Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 52
MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Söngleikurinn FAME þakkar fyrir sig og kveður Smáralindina Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun. 19. sept. kl. 19.30 Fim. 23. sept. kl. 19.30 LOKASÝNING CAPUTHÓPURINN tróð upp í Ráðhúsinu á sunnudaginn með dagskrá handa börnum í tilefni hollenskra daga. Á efnisskránni voru eingöngu verk eftir hollenska tónskáldið Theo Loevendie, fyrst Einmana kúabjalla, sem, eins og nafnið bendir til, var fyrir kúa- bjöllu, en einnig sex tréblokkir. Var það hinn skemmtilegasti gern- ingur sem börnin kunnu greinilega vel að meta. Ekki síðra var næsta atriði, sem var fyrir þrjár kúabjöllur og bar nafnið Doppleriana. Vísar nafnið til hinna svonefndu Doppleráhrifa, sem er breyting á tíðni eftir því hvort hljóðgjafinn færist frá manni eða öfugt. Doppleráhrifin voru auðheyrð undir lok tónsmíð- arinnar, þegar þrír meðlimir Cap- uthópsins sveifluðu kúabjöllunum fram og til baka. Það var líka óskaplega fyndið, enda flissuðu börnin í salnum og var undirrit- aður þar á meðal. Aðalatriði tónleikanna var Næt- urgalinn fyrir sögumann og sjö hljóðfæri. Sögumaður var Sverrir Guðjónsson og sagði hann ævintýr- ið hugljúfa með einstaklega sann- færandi tilburðum. Tónlistin sem leikin var undir var auk þess áhugaverð, en kannski óþarflega mikil um sig; stundum er nóg að gefa hlutina bara í skyn – það þarf ekki alltaf að troða þeim ofan í mann. Sennilega var hljóðfæraleik- urinn líka heldur hávær á kostnað sögunnar, a.m.k. hélt lítill drengur á fremsta bekk fyrir eyrun þegar hæst lét. Fyrir utan þetta með styrkleik- ann var tónlistarflutningurinn þó prýðilegur og verður sérstaklega að nefna næturgalann Ármann Helgason klarinettuleikara og gervinæturgalann Eirík Örn Páls- son trompetleikara, en þeir voru báðir í banastuði. Aðrir hljóðfæra- leikarar voru líka ágætir og er því óhætt að segja að þetta hafi verið vel heppnaðir barnatónleikar; ég gat alltént ekki annað séð en að smáfólkið skemmti sér konunglega. TÓNLIST Ráðhús Reykjavíkur Caputhópurinn flutti verk eftir Theo Loev- endie. Sunnudagur 12. september. BARNATÓNLEIKAR Jónas Sen MENNING 52 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HOLLENSKI orgelleikarinn Pet- er Ouwerkerk frá Amsterdam lék á orgel Hallgrímskirkju sunnu- dagskvöldið 12. september. Hér var á ferðinni magnaður orgelleik- ari sem lét Klais-orgelið syngja fagurlega. Tónleikarnir, sem voru liður í Hollenskum menningardögum á Íslandi 9.–15. september, hófust á glæsilega útfærðri Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr BWV 564 eftir meistara Bach (1685–1750). Tokk- atan og fúgan voru leikin með glansandi barokk-mixtúrpelnó. Öll útfærsla var vel mótuð og sam- kvæm sjálfri sér frá upphafi til enda og á milli söng Adagióið fal- lega mótað. Umritun Johannesar Barend Litzau (1822–1893) á Agn- us Dei-aríunni úr H-moll-messu Bachs hljómaði sérlega fallega sem og stefið og tilbrigðin fimm yfir sálmalagið Mein junges Leben hat ein’ end eftir hollenska barokktón- skáldið Jan Pieterszoon Sweelinck (1562–1621), allt leikið með mildu en skýru raddavali. Á eftir fylgdi síðan hugljúft Agnus Dei frá 1926 eftir Frank Martin (1890–1974). Lagið við páska- og upprisusálm Lúthers, Christ lag in Todesband- en eða Í dauðans böndum Drottinn lá, hefur orðið mörgu tónskáldinu að innblæstri. Meistari Bach samdi heila kóralkantötu til flutnings á páskadag þar sem hver kafli bygg- ist á sálmalaginu. Anthon van der Horst (1899–1965) samdi árið 1953 tilbrigði um upphafskafla kant- ötunnar og leikur sér ansi skemmtilega með lagið og útfærslu Bachs. Eftir hlé hljómaði glæsileg Passacaglia frá 1929 eftir Hendrik Andriessen (1891–1981) og síðan Organum frá 1986 eftir Daan Manneke (f. 1939) sem var frekar langdregið. Það má segja að Final eftir César Franck (1822–1890) hafi verið stórkostlegur Grand fin- ale tónleikanna. Peter Ouwerkerk er virkilega góður orgelleikari sem hefur næma tilfinningu fyrir þeim verk- um sem hann leikur. Raddavalið var alltaf hófsamt en fjölbreytt og að sjálfsögðu kröftugt og mynd- arlegt þegar það átti við en aldrei um of. Þetta voru góðir og fjöl- breyttir tónleikar. TÓNLIST Hallgrímskirkja Peter Ouwerkerk orgelleikari frá Amst- erdam. Sunnudaginn 12. september kl. 20.00. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson FRANSKA útgáfan af mynd Dúa Landmark um hrossagaukinn hefur verið valin til þátttöku á nátt- úrulífsmyndahá- tíðinni í Méni- goute í Frakk- landi en sú hátíð er núna haldin í 20. skiptið og er ein sú stærsta í þessum bransa. Þetta kemur fram á vefsíðu Lands og sona, www.logs.is.    Fred Ebb, textahöfundur hinna margfrægu söngleikja Cabaret og Chicago er látinn. Ebb, sem samdi einnig textann við Sinatra-lagið fræga „New York, New York“ lést á heimili sínu í New York 76 ára að aldri . Flesta söngleiki samdi Ebb ásamt tónskáldinu John Kander en alls voru 11 af söngleikjum þeirra settir upp á Broadway. Meðal ann- arra verka sem þeir sömdu saman var Kiss of the Spider Woman, Zorba og Woman of the Year. Cabaret sem frumsýndur var 1966 varð þeirra farsælasti söngleikur. Söngleikurinn hefur einu sinni verið settur upp hér á landi, sem og Chic- ago. Leikhópurinn Á senunni setur upp nýja uppfærslu á Cabaret á næsta ári í Borgarleikhúsið. Fólk folk@mbl.is Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson í Félagsheimili Seltjarnarness Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson 9. sýning - fös. 17.09 kl. 20.00 10. sýning - sun. 19.09 kl. 15.00 Miðapantanir í síma 696 1314 Loka sýningar. F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA „Hár ið er s íður en svo far ið að grána . I lmand i og fersk sýn ing . “ - F reyr Ey jó l f sson , ú tvarpsmaður . CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20, Fö 17/9 kl 20 Fi 23/9 kl 20 Fö 24/9 kl 20, Síðustu sýningar LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust KYNNINGARVEISLA - OPIÐ HÚS Við kynnum leikárið: Stutt atriði, dans, söngur, gleði og grín Allir velunnarar velkomnir! Su 19/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi HÁRIÐ tryggðu þér miða Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Síðsumarsjazz í Djúpinu í kvöld fimmtudag kl. 21.00 Björn Thoroddsen og félagar Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Jón Nordal ::: Gríma John Adams ::: Fiðlukonsert Robert Schumann ::: Sinfónía nr. 1 í B-dúr, op. 38 „Vorsinfónían“ Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Leila Josefowicz Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Í flokki fremstu einleikara heims Þrátt fyrir að Leila Josefowicz sé aðeins 26 ára gömul er hún á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér í krafti glæsilegrar spila- mennsku og spennandi verkefnavals. Hún er æ oftar nefnd í sömu andrá og fremstu fiðluleikarar heims og hefur leikið með þekktustu hljómsveitum heims. Nú er komið að Sinfóníuhljómsveit Íslands. HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30Gul áskriftaröð #1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.