Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ allt fyrir heimilið S P EGLA - ÚTSALA - í T ékk Kr i s t a l FAXAFEN I afsl af öllum verð frá kr:1.990.- fyrstur kemur fyrstur fær!20%-50% - m i k i ð ú r v a l f r á b æ r t v e r ðwww.tk.is KRISTINN Gestsson skipstjóri skrifaði grein í Morgunblaðið 8. september sl. undir heitinu LÍÚ það er ræs. Það er ánægjulegt að sjá að Kristinn trúir því ekki frek- ar en við, að það þurfi að koma til verkfalls sjómanna, sem óhjákvæmilega mun einnig hafa það í för með sér að út- vegsmenn boði til verkbanns. Það er ljóst að slíkt mun skaða bæði sjómenn og útvegsmenn. Af- koma fyrirtækjanna mun versna og sér- staklega mun orðspor okkar á mörkuðum úti í heimi þar sem við eigum í harðri baráttu við aðrar fisk- veiðiþjóðir bíða hnekki. Kristinn segist efast um að við viljum semja. Þessi efi er óþarfur, við leggjum ofuráherslu á að ná samningum en það er jafnljóst að ekki eru efni til að hækka launahlutfallið. Það er hinsvegar unnt að auka tekjurnar þann- ig að bæði sjómenn og útvegs- menn beri meira úr býtum. Það felst ekki í því að setja gamlar vinnslulínur í ný skip eins og Kristinn er væntanlega að vísa til að um borð í nýjasta frystitogara okkar var sett einföld vinnslulína. Ástæðan er sú að skipið er að svo stöddu einungis gert út til grálúð- uveiða þar sem ekki er þörf á flóknum vinnslulínum. Það sem málið snýst um í því skipi er því ekki vinnslulínan heldur stærð skipsins, vélaraflið, aðbúnaðurinn og afköstin. Skipið er m.a. búið 7.500 hestafla vél og Kristinn veit manna best hvað hann gæti gert á slíku skipi umfram það sem hann er fær um að gera á sínu skipi með 3.300 hestafla aðalvél. Það er því hið eðlilegasta mál að tekið sé tillit til fjárfestingarinnar í skipinu þegar sjómenn taka laun sem hlutfall af tekjum útgerðarinnar. Það er öllum ljóst að það er hvor- ugum aðilanum til framdráttar að þetta skip sé mannað 24 mönnum þegar 18 duga vel. Á sama hátt er það ekki eðlilegt, að þótt samið sé um launahækkanir í landi við launþega sem hafa ekki hlutfall af tekjum fyrirtækja sinna, að slíkar launahækkanir séu heimfærðar sjálfkrafa á sjómenn. Rétt er þó að taka fram að það stendur ekki á útvegsmönnum að hækka kaup- tryggingu og tímakaup samsvar- andi. Sjómenn taka launahækkanir með hækkandi fiskverði (og lækk- un þegar fiskverð lækkar) og út- gerðir senda ekki launahækkanir út í verðlagið eins og gerist með taxtahækkunum eða verðhækk- unum ef laun fólks í landi hækka. Við verðum að laga kjarasamn- ingana að breyttum aðstæðum og það er verkefni sem einungis verð- ur leyst með samningum og já- kvæðu hugarfari. Kristinn talar um óbilgirni og dónaskap. Ég veit ekki hvað hann á við með þessum orðum en get fullvissað hann um að ég ber ekki meiri virðingu fyrir öðrum störfum en þeim sem hann og starfsbræður hans stunda. Það þýðir hinsvegar ekki að þeir verði ekki að taka tillit til annarra. Þá er það rétt hjá Kristni að við erum ekki að sækjast eftir að íslensk sjó- mannsstörf verði lág- launastörf, þvert á móti verðum við að geta keppt við aðrar atvinnugreinar um besta fólkið og það verður einungis gert með góðum kjörum. Fækkun í áhöfn komi báðum til góða Þar sem Kristinn er kappsfullur skipstjóri er ég líka viss um að hann er sammála mér um að það er óþolandi að íslenskir útvegs- menn skuli þurfa að manna togskipin sem stunda uppsjáv- arveiðar með 15 mönnum þegar sams- konar skip nágranna okkar eru með mun færri í áhöfn. Það sem útvegsmenn fara fram á er að ávinningurinn við fækkun í áhöfn komi báðum aðilum til góða. Kristinn undrast að útvegsmenn vilji losna við ákvæði um sektir vegna samningsbrota. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eru ákvæði um sektir sem renna í rík- issjóð ef um samningsbrot er að ræða. Í kjarasamningum útvegs- manna og sjómanna eru ákvæði um að til viðbótar þessu geti stétt- arfélögin lagt á sektir sem nema háum fjárhæðum og renna í fé- lagssjóði viðkomandi félaga. Nýleg dæmi eru um að sjómenn og útvegsmenn hafa viljað breyta fyrirkomulagi um róðrarlag á netavertíð og í stað þess að taka helgarfrí aðra hverja helgi sömdu aðilar um að taka styttri frí um hverja helgi. Viðkomandi útgerðir fengu síðan milljóna kröfur frá stéttarfélögum vélstjóra og skip- stjóra. Ég fer þess á leit við Krist- in að hann tali við skipstjórana á viðkomandi skipum og sannfærist um hvað þeir vilja. Útvegsmenn vilja einfaldlega að sömu lög og reglur gildi um þá og aðra at- vinnurekendur að þessu leyti og að þetta ákvæði verði ekki haft að féþúfu. Klisja að stjórnvöld dragi taum útvegsmanna Klisjan um að stjórnvöld dragi taum útvegsmanna með lagasetn- ingu er orðin þreytt. Útvegsmenn felldu miðlunartillögu árið 1998 sem sjómenn samþykktu og varð síðan grundvöllur lagasetningar. Rétt er að minna á að árið 2001 gerðu útvegsmenn og vélstjórar kjarasamning sem stendur til árs- loka 2005. Þar fengu sjómenn verulegar kjarabætur sem komu til vegna samningsins. Útvegs- menn leggja ofuráherslu á að stjórnvöld grípi ekki inn í kjara- viðræður enda verðum við að leysa málin sjálfir. Það er óþol- andi fyrir útvegsmenn að vera samningslausir gagnvart skip- stjórnarmönnum og undirmönnum lengur en nú hafa langflestar starfstéttir lokið gerð kjarasamn- inga og eins og fyrr segir stendur samningur okkar við vélstjórana út næsta ár. Það er því spurning hvern þarf að ræsa? Hver er samn- ingslaus? Friðrik J. Arngrímsson svarar Kristni Gestssyni Friðrik J. Arngrímsson ’Útvegsmennleggja ofur- áherslu á að stjórnvöld grípi ekki inn í kjara- viðræður enda verðum við að leysa málin sjálfir.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ. HJÁ EFLINGU – stéttarfélagi hefur verið unnið markvisst að því að gefa félagsmönnum tækifæri til að sækja starfs- og símenntun. Með uppbyggingu fræðslusjóða á und- anförnum árum hafa möguleikar fé- lagsmanna verið marg- faldaðir. Nýjar námsleiðir eru skoð- aðar bæði með starfs- mönnum og einnig á vinnustöðum. Sam- starf við fræðsluaðila fyrirtækja eykst ár frá ári og hafa við það skapast leiðir til að meta þarfir fyrir starfsmenntun og hvað best hentar miðað við starf hvers og eins. Með tilkomu Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins hafa aukist tækifærin til að fá gerða greiningu á menntunarþörfum/ leiðum innan starfs- greina. Fræðalumiðstöðin hefur einnig unnið frábært starf við að skoða námskrár fyrir mennt- unarleiðir sem Efling – stéttarfélag hefur boðið upp á. Það er t.d. grunn- menntaskólinn, landnemaskólinn og jarðlagnatæknanám sem nú hefur verið ákveðið að sé hægt að meta til eininga í framhaldsskólum. Með þessu opnast annað tækifæri til náms sem mikil þörf er fyrir. Mik- ill fjöldi félagsmanna í Eflingu – stéttarfélagi er að leita að mennt- unarleiðum og nýjum tækifærum á vinnumarkaði. Mikil þróun á sér stað í störfum og þess hvers er ætlast til af starfs- mönnum. Með auknum tækifærum í sí- og starfsmenntun er auð- veldara fyrir fé- lagsmenn að leita að þeim menntunarmögu- leikum sem henta starfi þeirra og starfsþróun. Í mörgum starfs- greinum eru vinnu- staðir með símennt- unaráætlanir fyrir starfsmenn og setja þeir sér þá markmið í náms- leiðum sem unnið er eft- ir næstu misseri. Fé- lagsmenn í Eflingu – stéttarfélagi geta nýtt sér ótal tækifæri til sí- og starfsmenntunar og hvet ég þá til að kynna sér vel sína fræðslumögu- leika í viku símenntunar. Símenntun alla ævi Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir fjallar um símenntun Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir ’Miklir mögu-leikar fyrir Efl- ingarfélaga. ‘ Höfundur er 1. varaformaður Eflingar – stéttarfélags EFTIR að hafa verið ekkja í tíu ár, þá hefur dauðinn kannski orðið mér hugleiknari heldur en ella, því það er nú þannig með okkur flest að við veltum ekki svo mikið fyrir okkur að við séum fædd með feigðaról um hálsinn, fyrr en kemur að því að við tökumst á við að við þurfum að hverfa héðan fyrr eða síðar. Þegar við skoðum líf okkar þá högum við okkur alls ekki með þeim hætti að dauðinn sé það sem bíður okkar því við miðum flest hegðun við að við séum jarð- neskt eilíf. Við söfn- um alls kyns for- gengilegum hlutum og þegar svo við stöndum frammi fyrir því að dauðinn knýr á okkar dyr, þá verðum við öll svo hissa og áhyggjufull yfir því að kannski munu hvorki við né þeir sem við elskum, enda á réttum stað. Þetta stafar ekki síst af því að við mið- um ekki tilveru okkar við að við verðum að fara héðan fyrr eða síð- ar. Slík hugsun er í eðli sínu mik- ilvæg og algjörlega réttlætanleg vegna þess að við getum ekki mið- að tilveru okkar einungis við það sem sést og blasir við hinum venjulega manni. Við verðum að miða það við að þurfa, fyrr eða síðar, að standa frammi fyrir Föð- urnum. Það veganesti sem við flytjum með okkur inn í þennan fyrirheitna, himneska heim, er og verður einungis það sem við eig- um til í sálunni okkar. Í henni er hugur okkar og andi, líf, tilfinn- ingar, hugsun og persónuleiki og allt það sem prýðir innri getu og hæfni einstaklingsins. Ef við hugsum um Jesú Krist og upprisustaðfest- ingu hans, þá fylgir því ákveðinn léttir, því að hann hefur ekki einungis sannað með krossdauða sín- um líf að loknu þessu heldur sneri hann sér að ræningjanum sem iðraðist og sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í Para- dís (Lúk. 23, 39–43). Þessi yfirlýsing er mjög mikilvæg fyrir mig og örugglega fyrir allt venju- legt fólk sem hefur stöðugt fyrir hugskotssjónum sínum sam- anburðinn í Kristi við það hvað er að vera altækt jákær og hvað er að vera breyskur eins og ræningj- arnir. Hafi Kristur verið viss um það að þeir mundu eiga samfélag að jarðnesku lífi loknu þá er hann ekki bara að segja okkur að við lifum líkamsdauðann, heldur líka að þó við höfum ekki alltaf farið rétt að þá bíði okkar að þessu lífi loknu vist í Paradís. En jafnframt segir hann í kenningum sínum að sá sem iðrast rangra gjörða fái fyrirgefningu og slíka náð er lang- best að eignast fyrir ferðalagið inní ríki Hans. Semsagt Kristur staðfesti við ræningjann, mik- ilvægi hins frjálsa vilja sem bygg- ist á ákvörðun okkar um hvort við viljum vera Guði þóknanleg eða ekki. Eitthvað segir mér að það sé skemmtilegri tilhugsun að fara héðan tilbúinn til að setjast að í einhverri þessara mörgu vist- arvera sem bíða, af því að við höf- um hagað lífi okkar þannig að við verðskuldum fögur húsakynni. Þess vegna er ástæða til að ætla að allt venjulegt fólk sem hefur áttað sig á sannleika þess að við erum ekki eilíf á jörðunni, leggi sig eftir því að vanda innri breytni og hegðun, efla allt það kærleiks- hvetjandi atferli í hugsun og at- höfnum sem einungis fæst með góðum vilja til þess að arna. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir því að þurfa að takast á við viðskilnað, til þess að skilja þenn- an sannleika. Við eigum í skóla- kerfinu eins og í sunnudagaskól- anum, að undirstrika frá mikilvægi þess að það skiptir líka máli að miða við líf báðum megin grafar en ekki einungis það líf sem við snertum frá degi til dags. Ef við miðum vitund okkar jafn- hliða því að keppa eftir öllu sem sést og sem sést ekki, þá munum við ekki einungis vera betur undir Paradísarvistina búin, heldur munum við aukinheldur lifa því lífi sem við eigum á allt annan og miklu meðvitaðri hátt, um mik- ilvægi þess að vera góður og ein- lægur. Þannig munum við verða svona eins og litlir ljósvitar fyrir hvert annað og lýsa ósjálfrátt vegna þessa innri vilja okkar, upp tilveru þeirra sem eru í samvistum við okkur. Við verðum að lifa eins og Kristur í boðorðum sínum og slík uppskrift vegvísis að vegferð samneytis við samferðafólk sitt er alls ekki flókin og hefur sýnt og sannað gildi sitt. Vegna þess að þeir sem það gera þeir vanvirða hvorki né vanhelga það sem öðr- um er kært og heilagt, heldur leggja sig eftir því að lifa því lífi sem einmitt líkist lifandi ljósvitas- kímu sem skín ósjálfrátt á innra líf þeirra sjálfra sem og allra. Slík vissa segir okkur einfaldlega að við megum ekki, elskurnar, van- rækja í öllu veraldarvafstrinu, það sem inni fyrir býr, og kostar okk- ur einungis löngunina til að lifa að hluta hvert í öðru á svona pínu himneska vísu. Til þess að und- irbúa endanlega vistun í Paradís sem Kristur gaf okkur vissu um. Við vitum að orð hans misstu aldr- ei marks, voru alltaf sönn og segja einungis þann sannleika sem okk- ur er óhætt að trúa og vera viss um að fái líf sem er litskrúðugt, lofsamlegt, líknandi og full ástæða til að kynnast á jörðinni, ekkert síður en þegar að himneskri heim- komu kemur. Því dauðinn knýr nefnilega á dyr okkar allra. Dauðinn – ekki á mínar dyr, takk! Jóna Rúna Kvaran fjallar um dauðann ’...við miðum ekki til-veru okkar við að við verðum að fara héðan fyrr eða síðar.‘ Jóna Rúna Kvaran Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.