Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 35 í vegi fyrir sér, hafsjór af fróðleik um rokkið og rokkfólkið, ótrúlega nask- ur á hvað gæti gengið í fólk, alltaf óragur, elskulegastur allra við þá sem honum þótti vænt um – og fjarri honum alla tíð að erfa gömul ergelsi eða fýlur. Ég var svo lánsamur að eiga Pétur Kristjánsson bæði að vini og frænda. Hann fékk mig með sér í mikið æv- intýri á árunum 1974–1975, þegar Pelican hans bar af öðrum böndum á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Vestur í Massachusetts horfðu am- erískir rokkáhugamenn á hann fara hamförum uppi á sviði og sögðu: All- right, þessi gæi er með alvöru star quality. Þótt við hefðum varið talsverðum tíma í að skipuleggja heimsfrægðina sem átti að vera handan við hornið með tilheyrandi fjárfestingarfyrir- tækjum á Bahamaeyjum og víðar, þá var íslenska taugin römmust allra. Við tóku ný ævintýr með nýjum mönnum og endurnýjuðum þeysingi um landsbyggðina þvera og endi- langa, sumar og vetur. Hann þekkti hvern ballheldan kofa, vissi betur en flestir aðrir hvar væri von um gott skrall, var málkunnugur öllum hús- vörðum, heilsaði lögguliðinu, sem átti að gæta öryggis og siðgæðis samkomugesta, eins og fermingar- bræðrum sínum og þekkti jafnvel hálfan salinn – suma að vísu aðeins með kostulegum uppnefnum sem hann hafði skáldað upp sjálfur. Þarna var okkar maður í essinu sínu, hlakkaði til hvers sveitaballs og var ekki ánægður fyrr en búið var að gera allt vitlaust. Og þar sem maður stóð í salnum og horfði á Pétur og aðra Pelicana galdra fram kynngimagnað rokk og ról á góðum styrk, þá var skrítið til þess að vita að inn á milli laga var þessi villti rokkari, með hárið flaks- andi um allt sviðið, ábyggilega að hugsa um hvað það yrði gott að koma aftur heim í faðm fjölskyldunnar á Laugalæknum og deila lífinu með foreldrum sínum og systrum – og síðar með Lindu sinni og börnunum þremur (sem hann kallaði reyndar „Wigelund-kvikindin“ með hláturs- rokum). Meiri fjölskyldumann hef ég aldrei þekkt. Péturs er nú sárt saknað. Hann var drengur góður, falslaus og heill. Við Dagmar getum því miður ekki fylgt honum hinsta spölinn en við sendum Lindu, börnunum, foreldr- um hans og systrum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ómar V. Ef góðir hlutir gerast hægt, gerast þá slæmir hlutir hratt? Víst er að einhvernveginn er maður stöðugt búinn undir góða hluti, þeir slæmu koma manni svo til alltaf á óvart. Góðir hlutir geta gerst mjög snögglega og þeir slæmu dregist á langinn en hitt er algengara; að maður sé allsendis óviðbúinn því hve snöggt slæmir hlutir geta gerst. Mann setur hljóðan. Þegar vinur er hrifinn burt jafn snöggt og nú þá setur menn hljóða. Blessuð sé minning Péturs W. Kristjánssonar Hjörtur Howser. Lífið er röð augnablika, sem safn- ast saman og mynda æviskeið. Hvert þessara augnablika er eilífðar smá- blóm, sem tilbiður Guð sinn og deyr. Þetta kemur í hugann þegar við minnumst Péturs Kristjánssonar. Hann varð þjóðþekktur á þeim tíma þegar blómabörnin svonefndu settu svip á þjóðlífið og sjálfur var hann eitt af þeim skærustu. Að hitta Pétur var eins og að ganga fram á fallegt blóm, sem greip alla athygli manns vegna birtu sinnar og ljóma. Bros- andi andlit hans hafði útgeislun lífs- gleði og nautnar líðandi stundar, sem hann raðaði saman og bjó til úr lífshlaup sitt, sem gladdi þá sem áttu þess kost að kynnast honum. Á ári fjölskyldunnar 1994 fór hann með okkur, sem þessa kveðju sendum, í ferð um landið þar sem haldnar voru fjölskylduskemmtanir. Við nefndum okkur „Fjörkálfa“. Eitt atriðið var söngvakeppni, nokkurs konar Idol- keppni hinna yngri sem endaði með lokakeppni í Reykjavík og afrakst- urinn var gefinn út á plötu undir nafninu „Þau bestu“. Nokkur lög Fjörkálfanna voru líka sett á disk. Það var hörkuvinna í kringum þetta en Pétur dró ekki af sér og gleðin og bjartsýnin, sem sveif yfir vötnunum, smitaði út frá sér. Við ræddum um það fyrir nokkrum dögum að gaman væri að hittast að nýju og halda upp á tíu ára afmæli Fjörkálfanna, þegar um hægðist eftir að Pétur lyki við disk sinn með lögum Kim Larsen. En sviplegt fráfall Péturs hefur nú orðið til þess að diskurinn með lög- um Kim Larsen varð eitt af því sem Pétri tókst ekki að ljúka þótt hann langaði til. Samt lauk hann því á sinn hátt að safna saman óteljandi skín- andi augnablikum, sem lýsa okkur í minningunni eins og fjársjóður. Hann var vinmargur og vonandi verður diskurinn, svanasöngur hans, gefinn út, þótt fylla þurfi upp í eyður þess sem ógert var. Það væri verð- ugt minnismerki um góðan dreng, sem við minnumst með hlýju og þakklæti um leið og við sendum að- standendum hans samúðarkveðjur. Haukur Heiðar Ingólfsson. Hermann Gunnarsson. Ómar Þ. Ragnarsson. Vilhjálmur Guðjónsson. Fallinn er frá í blóma lífsins einn fallegasti og litríkasti karakter sem Ísland hefur alið, Pétur W. Krist- jánsson, maður sem lifði lífinu til hins ítrasta og notaði hvert tækifæri til að gleðja fólk með sögum og orð- um og hafði alltaf lag á því að ná því besta fram í fari fólks. Orð eru til alls fyrst, og var Pétur þvílíkur snillingur í orðaleikjum og sögustundum að undrun sætir. Í þau 30 ár sem ég þekkti Pétur man ég ekki eftir einu einasta skipti er við kvöddumst að ekki vorum við bæði skellihlæjandi. Hjarta mitt fyllist þakklæti fyrir alla ógleymanlegu frasana sem ég geymi hjá mér. Pétur var góður maður, vinur vina sinna, lifði fyrir líðandi stund og gaf ómælt af sér til okkar allra sem vorum sam- ferðamenn hans. Að leiðarlokum koma upp í huga mér ótal myndir, samtöl, væntum- þykja, góðvild og síðast en ekki síst óborganlegur húmor. Ég þakka Pétri samfylgdina og falleg orð til „dvellans“ alla hans alúð og áhuga sem hann sýndi starfi mínu í útvarpi. Þakka ábendingar í tónlist og hrós. Ég bið guð og alla englana að passa elskulega eiginkonu Péturs, hana Lindu, börnin þeirra, foreldra, systur og fjölskyldur þeirra. Megi algóður guð senda þeim öll- um styrk til að halda áfram. Blessuð sé minning Péturs W. Kristjánssonar. Valdís Gunnarsdóttir. Heyr fríðan syngja Svaninn svellur Náttúru gígja. Úr lífsins Póker flaug Pelíkaninn í Paradís nýja. jfm Augnaráðið lifir í minningunni og brosið, íbyggið og kankvíst. Og rödd- in auðvitað að segja eitthvað óborg- anlegt. Það var alltaf gaman og gef- andi að hitta hann. Pétur Kristjánsson hafði fágætan hæfileika til að fá þá sem þekktu hann til að skynja að honum þætti vænt um að hitta þá. Eðlislæg töff- heit voru ómeðvituð, laus við alla stæla og ekki á annarra kostnað, hvað sem öllum dvellum leið. Hann hafði óvenju hlýja nærveru og lifði og hrærðist á sviði þar sem aldur, eða öllu heldur öldrun hvers konar var ekki á prógramminu. Dauðinn svo víðs fjarri. Við hittumst fyrst á sviðinu í Rétt- arholtsskóla fyrir tæpum 40 árum þegar mín fyrsta hljómsveit Komp- lex leysti Pops af í pásu. Það gleym- ist aldrei. Ég fylgdist með honum skálma á plattformsskónum úr Kensington Market frá Náttúru til Pelíkan til Paradísar og áfram veg- inn. Það er ljóst að það var aðeins eitt eintak af Pétri Kristjáns. Það hélt enginn á mæk eins og hann. Löngu síðar var ég svo heppinn að eyða heilli viku með honum á Midem tónlistarmessunni í Cannes og lít svo á að þar hafi kunningsskapur okkar breyst í vináttu. Hann sagði mér sögur, allar sannar og engum líkar. Minnisstæðir eru tónleikar miðaldra búlgarsks kvennakórs sem féllu í misjafnan jarðveg og máltíðir þar sem orðlögð sérviska í mat og drykk var fastur liður eins og venjulega. Ég fékk líka að sitja endurtekið með manninum í flugvél og fá að upplifa þjóðsöguna um flughræðslu Péturs Kristjáns. Hann tókst einbeittur á við hana íklæddur einnar grýlu jakka og hafði sigur í hvert sinn. Það er sárt að sjá á eftir vini sem kveður svo skyndilega eftir óvænt tröllabreik í miðju setti. Megi guð styrkja fjölskyldu og aðstandendur í sorg sinni og söknuði. Minningin um góðan dreng lifir því orðstír deyr aldregi, hvem sér góðan getur. Reyndar hefði Pétur Kristjánsson pottþétt orðað það aðeins öðruvísi. Í rokkhjartanu stóra er kynngi og kraftur hvort sem Masterinn er off eða on. Það syngur enginn Cerwin Vega aftur á sama hátt og Pétur Kristjánsson. Valgeir Guðjónsson. Lindu, börnum og aðstandendum flyt ég okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan dreng og ástríkan félaga lifa að eilífu og veita ykkur styrk á sorgarstundu. „Það telst ei með sem þú tekur með þér héðan, heldur hvað þú skilur eftir er þú ferð“ Húmar um hlyn og eik, heiðloftin blána litir vorsins að leik á lygnum tjörnum, fljótið á burtu ber blikandi mána, flóðaldan kemur og fer með farm af stjörnum (Þýð. H. Hálfdanarson.) Björgvin Halldórsson og fjölskylda. Í reykmettuðum skúrnum er beðið eftir stjóranum. Sá lætur bíða aðeins eftir sér enda í mörgu að snúast. Lið- in helgi situr aðeins í mönnum, þrjú sveitaböll norður í landi með tilheyr- andi veislum taka aðeins á og af- raksturinn í peningum talið ekki til að hrópa húrra fyrir. Dyrum er hrundið upp, stjórinn er mættur. Hann er kúl, í leðurbuxum, támjóum hælaháum bítlaskóm með skjalarann í annarri hendi. Axlasítt hárið fleng- ist frá andlitinu með velþekktri höf- uðsveiflu. „Ég fékk svar að utan – það er áhugi fyrir því sem við erum að gera.“ Skömmu síðar er skúrinn hlaðinn jákvæðum straumum, hugs- anir um erfiði liðinnar helgar og slæma fjárhagsstöðu heimilanna á bak og burt og meikið komið á teikniborðið. Það fylgdu stjóranum ávallt ferskir, jákvæðir vindar enda maðurinn með húmor á heimsmæli- kvarða, ótrúlegur grallari sem gat breytt svörtustu stöðu í grín og gam- an á augabragði. Ég gleymi aldrei þeim stutta tíma sem hljómsveitin Póker lifði. Stjórinn átti þessa hljóm- sveit frá a-ö, hún var hans hugmynd og honum tókst það ómögulega, að halda þessum sundurleita hóp sam- an, hóp sem átti það eitt sameigin- legt að hafa gaman af tónlist. Þegar ég lít til baka þá var þessi tími al- gjörlega óborganlegur og þökk sé þér, Pétur W. Kristjánsson, fyrir að leyfa mér að vera þátttakandi í gigg- inu. Far vel, vinur. Fjölskyldu Péturs færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið andann mikla sem öllu ræður að um- vefja þau á sorgarstundu. Pálmi Gunnarsson. Hann snaraðist inn á kosninga- skrifstofuna í prestskosningunum í Laugarnesi haustið 76, mættur til vinnu alls óbeðinn. Hafði útvegað sér gamlar bekkjarskrár úr Laugalækn- um og náð að leiðrétta og staðfæra nánast öll nöfn og heimilisföng og var byrjaður að hringja áður en tími gafst til að segja; Hæ! Hann var þá dáður á mörgum stöðum en litinn hornauga annars staðar sem popp- stjarna, en þar fór maður klár í mannlegum samskiptum. Talaði við alla, þekkti ógrynni. Var við alla jafn. Hann var mér drjúgur þá og minnt- ist oft á hvað hefði munað litlu. En fyrst og síðast fann ég að við vorum vinir. Hann snaraðist inn á skrifstofuna í Tónabæ, jafn sveittur og húsið og gestirnir sem voru að tínast heim; „Var þetta bara ekki OK?“ Stress- arinn opnaður, það átti að gera upp giggið. Þar gaf að líta alla miðana; „Þessi 10 þús“ eða „Hinn 15 þús“, öllu ægði saman. „Hvenær á að taka til í töskunni?“ spurði ég, hann glotti. Ég heyrði það annars staðar frá, að stundum hefði vindurinn tekið til í stressaranum skyldi hann opnaður óvarlega á berum stað til að settla óvænt mál. „Ekki láta Gústa taka niður græj- urnar núna. Værirðu ekki til í að spila fyrir minni bræður okkar í opnu húsi á morgun?“ Ekkert mál, því Pétur var mannvinur og mátti ekki aumt sjá. Hann snaraðist inn þar sem ég var að vinna og við ákváðum að hittast hjá Gústa eftir vinnu. Þangað kom hann og var frekar daufur, allt þang- að til við Gústi vorum komnir niður á grasflötina, hann á „svölunum“ fet- inu ofar en við. Hann var sá sem var vanur að standa á sviði og það var eins og hann peppaðist allur upp, sögurnar flugu, mikið hlegið og mik- ið talað, skrafað og látið fjúka. Við vorum þarna vinirnir. Og svo allt í einu snaraðist þú burt. Svo hratt – svo fljótt. Farðu vel, vinur. Þakka þér fyrir að vera þessi Pét- ur, sem alltaf var gott og gaman að hitta, hlusta á og vera nálægt. Við verðum alltaf vinir. Ég veit það. Megi Guð blessa þér heimkomuna og senda öllum þínum nánustu hugg- un og styrk. Pjetur Þ. Maack. Hugur minn leitar til æskuáranna. Hvar eru krakkarnir? Sumir hafa verið áberandi frá því þeir stigu sín fyrstu skref í lífinu. Í Skaftahlíðinni bjó stór og samanrekinn strákur, sem skipaði í fótboltalið í Ísaksskóla. Hann var strax til forystu fallinn. Svo urðum við bekkjarbræður í tvo vetur í Hlíðaskólanum og þar stjórn- aði hann líka fótboltaliðinu í bekkn- um. Þar gerði hann einnig sín fyrstu stóru mistök í tónlistinni; hann ætl- aði að stofna bekkjarhljómsveit og þar átti ég að verða á slagverkinu. Það varð ein æfing og þar runnu þessi plön út í sandinn; af því spil- verki hefðu orðið ógurleg hljóð. Svo hvarf hann á braut inn á Laugalæk. Fljótlega bárust fréttir af honum í Hlíðarnar. Tónlistin og skipan í hljómsveitir gekk betur í Laugarnesinu, þar nutu forystuhæfi- leikarnir sín til fullnustu. Á þessum árum urðum við sem bræður í um vikutíma, þá er hann kom með foreldrum sínum og systr- um í söluferð með Verðlistann aust- ur á firði, þar sem ég var fyrir í sveit í þorpi. Hann var einlægur vinur vina sinna. Eitt sinn á þeim dögum lánaði ég honum hjólið mitt, en þeg- ar hann kom til baka úr hjólatúrnum var hann skrámaður og marinn; at- hygli hans hafði fangað ástarlíf hænsnfugla á götunni í þorpinu og hann dottið af hjólinu. Líf okkar tók ólíkar stefnur og fundir urðu strjálir, síðast hittumst við þá er annar var að koma en hinn að búast á brott í flughöfninni í Kaupmannahöfn; nokkrar mínútur í samtal tveggja lítilla stráka. Nú er góður drengur fallinn og hann hefur lagt í aðra ferð; farðu vel, vinur. Guð geymi Pétur Wigelund Krist- jánsson. Vilhjálmur Bjarnason. Það eru eðlileg viðbrögð að bregða þegar fólk á bezta aldri deyr. Þannig var mörgum farið er Pétur Krist- jánsson, söngvari, tónlistarmaður og kaupmaður kvaddi okkur. Foreldrar hans eru þau Erla Wigelund og Kristján Kristjánsson, kaupmenn í Reykjavík. Kristján, hinn eini sanni KK, var þekktur, virtur og vinsæll tónlistarmaður, sem hélt úti sam- nefndum sextett í nærri einn og hálf- an áratug og fóstraði marga af þekktustu tónlistarmönnum Íslands, sem sumir eru enn að. Þó eru rúmir fjórir áratugir frá því hann sneri sér að verzlun. Pétur átti ekki langt að sækja áhuga á tónlist. Hann byrjaði á sjöunda áratugnum og var óefað sá er hélt merki rokksins hæst á átt- unda áratugnum og starfaði líkt föð- ur sínum með öllum helztu tónlist- armönnum síns tíma, sem margir gera garðinn frægan enn í dag. Aðrir verða til að gera ættum hans skil, en Pétur var ,,nesjamaður“, ættaður úr Grindavík og Færeyjum, Kjósinni og Kjalarnesi og flutti með sér beztu einkenni sjósóknara og bænda. Fyrst og fremst var hann góður drengur. Við sem ólumst upp í sveit og féllum fyrir rokkinu litum á Pétur Kristjánsson sem einn af helztu jöxlunum í íslenzkum rokk- heimi. Fáir stóðu honum framar. Pétur bar með sér ferskan, framandi blæ, föt og fas, allt eftirtektarvert, ólíkt sveitadreng í MR sem ekki þorði að nálgast slíkan mann sem var einhvern veginn utan og ofan við daglegt amstur. Pétur átti glæstan feril í hljómsveitunum Pops, Nátt- úru, Svanfríði, Pelican, sem var óhemju vinsæl og þó sennilega van- metin, Paradís, sem hann rak af eft- irtektarverðum metnaði, Póker, Start og reyndar mörgum, sem minna bar á, síðar. Áhugi hans á rokkinu og viljinn til þess að gefast aldrei upp þegar á móti blés var ein- stakur og mættu margir af honum læra. Yngri tónlistarmenn hafa haft á orði hve Pétur var jákvæður og hvetjandi þegar þeir áttu í hlut. Árið 1981 tók Pétur fjölskylduna fram yfir frægðardraumana. Löngu síðar lágu leiðir okkar saman. Pétur seldi tónlist, kom oft til Ísafjarðar og á Selfoss og vissi hvað menn vildu. Unun var að ganga um markaðinn og heyra hann segja: ,,Þessa vantar þig og þessa ættirðu að kanna betur.“ Aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum. Ljúflyndi og elskuleg framkoma blasti við viðskiptavinum hans, enda sannur vinur vina sinna. Fyrir mörgum árum á Flateyri var haldið kvöld til heiðurs Rolling Ston- es. Pétur vildi taka lagið með und- irrituðum, en skildi ekkert í óstöðv- andi hlátrinum. Skýringin var að fyndið þótti að hann vildi syngja með algerum viðvaningi. Hinn 12. októ- ber 2002 endurtókum við leikinn okkur til gamans í Sandgerði. Við hjónin fórum svo með hljómsveitinni til Reykjavíkur og öll hlógum við alla ferðina. Slíkur söngur verður ekki í bráð. Með Pétri er genginn einn af risunum í íslenzku rokki, sem er van- metinn þáttur menningar okkar. Við Þórdís verðum á leið til út- landa í dag og getum ekki kvatt þennan einstaka dreng, en sendum Lindu, Írisi, Kristjáni Karli og Gunnari Eggerti, foreldrum og öðr- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vænn drengur er genginn, en margs er að minnast. Ólafur Helgi Kjartansson. Í stétt tónlistarmanna sem ég til- heyri er mikið af góðu samferðafólki, skrautlegum og skemmtilegum kar- akterum sem gaman hefur verið að kynnast og eiga samleið með. Nú hefur aftur fækkað í þessum sér- staka hópi en Pétur W. Kristjánsson er fallinn frá langt um aldur fram, aðeins 52 ára gamall. Hann var einn litskrúðugasti poppari þjóðarinnar. Ég man fyrst eftir honum í hljóm- sveitinni Pops, síðan með Náttúru, Svanfríði, Paradís og Pelican. Mikill karakter Pétur í pelsinum sínum og skóm með háum hælum sem þá voru í tísku, að ógleymdum grýlujökkun- um sem voru hver öðrum flottari. Samskipti okkar voru ekki mjög mikil á 6. áratugnum en það var allt- af hressandi að hitta Pétur sem ein- att var með mergjaðar sögur á tak- teinum. Hann var hrifnæmur og lét í ljós með tilþrifum ef honum fannst SJÁ SÍÐU 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.