Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 39 Elsku, kæra amma mín er farin. Andlát hennar bar ekki snöggt að, allir vissu að hverju stefndi. Hún sjálf hafði beðið og vonast eftir því í töluverðan tíma. Af mildi almætt- isins þá dró hún sig smám saman í hlé úr lífi sínu og út úr lífi okkar hinna. Á þann hátt var dauðinn eins mjúkhentur og kostur var á. Ég sá í vor þegar ég heimsótti ömmu á Ísafjörð að kraftar hennar voru að þrotum komnir, nánast ekk- ert eftir nema elskan sem skein úr augum hennar. Og þó óskaði ég þess í eigingirni minni að hún hjarn- aði við svo ég fengi notið hennar jafnvel í nokkur ár í viðbót. Hún hefur nú fengið hvíldina og er henn- ar sannarlega verðug. Amma hafði gengið í gegnum MAGNÚSÍNA INGIBJÖRG OLSEN ✝ Magnúsína Ingi-björg Olsen, fædd Richter, fædd- ist á Tangagötu 6 á Ísafirði 28. maí 1911. Hún lést á sjúkrahús- inu á Ísafirði 11. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju 21. ágúst. mörg stór áföll í lífinu og misst mikið, þó gat hún gefið svo óum- ræðilega mikið af sér. Þegar ég var barn gaf hún mér það öryggi sem mér var nauðsyn- legt og alla tíð hefur hún veitt mér gleði og kærleika í ómældu magni. Ólíkt fyrri ferðum mínum til Ísafjarðar sem hafa ætíð ein- kennst af spenningi og gleði þá var ferð mín þangað nú hlaðin kvíða. Rétt einsog dauði ömmu yrði að veruleika um leið og þangað kæmi. Í mínum huga hafa Ísafjörð- ur og Magga amma alltaf verið eitt. Tómleikinn gagntók mig í fyrstu þegar þangað kom. Staðurinn var ekki samur. Síðar þegar ég gekk um bæinn fannst mér andi ömmu þó vera alls staðar. Hugurinn sækir nú í sjóð dýr- mætra minninga. Margar þeirra tengjast sumardvölum mínum á Ísa- firði í æsku. Að koma þangað var alltaf líf mitt og yndi. Ég elskaði Ísafjörð, sólina þar, dokkubryggj- una, sumarbústaðinn í Tungudal, berin, vinnuna í verksmiðjunni og Tangagötu 6 en umfram allt elskaði þó ég ömmu mína. Þegar ég var 7 ára fékk ég ásamt systur minni Selmu að fara með ömmu í vinnuna. Þar lærðum við að pilla rækjur og eftir að við höfðum pillað litla hrúgu í bakka fengum við að fara í röð með hinum konunum og láta vigta afraksturinn. Það voru stoltar litlar stúlkur sem tóku við launaseðlunum sínum í vikulokin. Amma kenndi á svo marga vegu. Nú þegar ég lít til baka geri ég mér enn betur ljóst hversu stórkost- leg gjöf þessi sumur á Ísafirði voru og hversu samvistirnar við ömmu voru gott veganesti út í lífið. Amma gaf þann aga og þá festu sem þurfti, tók þátt í gleði okkar barna- barnanna og sefaði sorgir okkar. Hún las sögur og bað með okkur bænir á kvöldin. Hjarta mitt fyllist af hlýju og kærleika þegar ég hugsa til Möggu ömmu, þess sem hún gaf mér. Kristbjörg Olsen. Elsku Magga. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning þín og hafðu þökk fyrir allt, Þórir Bent Sigurðsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Það var ekki langur tími af mannsævinni sem við Sighvatur urðum samferða en það var tími sem markaði djúp spor í lífi mínu, það var tími sem mun verða mér minnisstæður það sem eftir er. Kæri vinur, takk fyrir allt, allar samræðurnar, allar vísurnar, öll gullkornin, þína góðu vináttu og síðast en ekki síst takk fyrir að vera þú. Elsku Sigurlaug og aðrir ættingjar, þið hafið sannarlega misst mikið en góður guð gefi ykk- ur styrk til að halda áfram. Sigrún M. Gunnarsdóttir. Ég sá hann fyrst á haustdögum 1956 á skólaganginum á Hvanneyri. Nýir nemendur voru smátt og smátt að safnast. ,,Þessi hlýtur að vera í eldri deild,“ hugsaði ég. Mér þótti mað- urinn fullorðinn og heimsmannsleg- ur. Sjálfur var ég feiminn og sjálf- sagt heimóttarlegur, hafði ekki verið að heiman fyrr. Hann var ekki lengi að koma kynnunum á. Fljótlega vissum við hvor um ann- an flest, sem vita þurfti, urðum strax mestu mátar og það hélst gegnum tvo vetur í skóla, þótt aldr- ei yrðu nein sérstök samlokuein- kenni með okkur eins og stundum verða með félögum á skólabekk. Við hjálpuðumst oft að í náminu og bréfaskipti héldust í alllangan tíma að námi loknu. Hann mun hafa verið kominn á SIGHVATUR FANNDAL TORFASON ✝ Sighvatur Fann-dal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 25. október 1936. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Skagafjarð- ar á Sauðárkróki 25. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkróks- kirkju 4. september. þriðja ár þegar ég skreið í heiminn. Fullorðinslegur, sem fyrr segir, við okkar fyrstu kynni. Fyrir- mannlegur í fasi, fé- lagslega sinnaður, hafði mótaðar skoð- anir. Gat rifist með rökum. Hæfileiki sem ég drepöfundaði hann af. Leit því upp til hans. Hæfilega kærulaus í náminu, en átti létt með það ef hann lagði alúð við. Í yngri deild var sú hefð við lýði að málfundaæfingar voru háðar á sunnudagsmorgnum. Flestir sinnt- um við þeirri kvöð af skyldurækni hinna vel upp öldu sveitadrengja, nema Sighvatur, hann var nægilega þroskaður heimsmaður til að iðka sinn framhaldssvefn meðan afglap- ar aðrir í undirlægjuhætti og hlýðni létu rekast til óhæfuverk- anna með framaþjálfunina að leið- arljósi. En þegar hann tók þátt í umræðum var hann rökfastur og vitur, sem fyrr segir, og þrátt fyrir morgunsvefnshneigðina slapp hann ekki við og skoraðist ekki undan skylduverkefninu: Framsögumað- ur, þegar röðin kom að honum. Hann valdi að tala um vegamál og samgöngubætur. Táknrænt fyr- ir hans síðar ævistarf, þá þegar á mótunarskeiði. Í eldri deild var hann um sinn formaður skólafélagsins, þótt hann sæktist ekki eftir frama. Kannski var einhver hrekkjaskapur að baki því, að kjósa hann til þess. Þann vetur ’57–’58 var okkur falið trún- aðarstarf saman. Hann sóttist ekki eftir því. Ég hins vegar tók fegins hendi þeim fríðindum, sem mat- arstjórastarfið veitti, þ.e. frítt fæði. Mér var það engin kvöð að hafa mikið að starfa og það kom honum vel manninum húðlötum að eigin sögn. Mér kom hins vegar vel skjólið af honum í viðskiptum við heiminn. Sköruleg framkoma hans og árvekni voru sú kjölfesta, sem mér líkaði vel að standa á. Fyrst ég nú segi frá þessu starfi okkar þykir mér við hæfi að nefna fólkið, sem hafði yfir okkur að segja, við þurftum að starfa með og þiggja ráð og fyrirmæli frá. Þá nefni ég: Guðmund Jóhannesson ráðsmann, Ásdísi Arnfinnsdóttur matráðskonu og síðast en ekki síst Guðmund Jónsson skólastjóra. Auk þeirra starfsstúlkurnar okkar allar án frekari upptalningar. Þessa fólks minnist ég með þökk og virð- ingu. Eftir skóla mátaði Sighvatur sig lítillega við búskap í sinni heima- sveit, þá orðinn fjölskyldumaður. Það hentaði honum ekki. Störfum hans á Norðurlandi sem kennara, vegaverkstjóra og bæjarfulltrúa kunna aðrir betur að segja frá. Á þeim árum var það að hann eyddi sumardegi í að kynna mér sveitina sína, Saurbæinn. Hann var alltaf Dalamaður þótt ævistarfið yrði mest annars staðar. Ég átti alltaf og á enn ógoldið í sömu mynt. Sighvatur Torfason frá Hvítadal var hagyrðingur og talaði ósjaldan í hendingum og hálfum vísum í kerskni. Hann kallaði mig góðan stílista og hvatti mig óspart á þeirri línu og átti því margfaldlega inni þessa minningaklausu, hvort hon- um nú líkar betur eða verr. Við sáumst síðast á Hvanneyri 1998 á fertugsafmæli hópsins. Á þeim fundi sagði hann við mig: ,,Hvað ertu alltaf að gera þarna úti í þessum andskotans eyjum“? Hann vildi meina að mig hefði einfaldlega dagað uppi sem stein- tröll og ég hefði getað orðið gagn- legri annars staðar. Fátt varð um svör hjá mér utan hvað ég taldi mig ekkert hefði skánað við brotthvarf. En þessi ádeila hans, framsett við skál, hefur síðan orðið mér stórt umhugsunarefni. Í henni felst þjóðfélagsþróunin og byggðamál, hagfræðipólitíkin öll og framtíð heimsins, efni í vísindaritgerðir og háskólaverk. Við ættum að hafa nokkuð að ræða Sighvatur og ég ef hittumst síðar. Í persónulegum málum hans er ég enginn heimamaður. Gisti þó eina nótt á heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki er mig bar þar að garði í haustmyrkri og vætu. Við vinkonu mína Sigurlaugu vil ég segja í lok þessa þankaspjalls. „Dúa mín. Hvort sem brautin varð grýtt eða slétt er minningin frá vetrinum ’57–’58 þess virði að geyma í hugskotinu, þegar þið Sig- hvatur urðuð upptekin hvort af öðru strax við fyrstu kynni. Við átt- um öll góðar stundir saman.“ Fjölskyldu Sighvats sendi ég bestu kveðju mína í minningu hans. Jóhannes Geir Gíslason. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SKÚLADÓTTIR, Ljósvallagötu 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Jónsdóttir, Sigurgeir Bjarnason, María G. Sigurgeirsdóttir, Styrmir Sigurðarson, Jón V. Sigurgeirsson, Hildur Garðarsdóttir, Bjarni Sigurgeirsson, Eva Sigurgeirsdóttir og langömmubörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Ljósheimum 14, lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn 7. september. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sendum öllum þeim fjölmörgu er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hennar sérstakar þakkir, einnig til lækna og starfsfólks blóðskilunardeildar og deildar 14-G fyrir einstaka umönnun og vinsemd. Helga Ólína Haraldsdóttir, Ársæll Hauksson, Ástrós Kristín Haraldsdóttir, Pétur Þórhallur Sigurðsson, Agnar Guðmundur Árnason, Hulda Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Hinrik Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ELÍS GUNNARSSON, Vatnabúðum, Eyrarsveit, sem andaðist sunnudaginn 12. september, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 18. september kl. 14:00. Ragnhildur Kristjana Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.