Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 43 Elsku amma, Guð blessi þig. Guðrún Ísabella, Hildur Ýr og Vilhjálmur Árni. Kynni okkar Laufeyjar hófust í byrjun árs 1981, þegar ég hóf störf í fyrirtæki Ólafs Rúnars sonar henn- ar, Z-húsgögnum. Það var sannkall- að fjölskyldufyrirtæki, því allir fimm synir Laufeyjar unnu þar meira og minna, auk barnabarna og tengdadóttur. Við komumst fljót- lega að því að við vorum hér um bil skyld, bæði ættuð úr Rangárþingi, Laufey reyndar fædd í Skálakoti undir Eyjafjöllum og nákomnir ætt- ingjar okkar beggja í hjónabandi í A-Landeyjum. Þetta varð til að brjóta ísinn og mér fannst strax að ég væri tekinn sem fullgildur sam- starfsmaður. Þegar þarna var komið var hús- gagnaiðnaðurinn á hraðri niðurleið eftir mikinn uppgang á áttunda ára- tugnum og Laufey tók virkan þátt í því ævintýri með syni sínum. Þá var alveg sama hvað var framleitt, það seldist allt. Og því var ekki ónýtt að hafa slíkan starfsmann sem Laufey var, hún var útsjónarsöm við að sníða áklæðið, afar flink og ekki síðri saumakona. Það var heldur ekkert leiðinlegt að vera nálægt henni, henni vafðist aldrei tunga um tönn og hafði skoðun á hlutunum. Eftir rúmlega tveggja ára sam- starf hjá Z-húsgögnum æxlaðist svo til að Ólafur Rúnar gabbaði mig til að kaupa af sér bólsturhluta fyr- irtækisins. Þegar það var klappað og klárt rann upp fyrir mér að ég gat þetta auðvitað ekki án þess að fá hjálp og ég mannaði mig í að biðja Laufeyju að vinna hjá mér og mér til undrunar sagði hún já. Það var fallega gert af henni að koma strákhvolpnum til bjargar á bernskuárum Bólsturverks og þeg- ar hún hætti störfum vegna bak- meiðsla var hún búin að kenna mér eitt og annað sem ég er henni æv- inlega þakklátur fyrir. Það voru engin vandræði með umræðuefni þótt ýmislegt sem sneri að rekstrinum skorti; við gátum allt- af rifist um pólitík, hún gallharður allaballi og ég sannur krati. Og í hvert skipti sem við töluðumst við í síma núna seinni árin brást það ekki að pólitíkin væri tekin fyrir og hún hafði sko ekkert linast, ef eitthvað var, þá hafði hún forstokkast meira til vinstri. Ég er ekkert viss um að Laufey hefði viljað að um hana yrði skrifað mikið lof, þótt hún ætti það vel skil- ið, en ég veit að hún fyrirgefur mér þessi fátæklegu skrif. Hún reyndist mér alltaf vel og sýndi ómælt um- burðarlyndi stráknum sem hélt að hann vissi allt og gæti allt. Nú er hún vonandi sæl í fanginu á manninum sem bar hana á höndum sér allt þeirra líf. Blessuð sé minning Laufeyjar Ólafsdóttur. Loftur Þór Pétursson. Látin er í Reykjavík frú Laufey Ólafsdóttir húsfrú eftir löng og ströng veikindi eftir langt sólríkt og fallegt sumar, en nú hefur sólin sest. Laufey var ekkja Árna Guð- mundssonar framkvæmdastjóra Dælutækni ehf. sem hann stofnaði og rak til dauðadags. Ég vil þakka Laufeyju hjartan- lega fyrir vinskap hennar við fjöl- skyldu mína og ég veit að ég tala fyrir munn margra nágranna okkar. Okkur var brugðið við andlátsfregn Laufeyjar, því alltaf er maður óviðbúinn svona fregnum þótt mað- ur viti að tíminn líður. Það má segja að margt skemmtilegt rifjist upp frá þessum 35 árum sem við höfum þekkst. Frú Laufey var nett og falleg dama og alltaf vel tilhöfð svo til fyr- irmyndar var. Laufey og Árni eign- uðust fimm myndarlega syni sem allir eru giftir ágætum og glæsi- legum konum og eiga þau marga litla Árna og Laufeyjar sem voru augasteinar þeirra hjóna, en þau kunnu mjög vel hlutverk afa og ömmu. Að lokum þökkum við fyrir ynd- isleg kynni og samfylgd. María, Maríus og fjölskylda. Tryggð, traust og umhyggja eru þau hugtök sem fylla huga minn þegar ég minnist glæsilegrar og góðrar konu, Dóru Guðbjartsdóttur. Þessum eiginleik- um var hún gædd í ríkum mæli. Ég kynntist henni þegar ég var drengur og vandi komur mínar á Aragötuna með Guðbjarti, vini mínum, syni hennar. Guðbjarti var ekki gefið langt líf, en þá sorg að missa einkasoninn ungan báru þau hjón af hógværð í helsærðu hjarta. Ég var bara ung- lingur og þau hugguðu mig. Eftir það hlúðu þau að mér og veittu mér vináttu sína alla tíð. Umhyggja var þeim svo eðlislæg að hún birtist í allri þeirra framkomu gagnvart hvort öðru og öllum sem að garði komu. Þegar Ólafur hélt til vinnu sinnar fylgdi Dóra honum alltaf til dyra, færði hann í frakkann, rétti honum hattinn og kvaddi með hlýju brosi. Þannig umvafði hún okkur öll ástúð og hlýju. Eftir stúdentspróf hóf hún há- skólanám og vinnu við atvinnudeild Háskólans. Einnig hafði hún á hendi trún- aðarstörf fyrir gamla, góða KR. Allt þetta varð að víkja, þegar hún gerðist húsmóðir. Ég spurði hana einhverju sinni, líklega á miðjum rauðsokkutímun- um, hvort henni hefði ekki þótt erf- itt að hætta námi og starfi og ger- ast húsmóðir. Hún hélt nú síður. Þetta hefði verið hennar eigið val og hún teldi það hafa verið forrétt- indi að geta verið heima, óskipt sinnt börnum og heimili og þeim áhugamálum sem hún hafði. Hlutverkið sem Dóra valdi sér fórst henni vel úr hendi. Til Dóru voru gerðar miklar kröfur. Hún stóð við hlið manns síns og studdi hann í erfiðu starfi, ól upp börn sín af nærfærni og visku og uppskar að launum að verða ættmóðir önd- vegisfólks, sem ekki má vamm sitt vita. Öllum afkomendum og ætt- ingjum Dóru Guðbjartsdóttur votta ég innilega samúð og óska þeim velfarnaðar. Leó E. Löve. Afar eftirminnileg sæmdarkona er horfin úr okkar heimi. Frú Dóra Guðbjartsdóttir var sönn í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Glaðsinna og glæsilegt gekk hún í verkin, hver sem þau voru. Hún vílaði ekki fyrir sér að skipta um hlutverk. Myndin er skýr í huga okkar af henni koma léttstíg úr opinberi veislu með þjóðhöfðingjum og slengja á sig svuntu og taka til hendi á basar eða flóamarkaði hjá okkur framsóknarkonum í Reykja- vík. Framsóknarkona var hún fram í fingurgóma og hafði það sem eitt meginmarkmið í lífi sínu að styrkja og styðja þann málstað og var harðákveðin í því. Þó að frú Dóra væri háskóla- menntuð var hún samt fyrst og fremst stoð og stytta mannsins síns gegnum lífið. Nútímakonur myndu e.t.v. segja að hún hefði fórnað sér fyrir manninn, en það væri rang- látur dómur. Þó að hún veldi sér það hlutverk að vera hinn sterki bakhjarl eiginmannsins, þá var hún öflugur jafnréttissinni og vildi framgang kvenna. Hins vegar var aldrei efi í hennar brjósti að heimili og börn ættu að eiga fyrsta sætið. Vettvangurinn innan Framsókn- arflokksins sem hún kaus sér var Félag framsóknarkvenna. Hún var DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR ✝ Dóra GuðrúnMagdalena Ásta Guðbjartsdóttir fæddist að Lauga- vegi 30b í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hún lést föstudaginn 3. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 14. september. þar lengi í stjórn og ætíð afar ötul í allri kosningavinnu og ekk- ert síður þegar kosið var til borgarstjórnar. Þá vann hún mikið við fjáröflun fyrir félagið eins og jólabasarinn. Ólafur var dyggur stuðningsmaður fé- lagsins og fylgdi Dóru gjarnan á hátíðarfundi eins og jólafundinn okkar. Við vitum til þess að Ólafur hvatti konur til að ganga í fé- lagið. Félagið okkar var svo miklu meira en stjórnmála- félag, þar voru einnig hnýtt sterk persónuleg tengsl sem náðu langt út fyrir flokksstarfið. Margar minningar koma upp í hugann t.d. þegar þau Ólafur höfðu farið í opinbera heimsókn til Kína þá efndum við til kynningarfundar um Kína og kínverska menningu. Settum upp sýningu með kínverska muni, elduðum mat að þeirra hætti og framandi músik var spiluð. Dóra vildi að félagskonurnar nytu góðs af ferðinni. Hátt í hundrað manns mættu á fundinn. Dóra starfaði einnig mikið fyrir Thorvaldsen- félagið og afgreiddi í búðinni þeirra í Austurstræti. Hún var mælt á mörg tungumál og því afar eftir- sótt í búðinni þegar mikið var um erlenda ferðamenn í borginni. Öll þessi störf voru unnið í sjálfboða- vinnu. Maðurinn hennar var lengst af þingmaður fyrir Norðurlandskjör- dæmi vestra og fylgdi hún honum iðulega norður á fundi og mann- fagnaði og tók þátt í lífi og starfi fólksins þar. Okkur er minnisstætt hvernig hún lýsti því einu sinni fyr- ir okkur á áttunda áratugnum hvað það væri orðið gaman að sjá sjáv- arplássin – þau iðuðu af lífi og at- hafnasemi. Sjómannsblóðið í æðum hennar var næmt fyrir þeirri breytingu. Auðvitað gjörbreytist lífið á framsóknaráratugum til batnaðar út um allt land. Frú Dóra var komin af kjarn- miklu fólki frá Vestfjörðum, en var alfarið Reykjavíkurmær og af miklu sjálfstæðisfólki. Faðir henn- ar var hafnsögumaður í Reykjavík og síðar forseti Slysavarnafélags- ins. Tengdasonurinn, Ólafur Jó- hannesson, var hins vegar af rót- grónum ættum framsóknar- og samvinnumanna. Það hefur senni- lega ekki mælt með tengdasynin- um í byrjun að hann var framsókn- armaður, en ekki leið á löngu þar til hann vann hug og hjörtu tengdaforeldranna. Þau hjón voru ólík að uppruna en afar samhent í lífinu. Þau urðu vissulega fyrir þungum áföllum í einkalífinu að missa fyrst tvíburasystur nýfædd- ar og síðan bráðefnilegan son tæp- lega tvítugan. Sennilega treysta slík áföll fjölskylduböndin enn sterkar. Dæturnar, Kristrún og Dóra, hafa verið einstaklega rækt- arsamar við móður sína undan- gengin ár og annast hana af stakri prýði. Einlægasta ósk Dóru var að fá að dvelja heima og þurfa ekki að fara á sjúkrahús eða stofnun. Þessi ósk hennar rættist og var hún heima fram á síðasta dag. Hún fékk hvíldina heima. Hvar stæði kvennabaráttan í Framsókn ef við hefðum ekki haft á að skipa eldhugum eins og Dóru Guðbjartsdóttur, sem aldrei þreyttist á að vinna málstaðnum gagn, en þó aldrei í því skyni að græða á því sjálf? Hafi hún heila þökk fyrir sam- fylgdina og vináttuna. Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð og djörfung í orði og verki, nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð og lifa þitt hugsjóna merki. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Sturludóttir, Þóra Þorleifsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS PÁLSSON, Hjarðartúni 5, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 17. september kl. 13:30. Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, Steinunn Júlíusdóttir, Hafsteinn Þórarinn Björnsson, Bjarni Ólafur Júlíusson, Regina Magnúsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Bárður Guðmundsson, Georg Júlíus Júlíusson, Rósa Kristín Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður og afa okkar, JÓHANNS BERGS SVEINSSONAR fyrrv. heilbrigðisfulltrúa, Þverholti 7, Keflavík. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á deild 11-E á Landspítalanum v/Hringbraut og Heimahjúkrunar HSS í Kefla- vík. Þakkir til allra þeirra sem líka önnuðust hann af alúð og umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Júlía Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Svanur Jóhannsson, Guðfinna Bryndís Jóhannsdóttir, Kristinn Edgar Jóhannsson og barnabörn. Móðir mín, tengdamóðir og amma, RAGNA HELGA RÖGNVALDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, sem lést miðvikudaginn 8. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.30. Þóra R. Ásgeirsdóttir, Loftur Árnason, Ásgeir Loftsson, Susanne Kiær, Jóhannes Loftsson, Kristín Loftsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Finnur Loftsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BERGVINS KARLS INGÓLFSSONAR frá Húsabakka, Aðaldal, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hvamms, Húsavík, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Arnrún Karlsdóttir, Ingibjörg María Karlsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐLAUG KRISTJANA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Búðum í Hlöðuvík, verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 17. september kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Albert Jónsson Kristjánsson, Vignir Albertsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðný Albertsdóttir, Rafn Sigþórsson, Árni Elías Albertsson, Elínrós Eiríksdóttir, Hersir Freyr Albertsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Albert Geir Sigurðsson, Kristín Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.