak- mörkuðum árangri. Viðræðurnar hafi eingöngu skilað þeim árangri að menntamálaráðu- neytið sé reiðubúið að greiða fyrir einingabært framhaldsnám sem val- nám í framhaldsskóla. Þetta sé lítið skref og nái t.d. ekki til þeirra sem séu í æðra námi í tónlist en ótengdu framhaldsskólunum. Stefán Jón segir að það sem út af standi nú sé að greina þurfi á milli hlutverks ríkis og sveitarfélaga. Ríkið taki ábyrgð á framhaldsnámi í tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.