Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur ekki vantað umræðu- efni meðal þjóðarinnar á und- anförnum dögum. Í dag snýst allt um bætt kjör á húsnæðismarkaði. Ekkert nema gott um það að segja og hið besta mál að greiðslubyrði lána lækki. En það kemur fljótt í ljós að al- menningur er ekki, upp til hópa, sérlega vel að sér þegar kemur að því að greina hvað er best að gera í fjármálum sínum. Við erum skuldsett þjóð og stefnum sífellt í dýpra skuldafen ef ekkert er að gert. Meira að segja ný- fengnar kjarabætur í formi lægri vaxta á húsnæðislánum valda áhyggjum sérfræð- inga af enn aukinni lántöku. Það virðist vera þjóðlegt að fagna 100 króna sparnaði með því að eyða 200 kalli. Hvernig verður þessari þróun snúið við? Hvernig er hægt að örva áhuga á mik- ilvægi þess að kunna að fara með verðmæti og síðan en ekki síst að gera sig verðmæt- ari sem starfskraft í framtíðinni? Það er líklega best að kenna það og byrja nógu snemma. Um það snýst starfsemi fé- lagasamtaka sem heita Junior Achieve- ment á Íslandi eða JA á Íslandi (www.jai.is). JA er hluti af alþjóðlegum samtökum sem starfa um allan heim með skólum og atvinnulífinu. Fé- lagsaðilar JA eru fyrirtæki, stofn- anir og einstaklingar sem leggja fram tíma sinn og fjármuni til að efla fræðslu í skólum landsins. Stofnaðilar ásamt undirrituðum voru: Sjóvá-Almennar, P. Sam- úelsson, VR og Iðntæknistofnun. Síðar hafa Sparisjóðirnir, Eimskip, Samskip, VÍS, Hafnarfjarðar- og Reykjanesbær bæst við. Hugmyndafræði JA er einföld. Við bjóðum skólum upp á áhuga- verð námskeið, þeim að kostn- aðarlausu, og ráðgjafa úr atvinnu- lífinu sem leiðbeinir á námskeiðunum. Efnið er þraut- reynt og er fyrir alla bekki grunn- skólans. Vinsælasta námskeið sam- takanna er Fyrirtækjasmiðjan og er fyrir framhaldsskólana. Á þrett- án vikum læra nemendur að stofna og reka fyrirtæki og síðan loka því með uppgjöri og ársskýrslu. Ólíkt mörgu öðru námsefni þá er rekst- urinn framkvæmdur í fullri alvöru með raunverulegri vöru og fjár- munum. Í upphafi er byrjað með tvær hendur tómar en í lokin hafa orðið til verðmæti. Lærdómurinn er hvernig hjól efna- hagslífsins snúast og hvernig fólk vinnur saman. Yngri börnin eru að læra t.d. um muninn á því sem þú þarft og því sem þú vilt. Ef þau skilaboð skila sér til foreldra þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af aukinni skuldsetningu þjóð- arinnar. Börnin læra líka að taka ákvarð- anir, bera ábyrgð og margt fleira. Nýjasta efni JA á Íslandi er ætlað 14–15 ára unglingum þar sem farið er í mik- ilvægi þess að átta sig á hvar hæfileikarnir liggja, hvernig ber að gera persónulega fjár- hagsáætlun, hvað framkoma skiptir miklu máli og að bera ábyrgð á sjálfum sér. Til þessa verkefnis hefur JA á Íslandi fengið stuðning frá Byggðastofnun til að efla þessa fræðslu á landsbyggðinni. En til að samtökin nái að vaxa og dafna þá þurfa fleiri fyrirtæki, einstaklingar og opinberir aðilar að leggja þeim lið. Það er þjóð- þrifamál að efla fjármálalæsi, sið- ferði og ábyrgð meðal nemenda í skólum um allt land. Stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum, takið þessari áskorun, takið þátt í starfi JA á Íslandi. Það skilar ykkur betra starfsfólki innan fárra ára. Kjarabætur fram- tíðar fást með bættu fjármálalæsi Gunnar Jónatansson fjallar um fjármálalæsi Gunnar Jónatansson ’Það er þjóð-þrifamál að efla fjármálalæsi, siðferði og ábyrgð meðal nemenda í skól- um um allt land.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri JA á Íslandi. Stolt Grikkja Það var ánægjulegt að sjá hve vel Grikkir stóðu að Ólympíuleikunum. Sérstaka athygli mína vakti opnunar- atriðið (þar sem Björk ,,okkar“ var til sóma) – og ekki síður loka- athöfnin – þegar Grikkir minntu stoltir á eigin sögu og flögg- uðu sínum fram- bærilegustu listamönn- um á öllum aldri í söng og gleði. Ég held að lykilorðið hafi verið stolt. Og Grikkir mega vera stoltir af Ólymp- íuleikunum, enda var stigagjöf heimsbyggðarinnar ein- róma: Vel gert, Grikkir! Skömm Íslendinga Og það mundi verma mínar hjarta- rætur ef við Íslendingar gætum ver- ið stoltir af landi okkar og forystu- sveit í utanríkismálum. En syndaregistur Davíðs & Halldórs síðustu 18 mánuði er ömurlegt þeg- ar þeir gerðust taglhnýtingar Bush með hinum ,,staðföstu og fúsu“ í ólöglegri innrás í Írak.Það er sorg- legt þegar leiðtogar draga nafn þjóðar sinnar inn í hildarleik sem hún sjálf og mestur hluti mannkyns hefur skömm á. Í stað þess að horfa stoltir framan í heim- inn þurfum við Íslend- ingar að skammast okkar. Hve margir Ís- lendingar myndu segja stoltir við útlendinga að Ísland sé á meðal hinna ,,staðföstu og fúsu“? Þvílík skömm að blanda nafni Íslands við þetta ódæði! Það dugði ekki að Davíð & Halldór tækju ákvörðunina um að láta Ísland styðja innrásina, heldur tóku þessir herramenn ákvörðunina án þess að bera hana undir ríkisstjórnina, utanrík- ismálanefnd Alþingis (sem er laga- skylda) eða þingflokka sína – hvað þá Alþingi Íslendinga – nú eða bara blessaða þjóðina sjálfa í þingkosn- ingum sem fram fóru nokkrum vik- um eftir innrásina. Ekki þvælist lýð- ræðið fyrir þessum höfðingjum! Halló, al Kaíta! Ekki gleyma okkur! Varnar- og öryggismál heyra undir utanríkisráðherra – og forsætisráð- herra á stundum.En Halldór & Dav- íð hafa gjörsamlega brugðist skyldu sinni þar og gjaldfellt svo um munar öryggi okkar Íslendinga. Með stuðn- ingi við Bandaríkjastjórn hafa þeir fóstbræður, að þjóðinni forspurðri, gert stóran hluta Mið-Austurlanda að óvinum okkar. Það fór hrollur um mig þegar Davíð lýsti því yfir á fundinum með Bush, 6. júlí sl., að innrásin í Írak hafi gert heiminn öruggari. Þessum orðum Davíðs var sjón- varpað um heimsbyggðina beint frá Hvíta húsinu. Orð forsætisráð- herra Íslands voru þannig: „Davíð Oddsson forsætisráð- herra: Já, aðeins – um þetta, þá verð ég að segja að ég er sammála forsetanum um Írak.Framtíð Íraks er – framtíð heimsins er mun betri vegna skuldbindinga Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra þar. Og án þeirra aðgerða mundi ástandið í þeim heimshluta vera mikið mun hættulegra en það er nú. Nú er von. Áður var engin von. Bush forseti: Þakka þér, herra forsætisráðherra.“ Og þannig tókst Davíð einnig að minna heimsbyggðina á stuðning Íslands við innrásina í Írak og að arabar megi ekki gleyma Ís- lendingum, því Ísland hafi verið með í þessu voðaverki! Þetta er svipað og að segja: ,,al Kaíta – ekki gleyma Íslendingum! Við studdum líka Bandaríkin í innrás- inni!“ Menn með minnimáttarkennd Ég hef reynt að botna í þessu útspili Davíðs & Halldórs, en finn engan lógískan botn þótt ég leiti allt upp í Borgarfjörð. Tilgátur eins og þær að þessi stuðningur styrkti samningsstöðu okkar vegna herstöðvarinnar í Keflavík, eða að drengilegt sé að standa með vinum sínum (eins og Davíð segir), eða að okkur stafaði ógn af Írak, eða að við náum sæti í Öryggisráði S.Þ., o.s.frv. – standast ekki, að mínu mati. A.m.k. standast þær ekki sem rök til að skipa okkur í flokk hinna fáu ,,staðföstu og fúsu“ vina Bush – og slíta þar með þann sáttmála sem Íslendingum er nánast heilagur, nefnilega að fara ekki með stríð á hendur annarri þjóð. Eina niðurstaða mín er sú að Dav- íð & Halldór séu litlir karlar – menn með minnimáttarkennd gagnvart stóru strákunum í útlöndum – og vilji aðeins fá að vera með. Íslendingar hafa mun sterkari siðferðiskennd en Davíð & Halldór virðast gera sér grein fyrir. Okkar styrkur fellst í siðaðri afstöðu til mála, og vera boðberar friðsamlegra lausna – en ekki ofbeldis og allra þeirra harmleikja sem saklausir borgarar verða fyrir þegar fjar- stýrðum sprengjum er kastað á Stolt og skömm Hans Kristján Árnason fjallar um stolt Grikkja og skömm Íslendinga ’Hvar er jarðsambandykkar, Davíð & Halldór? Hvar er sam- kennd ykkar með saklausum fórnarl ömbum hátækni- vopna?‘ Hans Kristján Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.