Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ eitthvað flott og notaði þá gjarnan orð eða orðasambönd sem maður hafði ekki heyrt áður en urðu síðar á allra vörum eins og t.d. meiri háttar sem ég heyrði Pétur nota fyrstan manna. Það var ekki fyrr en ég gerð- ist meðlimur í hljómsveitinni Póker 1979 að með okkur tókust góð kynni sem héldust og alltaf þegar við hitt- umst heilsaði hann mér með orðun- um: Sæll, vinur minn, á sinn hlýja hátt, með sinni djúpu rödd og sér- stöku áherslum. Tónlistarmenn hafa misst úr sínum hópi einstakan kar- akter, góðan félaga og gleðigjafa. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt og er sárt saknað. Á stundum er lífið sem vígvöllur; vinur fellur, fregnin berst frá manni til manns, fyllir okkur harmi og trega, jafnvel reiði, en við sem eftir lifum verðum samt að bíta á jaxlinn og halda baráttunni áfram uns yfir lýk- ur. Pétur er farinn í ferðina sem bíð- ur okkar allra. Við Halldóra vottum eiginkonu, börnum og fjölskyldu Péturs okkar dýpstu samúð og biðj- um guð um styrk þeim til handa um leið og við kveðjum hann með sökn- uði og biðjum guð um að geyma góð- an dreng. Minningin um Pétur W. Kristjánsson mun lifa áfram í hugum okkar og ylja um ókomna tíð. Jóhann G. Jóhannsson. Þá er Pétur vinur minn farinn yfir móðuna miklu, ég veit það verður tekið vel á móti honum. Ég kynntist Pétri fyrst þegar hann bað mig um að fá að spila í pásu hjá mér uppi á lofti í Breiðfirðingabúð fyrir áratug- um síðan þegar nýja músíkin var að ryðja sér til rúms, nýja músíkin sem núna er orðin nýklassík, sem okkar kynslóð tók þvílíku ástfóstri við að ekki sér fyrir endann á. Við Pétur hittumst alltaf af og til og vorum miklir mátar. Síðla kvölds, nokkrum árum seinna vorum við staddir í gleðskap í austurborginni ásamt fleira fólki. Ég var með kassagítarinn minn og við vorum að syngja og spila lög eftir mig. Þekktur veitingamaður hér í borg ákvað á stundinni að við færum til London eftir tvo daga og gerðum fjögurra laga plötu. Daginn eftir var hringt í Gunnar Jökul eðaltrommara og hann beðinn um að taka þátt í verkefninu sem hann þáði. Það voru teknar tvær æfingar og síðan var haldið af stað á vit ævintýranna. Engum okkar hafði dottið í hug að panta hljóðver fyrir gjörninginn, en þá fann einhver upp á því snjallræði að fara í göngutúr í nágrenni hótels- ins, því við þóttumst vita að það væri nóg af hljóðverum í Mekka poppsins. Og viti menn, á gangi niður Regent Street blasti við okkur skilti sem á stóð Regent Studios. Við þóttumst hafa himin höndum tekið, löbbuðum niður í kjallara og pöntuðum átta tíma í fjögurra rása hljóðveri og lukum upptökum á til- ætluðum tíma. Pétur: Söngur og bassi. Jökullinn: að sjálfsögðu á trommur og undirrit- aður á gítar. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þetta hafi verið- frumraun okkar Péturs í alvöru hljóðveri. Tvö þessara laga komu út: Vitskert veröld og Blómið sem dó. Á milli okkar Péturs gekk þessi túr undir nafninu „I want all to beik túr- inn“ en ástæða þess verður ekki tí- unduð hér. Pétur var mjög sérstakur karakt- er og sá spaugilegu hliðarnar á mannlífinu. Þegar ég hitti Pétur á förnum vegi og var kannski ekki í sérstaklega góðu skapi, þá var ég byrjaður að brosa og hlæja eftir stuttan tíma. Pétur hafði þannig áhrif á mann. Það er ekki hægt að minnast á Pétur án þess að tala um þessa ótrú- legu eljusemi sem hann hafði til að bera þegar hann stofnaði og rak öll þessi P-bönd sem hann söng með. Að öðrum ólöstuðum var Pétur einn sá allra duglegasti við að koma mönn- um í vinnu og á kortið. Það sem einkenndi Pétur fyrst og fremst var vinurinn og grallaraspó- inn, framkvæmdamaðurinn og hljómlistarmaðurinn og síðast en ekki síst mannvinurinn Pétur. Þín er sárt saknað. Við hjónin sendum Lindu, börn- um, foreldrum og systkinum samúð- arkveðjur og hörmum að öðlingurinn Pétur Wigelund Kristjánsson hafi fallið frá svo langt um aldur fram. Guð blessi ykkur öll Jenny Anna og Einar Vilberg. Við erum Pops! Tjaldið er dregið frá, dúndrandi rokkmúsík fyllir sal- inn og Pétur hefur upp raust sína. Fjöldinn þýtur fram á gólfið og stemmningin er ótrúleg. Hvert stuð- lagið rekur annað og Pétur Krist- jánsson og félagar sýna að þeir hafa engu gleymt. ’68-kynslóðin neitar að hætta leiknum og dansar til morg- uns. Það var ekki að ástæðulausu að Pétur og Pops urðu fyrir valinu í rúman áratug til að skemmta á ára- mótadansleikjum ’68-kynslóðarinnar eftir að kynslóðin hafði sprengt utan af sér Leikhúskjallarann með ýms- um hljómsveitum og fært sig í Súlna- sal Hótel Sögu. Það var orðið árvisst að Pops komu saman fyrir áramótin til að æfa fyrir áramótaballið, Óli trommari kom til landsins og laga- listinn lengdist, – var kominn í 78 lög! Pétur Kristjánsson, sem kvaddur er í dag með söknuði, var elskulegur og skemmtilegur félagi, hlýr og kát- ur í senn. Leiðir okkar Péturs lágu fyrst saman í Tónabæ fyrir rúmum 30 ár- um. Stuðið var mikið, en gestirnir á gólfinu voru öllu yngri en á Sögu og hljómsveitir Péturs þar hétu ýmsum nöfnum; Svanfríður, Pelikan, Para- dís og Póker. Ég var í diskótekinu og Pétur skammaði mig fyrir að spila lag af lagalista hans. Hann var alltaf með flottustu lögin á lagaskránni, svo það var engin furða þótt þetta henti. Þetta var í eina skiptið sem hann lét mig heyra það, en upp frá því vorum við ágætis kunningjar. Á árunum þegar Pétur vann hjá Steinari var hann fastagestur hjá okkur þáttagerðarfólkinu í Útvarp- inu. Hann hélt okkur upplýstum um hræringarnar í tónlistinni, ræddi málin og gaf sér góðan tíma til þess. Pétur var frábær tengiliður okkar við poppheiminn, enda þekkti hann þann heim manna best og hafði á honum ákveðnar skoðanir. Hann var sjálfur hagvanur í Útvarpinu, enda löngum kallaður þangað til spjalls og spils. Nú heyrir þessi tími sögunni til. Ég vil að leiðarlokum þakka Pétri fyrir samstarfið og góð kynni. Sér- staklega þakka ég honum fyrir alla skemmtunina fyrir hönd okkar í ’68- kynslóðar ballnefndinni. Fjölskyldu hans vottum við samúð. Pétur Krist- jánsson lifir áfram í tónlistinni og huga þeirra sem þekktu hann. Ásta R. Jóhannesdóttir. Genginn er góður vinur og mikill maður. Mín fyrstu kynni af þér elsku Pétur voru í Festi í Grindavík fyrir tæpum 30 árum, þegar við vinkon- urnar skelltum okkur á ball. Ballið búið, ekkert far að fá í bæinn,en þú sagðir, þessar ungu stúlkur verða ekki skildar hér eftir. Sat ég á hnján- um á þér til Reykjavíkur og of margt í bílnum en það skipti ekki máli í þín- um huga, því þú vildir koma okkur heim. Þarna er góðmennsku þinni rétt lýst. Við höfum svo oft rifjað upp þessa sögu öll saman. Nokkrum ár- um seinna kynnist þú stóru ástinni í þínu lífi henni Önnu Lindu, okkar bestu vinkonu. Við erum búin að gera svo margt skemmtilegt saman frá því að við kynntumst. Minnist ég síðustu Portúgalsferðar okkar. Það var nú ekki þín mesta skemmtun að vera í sól. En þú komst alltaf með, því hún Linda þín elskar sólina og það var nóg fyrir þig. Þú sast alltaf á svölunum í mesta hitanum með þína rauðu derhúfu og vinkaðir okkur reglulega. Komst síðan síðdegis búin að fara í búðina þína (Modelo) og sagðir okkur hvað allt kostaði og hvað margt fengist þar, við að springa úr hlátri því að vöruúrvalið er ekki meira þar en hér heima frek- ar öfugt enda spáðir þú ekkert í þessa hluti heima.Við ætluðum nú reyndar, þú, Linda, ég og Grettir að flytja þangað í ellinni og unglingur- inn (Grettir) myndi hugsa um okkur. En eins og hún Linda þín segir, hann var svo skemmtilegur að þeir þurftu á honum að halda hinum megin til að halda uppi stuðinu og segja sögur og kenna þeim þessi sérstöku orðatil- tæki sem enginn kunni eins og þú. Við lofuðum þér að Grettir myndi klára að mála og það verður gert. Og við lofum að passa Lindu þína vel fyrir þig. Hafðu hjartans þökk fyrir liðnar stundir elsku Pétur okkar (með augun) og þú elsku Linda okk- ar besta vinkona, Guð gefi þér og börnunum ykkar, tengdasyni og öll- um öðrum aðstandendum styrk í sorginni. Saknaðarkveðja Ragnheiður (Ragga vin- kona), Grettir og börn. It́s easy to get hurt when yoúre human You just have to search your own heart Þannig hljóða ljóðlínur í laginu „What’s hidden there“ á Svanfríðar- plötunni, sem gefin var út árið 1971 af hljómsveitinni. Það stingur í hjart- að, þegar góður drengur og félagi er fallinn. Sársauki, söknuður og tregi ryðjast inn. Ég varð þess heiðurs og gleði aðnjótandi að kynnast Pétri vel upp úr 1968, þegar allt var að ske. Ungir menn með nýjar hugmyndir og gildi, sem vert þótti að berjast fyrir og koma á framfæri. Þegar Svanfríðarplatan var í undirbúningi var mér falið að semja ljóðin á henni og m.a. ljóðið sem vitnað er til. Það var skemmtilegt og litríkt að vinna með Pétri, þannig var kraftur hans og persóna. Ekki fengum við braut- argengi fyrir plötunni á Íslandi. En flest lögin voru bönnuð til flutnings í ríkisútvarpinu. Þóttu of róttæk. Hins vegar fékk platan frábæra dóma í kanasjónvarpinu og var mikið spiluð þar. Nú er hún eftirsótt af söfnurum víða um heim og kostar hvert frumeintak nú tugþúsundir króna. Þá keppast sjóræningar í „út- gáfubransanum“ við að gefa hana út og selja. Hafði Pétur fyrir því, að reyna að stöðva slíka útgáfu og tókst að einhverju marki. Þetta allt kemur upp í hugann þegar til baka er leitað. Færeyjaævintýri með þjóðþekktum listamönnum í kringum 1970, Glaumbær, dansleikir og útitón- leikar. En því miður eru skörð höggvin í þennan vinahóp. Minnist ég tónlistarmannanna Gunnlaugs Melsted, Karls Sighvatssonar, Gunnars Jökuls, svo einhverjir séu nefndir, að ógleymdum Jóni Hildi- berg, sem var ómissandi hluti af hópnum. Allt fram á þennan dag hélst vin- átta okkar. Það eru forréttindi að kynnast persónu eins og Pétrí og eiga við hann samskipti. Ávallt urðu fagnaðarfundir, þegar leiðir okkar lágu saman. Það var eins og tíminn stæði í stað. Rifjuð voru upp ferða- lögin, gömlu sögurnar, og stutt var í hláturinn. Lífsgleði Péturs og skop- skyn voru einstök. Það var alltaf glatt á hjalla í kringum hann, hvar sem hann kom. Það var gott að hitta Pétur og vera í nálægð hans. Hann var sannur vinur. Verndi þig allar góðar vættir í nýrri för. Róbert Árni Hreiðarsson. Þegar ég frétti af veikindum vinar míns, Péturs Kristjánssonar, fór ým- islegt að rifjast upp sem við höfðum brallað hér á árum áður. Við urðum hinir mestu mátar þeg- ar ég flutti suður frá Akureyri 1974 til þess að gerast atvinnupoppari. Áður hafði ég verið fenginn til að spila sem aðstoðarmaður hjá Pelican á miklum tónleikum í Austurbæjar- bíói. Leiðir okkar lágu síðan saman í hljómsveitinni Póker árið 1977. Pét- ur var allt í öllu í þessum „bransa“, sá um bókanir, rukkaði, útbjó plaköt, kom þeim upp og hvað sem þurfti til að viðhalda vinsældum hljómsveit- anna, sem voru hans ær og kýr. Hjá okkur hinum var þetta lúxuslíf. Dugnaður hans var mikill og manngæska hans með eindæmum. Hann mátti ekkert aumt sjá og var hann þá kominn til hjálpar. Við vor- um saman nánast alla daga þessi ár okkar saman í „poppinu“ og gisti ég oft heima hjá foreldrum hans á Laugalæk. Við fórum utan og spiluðum í Bandaríkjunum og Færeyjum. Pét- ur var mjög vinsæll í Færeyjum, enda átti hann ættir að rekja þangað og Færeyingar vildu eiga eitthvað í helstu poppstjörnu Íslendinga. Árið 1980 flyt ég burt úr borginni og hætti að spila í hljómsveitum en árið 1989 flyt ég aftur til borgarinnar og Pétur, hjálplegur að venju, útveg- aði mér vinnu í Hljóðfærahúsinu, þar sem ég vinn enn. Við hittumst ekki mikið síðustu ár- in en þegar ég hitti hann í Perlunni, þar sem hann var með plötumark- aðinn sinn, ræddum við um að end- urnýja vinskapinn en því miður fyrir mig þá gerist það ekki í þessu lífi. Með þessum orðum kveð ég góðan dreng, sem ég á eftir að sakna sárt en minningarnar lifa og eiga eftir birtast mér það sem ég á eftir ólifað. Konu hans, Önnu Lindu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og vona að æðri máttarvöld styrki ykkur í þessari sorg. Kveðja Kristján Guðmundsson. Undanfarna mánuði höfðum við Pétur verið að ræða um að hittast og rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu áratugum, ásamt sameig- inlegum vini okkar, Kidda Guð- munds. Ég var minntur rækilega á, þegar ég fékk frétti af veikindum Péturs að ekki skal maður láta eitt- hvað annað hafa forgang en að halda utanum fjölskyldu og vinahópinn. Ég kynntist Pétri fyrir um 37 ár- um. Skemmtilegri, hressari og betri félaga var ekki hægt að hugsa sér, alltaf í góðu skapi, ljúflingur sem ekki sparaði faðmlögin þegar við hittumst. Það var hljómsveitar- og músík- áhuginn sem við áttum sameiginleg- an frá barnæsku , ég og Kiddi kom- um úr drengjahljómsveitinni Bravó frá Akureyri og Pétur úr Pops, við vissum vel hver af öðrum þótt vin- skapur hæfist ekki fyrr en um 15–16 ára aldurinn og hélst sá vinskapur alla tíð síðan. Pétur átti svo létt með að hrífa fólk með sér með skemmtilegum sögum og einskærum áhuga á músík, mönnum og málefni. Pétur var manna fróðastur um poppmúsík, það var vægast sagt ótrúlegt hversu vel hann þekkti til þegar viðskiptavinir hans þörfnuð- ust upplýsinga um ákveðna lista- menn eða lög, alltaf var sama ljúf- mennskan og þjónustulundin til staðar, þar kom enginn að tómum kofunum. Ég þakka Pétri samfylgdina og kveð ljúfan vin með miklum söknuði. Við munum hittast á öðru tilveru- stigi og rifja upp gamlar minningar saman. Ég votta Lindu, Írisi, Kristjáni, Gunnari, foreldrum hans, þeim Erlu og Kristjáni, systkinum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi Drottinn styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Guð blessi ykkur öll. Sævar Benediktsson. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem tengjast samstarfinu við Pétur í hljómsveitinni START og margar þeirra kalla fram bros. Pétur var sannarlega foringi eins og þeir gerast bestir og frábært að fá að vinna með og undir hans stjórn sem var bæði vinaleg, full af glettni um leið og hann á lýðræðislegan og op- inn hátt fékk alla til þess að taka þátt í ákvarðanaferlinu við stjórnun hljómsveitarinnar. Þannig var Pét- ur. Hann var sannur diplómat eins og þeir gerast bestir. Hann var líka frábær söngvari og sviðsmaður með einstaklega sterkan karakter og tókst þannig að ná til fjölda fólks. Pétur hafði ótrúlega næmt eyra á hvað virkaði og hvað virkaði ekki. Þess vegna voru þær hljómsveitir sem hann starfaði með alltaf meðal þeirra fremstu. Pétur reyndi alltaf að gera hlutina þannig að allir sem störfuðu með honum væru ánægðir. Við höfum grun um að oft hafi hann borið minna úr bítum en við hinir þegar að upp- gjöri kom. Hann lagði á sig ómælda vinnu sem kom öðrum hljómsveitar- meðlimum til góða án þess að taka sérstaklega fyrir, en aldrei kvartaði hann. START eins og flestar hljóm- sveitir hætti þegar blómatímabili hennar lauk, en vinskap meðlima hennar er þó ekki lokið. Við Start- ararnir stöndum saman hvað sem á dynur. Það sem einkenndi nærveru Pét- urs var einstakur húmor og hlýja þannig að maður efaðist aldrei um hug hans og vináttu. Þannig dró Pét- ur að sér ótrúlegan fjölda fólks sem leið vel í návist hans og lagði krók á sig til þess að hitta hann. Þannig áttu þau hjónin Linda og Pétur stóran hóp vina og kunningja um land allt, sem nú syrgja góðan vin og félaga. Við félagarnir úr hljómsveitinni START, Jonni, Nikki, Eiki, Davíð, Sigurgeir og síðast en ekki síst vinur okkar Billi, þökkum þér Pétur minn fyrir allt sem þú gafst okkur og allar gleðistundirnar. Guð blessi þig í þeirri ferð sem þú hefur nú hafið og styrki fjölskylduna þína sem nú þarf að horfast í augu við ótímabært fráfall þitt. Félagar í hljómsveitinni START. Þegar ég tók þátt í að kynna tón- leika með erlendum listamanni í sumar vantaði mig kynningarefni sem virtist ekki aðgengilegt hérlend- is. Það fyrsta sem kom upp í hugann var að leita til Péturs Kristjánsson- ar, því ég vissi af reynslu að Pétur var sérstaklega bóngóður og þekkti tónlistarsöguna betur en flestir aðr- ir. Fyrr en varði var Pétur mættur til mín með allt það efni sem ég þurfti og var farinn að taka þátt í kynningunni með mér. Það varð mér því sérstaklega mikið áfall þegar ég frétti af því daginn fyrir tónleikana að Pétur hefði hnigið niður vegna hjartaáfalls. Einhvern veginn hefur Pétur allt- af verið hluti af tilverunni og um leið og ég fór að starfa við tónlist kynnt- ist ég honum, stoltur yfir því að þessi poppstjarna skyldi veita því athygli sem við strákarnir vorum að gera. Pétri kynntist ég þó fyrst fyrir al- vöru þegar við störfuðum saman hjá Japis. Þá komst ég að því hve ein- stakan mann hann hafði að geyma. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum á vegum fyrirtækisins á tónlistarráðstefnuna MIDEM í Frakklandi i ársbyrjun 2001. Þar kom í ljós að Pétur var ekki aðeins virtur og dáður á Íslandi heldur vel kynntur í hinum alþjóðlega tónlist- arheimi. Hvert sem við fórum, með öðrum Íslendingum eða sátum til borðs með fólki frá hinum ýmsu heimsálfum var Pétur hrókur alls fagnaðar. Það er tómleg tilhugsun að hugsa til þess að Pétur verði ekki meðal okkar þar á næsta ári, nema í huga okkar allra. Hans verður sárt saknað. Með Pétri er ekki aðeins gengin ein allra fremsta rokkstjarna okkar Íslendinga fyrr og síðar heldur sér- staklega góður drengur. Pétur var mikill gleðigjafi og sögur hans í góðra vina hópi voru óborganlegar. Hann var mikill alþýðumaður, hvers manns hugljúfi og óþreytandi við að spjalla um allt milli himins og jarðar við alla sem urðu á vegi hans, hvort sem um var að ræða félaga úr tón- listarbransanum eða fólk sem sótti markaði hans í Perlunni og um land allt. Blessuð sé minning Péturs Wigelund Kristjánssonar. Stefán Hjörleifsson. Það er þungt að lyfta hendi til þess að skrifa niður nokkur orð um góðan vin sem fallinn er frá langt fyrir ald- ur fram. Rifja upp minningar og verða þess áskynja að sá tími er genginn í garð þegar minningar- greinar um látna vini fara að birtast með reglulegu millibili. Sem dæmi um hversu dauðinn er enn fjarlægur í mínum huga, sagði PÉTUR WIGELUND KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.