Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember ÍSLANDSBANKI ákvað í gær að höfðu samráði við Kennarasamband Íslands að hafa ekki afskipti af dag- gæslu barna starfsmanna á meðan verkfalli grunnskólakennara stendur, sem allt bendir til að hefjist næstkom- andi mánudag. Í staðinn mun ný- stofnað foreldrafélag starfsfólks Ís- landsbanka og Sjóvár-Almennra skipuleggja gæsluna. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir málið horfa öðruvísi við ef foreldrar skipu- leggi gæsluna heldur en ef fyrirtækið sjálft geri það, eins og til stóð. „Við hefðum aldrei skipt okkur að því hvað foreldrar gera en við teljum að það sé inngrip að fyrirtæki skipuleggi svona starfsemi. Ég vona að önnur fyrirtæki fari eftir þessu. Þetta mál er búið að tefja nógu mikið.“ Eiríkur segir það skipta máli að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig þótt til verkfalls komi og nefnir sem dæmi að heilsdagsgæsla ÍTR haldi áfram eins og verið hefur í verkfalli, en hún verði ekki aukin og börnum ekki bætt við. Fyrirtæki sem ekki skipuleggi gæslu fyrir börn starfsmanna í fríum almennt séu hins vegar að hafa áhrif á verkfallið með því að bregða út af van- anum og bjóða sérstaka gæslu um- fram það sem er í öðrum fríum. „Það skiptir miklu máli að fyrirtækin séu ekki að standa í þessu. Ef það fyr- irtæki finnst hins vegar sem boðið hefur börnum starfsmanna upp á ókeypis vist í jólaleyfi og páskaleyfi þá finnst mér það fyrirtæki geta boðið upp á gæslu í verkfalli. Ef fyrirtæki hafa tekið það á sig að gæta barnanna á hefðbundnum lokunartíma þá gætu þau gert það í verkfalli. Menn eiga bara að hegða sér eins og um eðlilegt ástand sé að ræða. En málið er niður fallið gagnvart Íslandsbanka og ég vona að aðrir fylgi þeirra fordæmi,“ segir Eiríkur. Ánægja með þessi málalok Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, er sáttur við þá lendingu að foreldrafélag starfsmanna hafi með höndum daggæslu barna í verk- falli en ekki bankinn. Hann segir starfsmenn hafa haft frumkvæði af því að stofna foreldrafélag „Við fundum fyrir áhyggjum for- eldra innan fyrirtækisins af því að lausnin sem hafði verið kynnt yrði ekki ofan á, miðað við viðbrögð KÍ í gær. Nokkrir starfsmenn höfðu því frumkvæði að því að stofna félag. Við sáum að það var besta lausnin að Ís- landsbanki væri ekki að hafa afskipti af þessu.“ Að sögn Kristínar Jónu Kristjáns- dóttur, formanns foreldrafélags starfsfólks Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra, hafa hátt í hundrað börn verið skráð í gæslu á vegum félagsins komi til verkfalls á mánudag. For- eldrafélagið hyggst leita til Heilsu- skólans okkar til að skipuleggja dag- skrá fyrir börnin í verkfalli. Að sögn Kristínar er nú verið að skoða leiðir til að lágmarka kostnað sem starfsmenn þurfa að bera vegna gæslunnar. „Það er ljóst að foreldrar þurfa eitthvað að borga, en við munum reyna að halda kostnaði í lágmarki,“ segir hún. Í tilkynningu frá félaginu segir að Íslandsbanki hafi þar með ekki neina aðkomu að skipulagningu á barna- gæslu fyrir starfsfólk. Námskeið hjá KB-banka KB-banki hyggst bjóða 6-10 ára börnum starfsmanna sinna að taka þátt í leikja- og íþróttanámskeiði komi til verkfalls grunnskólakennara. Verið er að semja við íþróttafélagið Val um aðstöðu, segir Svali H. Björg- vinsson, starfsmannastjóri bankans. Reiknað er með að 80-90 börn muni taka þátt í námskeiðinu, þó ekki sé ljóst hversu mikill fjöldi verður allan daginn eða hluta úr degi. Reynt verð- ur að taka tillit til vilja kennara, en Svali segist alls ekki líta svo á að verið sé að fara inn á verksvið kennara með þessari aðgerð. Íslandsbanki hefur ekki afskipti af barnagæslu í verkfalli NEMENDUR í tíunda bekk grunn- skólans þreyta samræmd próf í vor. Komi til verkfalls grunnskóla- kennara getur það komið niður á árangri í prófunum. Þeir tíundu bekkingar sem Morgunblaðið ræddi við úr 10.1 í Smáraskóla í gær vilja að laun kennara þeirra hækki en eru að vona að verkfallið vari ekki lengi. „Það væri allt í lagi ef verkfallið væri svona einn til tveir dagar en ekkert meira en það. Þá missir maður svo mikið úr. Þetta bitnar eiginlega bara mest á okkur og kannski 4. og 7. bekk sem fara líka í samræmd próf,“ segir Melkorka Arnórsdóttir. Hún segir verkfallið ekki vera neitt svakalega mikið rætt í skólanum en sumir krakkar segist þó hlakka til að fá frí í skól- anum. „Sumir vilja að þetta verði bara í mánuð,“ segir Melkorka. Sóley Birgisdóttir er ekki í hópi þeirra sem vona að verkfallið drag- ist á langinn. „Mig langar ekkert svakalega til að það verði verkfall. Við erum náttúrlega að fara að taka samræmdu prófin þannig að ég vona að verkfallið verði mjög stutt. En það er gott ef kennararnir fá það sem þeir vilja,“ segir Sóley. Ætlar að gæta yngri barna ef vil verkfalls kemur Hún segist telja líklegt að ef verkfallið dregst á langinn þá þurfi nemendur bara að vera lengur fram á sumar í skólanum, en það líst henni ekki á og vonar að geng- ið verði að kröfum kennara sem fyrst. Spurð að því hvað hún hygg- ist taka sér fyrir hendur komi til verkfalls segist hún líklega munu hjálpa til við að gæta yngri barna. „Ég fer örugglega bara til mömmu í vinnuna að hjálpa því það er svo mikið af yngri krökkum þar sem geta ekki verið einir heima,“ segir hún. Gylfa Þór Rögnvaldssyni líst ekki heldur á verkfallið. „Ekki mjög vel. Það er mjög slæmt upp á lærdóminn. Ef þetta verða bara einhverjir nokkrir dagar þá er þetta ekki mjög slæmt en ef við missum úr mánuð eða eitthvað svo- leiðis þá tvöfaldast lærdómurinn bara.“ Gylfi segist ætla að reyna að vinna eitthvað sjálfur í skólabók- unum heimavið komi til verkfalls, enda vilji hann vera undirbúinn fyrir samræmd próf í lok skólaárs- ins. Spurður að því hvort hann styðji baráttu kennara fyrir bætt- um kjörum svarar hann: „Já, ég geri það. Mér finnst þetta bara fínt hjá þeim. Það á ekki að borga lágt fyrir þetta.“ „Gott ef kennararnir fá það sem þeir vilja“ Morgunblaðið/Kristinn Sóley Birgisdóttir, Melkorka Arnórsdóttir og Gylfi Þór Rögnvaldsson eru öll í 10.1 í Smáraskóla. Þau vilja að kennarar fái hærri laun en segjast vona að verkfallið verði stutt svo þau missi ekki of mikið úr skóla. MEÐFERÐ ríkissaksóknara í máli hjóna, sem kærðu niðurfellingu lög- reglustjórans í Reykjavík á tveimur þjófnaðarmálum, uppfyllti ekki kröf- ur stjórnsýslulaga, að mati umboðs- manns Alþingis. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ríkissaksóknara að hann geri ráðstafanir til að tryggja að málsmeðferð í sambærilegum málum verði framvegis í samræmi við sjón- armið sem rakin eru í álitinu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ósam- mála niðurstöðu umboðsmanns, en álitið sé nú til meðferðar hjá embætti sínu. Hjónin kvörtuðu til umboðsmanns yfir tveimur úrskurðum ríkissaksókn- ara þar sem staðfestar voru ákvarð- anir lögreglustjórans í Reykjavík um að fella niður kærumál þeirra á hend- ur manni fyrir meint eignaspjöll og þjófnað. Kærðu hjónin þessar ákvarð- anir lögreglustjóra til ríkissaksókn- ara. Óskaði ríkissaksóknari eftir rök- stuðningi lögreglustjóra vegna beggja málanna og féllst í báðum til- fellum á rök lögreglustjóra fyrir nið- urfellingu málanna. Umboðsmaður bendir á í áliti sínu að af gögnum málsins sé ljóst að hjón- unum hafi ekki verið kynnt þau efnis- atriði sem fram komu í umsögnum lögreglustjóra til ríkissaksóknara. Þeim hafi ekki verið gefinn kostur á því að tjá sig um þau. Er það nið- urstaða umboðsmanns að málsmeð- ferð ríkissaksóknara að þessu leyti hafi ekki uppfyllt kröfur sem leiði af 13. gr. stjórnsýslulaga. Þá er það nið- urstaða umboðsmanns Alþingis að þegar brotaþola er tilkynnt um ákvörðun ákæranda um niðurfellingu máls, án þess að rökstuðningur fylgi, sé ákæranda rétt að veita honum leið- beiningar um heimild hans til að fá ákvörðunina rökstudda sem og um heimild til að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. Beinir umboðsmaður þeim tilmæl- um til ríkissaksóknara að hann taki kærumálið fyrir að nýju, óski þau þess. Álit umboðsmanns Alþingis Ríkissaksóknari kveðst ósammála niðurstöðunni Tryggvi Gunnarsson Bogi Nílsson Ríkissaksóknari fór ekki að stjórnsýslulögum ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson er tek- inn við af Ingimundi Sigfússyni sem sendiherra Íslands í Japan og Ingi- mundur er kominn til sendiherra- starfa í utanríkisráðuneytinu. Þórð- ur Ægir var áður sendiherra í Vínarborg og hefur Sveinn Björns- son tekið við af honum. Sigríður Snævarr er sem kunnugt er að hætta sem sendiherra Íslands í París og Tómas Ingi Olrich, fv. menntamálaráðherra, að taka við af henni. Jón Egill Egilsson kemur heim frá sendiráðinu í Berlín og Ólafur Davíðsson, fráfarandi ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, tekur við af honum 1. nóvember nk. Gunnar Snorri Gunnarsson verð- ur áfram ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, nú þegar Davíð Odds- son tekur þar við af Halldóri Ásgrímssyni. Sighvatur sendiherra Þá hefur verið ákveðið að Sighvat- ur Björgvinsson mun fá titilinn sendiherra í íslensku utanríkisþjón- ustunni en hann mun eftir sem áður áfram veita Þróunarsamvinnustofn- un Íslands forstöðu. Breytingar í utanríkisþjónustunni Þórður Ægir Óskarsson hefur tekið við í Japan SAMGÖNGUVIKA hefst í dag, oglýkur henni með bíllausa deginum miðvikudaginn 22. september. Þema vikunnar þetta árið eru öruggar götur fyrir börn, og er markmiðið að draga úr hættum sem steðja að börnum í umferðinni. Tilgangurinn er að vekja almenn- ing til umhugsunar um umferðar- menningu og hversu margar leiðir eru færar þeim sem vilja efla umferð- armenningu og draga úr mengun. Evrópusambandið hefur tileinkað eina viku á haustin samgöngum, og í ár hafa 35 lönd tilkynnt þátttöku sína. Sveitarfélög taka þátt eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfells- bær, Ísafjörður og Álftanes. Samgönguvika hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.