Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 49
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 49 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Mikið úrval Erum að taka upp glæsilegan haustfatnað Nýtt kortatímabil NÝ LÖGMANNSSTOFA Ég hef opnað lögmannsstofu á Skúlagötu 17, 101 Reykjavík. Heitið á stofunni er Lögmat ehf. - lögmannsþjónusta. Tek að mér alhliða lögfræðilega ráðgjöf og málflutning. Nýir viðskiptavinir velkomnir. Björn Daníelsson hdl. Skúlagata 17, 101 Rvk, s. 511-3600, fax 511-3601. Netfang: logmat@logmat.is Ídag hefst norrænt kirkjutónlistarmót í Árós-um í Danmörku. Fyrsta norræna kirkju-tónlistarmótið var haldið árið 1993, en síðanhafa þau verið haldin á um fjögurra ára fresti og hafa Norðurlöndin umsjón með þeim til skiptis. Þannig var mótið haldið árið 1996 í Gauta- borg og í Helsinki árið 2000. Nú er komið að Dönum að halda mótið, en félög organista á öllum Norðurlöndum mynda svokallað norrænt kirkjutónlistarráð sem hefur það að mark- miði að kynna það helsta sem er í brennidepli í kirkjutónlist á Norðurlöndum á hverjum tíma og miðla því efni á nótum til þátttakenda. Nú taka tæplega þúsund manns þátt í norræna kirkju- tónlistarmótinu og munu gestir sækja fjölda tón- leika, fyrirlestra, málstofa og annarra umræðuvett- vanga og fræðslu um það sem efst er á baugi í kirkjutónlist. Fyrir Íslands hönd kemur fram fjöldi lista- manna, bæði kórfólk og organistar auk þess sem ís- lensk orgelverk og kórverk verða kynnt. Þar á meðal verður á opnunartónleikum hátíðarinnar leikið verkið „Te Deum“ eftir Jón Þórarinsson, fyr- ir kór, einsöngvara, tvö trompet og orgel. Kjartan Sigurjónsson, organisti í Digra- neskirkju, er einn af þeim sem sækja mótið og segir hann það hafa mikið gildi fyrir samfélag listamanna innan kirkjunnar. „Það gildi sem svona mót hefur fyrir okkur er fyrst og fremst það að kynna fyrir hinum Norðurlandaþjóðunum hvað við erum að gera og að fylgjast með hvað hinar þjóðirnar eru að gera,“ segir Kjartan og bætir við að þessi hug- myndaskipti skili sér aftur hingað til lands. „Við fáum nýjar og ferskar hugmyndir og komum þeim í framkvæmd. Allt það sem flutt er þarna getur mað- ur fengið nótur af, keypt þær á staðnum eða pant- að. Skálholtsútgáfan sem er kirkjuleg útgáfa verð- ur þarna einnig með sýningarbás.“ Hvert er helsta framlag Íslands til mótsins? „Helsta framlag Íslands á þessu kirkjutónlist- armóti er söngur Graduale Nobili í Sankti Páls kirkju, sem Jón Stefánsson stjórnar en þau koma fram á þrennum tónleikum þar. Eyþór Ingi Jóns- son, ungur og vel menntaður organisti, kemur einn- ig fram fyrir okkar hönd á tvennum orgeltón- leikum.“ Hefur þróunin á sviði íslenskra orgelverka tekið einhverjum stakkaskiptum undanfarin ár? „Já, tvímælalaust. Í seinni tíð hafa tónskáld æ meir skrifað fyrir orgel, einkum með tilkomu Klais- orgelsins í Hallgrímskirkju og finnst tónskáldum spennandi að nýta þá möguleika sem orgelin hafa. Þetta heitir víst gróska.“ Tónlist | Þúsund kirkjulistamenn sækja Norræna kirkjutónlistarhátíð í Árósum  Kjartan Sigurjóns- son er fæddur 1940 í Reykjavík. Hann nam orgelleik hjá dr.Páli Ísólfssyni og var jafn- framt í píanótímum hjá frú Annie Leifs. Kjartan hefur starfað sem organisti Í Borg- arfirði, Ísafirði og lengst af í Reykjavík og Kópavogi. Kjartan lauk almennu kennaraprófi árið 1962 og stundaði lengi kennslustörf bæði sem kennari og skólastjóri. Þá nam hann guðfræði við HÍ. Kona Kjartans er Bergljót S. Sveinsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn. Fjölbreytt kynning á kirkjutónlist Hver á myndina? ÞESSI mynd var á filmu í myndavél sem fannst við tjaldstæðið á Egils- stöðum 10. september sl. Upplýs- ingar í síma 893 0640. Óvelkomin auglýsingastarfsemi MJÓLKURSAMSALAN gerði sér lítið fyrir sunnudaginn 12. sept. sl. og auglýsti vöru sína, kókómjólk, til barna og unglinga í sunnudagaskóla Grafarvogskirkju. Varan var auglýst á þann hátt að fígúran sem notuð hef- ur verið til kynningar utan á fernum – Klói köttur – var boðinn velkominn á samkomunni og útdeildi hann kókó- mjólk til barnanna í lok dagskrár- innar. Ég er foreldri 2 ára barns og lít þessa auglýsingarstarfsemi alvar- legum augum. Börnin eru auðkeypt- ur markhópur og er nóg samt af gylli- boðum til þeirra sem ganga þvert á uppeldissjónarmið foreldranna. Ég vil gjarnan geta boðið barninu mínu upp á uppbyggilega dagskrá í kirkjunni án þess að eiga von á sölu- mennsku á borð við ofangreint atvik. Móðir í Grafarvogi. Prinsessa er týnd PRINSESSA týndist frá Egilsgötu 10 29. maí sl. Hún er blönduð pers- nesk, loðin, ljósbrún með fjóra hvíta sokka og græn augu og loðið skott og dökka rák á baki. Hún var með græna ól með gulu merki á. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hana eru beðnir að hringja í síma 551 7091. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Dd2 b5 6. Bd3 Rbd7 7. a4 b4 8. Rce2 Da5 9. Rf3 c5 10. dxc5 Rxc5 11. Bb5+ Bd7 12. Bxc5 dxc5 13. 0–0 Bxb5 14. axb5 Dxb5 15. e5 Hd8 16. Red4 Re4 17. Rxb5 Rxd2 18. Rxd2 Hxd2 19. Hfd1 Hxd1+ 20. Hxd1 e6 21. Ha1 Kd7 22. c4 bxc3 23. Hxa7+ Kc6 24. Rxc3 c4 25. Hxf7 Bb4 26. Hf4 Kc5 27. Re4+ Kd4 28. Rg5+ Kd5 Það kemur oft fyrir skákmenn að leika miklum fingurbrjótum. Sjaldgæft er að sjá stórmeistara gera slíkt en all- ir eru jú mannlegir. Sárustu töp hvers skákmanns eru þau þar sem hann hef- ur puðað mikið til að koma sér upp vinningsstöðu en glutrar henni niður í tap með einum afleik. Staðan kom upp á sterku lokuðu skákmóti á Indlandi sem lauk fyrir skömmu. Heimamað- urinn og stórmeistarinn Surya Sekhar Ganguly (2.574), hvítt, hafði yfirspilað ofurstórmeistarann Zurab Azmaip- arashvili (2.679) framan af skákinni og ætti sennilega enn prýðilega vinnings- möguleika eftir 29. Rf3. Í stað þess lék hann 29. g3?? sem georgíski refurinn svaraði með 29. …Bd2! og sá indverski sá sig knúinn til að gefast upp enda staðan töpuð eftir 30. Hg4 h5. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. SKÁLDSÖGUR Sjóns „Augu þín sáu mig“ og „Með titrandi tár“ hafa komið út á Norðurlöndum und- anfarna mánuði og misseri og fengið prýðilega dóma gagnrýn- enda. Fyrr á árinu kom Augu þín sáu mig út hjá finnska forlag- inu LIKE og hafa finnskir gagnrýnendur skrifað mjög lof- samlega um hana. „Bókin er alger sagnapakki,“ skrifar Janna Kantola, gagnrýnandi Helsingin Sanomat, og þykir heimur hennar minna að nokkru leyti á kvikmyndir danska leikstjórans Lars von Trier. Þá hrós- ar annar gagnrýnandi Sjón fyrir frumlegan stíl, bæði truflandi og heillandi í senn. Paula Rönni í Kiiltomato fer afar lofsamlegum orðum um Sjón og seg- ir m.a.: „Uppáfinningasemi Sjóns og mannúðin, sem greina má að baki hæðninni, gera það að nautn að lesa þessa skáldsögu.“ Þá hrósar hún finnska þýðandanum, Maarit Kallio- koski, og segir henni takast vel að miðla þeim blæbrigðum sem búa í frumtextanum. Með titrandi tár kom út á sænsku í vor og hafa margir sænskir gagn- rýnendur hrósað henni. Andreas Brunner, gagnrýnandi Sydsvenska Dagbladet, líkir Sjón við „húm- orista“ á borð við Kafka og Búlgakov og segir að Með titrandi tár sé „blessunarlegur hrærigrautur af goðsögum og ævintýrum, draum- sýnum og hversdagslegum fárán- leika“. Þá segir Caroline Alesmark hjá Södermanslands Nyheter lestur á skáldsögum Sjóns vera „stundum líkast því að detta niður í handrit eft- ir Tim Burton, ef hann hefði alist upp í Reykjavík en ekki Los Angel- es. Álíka galið, álíka fallega útpælt, álíka klárt og álíka ástúðlegt. Þótt Sjón snúi reyndar skrúfu galskap- arins nokkra hringi í viðbót.“ Kristian Lundberg hjá Norrköp- ings Tidninga og Per Tviksta hjá VLT hafa einnig hrifist mjög af „Með titrandi tár“. Lundberg segir mál Sjóns ágengt, „Nærri því með titrandi ofskynjunum, sláandi fagurt – og inn á milli hörkulegt og hamrað. Stíllinn er eins og kviksjá. ... Í stuttu máli: stórbrotin frásögn, bara ef þú heldur ekki að þetta sé skáldsaga um glæp. Hún er fremur skáldsaga um von. Kannski frásögn um gæsku.“ Tviksta er ekki síður af- dráttarlaus í sínum dómi: „Sjón býr til ferska blöndu í þessari eftirtekt- arverðu, afar heillandi bók, sem ger- ist á Íslandi frá lokum seinni heims- styrjaldar fram á miðjan sjöunda áratuginn. ... Þetta getur bragðast sem ósvikinn drykkur, yfirnátt- úrlegur og rammur. Og vissulega er hún römm, skrifuð með hreint undraverðum hætti, á stórfenglegu máli og léttstreymandi stíl. ... Með titrandi tár var fyrir mig eitt af lestrarævintýrum ársins!“ Bækur | Finnar og Svíar lofa Sjón Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson „Eitt af lestrar- ævintýrum ársins“ ÞRIÐJA hefti Tímarits Máls og menningar (TMM) er nú nýkomið út. Meðal efnis í þetta sinn er fyrri hluti bréfs sem Þórbergur Þórð- arson skrifaði Matthíasi Johannessen eftir mikla ferð sína með Margréti konu sinni með skipum og lestum frá Íslandi til búlgaríu árið 1963. Lýs- ir Þórbergur þar æv- intýrum og hremm- ingum ferðalagsins og gefur lifandi mynd af mannlífi og siðum á þessu nálæga en þó furðu fjarlæga skeiði. Seinni hlutinn birtist síðan í 4. hefti TMM sem kemur út í nóvember. Forsíðumynd heftisins er af fót- boltamönnum í tilefni af grein Guð- mundar Sæmundssonar og Júlíans M. D’Arcys um íþróttabókmenntir og viðtal er við Ingi- björgu Haraldsdóttur um reynslu af að vera skáld með rokkstjörn- ustatus í Kólumbíu. Ei- ríkur Örn Norðdahl spyr hvers vegna ís- lensk ljóðlist sé svona lé- leg, Jónas Sen spyr hvort íslensk tónskáld séu pyntingameistarar nútímans og Guðmundur Andri Thorsson skrifar um endur- minningabækur karlmanna. Meðal fjölmargra annarra höfunda má nefna Þorstein frá Hamri, Stefán Mána og Árna Bergmann. Ritstjóri er Silja Aðalsteinsdóttir. Bréf Þórbergs í TMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.